Morgunblaðið - 29.12.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.2002, Síða 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 mbl.is Myndbönd ársins 2002 Gullmolarnir sem frumsýndir voru á myndbandi Fólk 56 Samúel Kristjánsson 21 árs framkvæmdastjóri 10 Stanzað í Skógarsal Petra Sveinsdóttir á Stöðvarfirði heimsótt 20 TUGIR þúsunda bandarískra hermanna og tugir herskipa munu fara til Persaflóa á næstu vikum, er bandaríska varnarmálaráðuneytið fylkir liði sínu til árásar á Írak, að því er fulltrú- ar ráðuneytisins segja. Þegar eru á svæðinu rúmlega fimmtíu þúsund bandarískir hermenn. Embættismenn í varnarmálaráðuneytinu sögðu að þetta væru mestu liðsflutningar sem Bandaríkjamenn hefðu ráðist í hingað til. Með þeim yrði hernaðarundirbúningurinn mun sýni- legri og augljósari en hann hefði hingað til ver- ið. „Möguleikinn á átökum í Írak er um það bil að verða deginum ljósari fyrir alla Bandaríkja- menn,“ sagði háttsettur embættismaður í hern- um, er ekki vildi láta nafns síns getið. Liðsaukanum er ætlað að knýja Saddam Hussein Íraksforseta til að gera grein fyrir og hætta við tilraunir sínar til að koma sér upp efna-, lífefna- og kjarnorkuvopnum, segja tals- menn Bandaríkjahers. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að hefja styrjöld. Tvö flugmóðurskip gerð klár Alls fengu um 25 þúsund hermenn, í flugher, flota og landher, skipanir frá varnarmálaráðu- neytinu nú eftir jólin, og tvö flugmóðurskip verða gerð klár í að halda til Persaflóans. Munu flutningarnir taka nokkrar vikur og hefjast fljótt upp úr áramótum. George W. Bush forseti samþykkti þessa áætlun í síðustu viku á fundi með Donald Rums- feld varnarmálaráðherra og Tommy Franks hershöfðingja, sem mun stjórna herliði Banda- ríkjanna, komi til átaka. Samkvæmt upplýsingum embættismanna á alls að flytja um 50 þúsund hermenn til Persa- flóasvæðisins til viðbótar þeim 57 þúsund sem varnarmálaráðuneytið hefur verið að flytja þangað síðan í ársbyrjun. Á embættismönnun- um var að skilja að síðustu 25 þúsund hermenn- irnir yrðu síðan fluttir á svæðið „á næstunni“. Tugþúsundir bandarískra hermanna til Persaflóa Reuters DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hlær innilega með hermönn- um á bandarísku herstöðinni Sayliyah í Qat- ar. Rumsfeld segist ekki í nokkrum vafa um að Írakar ráði yfir gereyðingarvopnum. „Möguleikinn á átök- um í Írak að verða deginum ljósari“ Enginn vafi Washington. AP, Los Angeles Times. ÓOPINBERAR niðurstöður úr for- setakosningunum er haldnar voru á föstudaginn í Kenýa bentu til þess í gær að frambjóðandi stjórnarand- stöðunnar, Mwai Kibaki, hefði hlotið afgerandi meira fylgi en fram- bjóðandi stjórnarflokksins, Uhuru Kenyatta. Samkvæmt upplýsingum Stofnunar í lýðræðismennt, sem er sjálfstætt starfandi kenýsk stofnun, hefur Kibaki um 72% fylgi. Mwai Kibaki ræðir við fréttamenn. Útlit fyrir sigur Kibakis Nairobi. AFP. Reuters YFIRVÖLD í Norður-Kóreu hafa gert eftirlitsmönnum á vegum Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að yfirgefa landið ekki síðar en á gamlársdag, að því er fram kom í tilkynningu frá stofnuninni í gær. N-kóresk stjórnvöld segjast ætla að opna á ný kjarnorkuvinnslustöð sem hefur verið lokuð í átta ár. IAEA segir ekki hægt að útiloka að þar verði framleidd kjarnorkuvopn. Yfirgefi N-Kóreu á gamlársdag Vín. AFP. ♦ ♦ ♦ ÞAÐ umhverfi sem myndlistarsköp- un er búið hér á landi er gagnrýnt bæði af yngri kynslóð listamanna, sem telja tækifæri vannýtt, og eldri kynslóð listmálara, sem telja að sér hafi verið ýtt til hliðar. Í viðtali við Morgunblaðið segir Einar Hákonarson að einsýni ein- kenni