Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 53
ÁRVEKNI UM
BRJÓSTAKRABBAMEINI
Í OKTÓBER 2002
Þökkum eftirfarandi
útsölustöðum og
viðskiptavinum þeirra
sem studdu þetta átak.
Debenhams, snyrtivöruverslanir Hagkaups,
Lyfjuverslanir, Lyf&heilsu verslanir,
Snyrtivöruverslunin Clara, Apótek Keflavíkur,
Silfurtorg, Ísafirði.
BINDINDISDAGUR
fjölskyldunnar verð-
ur á morgun, laug-
ardaginn 30. nóv-
ember. „Þá verður
með ýmsum hætti
minnt á hve miklu
það skiptir fyrir börn
að foreldrar þeirra
neyti ekki áfengis á
jólum. Dreift verður
bæklingum, vegg-
spjöldum og barm-
merkjum, greinar rit-
aðar í blöð og
auglýsingar birtar.
Flestum er ljóst að
börnum líður oft illa
þegar foreldrar
þeirra eru undir
áhrifum áfengis – en
þau eru ekki líkleg til
að kvarta við foreldra sína vegna
þess. Ábyrgð okkar er mikil. Með
jákvæðri afstöðu í þessu máli get-
um við skapað börnum okkar
möguleika á að njóta öryggis,
stemmningar og kærleika um jólin
– að sjálfsögðu án áfengis, segir í
fréttatilkynningu.
Að bindindisdegi fjölskyldunnar
standa: Áfengis- og vímuvarnaráð,
Barnahreyfing IOGT, Bindindis-
félag ökumanna, Bindindis-
samtökin IOGT, Heimili og skóli,
Hjálparstofnun kirkjunnar, IOGT á
höfuðborgarsvæðinu, Jafningja-
fræðslan, Kvenfélagasamband Ís-
lands, Landssambandið gegn
áfengisbölinu, Lögreglan í Reykja-
vík, Maríta, Samfok, Umferðarstofa
og Vímulaus æska.
Jól og aðventa án
áfengis fyrir börnin
Kjördæmisráðsfundur Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi
verður haldinn laugardaginn 30. nóv-
ember kl. 11 í Alþýðuhúsinu í Hafn-
arfirði.
Fundarefni: Tillaga valnefndar að
framboðslista lögð fram til af-
greiðslu.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
verður með dagskrá á Akureyri laug-
ardaginn 30. nóvember. Málþing um
nýsköpun í atvinnumálum á Eyja-
fjarðarsvæðinu verður kl. 14 í Al-
þýðuhúsinu við Strandgötu. Frum-
mælendur verða Hólmar Svansson,
framkvæmdastjóri Atvinnuþróun-
arfélags Eyjafjarðar, Sigurjón
Magnússon, framkvæmdastjóri MT-
bíla á Ólafsfirði, Steingrímur J. Sig-
fússon alþingismaður og Víðir
Björnsson, kræklingaræktandi í
Hrísey. Fundarstjóri verður Þuríður
Backman alþingiskona. Kl. 19 hefst
aðalfundur Ungra vinstrigrænna á
Akureyri í Deiglunni. Gestur fund-
arins verður Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs. Kl. 21
verður skemmtikvöld í Deiglunni,
upplestur, tónlist, söngur, dans o.fl.
Kynnir kvöldsins er Vilhelm Anton
Jónsson. Aðgangseyrir er aðeins kr.
500 og eru allir velkomnir.
Laugardagsfundur VG í Reykjavík
verður haldinn laugardaginn 30. nóv-
ember kl. 11 í húsakynnum flokksins
á þriðju hæð í Hafnarstræti 20, við
Lækjartorg (biðstöð Strætó við
Lækjartorg). Gestir fundarins eru
þau Ingibjörg Haraldsdóttir fyrrum
formaður Samtaka herstöðva-
andstæðinga og Ragnar Að-
alsteinsson lögmaður. Þau munu
flytja stutta framsögu og síðan verða
fyrirspurnir og almennar umræður.
Fundarstjóri er Elísabet Jökuls-
dóttir.
Í DAG STJÓRNMÁL
Opið hús hjá dagvist og end-
urhæfingu MS verður laugardaginn
30. nóvember kl. 13–16 á Sléttuvegi
5. Gestum og gangandi verður boðið
upp á súkkulaði og rjómavöfflur
gegn vægu verði. Til sölu verða
munir sem unnir eru í dagvistinni.
