Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Golli Húsið var upphaflega byggt 1898 en gert upp 1993. Á FYRRI hluta 19. aldar, um það leyti sem þil- skipaútgerð á Íslandi hófst, varð mikil vakning meðal sjómanna og eigenda fiskibáta um að sjómenn fengju menntun í siglingafræði. Tryggingafélögin kröfðust þess að stjórnendur um borð hefðu próf frá skólum sem kenndu sjómannafræði. Fyrst var þessi menntun sótt til skóla erlendis og þá helst til Danmerkur. Jón Sigurðsson forseti hvatti mjög til sjómannafræðslu. Árið 1847 skrif- aði hann þremur mönnum sem allir höfðu lært sjómannafræði erlendis, þeim Árna Thorlacius í Stykkis- hólmi, Ásgeiri Ásgeirssyni á Ísafirði og Magnúsi Einarssyni á Hvilft í Ön- undarfirði, um nauðsyn þess að stofnaður yrði sjómannaskóli á Ís- landi. Fyrsta tilraun Íslendinga til að koma á fót sjómannaskóla var gerð á Vestfjörðum og var Torfi Halldórs- son einn af helstu brautryðjendum að stofnun skólans þar. Torfi var frá Arnarnesi í Dýrafirði, fæddur 1823. Hann lærði sjómannafræði við sjó- mannaskóla í Flensborg í Dan- mörku. Jón Loftsson í Haganesi í Fljót- um, lærði hjá Torfa. Jón stundaði síðan stýrimannafræði í Kaup- mannahöfn og kenndi eftir að hann kom heim. Eyfirðingurinn Einar Ás- mundsson í Nesi, kenndi sjómanna- fræði. Hann var þó ekki sjómaður en hafði aflað sér bóka og kennslutækja frá Danmörku til þess að nota við kennsluna. Stýrimannaskólinn í Reykjavík tók til starfa haustið 1891. Um sum- arið hafði skólastjórinn, Markús F. Bjarnason, látið reisa viðbyggingu við hús sitt, „Doktorshúsið“. Við- bygging þessi var að grunnfleti 13 x 9 álnir. Á húsinu voru svalir ofan á þakinu en þar fór fram tilsögn í sext- ant-mælingum. Skólinn var settur í fyrsta sinn 1. október 1891. Árið 1898 var ákveðið að byggja hús handa Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Af því tilefni kaupir Landsjóður lóð úr Hlíðarhúsatúni af Markúsi Bjarnasyni. Húsið brunavirt 1898 Samkvæmt beiðni amtmannsins yfir Suðuramtinu hinn 29. septem- ber 1898 var húsið tekið til bruna- virðingar og er þá kallað Sjómanna- skólinn við Vesturgötu. Þar segir að grunnflötur hússins sé 25 x 13 álnir og hæð 111⁄4 álnir. Húsið er tvílofta, byggt af bindingi, klætt að utan með tvöfaldri borðaklæðningu með pappa og járni yfir á alla vegu, með járn- þaki á plægðri borðasúð með pappa í milli. Niðri í húsinu eru þrjár stofur, þiljaðar að innan og málaðar, með kampaborðum neðan á loftum sem eru þreföld. Á hæðinni eru þrír ofn- ar. Uppi eru fjögur herbergi, eldhús og búr. Allt þiljað og þrjú herbergi með veggjapappír og kampaborðum neðan á loftum. Þar eru þrír ofnar og ein eldavél. Á efsta lofti eru fimm herbergi, öll þiljuð og máluð með tvöföldum loftum. Þar eru fjórir ofn- ar. Kjallari er undir fjórðung hússins, í honum er þvottahús og geymsla. Þar er einn vatnspottur með eld- stæði undir. Við suðurhlið hússins er inn- og uppgönguskúr, klæddur járni að utan og þiljaður og málaður að innan. Við norðurhlið hússins er fordyri með uppgöngu. Þar eru tveir fataklefar. Yfirsmiður hússins var hinn þekkti húsameistari F.A. Bald sem byggði Alþingishúsið ásamt fleiri merkum byggingum í Reykjavík. Vestanvert við skólann var byggt geymsluhús 9 x 8 álnir að grunnfleti, byggt af bindingi, klætt utan með járni á langböndum og með járnþaki á langböndum. Í því er loft og stein- steypugólf. Í þriðjungi geymsluhúss- ins eru salerni. Búið er að rífa geymsluhúsið. Þegar skólinn var stofnaður í við- byggingunni við Doktorshúsið var aðeins einn kennari auk skólastjór- ans, Markúsar Bjarnasonar, en það var Páll Halldórsson sem síðar varð skólastjóri skólans frá 1900 til 1937. Íbúð skólastjóra var í húsinu að hluta til á efri hæðinni eða eftir því sem þurfti og í risi, fram til ársins 1935. Á meðan Páll Halldórsson skólastjóri bjó í húsinu fóru þar fram miðilsfundir. Páll var mágur Harald- ar Níelssonar sem manna mest lagði stund á sálarrannsóknir á þessum tíma. Eftir að skólastjórinn hætti að hafa heimili sitt í skólahúsinu var ráðinn þangað húsvörður og þar hef- ur verið húsvarsla fram á þennan dag. Árið 1930 flutti Vélskólinn í hús- ið en fljótlega eftir það var orðið helst til þröngt um þá starfsemi og var þá farið að huga að því að koma upp nýju og stærra húsi yfir skólann. Eftir að hús Sjómannaskólans á Rauðarárholti var fullbyggt árið 1945 var áfram skólahald í húsinu og þá Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Síðan var þar grunnskóli Vesturbæj- ar fram til ársins 1988. Um tíma var lítil