Morgunblaðið - 29.11.2002, Page 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 55
www.lyfja.is
200 ml. fótakrem,
styrkjandi og nærandi fyrir
þreytta fætur fylgir ef verslað er
tvennt frá
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
KYNNUM
Oroblu jólavörurnar
í Lyfju Lágmúla í dag kl. 13-17,
Lyfju Smáratorgi kl. 14-18.
SUNNA Guðlaugsdóttir lyflækn-
ir og sérfræðingur í meltingar-
sjúkdómum varði doktorsritgerð
sína við Erasm-
us-læknaháskól-
ann í Rotterdam
15. maí síðastlið-
inn. Ritgerðin
ber enska heitið
„Barrett’s Es-
ophagus – High
cancer risk
groups, cardio-
vascular co-
morbidity and interaction with
Helicobacter pylori“.
Leiðbeinandi var Prof. JHP Wil-
son.
Ritgerðin fjallar um rannsóknir á
sjúklingum með Barrett-slímhúð-
arbreytingar í vélinda. Nafnið
„Barrett“ er kennt við breskan
skurðlækni sem skilgreindi sjúk-
dóminn fyrstur manna um miðja síð-
ustu öld. Síðari tíma rannsóknir
hafa leitt í ljós að þessar breytingar
koma í kjölfar of mikils sýruálags í
vélinda vegna bakflæðisjúkdóms.
Rakið er sögulegt yfirlit, orsakir og
fylgikvillar þar sem alvarlegasti
fylgikvilli Barrett er slímfrumu-
krabbamein í vélinda. Á þeim for-
sendum er farið sérstaklega yfir
kosti og galla þess að fylgja þessum
sjúklingum eftir með vélinda og
magaspeglunum. Tilgangur verk-
efnisins var að fá betri innsýn í
hvernig best er að þekkja þá
Barrett-sjúklinga sem hafa aukna
áhættu að fá krabbamein í náinni
framtíð og athuga hvort þeir hafi
auknar líkur á hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Niðurstöður rannsókna Sunnu
sýna að hefðbundið eftirlit með
Barrett-sjúklingum með vélinda- og
magaspeglun er einungis til heilsu-
farslegra bóta hjá rétt um 15%
þeirra. Gefnar eru heppilegar leið-
beiningar til að vinna eftir og hvern-
ig megi velja Barrett-sjúklinga til
eftirlits með reglubundnum vélinda-
og magaspeglunum og vefja-
sýnatökum til að meta líkur á að
þeir fái vélindakrabbamein í náinni
framtíð umfram aðra banvæna sjúk-
dóma. Þeir sjúklingar sem greinast
með Barrett-sjúkdóm eða vélinda-
bólgur vegna bakflæðis reyndust
oftar en viðmiðunarhópur (norm-
alþýði) vera með of háan blóðþrýst-
ing. Barrett-sjúklingar á aldrinum
55–80 ára reyndust einnig oftar hafa
fengið kransæðastíflu og eiga við of-
fituvandamál að stríða.
Sjúklingar með Barrett-vélinda
reyndust vera með lægri tíðni
Helicobacter pylori-sýkingar í maga
en viðmiðunarhópur. Sá munur var
meira áberandi þegar litið var á
stofn með mikinn sýkingamátt sem
styður þá tilgátu að ákveðnir Helico-
bacter pylori-stofnar geti verndað
gegn myndun Barrett-vélinda.
Sunna er fædd í Reykjavík 1962
og foreldrar hennar eru Guðlaugur
Maggi Einarsson hæstarrétt-
arlögmaður og Svanlaug Þorgeirs-
dóttir talsímavörður. Eiginmaður
Sunnu er Snorri Ingimarsson raf-
magnsverkfræðingur og tölv-
unarfræðingur. Rekur hann eigin
verkfræðistofu. Börn þeirra eru:
Svanlaug Dögg f. 1981, Stefán Karl
f. 1986 og Sigurþór Maggi f. 2002.