stefnumótun þeirra listfræð- inga er stýra opinberum sýningar- sölum og harmar hann þá þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum ár- um þess efnis að ákveðnum lista- mönnum er boðið að sýna en salirnir ekki opnaðir fyrir umsóknum lista- manna. Á sama tíma má greina sterka kröfu meðal listamanna af yngri kynslóð og fagfólks á sviði myndlist- armiðlunar um að íslensk listasöfn sinni með markvissari hætti því sem er efst á baugi og framsæknast í list- sköpun samtímans, hvort sem um er að ræða alþjóðlega myndlist eða ís- lenska. Telur Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður og fyrrverandi for- maður Nýlistasafnsins, m.a. að með markvissri stefnumótun stjórnvalda mætti nýta mun betur þau tækifæri er bjóðast við að gera íslenska list- sköpun sýnilega á alþjóðasviði myndlistar, t.d. með því að styrkja þær stofnanir og fyrirtæki sem sinna myndlist hér á landi. „Aukinn alþjóð- legur áhugi á norrænni myndlist ætti að færa okkur aukin tækifæri til að rjúfa þá einangrun sem íslensk myndlist býr við,“ segir Ósk. Málarar telja sig útilokaða – yngri kynslóð vill nýta betur tækifærin Faglegra umhverfi myndlistar ÓMÆLT magn reykts svínakjöts, kalkúna, rjúpna, hreindýrakjöts og meðlætis og úrval eftirrétta hefur runnið ljúflega ofan í land- ann undanfarna daga. Eftir letilíf og fjölda jólaboða sjá því margir þann kost vænstan að taka sprett- inn í ræktinni. Sjálfsagt gættu margir hófs í átinu yfir hátíð- arnar en mættu engu að síður í líkamsrækt í gær, en ljósmyndari Morgunblaðsins leit þá inn í eina af líkamsræktarstöðvunum. Lík- amsrækt er hluti af lífsstíl margra og rauðir dagar á alman- akinu breyta þar engu um. Án efa var samviskan betri hjá ein- hverjum sem fóru út í vetrardag- inn eftir hörkupúl milli jóla og nýárs, aðrir láta það ekki einu sinni hvarfla að sér á þessum árs- tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Átök í heilsu- ræktinni EIRÍKUR Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, segir að íslensk listasöfn líti á það sem hlutverk sitt að reka metnaðarfulla sýningarstefnu, sem samræmist ekki fyrri starfsháttum, þar sem sal- ir voru leigðir út eftir umsóknum. „Það sem söfnin hafa verið að gera markvisst er að setja sýningardag- skrá sína í ákveðið alþjóðlegt sam- hengi. Ekkert safn getur vonast til að standa undir nafni í samanburði á alþjóðavettvangi ef sýningardagskrá felst í því að úthluta sölum eftir ein- hverjum misskildum lýðræðisvið- miðum,“ segir Eiríkur og ítrekar að ekki sé verið að útiloka ákveðna hópa listamanna heldur einfaldlega velja til sýningar verk listamanna sem kallist á við það besta sem er að ger- ast á alþjóðlegu listasviði. Í viðtali hér í blaðinu svara þeir Eiríkur Þorláksson og Ólafur Kvar- an, safnstjóri Listasafns Íslands, fjölmörgum gagnrýnissjónarmiðum varðandi starfsemi safnanna. Þeir telja takmarkað fjármagn setja söfn- unum skorður í því hlutverki að fjalla um hina virku listsköpun samtímans og að varðveita og miðla listasög- unni. Ólafur Kvaran sér möguleika í aukinni samvinnu safnastofnana. „Söfnin á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameiginlega að stórri alþjóð- legri sýningu, t.d. á þriggja ára fresti,“ bendir Ólafur m.a. á. Breyttir tímar fela í sér nýjar kröfur – peningaleysi háir stóru söfnunum  Af menningarástandi/22 Þetta er alltaf hörkuvinna FIMMTÍU og fimm manns létust í sprengjutilræðinu er framið var í stjórnsýsluhúsinu í Grozní, höfuð- stað Kákasushéraðsins Tétsníu, á föstudagsmorguninn. Rússneska neyðarráðstafanaráðuneytið stað- festi þetta í gær. 55 létust Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.