Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, lögg. fasteigna- og skipasali Reykjavíkurvegur Hf. - Flott íbúð! Mjög góð og vel staðsett 47 fm, 2ja herb. íbúð við Reykjavíkurveg/Flatahraun í Hafnarfirði. Góð aðkoma og stutt í verslun. V. 7,4 millj. (2896) Vesturbraut Hf. Falleg ósamþykkt íbúð á jarðhæð í þríbýli. Sér- inngangur. Flísar og parket að mestu á gólfum. V. 4,7 millj. (2827) Reykjavíkurvegur Hf. - Sérhæð! Reykjavíkurvegur, Hf. Snyrtileg tæpl. 80 fm 3ja herb. efri sérhæð í tvíbýlishúsi. Bjartar og rúm- góðar stofur og svefnherb., stórt og gott eldhús, nýlega málað hús og nýleg verönd, stutt í mið- bæ Hafnarfjarðar. Auðvelt að gera herbergi úr annarri stofunni. Kíktu á þessa! V. 8,9 millj. (2448) Hvammabraut Hf. - ÚTSÝNI ! Hörkugóð 91 fm þakíbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er mjög björt og rúmgóð. Parket og dúkar á gólfum. Góð sameign. Glæsilegt útsýni vestur yfir Hafnarfjörð. V. 10,7 millj. (2583) Hringbraut Hf. - Einstakt tæki- færi! Einstök 4 - 5 herb. (143 fm) efri sérhæð á sér- lega skemmtilegum stað í góðu húsi við Hring- braut í Hafnarfirði. Héðan er stórglæsilegt útsýni yfir höfnina og alla leið að Keili. Nútímahönnun og framsýni gerir þetta að eign fyrir vandláta. Sérlega skemmtileg náttúrueignarlóð fylgir þess- ari hæð. Nauðsynlegt er að taka eignina í gegn og er það verkefni næsta eiganda að tryggja glæsileika eignarinnar um ókomna tíð! V. 17,9 millj. (2889) Lækjarhvammur Hf. - Frábær staðsetning! Sérlega vandað 259 fm raðhús á tveimur hæð- um m. innbyggðum bílskúr. Rúmgóð og björt stofa, fallegt eldhús með góðri innréttingu, fjög- ur svefnherb. Gott geymslupláss. Þetta er góð eign á frábærum stað! V. 21,9 millj. (2884) Túnhvammur Hf. - Eign í sér- flokki! Glæsilegt 209 fm raðhús (þ.a. 28 fm bílskúr) í sérlega góðu viðhaldi á frábærum stað í Hvömmunum í Hafnarfirði. Góð aðkoma, hellu- lögð bílastæði m. hita. Fallegur garður. Frábært útsýni yfir höfnina og vestur á Snæfellsnes. Stutt í góða skóla og leiksvæði. Þessi eign er í alger- um sérflokki! (2824) Álfholt Hf. - Gullfallegt raðhús! Nýlegt endaraðhús á fínum stað á holtinu. Glæsilegar innréttingar. Fjögur svefnherbergi. Stór lóð og mjög barnvænt umhverfi! V. 19,9 millj. (2750) Ásbúð Gbæ - Raðhús m. tvö- földum skúr! Raðhús á besta stað í Garðabænum. 5 svefn- herb., óvenju stórar og bjartar stofur þar sem er auka lofthæð. Glæsilegur garður til suðurs frá stofu. Nýleg innrétting í eldhúsi og á baðherb. Tvöfaldur skúr. Þetta er eign sem þú ættir að kíkja á. V. 21,7 millj. (1993) Ásmundur Skeggjason, sölumaður. Guðmundur Karlsson, sölumaður. Þórey Thorlacius, skjalavarsla. Hafnarfjörður K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s Bæjarhrauni 22 Fax 565 8013 Sími 565 8000 Fyrir fólk í Firðinum Þúfubarð Hf. - Einbýli á einni hæð. - LAUST! Vel staðsett einbýli ásamt bílskúr. Aðalhluti hússins er 134 fm, sólstofa og gróðurhús 40 fm og bílskúr 40 fm. Góð aðkoma. Mjög góður garður og mikil veðursæld. Rúmgott eldhús m. nýlegri innréttingu. Þrjú svefnherbergi. Húsið er laust við kaupsamning. Kíktu á þetta! V. 18,9 millj. (2885) Dvergholt Hf. - Á einni hæð! Stórglæsilegt 190 fm einbýli m. innbyggðum bíl- skúr. Sérsmíðaðar innréttingar og 1. flokks gólf- efni. Glæsilegur garður hannaður af fagmönn- um. V. 23,9 millj. (2795) Furuberg Hf. - Frábært hús á góðu verði! Stórglæsilegt og vel skipulagt 222 fm einbýlis- hús (þ.a. 40 fm bílskúr) í Setberginu. Allar vist- verur eru mjög rúmgóðar og bjartar. Fallegar innréttingar. Fimm svefnherbergi. V. 22,5 millj. (2807) Læjargata Hf. - Glæsieign á toppstað! Stórglæsilegt einbýli við Lækinn í Hafnarfirði. Sérsmíðaðar