KFUK heldur basar laugardaginn
30. nóvember kl. 14 á Holtavegi 28.
Seldir verða ýmsir handunnir munir
og heimabakaðar smákökur, tertur
o.fl. Kaffi og vöfflur með rjóma
verða til sölu á meðan basarinn er
opinn.
Björgunarsveitin Kyndill í Mos-
fellsbæ mun vígja nýja björg-
unarmiðstöð á morgun, laugardag-
inn 30. nóvember. Af því tilefni mun
Björgunarsveitin vera með opið hús
kl. 15–17. Félagar í Björgunarsveit-
inni munu taka á móti fólki og sýna
því húsið og kynna starfsesmi sína.
Postularnir, Bifhjólasamtök Suð-
urlands bjóða fólki að koma og sitja
aftan á hjólum þeirra í kjallara
Kjarnans á Selfossi, laugardaginn 30
nóvember kl 14–16 þar sem tekinn
verður léttur hringur. Þessi við-
burður er í boði eftirtalinna fyr-
irtækja og verður styrk þeirra veitt
til tækjakaupa við nýja barnastofu
er stendur til að opna á Sjúkrahúsi
Suðurlands á nýju ári: Kjarninn,
Leikbær, Hárgreiðslustofa Önnu,
Snyrtihúsið, Útiverubúðin ehf, Allt í
hund og kött, Ísbúðin, Jack & Jones,
Blómakúnst, Lyf og heilsa, Foss-
mynd, Barón, Casa, Sjóvá, Trygg-
ingamiðstöðin, Fasteignasalan
Bakki, Sparisjóður Suðurlands, Karl
R. Guðmundsson ehf., Prentsmiðja
Suðurlands, Verkfræðistofa Suður-
lands, Lögmenn Suðurlandi, Film-
verk, Hjólabær, Vís, Íslandsbanki.
Félag áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar heldur fyrirlestur
á morgun, laugardaginn 30. nóv-
ember, kl. 10.30, í Lyfjafræðisafninu
við Neströð, Seltjarnarnesi. Fyr-
irlesturinn heldur Jan Sommerfelt
Pettersen, læknir og kommandör í
norska flotanum. Fyrirlesturinn
nefnist, „Streiftog i Sjöfartsmedisin-
ens historie“ og fjallar um lækn-
ingar í sjóferðum fyrr á tímum. Fyr-
irlesturinn er öllum opinn og
aðgangur ókeypis.
Guðfræðistofnun Háskóla Íslands
heldur málþing laugardaginn 30.
nóvember kl. 10–15 í Hátíðasal Há-
skóla Íslands og er öllum opið. Túlk-
un og minnihlutahópar. Fund-
arstjóri er Einar Sigurbjörnsson
prófessor. Erindi halda: Jón Magnús
Ásgeirsson prófessor, Kristín Lofts-
dóttir lektor, Hjalti Hugason pró-
fessor, Gunnlaugur A. Jónsson pró-
fessor, Arnfríður Guðmundsdóttir
lektor og Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir héraðsprestur. Tónlist
flytja Gunnar Gunnarsson og Anna
Pálína Árnadóttir.
Herstöðvaandstæðingar efna til
opins fundar í Deiglunni Kaup-
vangsstræti 23 á Akureyri, laug-
ardaginn 30. nóvember kl. 17. Stefán
Pálsson, sagnfræðingur, formaður
Samtaka herstöðvaandstæðinga,
hefur framsögu en síðan verða al-
mennar umræður og fyrirspurnir.
Stefán fjallar um stríðsáform gegn
Írak o.fl.
Leikskólinn Bakkaborg var form-
lega opnaður 1. desember 1972. Af-
mælishátíð verður haldin í Bakka-
borg í tilefni 30 ára afmælisins
laugardaginn 30. nóvember kl. 11 –
13. Allir velkomnir.
SVS, Varðberg og stjórnmála-
fræðiskor HÍ halda hádegisverð-
arfund laugardaginn 30. nóvember
kl. 12, á Hótel Sögu, Bandalag í um-
byltingu: bandarískt-evrópskt
bandalag. Erindi heldur Erik Gold-
stein prófessor frá Boston Univers-
ity. Erik, sem er íslenskur í móð-
urætt, útskrifaðist frá Tufts
University og stundaði framhalds-
nám í Fletcher School of Law &
Diplomacy. Hann lauk doktorsgráðu
við University of Cambridge í Bret-
landi. Móðir hans var Ragnheiður
Jónsdóttir frá Flatey, systir Sig-
urðar Jónssonar sem fyrstur Íslend-
inga varð prófessor við bandarískan
háskóla.
