Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 51 ✝ Svanhvít Ljós-björg Guð- mundsdóttir fæddist 9. ágúst 1908 í Geit- dal í Skriðdal í Suð- ur-Múlasýslu, en hún flutti tveggja ára með foreldrum sín- um að Bíldsfelli í Grafningi og ólst þar upp. Svanhvít lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 24. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Þor- valdsson, f. 25.11. 1875, d. 12.6. 1948, bóndi í Geitdal og síðar á Bíldsfelli, og kona hans Guðríður Finnbogadóttir, f. á Víði- læk í Skriðdal 10.6. 1883, d. 13.1. 1982. Systkini Svanhvítar eru: Þorvaldur, f. 3.9. 1907, d. 3.4. 1982, bóndi á Bíldsfelli, Ingibjörg, f. 29.5. 1910, d. 25.12. 1987, hús- freyja á Syðri-Reykjum í Biskups- Gígja, f. 9.3. 1940, lögreglufulltrúi í Reykjavík, maki Hjördís L Jón- asdóttir, börn þeirra eru Jónas, María, Geir og Svanhvít Ljósbjörg. 2) Elísabet, f. 8.3. 1944, banka- fulltrúi, sambýlismaður Sigurður Hall skrifstofustjóri, synir hennar eru Svanur og Hjalti Rúnar. 3) Guðríður Gígja, f. 8.3. 1944, bankafulltrúi, maki Gunnlaugur Magnússon húsasmíðameistari, synir þeirra Magnús Geir og Daní- el Eyþór. 4) Þorbjörg Gígja, f. 21.6. 1946, kennari og lyfjatæknir, maki Ottó B. Ólafsson lyfjafræðingur, börn þeirra Kolbrún Eydís, Helga Guðríður og Ólafur Geir. Á árunum 1926–1927 stundaði Svanhvít nám við kvöldskóla Ís- leifs Jónssonar í Reykjavík. Að því loknu hóf hún svo nám við Kenn- araskólann og lauk þaðan kenn- araprófi 1932. Svanhvít var kenn- ari við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1932–1949. Hún og eig- inmaður hennar byggðu upp ný- býlið Naustanes í Kjalarneshreppi og bjuggu þar frá 1948 til 1977 er þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Svanhvítar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. tungum, Sigurður, f. 18.8. 1911, d. 10.6. 1997, garðyrkjumað- ur á Íslandi og í Dan- mörku, Elísabet, f. 11.11. 1915, d. 11.11. 1990, húsfreyja í Dan- mörku, Þóra, f. 6.5. 1919, húsmóðir í Reykjavík, Hulda, f. 18.10. 1923, d. 22.4. 1991, húsfreyja í Hafnarfirði. Systir Svanhvítar, samfeðra, er Þórdís Todda, f. 28.3. 1928, hjúkrunar- fræðingur og húsmóð- ir í Reykjavík. Svanhvít giftist 9.12. 1939 Geir Gígja, f. 5.11. 1898, d. 6.10. 1981, kennara og náttúrufræðingi. For- eldrar hans voru Kristján Magn- ússon kennari og bóndi í Marða- núpi í Vatnsdal og Sigríður Jósefsdóttir húsfreyja. Börn Svan- hvítar og Geirs eru: 1) Guðmundur Elsku mamma mín, hafðu hjartans þökk fyrir allt, öll árin sem ég hef haft þig. Guð geymi þig. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Þín dóttir Elísabet. Nú er komið að kveðjustund er við fylgjum tengdamóður minni Svan- hvíti L. Guðmundsdóttur síðasta spölinn. Þegar ég kynntist henni fyrst bjuggu hún og hennar maður í Naustanesi. Það eru komin 36 ár síð- an þau kynni hófust. Það má segja að frá þeim tíma hafi hún tekið mér sem syni sínum alla tíð. Fyrir það vil ég þakka henni alveg sérstaklega, því mörg eru dæmi um annað, og hef ég því reynt að læra af þessum mann- kostum sem hún hafði fram að færa í minn garð. Það er orðinn hár aldur þegar fólk nær 94 ára aldri og rúmlega það. En mig langar til að segja frá því að fyrir tveimur árum stóðum við tvö inni á stofugólfi heima hjá mér og horfðum til Esjunnar. Þá segir hún við mig: Mikið hafið þið fallegt útsýni. Já, svaraði ég, ætli maður kunni nokkuð að meta það fyrr en við flytjum héðan. Þið, þið flytjið aldrei héðan, ég get ekki hugsað mér að þið séuð neins staðar annars staðar en hér. Þetta sýnir bara þá hugsun sem þessi aldna kona hafði til að bera alveg fram á síð- asta ár er heilsu hennar fór að hraka fyrir alvöru. Það var fyrsta vetrardag núna síð- ast að ég heimsótti hana einn og færði henni rauða rós. Ég var svo heppinn að hún var óvenju hress þann daginn, enda stóð ekki á þakklætinu og stroku niður vangann og fallega bros- inu sem hún sendi mér. Þetta var í síðasta sinn sem ég náði sambandi við hana, því heilsu hennar var mikið far- ið að hraka þá. Ég vil nota þetta tæki- færi og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í öll þess ár. Með vinsemd og virðingu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Í Guðs friði. Þú, Drottinn, gang minn greiddir, ég geld þér hjartans þökk, þú, Drottinn, líf mitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó, Guð, fyrir gæsku þín ég glaður kem úr för og lít á lífi mína við lán og heilsukjör. Ó, kenn mér, Guð, að geta þá gæsku skilið rétt, og vel minn feril feta, hvort færð er þung eða létt en þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín, þá leið þú mig að lokum í ljósið heim til þín. (M. Joch.) Þinn tengdasonur, Gunnlaugur Magnússon. Látin er í hárri elli tengdamóðir mín, heiðurskonan Svanhvít Ljós- björg Guðmundsdóttir. Ég kynntist henni fyrst snemma árs 1972, er ég kynnist yngstu dóttur hennar, Þor- björgu, og hóf að venja komur mínar á heimili Svanhvítar og Geirs í Naustanesi. Það fór vel á með okkur frá upphafi og kunni ég strax vel að meta greind hennar og glaða lund. Í gegnum tíðina varð samband okkar nánara, ekki síst eftir að hún flutti til okkar í Naustanes á tíunda áratugn- um. Ég átti mörg góð og uppbyggileg samtöl við hana á þeim árum, ekki síst um uppvaxtarár hennar á Bílds- felli í Grafningi. Svanhvít var ákaf- lega heilsteypt kona, sem ekki mátti vamm sitt vita og var það mannbæt- andi að vera samvistum við hana. Við hjónin kveðjum hana með innilegum söknuði og þakklæti en minningin um hennar hlýju nærveru mun lifa. Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann, og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stef.) Blessuð sé minning hennar. Ottó Björn. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér.“ (Stefán Thor.) Sá dagur kom að þú fengir að halda á fund afa míns. Hann hefur án efa beðið spenntur eftir að fá jafngóða og glæsilega konu aftur á sinn fund eftir langa hríð. Það er margs að minnast á þeim tíma er við áttum saman, ég var fárra ára þegar ég byrjaði að „trítla“ upp tröppurnar til ömmu eins og þú gjarnan orðaðir það um heimsóknir mínar á Tómasarhagann til þín og afa. Þar voru þau ófá skiptin sem ég fór út í búð til kaupmannsins á horn- inu með fimm krónur og verslaði þar fyrir þig þrátt fyrir að flest það sem keypt var endaði nú í munninum á mér. En þegar maður er varla fimm ára skiptir máli að gera eins og amma segir og voru þar búðarferðirnar eng- in undantekning. Það er vart hægt að hugsa sér betri ömmu til að alast upp í kringum, alltaf tilbúin með opinn faðminn ef á þurfti að halda, til að laga öll heimsins vandamál sem litlir strákar geta rat- að í. En tíminn leið og alltaf virtist hann bætast við aldurinn þó einkum hjá mér, en á meðan virtist þú bara verða yngri í anda ef marka má þær fjöl- mörgu bílferðir sem við fórum saman, skellihlæjandi um götur bæjarins á leið heim til mömmu í mat. Það var mín upplifun að kímnigáfa þín gaf mörgum ekkert eftir og geta sumir af mínum bestu vinum staðfest það. Það er af mörgum minningum að taka, en þær mun ég geyma í hjarta mínu ásamt því þakklæti að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu. Það er með þessum orðum sem mig langar til að minnast ömmu minnar Svanhvítar L. Guðmundsdóttur sem nú hefur þegið hvíldina góðu eftir rúmlega 94 ár. Minningin um þessa góðu, hjartahlýju og duglegu konu mun lifa með mér um ókomin ár þeirri reynslu ríkari hvað ég get gert fyrir lífið, í stað þess hvað lífið getur gert fyrir mig. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn Daníel Eyþór. Elsku amma og langamma, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Það er erfitt til að þess að hugsa að þú sért farin frá okkur og er söknuðurinn mikill. Það er þó huggun til þess að vita að þú verður ávallt hjá okkur í anda. Við þökkum þér innilega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Svanur, Hjalti Rúnar, Viktor Ingi og Lilja Björk. SVANHVÍT L. GUÐMUNDSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Torfalæk, fyrrum skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni fimmtudagsins 28. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður R. Guðmundsson, Ásgeir Guðmundsson, Sólveig Gyða Guðmundsdóttir, Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, ÁRNI J. HARALDSSON, Víðimýri 3, Akureyri, lést mánudaginn 25. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 6. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Bægisárkirkjugarði. Ólafur Árnason, Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Eygló Árnadóttir, Sigurður Pálmason, Gylfi Árnason, Marilou Dequino, Rósfríður Eiðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON S. ÞORSTEINSSON, Túngötu 1, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Erla Björg Delberts, Jón Nikulaisson, Bergþóra Símonardóttir, Cheng Theng Pang, Hildur Símonardóttir, Þorsteinn Símonarson, Bryndís S. Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Fagurhólsmýri, Öræfum, verður jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Nanna Sigurðardóttir, Tryggvi Sigurðsson, Ari B. Sigurðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar okkar og bróður, ÞORGEIRS GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Gilsbakka 1, Seyðisfirði. Björg Valdórsdóttir, Helga Þorgeirsdóttir, Jón Pálsson og systkini hins látna. Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, ömmu okkar og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTU SIGURÐARDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Þórdís Ástríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir, Jóhannes Hermannsson, Gunnar Freyr Jóhannsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.