innréttingar og einstaklega falleg gólfefni. Stór sólpallur m. stórri útigeymslu. Í kjallara er 40 fm séríbúð. V. 24,5 millj. (2449) Þrastarás Hf. - Góðar 2ja - 4ra herb. Eigum eftir tvær 2ja, eina 3ja og tvær 4ra herb. íbúðir, 4ra herb. íb. eru endaíbúðir með bílskúr, efst í Þrastarásnum í Hafnarfirði. Topp innrétt- ingar! Sérinngangur! Verð frá 11,2 millj. Eyrartröð Hf. - Skipti! Gott 800 fm iðnaðarhúsnæði sem er 2 stórir sal- ir auk annars minna rýmis. Stórar innkeyrsludyr. Húsið er klætt að utan. Öll skipti skoðuð. Hafðu samband! (2648) Trönuhraun Hf. Um er að ræða þrjú glæsileg 162 fm (þ.a. er 36 fm milliloft) bil með góðri innkeyrsluhurð og mikilli lofthæð við Trönuhraun í Hafnarfirði. Hvert bil er í raun einn geymur þannig að hægt er að setja upp milliveggi eins og hverjum hent- ar, einnig er hægt að stækka milliloftið. Að framan er stór innkeyrsluhurð ca 3,60 x 3,30 og önnur hurð að auki. Að aftanverðu er einnig hurð inn í hvert bil fyrir sig. Allur frágangur er til fyrimyndar, húsið klætt og malbikað plan að framanverðu. Þetta er klassa atvinnuhúsnæði á góðum stað og byggt af traustum verktaka! V. 11,5 millj. á miðbili og 11,8 millj. á endabilum. (2907) Hvaleyrarbraut Hf. - Sala / Leiga!! Skemmtilegt og vandað atvinnuhúsnæði á góð- um stað á jarðhæð við Hvaleyrarbrautina.Góð aðkoma, séraðkeyrsluskýli og stór hurð inn í bil- ið að aftanverðu. Einnig kemur til greina að leigja húsnæðið. (2813) Svöluás Hf. - Glæsilegt fjölbýli ! 3ja og 4ra herb. íbúðir í fjölbýlishúsi á frábærum útsýnisstað fremst í vesturhlíð Áslandshverfisins í Hafnarfirði. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að öllu leiti án gólfefna. Sérlega vandaðar og glæsi- legar innréttingar. Skilalýsing og teikningar á skrifstofun Höfða. Þrastarás Hf. - Lyftufjölbýli m. bílakjallara! Glæsilegar 2ja - 4ra herb. íbúðir í viðhaldslitlu fjölbýli efst í Þrastarásnum. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Þessar rjúka út! Svöluás Hf. - Glæsilegt parhús - Útsýni! Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Áslandinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vest- ur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinn- ar, fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvær stórar stofur, svalir á efri hæð og gengt út á verönd frá borðstofu á jarðhæð. Afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. (2054) Þrastarás Hf. - Aðeins eitt eft- ir! - Útsýni! Ekki missa þá af þessu! Um er að ræða rúml. 200 fm raðhús á tveimur hæðum, bílskúr og að- alinng. á efri hæð, stórar svalir, 4 svefnherb., stórt eldhús og baðherb. Afhendist fljótlega full- búið að utan (nánast viðhaldsfrí), fokheld að innan. V. 14,5 millj. (2066) Hvaleyrarbraut Hf. Mjög gott atvinnuhúsnæði sem búið er að stækka verulega með því að setja upp ca 55 fm milliloft. Aftan við sjálft atvinnubilið er því góð starfsmannaaðstaða/íbúð á tveimur hæðum. Stór innkeyrsluhurð og góð aðkoma. Hentar fyrir ýmsa starfsemi. V. 11,5 millj (2847) Bæjarhraun Hf. Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í 3ja hæða fjöleign- arhúsi. Húsnæðið er 136 fm byggt 1993 og er 1/2 af hæðinni. Búið er að stúka bilið af með léttum milliveggjum. 