Basar verður á Hrafnistu í Hafn-
arfirði á morgun, laugardaginn 30.
nóvember kl. 13–17 og mánudaginn
2. desember kl. 9–16. Á basarnum
verður til sölu handavinna heim-
ilisfólks. Allir velkomnir.
Alþjóðleg herferð Amnesty Int-
ernational vegna útbreiddra mann-
réttindabrota í Rússlandi stendur nú
yfir. Einn liður í átaki samtakanna
er söfnun undirskrifta undir ákall til
Vladimirs Pútín forseta Rússneska
sambands-lýðveldisins. Félagar í Ís-
landsdeild Amnesty International
verða á morgun, laugardaginn 30.
nóvember og sunnudaginn 1. desem-
ber í Kringlunni að safna undir-
skriftum. Einnig munu félagar í
deildinni hafa á boðstólum jólakort
og hægt verður að nálgast miða á að-
ventutónleika samtakanna sem
haldnir verða 10.desember nk. í
Neskirkju.
Í DAG
Tískusýning í versluninni Anas,
Firðinum í Hafnarfirði, föstudaginn
29. nóvember kl. 20. Kynntar verða
ítalskar snyrtivörur frá Comfort
zone og Förðunarskólinn Face sýnir
förðun. Íslenska fatahönnunarfyr-
irtækið Pell & purpuri sýnir nýjustu
fatalínu sína ásamt sérsaumuðum
brúðarkjólum. Danski fatahönn-
uðurinn Lisbeth Skov sýnir bæði
haust/vetur 2002 – 2003 og vor/
sumar 2002 undir merkinu Créton.
Tónlistarmennirnir Jón Skuggi,
Kristinn Halldór Árnason og Tatu
Kantomaa spila ítalska tónlist. Verið
velkomin.
Málfundir sósíalíska verkalýðs-
blaðsins The Militant verður haldinn
í kvöld, föstudaginn 29. nóvember kl.
17.30 í Pathfinder-bóksölunni á
Skólavörðustíg 6b (bakhús).
ÍSLENSKIR skátar hefja
dreifingu á Friðarloganum frá
Betlehem um landið í annað
sinn sunnudaginn 1. desember.
Dreifing logans hefst við hátíð-
lega athöfn í St. Jósefskirkju í
Hafnarfirði kl. 10.30. Friðar-
loginn er logi sem færir boð-
skap friðar og vináttu manna
og þjóða og er gefinn að gjöf
hverjum sem vill. Friðarloginn
er kominn af ljósi sem hefur lif-
að í Fæðingarkirkjunni í Betle-
hem frá dögum Krists, segir í
fréttatilkynningu.
Í fyrra kom ljósið til Íslands í
fyrsta sinn frá Danmörku.
Friðar-
loginn frá
Betlehem „KAUPUM ekkert“ dagurinn er al-
þjóðlegur. Hann var fyrst haldinn í
Kanada fyrir yfir 20 árum, af áhuga-
fólki um betra samfélag, en hug-
myndin var að efla ábyrgðartilfinn-
ingu fólks. Hugmyndin hefur ekki
breyst, en fjölmörg lönd hafa bæst í
hóp þeirra sem halda þennan dag.
Í fréttatilkynningu segir „að til-
gangurinn sé að vekja fólk til um-
hugsunar og sjá muninn á óþarfa og
nauðsynjum. Að deginum stendur
áhugahópur um vandaða neyslu“.
Opin dagskrá í Hinu húsinu Póst-
hússtræti byrjar í dag kl. 15 með
tónlistarflutningi, svonefndur opinn
hljóðnemi hefst kl. 19 en þá er öllum
frjálst að koma fram. Síðar í kvöld
koma fram ýmsar hljómsveitir;
Stjörnukisi, Anonymous o.fl. Opin
listsýning verður einnig í húsinu.
Hægt verður að hengja upp verk til
hádegis í dag.
Upplýsingar um kaupum ekkert
daginn má finna á www.adbusters.-
org.
Alþjóðadagur um
neysluvenjur