Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 49 ✝ Sigurður Krist-inn Hallgríms- son fæddist á Hreðavatni í Norð- urárdal 11. júní 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 20 nóvember síðastlið- inn eftir stutta sjúk- dómslegu. Foreldr- ar hans voru Hall- grímur Sigurðsson, f. 26. jan. 1885, d. 16. mars 1971, og Elín Kristín Ólafs- dóttir, f. 1. sept. 1879, d. 30. mars 1970, bændur að Háreksstöðum í Norðurárdal. Sigurður á eina systur, Guðrúnu ur, f. 17. nóv. 1939, maki Paul B. Hansen tæknifræðingur. Börn þeirra eru: Jóhanna Björg og Sigurður Böðvar. Fyrstu ár starfsævi sinnar vann Sigurður við vegagerð og síðan í byggingarvinnu í Reykja- vík, m.a. við byggingu Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og fleiri merkar byggingar. Hann vann einnig við gerð Reykjavíkurflug- vallar á vegum breska setuliðs- ins. Sigurður var íþróttamaður á yngri árum, stundaði m.a. sund og glímu. Hann lauk námi frá Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar. Árið 1929 keypti Sigurður Há- reksstaði í Norðurárdal með for- eldrum sínum og var bóndi þar fyrst með föður sínum en síðan einn. Á Háreksstöðum voru þau Þuríður með blandaðan búskap. Sigurður og Þuríður brugðu búi og fluttu til Hafnarfjarðar árið 1981. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ólafíu, f. 10. ág. 1919. Sigurðar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Þuríði Sigur- jónsdóttur 22. júlí 1938. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónasson bóndi og Jó- hanna Kristín Andr- ésdóttir ljósmóðir á Stóra-Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu. Börn Sigurðar og Þuríðar eru: 1) Ninna, íþróttakenn- ari, f. 29. júní 1938, maki Steinar Ólafs- son búfræðingur. Börn þeirra eru: Ágústa Kristín og Þuríður Elín. 2) Elsa, hjúkrunarfræðing- Margs er að minnast frá þeim ótal samverustundum sem við höf- um átt með Sigurði afa á liðnum ár- um. Þegar afi tók við okkur barna- börnunum í vist í sveitinni þurfti að kenna okkur borgarbörnunum ým- islegt, aldrei brast honum þó þol- inmæði við það verk. Ótrauður hélt hann áfram og sendi okkur í hvert verkefnið á fætur öðru. Traust hans á okkur byggði upp sjálfsöryggi og starfsánægju sem við búum enn að. Sú ást og virðing sem hann bar fyr- ir umhverfi sínu kenndi okkur að umgangast náttúruna af virðingu og varfærni. Jafnt háa sem lága, menn sem skepnur kenndi hann okkur að umgangast af jafnræði, réttlæti og varfærni. Alltaf gaf afi sér tíma til þess að spjalla og hlusta á hugleiðingar okkar, þrátt fyrir að við værum ekki há í loftinu. Þessi samtöl eru fjársjóður sem við búum að, enda í asa nútíma samfélags því miður lítið tóm gefið til slíkra sam- ræðna. Í öllum sínum verkum var hann eins og kletturinn í hafinu, hvorki gnauð vinda né ólgusjór hversdagsins bifuðu honum. Á stundum gustaði af kvenfólkinu hans, það haggaði afa hins vegar aldrei. Í minningunni er hann kím- inn og glaðvær, með vísu á vörum sem hæfir tilefninu. Með frásögn- um um löngu liðna atburði og gull- kornum íslenskra höfuðskálda stytti afi okkur stundir og gerði hversdagsleg verkefni að ánægju- stundum. Sveitin hans afa, Norður- árdalurinn, þar sem Baula og Norð- urá skarta sínu fegursta, átti ávallt hug hans og hjarta. Að leiðarlokum er fyrst og fremst þakklæti sem kemur upp í hugann fyrir þá ást og umhyggju sem afi sýndi okkur og allar þær dýrmætu stundir þar sem hann lagði sig fram um að kenna okkur. Það er arfleifð sem við munum búa að um ókomin ár. Jóhanna. SIGURÐUR KRISTINN HALLGRÍMSSON Leiðir okkar Ólafíu G.E. Jónsdóttur lágu saman er hún kynntist móður okkar og ömmu Kristínu Guðbrands- dóttur. Eftir