Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hagyrðingarnir skemmtu sér vel og Ómar tók sín frægu bakföll af hlátri. Hér er hann á milli Halldórs og Hákonar. Ekki verður annað sagt en að áheyrendur hafi skemmt sér konunglega. SÓKN er besta vörnin og á þaðbæði við um handbolta ogbundið mál. Það var líka leik-kerfið sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lagði upp með þegar hann efndi til kvæðaþings á Hótel Selfossi í vikunni til styrktar handknattleiksliðinu á staðnum. Og ekki verður annað sagt en að leik- kerfið hafi gengið upp, því um 800 manns voru í salnum og var haft á orði að „bærinn væri troðinn af bíl- um“. Ómar Ragnarsson var leikstjórn- andi og byrjaði á því að senda út í salinn vísu að norðan eftir Hjálmar Freysteinsson: Vinsældir manna er vandi að mæla vitlaust úr tölunum margur les Endalaust Guðna allir hæla, en auðvitað meina þeir Jóhannes. Ómar Ragnarsson bætti svo við frá eigin brjósti: Eftirhermu hann ég tel með hárnákvæmu fési því hann apar afar vel eftir Jóhannesi. Þá sneri Ómar sér til liðanna sem voru að etja saman kappi og sendi boltann til þeirra. Í þjóðarliðinu voru Flosi Ólafsson leikari, Hákon Aðal- steinsson, „náttúrulífsmaður“ af Austurlandi, og séra Hjálmar Jóns- son dómkirkjuprestur, sem nýlega hætti á þingi og gekk til liðs við þjóð- ina. Í þingliðinu voru Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra og Stein- grímur Sigfússon alþingismaður. Líklega verður taktík þeirra best lýst í bundnu máli frá Halldóri: Er þeir sparka orðknöttum inn í mark hjá hver öðrum eftir þjark í þingsölum þá er harka í sendingum. Vert er að taka fram að þingliðið var allt úr einu kjördæmi, Norðaust- urlandi, og því forvitnilegt hvort að- sóknin verður eins góð á pólitíska fundi í kjördæminu eða umræðan jafn málefnaleg. Steingrímur velti því fyrir sér hvað hann hefði sér til ágætis, sem fallið gæti í kramið á kvæðaþingi í öðru kjördæmi. Skín hér ljós á skallann minn og skeggið fyrir neðan, kannski er helsti kosturinn að konan mín er héðan. Hann hafði heyrt að handboltalið- ið ynni alla leiki, að vísu með mínus tveimur mörkum. Það minnti hann á sérkennilegt máltæki, sem hann hefði heyrt frá fóstbróður sínum þar um slóðir – að ekki væri allt unnið með mátinu. Hjá handboltaliðinu er lánið valt og leikirnir tapast í fátinu, en munið að þá er ekki allt unnið með mátinu. Hákon var kynntur „náttúrulífs- maður“ á Húsum í Fljótsdal í Morg- unblaðinu og hjó Jón eftir því: Lifandi laus við hlekki lengi ég Hákon þekki; nú heiðrum við hann þann hamingjumann sem náttúran yfirgaf ekki. Þótt Hákon sé titlaður náttúrulífs- maður gat hann státað af fleiru. Hann væri kominn í sóknarnefnd í sinni sveit og það þætti bara töluvert þar. Og hann hafði jafnvel búið til starfslýsingu, sem ku vera lenska í viðskiptaheiminum: Við leiðum starf svo landinn trúi hlýðinn og leitumst við að sætta menn án hefnda Við keppumst við að reyna að láta lýðinn læra að virða formenn sóknarnefnda. Við tryggjum frið ef trúardeilur hefjast og tökum hart á syndabrotum flestum er aðstæðurnar krafta okkar krefjast og kristur hefur gefist upp á prestum. Þá var komið að Flosa að segja deili á sér. Hann greindi frá því hvar hann hefði orðið fyrir mestum inn- blæstri: Las ég mér til menntunar margan doðrant vænan en lærdómsríkust lesning var Litla gula hænan. Ómar stóðst ekki mátið og sagðist halda upp á vísu um Flosa og hans ástarlíf. Bað hann endilega að rifja hana upp. „Þú veist hvaða vísa það er!“ sagði hann. Flosi sagðist halda það. Sín mesta hrelling í lífinu væri sú að hann hefði í fyrra verið útnefndur mesta karl- rembusvín á Íslandi, en það yrðu karlar þegar aldurinn færðist yfir og þeir yrðu náttúrulausir. Svo kom hik á Flosa þar til hann bætti við: „Þetta er klámvísa!