Sunna lauk stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
1981 og almennu læknaprófi frá Há-
skóla Íslands 1989. Hún starfaði
1989–1993 á mismunandi deildum
við Landspítala – háskólasjúkrahús,
þar til hún stundaði sérfræðinám í
almennum lyflækningum 1993–1997
við Zuiderziekenhuis (Medisch
Centrum Rijnmond Zuid) í Rotter-
dam. Á árunum 1997–2001 lauk hún
almenna lyflæknanáminu ásamt
undirsérgrein í meltingar-
sjúkdómum við Háskólasjúkrahús
Rotterdam (Dijkzigt) sem lauk með
þarlendri og hérlendri sérfræðivið-
urkenningu í báðum greinum.
Doktor í
læknisfræði
SIGURÐUR Freyr Hafstein varði
doktorsritgerð sína, Stability Ana-
lysis of Non-Linear Systems with
Linear Pro-
gramming: A
Lyapunov Based
Approach, í
stærðfræði við
Gerhard-
Mercator-
háskólann í Duis-
burg í Þýskalandi
hinn 4. febrúar
síðastliðinn. Í ritgerðinni er algrím
hannuð, sem varpar verkefnum
varðandi stöðugleika hvarfpunkta
hreyfikerfa í verkefni í línulegri
bestun. Sér í lagi er sannað að verk-
efnið í línulegi bestun sé þeirrar
náttúru, að sérhver gjaldgeng lausn
þess stikar Lyapunov-fall fyrir það
hreyfikerfi sem notað var við út-
leiðslu þess. Þessi niðurstaða var
birt í fagtímritinu Dynamical Syst-
ems: Fyrsti leiðbeinandi Sigurðar
við ritgerðina var prófessor dr.
Günter Törner og annar leiðbein-
andi prófessor dr. Gerhard Freiling.
Prófdómarar auk þeirra voru pró-
fessor dr. Ulrich Dierkes, prófessor
dr. Martin Rumpf og prófessor dr.
dr. h.c. Heiner Gonska.
Hreyfikerfi eru kerfi, þar sem
ástand kerfisins x á tímanum t, skil-
greint sem punktur í n-víðu ástand-
srúmi kerfisins, er eingöngu háð
upphafsástandi kerfisins x0 á tím-
anum t0, þ.e. x=x(t,x0,t0). Af því að
öll kerfi sem hægt er að lýsa með
venjulegri diffurjöfnu falla í þennan
flokk eru dæmi um slík kerfi í raun-
vísindum og verkfræði óteljandi.
Hvarfapunktar hreyfikerfis eru
punktar í ástandsrúmi kerfisins, þar
sem ástand kerfisins er fasti með til-
liti til tíma. Slíkir punktar eru afar
mikilvægir í hönnun allra véla og
tækja, því aðrir punktar ástands-
rúmsins koma ekki til greina sem
ætlaðir vinnupunktar. Að auki er
nauðsynlegt að slíkur vinnupunktur
sé stöðugur í þeim skilningi, að lítil
truflun á ástandi kerfisins í nágrenni
vinnupunktsins má ekki leiða til
stórra frávika síðar. Hönnun véla og
tækja, sem uppfylla þessi skilyrði, er
viðfangsefni stýrifræði. Tilvist
Lyapunov-falls fyrir kerfið, sem er
stærðfræðileg útvíkkun eðlisfræði-
hugtaksins orka, er jafngilt þessum
skilyrðum. Smíði víðfeðmra Lyap-
unov-falla fyrir línuleg kerfi, og þar
með staðbundinna Lyapunov-falla
fyrir ólínuleg kerfi, hefur lengi verið
þekkt. Það nýja við algrímið í rit-
gerðinni, er að hægt er að reikna
víðfeðm Lyapunov-föll fyrir ólínuleg
kerfi kefisbundið með tölvu. Í sam-
anburði við staðbundið Lyapunv-föll
gefa víðfeðm Lyapunov-föll mun
betra mat á stærð þeirra truflana
sem kerfið þolir án þess að komast
úr jafnvægi.
Sigurður er fæddur 18. janúar
1973 í Reykjavík og er sonur Val-
borgar Sigurðardóttur íþróttakenn-
ara og Marinó P. Hafsteins læknis.