4 svefnherbergi eru til stað- ar auk baðherbergis, eldhúss og fjölskyldurým- is.V. 11,5 millj. (2899) tvinnuhúsnæðiA ýbyggingarN ÍSING og þjappaður snjór hafa valdið mörgum slæmum byltum á gangstéttum. Hingað til hefur salt verið algengasta hálkuvörnin hér á landi, enda aðgengi að saltinu gott og dreifing á því auðveld. Saltið hefur þó ýmsa ókosti sem erfitt er að líta framhjá og það er síður en svo heppileg hálkuvörn við heimahús. Slæm áhrif á gróður Saltið hefur nefnilega slæm áhrif á gróður og það er ekki mælt með að nota það á stéttar sem liggja að grasflötum eða blómabeðum. Salt sem dreift er á gangstíga og stéttar berst á grasfleti og í beð, mengar jarðveginn og skilur eftir brunnin og illræktanleg svæði meðfram stígnum. Saltið fer einnig mjög illa með leðurskó, sérstaklega í bleytu eins og oft vill fylgja hálku á Íslandi. Leðrið harðnar og upplitast og í það koma hvítar rákir sem erfitt er að hreinsa. Saltið fer líka illa með fatn- að, það brennir viðkvæm efni og upplitar eins og oft má sjá á skálm- um kuldagalla. Saltið fer einnig illa með grófa, steypta fleti. Gangstéttar sem salt- aðar eru reglulega slitna og molna hraðar en þær stéttar sem sandi hefur verið dreift á í hálku. Sandur er góð hálkuvörn svo langt sem hann nær. Ef sandurinn er ómengaður salti hefur hann lítil sem engin áhrif á gróður og getur jafnvel bætt jarðveginn. Sandurinn endist þó skammt því hann hripar hratt niður gegnum snjó og ís auk þess sem hann berst auðveldlega inn í forstofur og ganga. Viðarkurl sem hálkuvörn Trjágróður er víða orðinn mikill á landinu og með því skapast mögu- leiki á að nýta trjákurl og smágrein- ar sem hálkuvörn. Stórar greinar er tilvalið að kurla en smágreinar (fingurþykkar eða grennri) má nota heilar. Allur viður á það sameiginlegt að henta vel sem hálkuvörn á gang- stíga í görðum. Viðurinn er stamur undir fæti, hann sækir í sig hita sem bræðir snjó og ís en liggur þó alltaf ofan á snjólaginu meðan ekki snjóar yfir. Viðarkurlið brotnar niður í nátt- úrunni og veldur engum skaða á gróðri þótt það berist út um allan garð. Viðarkurlið er endurnýtanlegt, því má sópa saman í poka þegar þiðnar og nota aftur í næstu hálku. Þegar vorar á ný má svo dreifa kurlinu í næsta gróðurbeð. Viðark- url er stórkostleg yfirbreiðsla í beð- in og heldur illgresi í skefjum. Þeg- ar aftur fer að bera á illgresinu í beðunum má einfaldlega bæta kurli ofan á þau. Viðarkurl skemmir hvorki fatnað né stéttar og er fullkomlega vist- vænt. Eini ókosturinn við viðark- urlið er að það getur skolast að nið- urföllunum og stíflað þau. Þess vegna er öruggara að nota það ekki þar sem þannig háttar til. Vetrarklipping og greinar Reykjavíkursvæðið mun vera stærsti skógur á landinu og því hæg heimtökin að verða sér úti um greinar til að nota á gangstíga. Það er upplagt að slá tvær flugur í einu höggi, klippa trén vetrarklippingu og nota greinarnar í endurnýtan- lega og vistvæna hálkuvörn. Grannar trjágreinar eru heppi- legt efni í mottur sem endast ótrú- lega vel og hafa sömu kosti og við- arkurlið. Greinarnar eru klipptar í svipaða lengd og bundnar eða ofnar saman með grönnu snæri. Gott er að snúa greinunum sitt á hvað þannig að þykktin á þeim jafni sig út í mott- unni. Hver motta ætti ekki að vera stærri en u.þ.b. 70 sentimetrar á breidd og metri á lengd til að minni hætta sé á að hún molni. Greinamottan er frábær hálku- vörn við dyrnar og annars staðar þar sem mikið mæðir á. Af henni má dusta þegar snjóar og leggja hana síðan aftur á sinn stað. Ef mottan er vel fest saman endist hún allan vet- urinn, minnkar slysahættu, hreinsar snjó undan skóm og veldur engum skaða á náttúrunni. Þeir sem ekki eiga aðgang að greinakurlara geta keypt viðarkurl hjá skógræktinni á Mógilsá eða í BYKO. Vistvæn hálkuvörn í stað salts Morgunblaðið/Þorkell Það sem af er vetri hefur verið lítið um snjó og hálku. En vetrarríki líkt og á þessari mynd gæti verið skammt undan og þá getur heppileg hálkuvörn á gang- stéttum sem annars staðar verið brýn nauðsyn. Eftir Jóhönnu Harðardóttur/ bestla@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.