“ „Þetta er bara hressilegt íslenskt mál,“ sagði Ómar. „Ég get nú varla verið þekktur fyrir það við hliðina á Hjálmari,“ sagði Flosi og bætti við: „Fyrirgefðu Hjálmar.“ Enn og aftur tók hann fram að hann gengi alls ekki heill til skógar og yrðir meira og meira karl- rembusvín eftir því sem náttúran fengi meira af honum. Svo byrjaði hann: Milli fóta … „Ekki þessa!“ hrópaði Ómar. „Ég átti ekki við þessa.“ Og Flosi þagn- aði. Hann stal þess í stað vísum frá nágranna sínum og heimfærði á Óm- ar og Steingrím: Af skáldum bera skatnar tveir sköllótt göfugmenni af höfuðprýði hafa þeir há og fögur enni. Á þeim hárið illa grær öngvan hafa þeir makka út af því að ennið nær aftur fyrir hnakka. Steingrímur kvað greinilegt hvað stýrði vísunum, sem Flosi hefði „ort“ um sig og Ómar, félagana af íþrótta- deild Sjónvarpsins. Flosi yrkir Ólafssonur öfundar suma kallana því fyrir okkur falla konur flestar vegna skallanna. Halldór stóðst ekki mátið og bætti við um Flosa: Áður Flosi af öðrum bar hann. Að því brosir hver sem sér hann. Laufagosi glaumsins var hann. Gróinn mosa núna er hann. Jón kom með vísu um sessunaut sinn úr þingliðinu og var greinilega ánægður með hans frammistöðu: Í þinginu er barist á báðar hendur, en býsna góður er kaffisopinn meðan í pontu Steingrímur stendur og stöðugt er með kjaftinn opinn. Jón gerði síðan prestinum í næsta húsi við þinghúsið skil. Hann sagðist hafa mætt honum í Vonarstræti með prestakragann í hendinni og hemp- una á handleggnum: Ég gekk fram á hann í grenndinni með geislabauginn í hendinni, í ágætu stuði sem var ættað frá Guði og hempuna hangandi á lendinni. Þetta var nýr og breyttur maður, sem birtist Jóni, sem sagðist hafa skilið syndirnar eftir í þinghúsinu: Teygar hann lífsins trúarlindir og talar við oss um ýmis svið; á útmánuðum sínar syndir og sjálfan Davíð skildi við. Halldór bætti við um Hjálmar: Prísaði íhald sá með sann sem hans rómur kunni sálma nýja syngur hann sína í Dómkirkjunni. Séra Hjálmar sendi fyrripart á Hákon um flóðin fyrir austan: Eystra viðsjáll vindur næðir vatnið yfir landið flæðir Hákon var ekki í vandræðum með að finna orsökina fyrir flóðunum og botnaði: Það boðar alltaf austan rosa ef mig fer að dreyma Flosa. Þá var komið að Hákoni að kasta fram fyrriparti: Flosa má hér frískan sjá fram í salinn rýna Og botninn hjá Hjálmari var í anda fyrri vísunnar: Bráðum flæðir Ölfusá yfir bakka sína. Fyrst farið var að yrkja um Flosa varð Steingrími að yrkisefni jafnað- armennskan hjá honum, að gera öll- um jafn hátt undir höfði í kveðskapn- um: Af Flosa stafar frægðarljóma á Flosa búi er allt í sóma Flosi aldrei feilspor stígur Flosi jafnt á alla mígur. Flosi þakkaði kærlega fyrir sig og sagðist stoltur af því að vera svona merkilegt skotmark. Honum datt í hug, ef yrkja ætti um Alþingi: Um Alþingi er ekki neitt sem um er vert að fjalla nema kannski aðeins eitt? Æ, ég held það varla. Halldór svaraði fyrir þingliðið: Meðan Flosa allt lék í lyndi leikarans þessa góða snjalla rullu eina ég eftir myndi? Æ, ég held það varla. Flosi svaraði um hæl: Gráhærður og gugginn er gerir fátt af veti hefur allt á hornum sér Halldór þingforseti. Guðni hafði sagt að jólin yrðu græn í anda Framsóknar og tilhugs- unin varð að vísu hjá Hákoni: Ekki er allt unnið með mátinu Hlátrinum ætlaði aldrei að linna. Guðni Ágústsson og Ómar Ragnarsson bera saman bækur sínar. Hagyrðingarnir í vígaham, frá hægri: Flosi, Hjálmar, Hákon, Ómar og Halldór. Troðfullur salur af hlátrasköllum. Kappleikurinn milli þjóðarúrvalsins og þingliðsins á Hótel Selfossi á dögunum var spennandi og stemmningin engu lík í salnum. Pétur Blöndal gefur sýn- ishorn af tilþrifunum, þar sem prófkjör, skalla, Guðna og náttúru bar á góma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.