starfsemi í gamla Stýrimanna- skólanum og komið að þeim tíma- punkti að hressa þurfti upp á húsið jafnt að utan sem innan. Upp úr 1990 kom sú hugmynd upp að MFA – Menningar- og fræðslusamband al- þýðu – fengi húsið til afnota. Gert upp 1993 MFA lét gera húsið upp árið 1993. Þá var skipt um rammana í öllum gluggum og sett nýtt einfalt gler. Innan á þiljur voru settar gifsplötur en þar var strigi og maskínupappi. Ofnarnir í húsinu sem eru uppruna- legi pottofnar, voru teknir og sand- blásnir en mörg lög af gamalli máln- ingu voru á þeim. Hið sama var gert við allar innihurðir og umbúnað þeirra. Vatns- og skólplagnir voru endur- nýjaðar, einnig allt rafmagn hússins. Stigar á milli hæða eru upprunalegir en handrið voru gerð upp og tröppur dúklagðar. Að utan var skipt um járn bæði á þaki og hliðum. Einhvern tíma hafði bíslagið yfir dyrum sem vísa að Öldugötu verið tekið af. Nýtt bíslag var smíðað eins og það gamla en það setur mikinn svip á húsið. Skorsteinar á húsinu voru tveir og var búið að taka þá af ofanþaks eftir að hitaveitan var lögð í húsið. Nýir skorsteinar voru settur upp eins og þeir upphaflegu. Tvennar svalir eru á húsinu, grindverkin í kringum þær voru orðin það léleg að ekki þótti fært að gera þau upp og því ný smíð- uð eins og þau sem fyrir vou. Við inn- gang á suðurhlið var gert aðgengi fyrir fólk í hjólastólum. Við endurgerð húss gamla Stýri- mannaskólans sá Páll V. Bjarnason arkitekt um hönnun, Gestur Karl Jónsson húsasmíðameistari var yfir- smiður og Magnús Bjarnason verk- fræðingur var verkefnastjóri. Heimildir eru frá Borgarskjalasafni, húsa- deild Árbæjarsafns og Minningarriti fimmtíu ára afmælis Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891–1941. Stýrimanna- skólinn við Öldugötu 23 Húsið er glæsilegt og mjög áberandi í umhverfi sínu. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um sögufrægt hús sem olli þáttaskilum í menntun sjómanna og gegnir enn veigamiklu hlutverki á sviði menntunar. 44 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir EINBÝLISHÚS BRÚNAVEGUR Glæsilegt og vel stað- sett 252,6 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 54,8 fm bílskúr. Tvær samliggjandi stofur, fimm herb. eldhús, þrjú baðherb. Fallegur, gróðurríkur garður. Frábært útsýni. Laust fljótlega. HEIÐARGERÐI Mjög fallegt 187 fm einbýlishús, hæð og ris ásamt 32,8 fm bíl- skúr. Góðar stofur, sólskáli, fallegur, skjól- góður garður með verönd og heitum potti. Ný eldhúsinnrétting. Fimm herbergi. Fallegt flísalagt bað. Húsið hefur verið mikið end- urnýjað. Verð 27,9 millj. ÞINGHÓLSBRAUT - KÓP. Vandað einbýlishús á tveimur hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. Á efri hæð er eldhús, stofur, 4 - 5 herb. og bað. Svalir frá stofu. Á neðri hæð er stórt sjónvarpsherb. 2 - 3 herb., baðherb., þvottahús og geymslur. Hiti í stéttum. Stór, afgirt og skjólgóð ver- önd og garður með fallegum gróðri. Mjög vönduð eign. RAÐHÚS / PARHÚS HRYGGJARSEL Gott raðhús 272 fm, tvær hæðir, kjallari og 54,6 fm tvöfaldur bíl- skúr. Stofur og fimm herb., rúmgott eldhús með búri, mjög gott baðherbergi. Rúmgóð gestasnyrting og þvottaherb. Aukaíbúð er í kjallaranum. Góð áhvílandi lán. Verð 24,5 millj. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 w w w . s t a k f e l l . i s VÖLVUFELL Gott 114,6 fm raðhús á einni hæð ásamt 21,4 fm bílskúr. Skiptist í 3 svefnherb., rúmgóða stofu, fallegt eldhús og nýlega standsett baðherb. Góður garð- ur í suður frá stofu. Verð 16,9 millj. HÆÐIR NJÖRVASUND 4ra herb. íbúð 93 fm á 1. hæð. Skiptist í 2 samliggjandi stofur, tvö svefnherb., eldhús og bað. Bílskúr, 28 fm, fylgir eigninni. 2 - 3JA HERBERGJA VESTURBERG 2ja herb. íbúð 63,6 fm á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Austursvalir. Sameiginl. þvottahús á hæðinni. Laus strax. BAKKASEL Gullfalleg 2ja herb. íbúð 64,2 fm á jarðhæð með sérinngangi í rað- húsi. Nýlegar innréttingar og tæki í eldhúsi og baði. Parket og flísar á gólfum. Sérlega falleg eign. HÁALEITISBRAUT 2ja herb. íbúð 70 fm með sérinngangi í góðu fjölbýli. Fallegt eldhús. Rúmgóð stofa og svefn- herbergi. Parket á holi og stofu. Laus strax. ELÍSABET Geirmundsdóttir fjöldaframleiddi minjagripi úr gipsi og eru þessar styttur þekktar úr þeim hópi. Elísabet var kölluð „Listakonan í Fjörunni“ og er kunn fyrir líflegar styttur sem hún hlóð úr snjó og af- steypur sem enn standa í skrúðgarði hennar í Aðalstræti á Akureyri (eig. Safnasafnið). Listakonan í Fjörunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.