það hefur hún fylgt okkur fjölskyldunni í gegnum árin ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Þorsteinssyni, en hann lést 11. júní 1989. Þau ráku gullsmíðaverslunina Guðmund Þorsteinsson, Banka- stræti 12, í yfir 50 ár og er sú verslun nú í eigu okkar fjölskyldunnar. Þau ÓLAFÍA G.E. JÓNSDÓTTIR ✝ Ólafía Gróa Ey-þóra Jónsdóttir var fædd í Votmúla- Austurkoti í Sand- víkurhreppi í byrjun síðustu aldar, 7. júní 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu við Sóltún sunndag- inn 15. september síðastliðinn. bjuggu á Vífilsgötunni en eyddu jafnframt miklum tíma á jörðinni Hjarðarnesi á Kjalar- nesi. Minningar okkar krakkanna þaðan eru ánægjulegar enda var alltaf glatt á hjalla þeg- ar Lóa og Mundi komu keyrandi á gulbrúna bílnum niður malarveg- inn því við vissum að þau myndu lauma til okkar nokkrum brjóst- sykursmolum. Þau voru einnig bæði mjög söngelsk og sungu stundum fyrir okkur er þau komu í heimsókn, fyrst í Huldulandið og svo seinni ár í Rauðásinn. Lóa kom stundum í mat til okkar og var hún sérstaklega ánægð ef hryggur eða læri var á boð- stólnum enda var það hennar uppá- haldsmatur. Hún var ætíð alveg ein- staklega kát og gleyma fáir hennar skemmtilega hlátri sem kynnst hafa. En allt hefur sinn endi og eftir langa ævi eru Lóa og Mundi saman á ný eftir 13 ára aðskilnað. Hvíl í friði elsku Lóa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Fjölskyldan Rauðási 15. Við vorum fimm systkinin, sem áttum okkar bernsku- og ung- lingsár í Tandraseli í Borgarhreppi. Og nú er Margrét horfin úr hópnum. Hún var mikill dýravinur og náttúruunnandi, harð- dugleg og verklagin. Glaðvær og gestrisin. Það fóru allir glaðir í sinni af hennar fundi. Ræktunarkona var hún mikil. Um það bar vitni garður MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist á Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði 10. apríl 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfoss- kirkju 9. nóvember. hennar í Smáratúni 5 á Selfossi. Naut hún þar aðstoðar manns síns, Guðmundar. Ern voru þau og samhent að búa sér og börnum sínum fagurt heimili. Margrét var mikil húsmóðir og börn hennar og barnabörn áttu traustan að þar sem hún var. Það er margs að minnast á kveðjustund. Þökk sé þér, systir, fyrir alla hjálpsemina og sam- fylgdina í gegnum árin. Fjóla, Halldóra, Tómas og Ásta. Í dag kveðjum við eina af perlum þessa lands, Margréti Guðmunds- dóttur. Hún var óvenjulega vel af Guði gerð, alltaf sama góða skapið og aldrei hallmælti hún nokkrum manni. Börnin löðuðust að henni, hún var aldrei að flýta sér og róminn hækk- aði hún aldrei. Fyrir mörgum árum þegar ég bjó í Hveragerði fór ég eitt sinn á Selfoss í verslunarerindum ásamt þriggja ára barnabarni mínu og þegar innkaupunum var lokið sagði barnabarnið: „Amma, eigum við ekki að koma til Möggu mág- konu?“ Hún hefur eflaust haldið að hún héti þetta, því ég kallaði hana aldrei annað. Því miður fékk Magga áfall fyrir mörgum árum, þegar hún hefði get- að farið að eiga rólegri daga, en þá var hún búin að hjúkra manninum sínum í mörg ár. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði. Þar naut hún mikillar umhyggju, en var bundin við hjólastól og gat lítið tjáð sig. Hún naut þeirrar gæfu að eiga yndisleg börn og tengdabörn, sem gerðu hvað þau gátu til að létta henni lífið. Með söknuði er Magga mág- kona kvödd. Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÁGÚST SÆLAND fyrrum garðyrkjubóndi, Espiflöt, Þrastarrima 17, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudag- inn 2. desember kl. 13.30. Hulda G. Sæland, Sigríður Sæland, Árni Erlingsson, Gústaf Sæland, Elín Ásta Skúladóttir, Stígur Sæland, Kristín J. Arndal, Klara Sæland, Haraldur B. Arngrímsson, Sveinn Auðunn Sæland, Áslaug Sveinbjarnardóttir, Eiríkur Ómar Sæland, barnabörn og barnabarnabörn. Það er erfitt að átta sig á því að Lullú frænka er látin. Ég sat við lestur í skólanum í Kaupmannahöfn á laugardagsmorgni þegar ég frétti lát hennar. Augun fylltust tárum. Eftir árlanga búsetu erlendis sem barn, hitti ég Lullú oft hjá afa og ömmu. Hún var mér alltaf góð og elskuleg. Eftir lát afa, jólin 1992, leitaði ég í auknum mæli til hennar. Hún minnti mig um margt á afa; gædd einstaklega hlýrri nærveru og góðmennskan holdi klædd. Það varð snemma að hefð að ég hringdi í hana á afmælisdaginn hennar. Stúdentsgjöfin sem Lullú gaf mér gladdi mig sérstaklega. Hún lét sjóndepurð ekki aftra sér frá að prjóna handa mér dúkku með hvíta stúdentshúfu, límda á kringlóttan spegil ásamt bænabók. Ég varð gjörsamlega orðlaus yfir þessari yndislegu gjöf. Litla bænabókin kom að góðum notum sumarið 1998 þegar ég gekkst undir stóra skurð- aðgerð erlendis. Heimsóknir okkar mæðgna á Dalbrautina hafa verið tíðar und- anfarin ár. Lullú varð sífellt veik- byggðari líkamlega en kollurinn var í góðu lagi og minnið hélst óskert. Oftast settist hún á rúmstokkinn, ég settist við hlið hennar og hún kúrði sig inn í faðm minn. Í júlíbyrjun þegar ég kom til Ís- lands í sumarfrí hafði heilsu Lullú enn hrakað, talið var að hún myndi fara þá og þegar. Ó nei, hún var ekki alveg ferðbúin. Ég reyndi m.a. að stytta henni stundir með lestri úr ljóðabók Valdemars langafa. Í eitt skiptið bað hún mig að lesa um litlu stúlkuna með augun blá. Að lestri loknum sagði hún: ,,Þetta samdi pabbi um mig“ og brosti. Það var stutt í húmorinn og gerði hún óspart grín að duttlungunum í sjálfri sér. Það var mér ómetanlega dýrmætt að fá að eyða sumrinu með henni. Nærvera hennar hlýjaði mér inn að hjartarótum. Minning hennar mun fylgja mér alla tíð. Inga Jóna Ingimarsdóttir. LAUFEY VALDE- MARSDÓTTIR SNÆVARR ✝ Laufey GuðrúnValdemarsdóttir Snævarr fæddist á Húsavík 31. október 1911. Hún lést á dvalarheimilinu við Dalbraut 9. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar frá Áskirkju 18. nóvem- ber. „Veistu að í dag eru tveir sunnudagar? Það er sunnudagur, en líka hvítasunnudagur!“ Ég var í helgarpössun hjá ömmu og afa á Hjarð- arhaganum, búið um mig í stofustólunum tveimur sem urðu að mátulega rúmi handa lítilli mannveru þegar þeir voru settir hvor gegnt öðrum. Minningarbrotin hrannast upp, við barnabörnin á nýárs- dag í skollaleik í hjónaherberginu, eða rennandi okkur á rassinum niður allan stiga- ganginn. Afi að setja sælgæti í kramarhúsin á jólatrénu á meðan amma ber fram „desert“ í bláu skál- unum. Og þessi líka ákaflega heillandi jólatréssería sem „bubbl- ar“! Ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa átt svona ekta ömmu, ömmu með mjúkan faðm sem var svo und- urljúft að sökkva í, ömmu sem alltaf var til staðar til að hlusta á hvað sem manni lá á hjarta, ömmu sem var síprjónandi vettlinga og leista handa manni. Síðustu leistana afhenti hún mér í vor og spurði hvort mig vantaði ekki á eitthvert barnanna minna. Ég þáði leistana, en þeir verða aldr- ei notaðir. Þeir verða geymdir til minningar um handverk konu sem aldrei lét verk úr hendi falla, sem alla tíð lifði fyrir heimilið og fjöl- skylduna, og signdi í huganum yfir hvern einasta fjölskyldumeðlim sérhvert kvöld. Á níræðisafmæli ömmu færði ég henni ljóðið Íslenska konan. Út- dráttur úr því verður mín loka- kveðja. Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Unnur Pétursdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.