Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 53 ÁRVEKNI UM BRJÓSTAKRABBAMEINI Í OKTÓBER 2002 Þökkum eftirfarandi útsölustöðum og viðskiptavinum þeirra sem studdu þetta átak. Debenhams, snyrtivöruverslanir Hagkaups, Lyfjuverslanir, Lyf&heilsu verslanir, Snyrtivöruverslunin Clara, Apótek Keflavíkur, Silfurtorg, Ísafirði. BINDINDISDAGUR fjölskyldunnar verð- ur á morgun, laug- ardaginn 30. nóv- ember. „Þá verður með ýmsum hætti minnt á hve miklu það skiptir fyrir börn að foreldrar þeirra neyti ekki áfengis á jólum. Dreift verður bæklingum, vegg- spjöldum og barm- merkjum, greinar rit- aðar í blöð og auglýsingar birtar. Flestum er ljóst að börnum líður oft illa þegar foreldrar þeirra eru undir áhrifum áfengis – en þau eru ekki líkleg til að kvarta við foreldra sína vegna þess. Ábyrgð okkar er mikil. Með jákvæðri afstöðu í þessu máli get- um við skapað börnum okkar möguleika á að njóta öryggis, stemmningar og kærleika um jólin – að sjálfsögðu án áfengis, segir í fréttatilkynningu. Að bindindisdegi fjölskyldunnar standa: Áfengis- og vímuvarnaráð, Barnahreyfing IOGT, Bindindis- félag ökumanna, Bindindis- samtökin IOGT, Heimili og skóli, Hjálparstofnun kirkjunnar, IOGT á höfuðborgarsvæðinu, Jafningja- fræðslan, Kvenfélagasamband Ís- lands, Landssambandið gegn áfengisbölinu, Lögreglan í Reykja- vík, Maríta, Samfok, Umferðarstofa og Vímulaus æska. Jól og aðventa án áfengis fyrir börnin Kjördæmisráðsfundur Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 30. nóv- ember kl. 11 í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði. Fundarefni: Tillaga valnefndar að framboðslista lögð fram til af- greiðslu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð verður með dagskrá á Akureyri laug- ardaginn 30. nóvember. Málþing um nýsköpun í atvinnumálum á Eyja- fjarðarsvæðinu verður kl. 14 í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. Frum- mælendur verða Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Eyjafjarðar, Sigurjón Magnússon, framkvæmdastjóri MT- bíla á Ólafsfirði, Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður og Víðir Björnsson, kræklingaræktandi í Hrísey. Fundarstjóri verður Þuríður Backman alþingiskona. Kl. 19 hefst aðalfundur Ungra vinstrigrænna á Akureyri í Deiglunni. Gestur fund- arins verður Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Kl. 21 verður skemmtikvöld í Deiglunni, upplestur, tónlist, söngur, dans o.fl. Kynnir kvöldsins er Vilhelm Anton Jónsson. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500 og eru allir velkomnir. Laugardagsfundur VG í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 30. nóv- ember kl. 11 í húsakynnum flokksins á þriðju hæð í Hafnarstræti 20, við Lækjartorg (biðstöð Strætó við Lækjartorg). Gestir fundarins eru þau Ingibjörg Haraldsdóttir fyrrum formaður Samtaka herstöðva- andstæðinga og Ragnar Að- alsteinsson lögmaður. Þau munu flytja stutta framsögu og síðan verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri er Elísabet Jökuls- dóttir. Í DAG STJÓRNMÁL Opið hús hjá dagvist og end- urhæfingu MS verður laugardaginn 30. nóvember kl. 13–16 á Sléttuvegi 5. Gestum og gangandi verður boðið upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði. Til sölu verða munir sem unnir eru í dagvistinni. KFUK heldur basar laugardaginn 30. nóvember kl. 14 á Holtavegi 28. Seldir verða ýmsir handunnir munir og heimabakaðar smákökur, tertur o.fl. Kaffi og vöfflur með rjóma verða til sölu á meðan basarinn er opinn. Björgunarsveitin Kyndill í Mos- fellsbæ mun vígja nýja björg- unarmiðstöð á morgun, laugardag- inn 30. nóvember. Af því tilefni mun Björgunarsveitin vera með opið hús kl. 15–17. Félagar í Björgunarsveit- inni munu taka á móti fólki og sýna því húsið og kynna starfsesmi sína. Postularnir, Bifhjólasamtök Suð- urlands bjóða fólki að koma og sitja aftan á hjólum þeirra í kjallara Kjarnans á Selfossi, laugardaginn 30 nóvember kl 14–16 þar sem tekinn verður léttur hringur. Þessi við- burður er í boði eftirtalinna fyr- irtækja og verður styrk þeirra veitt til tækjakaupa við nýja barnastofu er stendur til að opna á Sjúkrahúsi Suðurlands á nýju ári: Kjarninn, Leikbær, Hárgreiðslustofa Önnu, Snyrtihúsið, Útiverubúðin ehf, Allt í hund og kött, Ísbúðin, Jack & Jones, Blómakúnst, Lyf og heilsa, Foss- mynd, Barón, Casa, Sjóvá, Trygg- ingamiðstöðin, Fasteignasalan Bakki, Sparisjóður Suðurlands, Karl R. Guðmundsson ehf., Prentsmiðja Suðurlands, Verkfræðistofa Suður- lands, Lögmenn Suðurlandi, Film- verk, Hjólabær, Vís, Íslandsbanki. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar heldur fyrirlestur á morgun, laugardaginn 30. nóv- ember, kl. 10.30, í Lyfjafræðisafninu við Neströð, Seltjarnarnesi. Fyr- irlesturinn heldur Jan Sommerfelt Pettersen, læknir og kommandör í norska flotanum. Fyrirlesturinn nefnist, „Streiftog i Sjöfartsmedisin- ens historie“ og fjallar um lækn- ingar í sjóferðum fyrr á tímum. Fyr- irlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Guðfræðistofnun Háskóla Íslands heldur málþing laugardaginn 30. nóvember kl. 10–15 í Hátíðasal Há- skóla Íslands og er öllum opið. Túlk- un og minnihlutahópar. Fund- arstjóri er Einar Sigurbjörnsson prófessor. Erindi halda: Jón Magnús Ásgeirsson prófessor, Kristín Lofts- dóttir lektor, Hjalti Hugason pró- fessor, Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor, Arnfríður Guðmundsdóttir lektor og Kristín Þórunn Tóm- asdóttir héraðsprestur. Tónlist flytja Gunnar Gunnarsson og Anna Pálína Árnadóttir. Herstöðvaandstæðingar efna til opins fundar í Deiglunni Kaup- vangsstræti 23 á Akureyri, laug- ardaginn 30. nóvember kl. 17. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, hefur framsögu en síðan verða al- mennar umræður og fyrirspurnir. Stefán fjallar um stríðsáform gegn Írak o.fl. Leikskólinn Bakkaborg var form- lega opnaður 1. desember 1972. Af- mælishátíð verður haldin í Bakka- borg í tilefni 30 ára afmælisins laugardaginn 30. nóvember kl. 11 – 13. Allir velkomnir. SVS, Varðberg og stjórnmála- fræðiskor HÍ halda hádegisverð- arfund laugardaginn 30. nóvember kl. 12, á Hótel Sögu, Bandalag í um- byltingu: bandarískt-evrópskt bandalag. Erindi heldur Erik Gold- stein prófessor frá Boston Univers- ity. Erik, sem er íslenskur í móð- urætt, útskrifaðist frá Tufts University og stundaði framhalds- nám í Fletcher School of Law & Diplomacy. Hann lauk doktorsgráðu við University of Cambridge í Bret- landi. Móðir hans var Ragnheiður Jónsdóttir frá Flatey, systir Sig- urðar Jónssonar sem fyrstur Íslend- inga varð prófessor við bandarískan háskóla. Basar verður á Hrafnistu í Hafn- arfirði á morgun, laugardaginn 30. nóvember kl. 13–17 og mánudaginn 2. desember kl. 9–16. Á basarnum verður til sölu handavinna heim- ilisfólks. Allir velkomnir. Alþjóðleg herferð Amnesty Int- ernational vegna útbreiddra mann- réttindabrota í Rússlandi stendur nú yfir. Einn liður í átaki samtakanna er söfnun undirskrifta undir ákall til Vladimirs Pútín forseta Rússneska sambands-lýðveldisins. Félagar í Ís- landsdeild Amnesty International verða á morgun, laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desem- ber í Kringlunni að safna undir- skriftum. Einnig munu félagar í deildinni hafa á boðstólum jólakort og hægt verður að nálgast miða á að- ventutónleika samtakanna sem haldnir verða 10.desember nk. í Neskirkju. Í DAG Tískusýning í versluninni Anas, Firðinum í Hafnarfirði, föstudaginn 29. nóvember kl. 20. Kynntar verða ítalskar snyrtivörur frá Comfort zone og Förðunarskólinn Face sýnir förðun. Íslenska fatahönnunarfyr- irtækið Pell & purpuri sýnir nýjustu fatalínu sína ásamt sérsaumuðum brúðarkjólum. Danski fatahönn- uðurinn Lisbeth Skov sýnir bæði haust/vetur 2002 – 2003 og vor/ sumar 2002 undir merkinu Créton. Tónlistarmennirnir Jón Skuggi, Kristinn Halldór Árnason og Tatu Kantomaa spila ítalska tónlist. Verið velkomin. Málfundir sósíalíska verkalýðs- blaðsins The Militant verður haldinn í kvöld, föstudaginn 29. nóvember kl. 17.30 í Pathfinder-bóksölunni á Skólavörðustíg 6b (bakhús). ÍSLENSKIR skátar hefja dreifingu á Friðarloganum frá Betlehem um landið í annað sinn sunnudaginn 1. desember. Dreifing logans hefst við hátíð- lega athöfn í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 10.30. Friðar- loginn er logi sem færir boð- skap friðar og vináttu manna og þjóða og er gefinn að gjöf hverjum sem vill. Friðarloginn er kominn af ljósi sem hefur lif- að í Fæðingarkirkjunni í Betle- hem frá dögum Krists, segir í fréttatilkynningu. Í fyrra kom ljósið til Íslands í fyrsta sinn frá Danmörku. Friðar- loginn frá Betlehem „KAUPUM ekkert“ dagurinn er al- þjóðlegur. Hann var fyrst haldinn í Kanada fyrir yfir 20 árum, af áhuga- fólki um betra samfélag, en hug- myndin var að efla ábyrgðartilfinn- ingu fólks. Hugmyndin hefur ekki breyst, en fjölmörg lönd hafa bæst í hóp þeirra sem halda þennan dag. Í fréttatilkynningu segir „að til- gangurinn sé að vekja fólk til um- hugsunar og sjá muninn á óþarfa og nauðsynjum. Að deginum stendur áhugahópur um vandaða neyslu“. Opin dagskrá í Hinu húsinu Póst- hússtræti byrjar í dag kl. 15 með tónlistarflutningi, svonefndur opinn hljóðnemi hefst kl. 19 en þá er öllum frjálst að koma fram. Síðar í kvöld koma fram ýmsar hljómsveitir; Stjörnukisi, Anonymous o.fl. Opin listsýning verður einnig í húsinu. Hægt verður að hengja upp verk til hádegis í dag. Upplýsingar um kaupum ekkert daginn má finna á www.adbusters.- org. Alþjóðadagur um neysluvenjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.