Hann á einn son, Frederick Thor
Sigurd Schmitz, með Brittu
Schmitz. Hann lauk stúdentsprófi
við Menntaskólann í Reykjavík 1993,
nam stærð- og eðlisfræði við Há-
skóla Íslands 1993–1994, við Georg-
August-háskólann í Göttingen í
Þýskalandi 1994–1996 og við Ger-
hard-Mercator-háskólann í Duis-
burg 1996–1998, þar sem hann lauk
gráðunni Dipl.-Math. Síðan 2001
vinnur Sigurður við eðlisfræðideild
Gerhard-Mercator-háskólans hjá
prófessor dr. Michael Schrecken-
berg að verkefni um hermun um-
ferðar á hraðbrautarneti (Autobahn)
Nordrhein-Westfalen.
Doktor í
stærðfræði
ÓLI Grétar Blöndal Sveinsson
varði doktorsritgerð sína í mars síð-
astliðnum við byggingarverk-
fræðideild Color-
ado State
University í Fort
Collins, Colorado,
USA. Titill rit-
gerðarinnar er
„Modeling of
Stationary and
Non-Stationary
Hydrologic Pro-
cesses“.
Leiðbeinendur voru dr. Jose D.
Salas prófessor í slembinni vatna-
fræði og dr. Duane C. Boes, prófess-
or í líkindareikningi og tölfræði, við
Colorado State University. Andmæl-
endur auk þeirra dr. Salas og dr.
Boes voru dr. Jorge Ramires, pró-
fessor í eðlisfræðilegri vatnafræði, og
dr. Roger A. Pielke, prófessor í and-
rúmslofts- og veðurfarsfræðum við
Colorado State University.
Doktorsritgerð Óla Grétars skipt-
ist í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn
fjallar um svæðisbundna tíðnigrein-
ingu á aftaka atburðum (s.s. úrkomu
og flóðum). Settar eru fram nýjar að-
ferðir, sem einkennast af því að
kanna hvaða áhrif mismunandi skil-
greiningar á tölfræðilega samfelldum
svæðum hafa á stikarúm fyrir helstu
dreifingar sem notaðar eru við tíðni-
greiningar á aftaka atburðum í
vatnafræði. Í þessu samhengi eru
einnig sett fram tíðnigreiningarlíkön,
sem meta brotmörk frá stærstu sæt-
ishendingum frá Pareto dreifingu.
Síðari hlutinn fjallar um atburði
sem einkennast af óstæðu eða breyti-
legu meðaltali, að því leyti að gert er
ráð fyrir að meðaltalið geti breyst
skyndilega og síðan verið stöðugt í
tiltekinn slembinn tíma áður en það
breytist aftur o.s.frv. Slíkur óstöð-
ugleiki hefur sést í mörgum veð-
urfarslegum og vatnafræðilegum
tímaröðum. Bæði einvíð og margvíð
líkön voru sett fram og tengd
slembnum margvíðum líkönum eins
og CARMA, á þann hátt að fylgni
milli allra breyta er varðveitt í rúmi.
Óli Grétar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum
1991. Hann stundaði nám í þýsku og
stærðfræði í Þýskalandi 1991–92.
Hann útskrifaðist með BS-próf í eðl-
isfræði frá raunvísindadeild Háskóla
Íslands 1995 og MS-gráðu í töl-
fræðilegri vatnafræði frá bygg-
ingaverkfræðideild Colorado State
University 1998.
Foreldrar Óla Grétars eru Sveinn
Þórarinsson verkfræðingur og Ólöf
Birna Blöndal, BA í ensku og
frönsku, myndlistarmaður á Egils-
stöðum.
Óli Grétar starfar nú við al-
þjóðlegu rannsóknarstofnunina í loft-
lagsspám (International Research
Institute of Climate Prediction, IRI)
við Columbia-háskólann í New York.
Rannsóknarstörf hans þar felast
fyrst og fremst í að kanna loftslags-
fyrirbæri, sem nota má til þess að spá
fyrir um vatnsbúskap í allt að sex
mánuði fram í tímann fyrir norðaust-
urhluta Kanada.
Doktor í töl-
fræðilegri
vatnafræði