Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Einbýlishús Sérhæðir 5 til 7 herbergja BOGAHLÍÐ Falleg 117 fm íbúð á annarri hæð. Íbúðin skiptist í 3 svefnherbergi, rúmgott eldhús, stofu og borðstofu með parketi á gólfi og útgangi út á suðursvalir, flísalagt baðherb. Í kjallara húsins er 12,5 fm íbúðarherb. sem leigja má út og þar er einnig sérgeymsla. Þetta er góð eign á vinsælum stað. V. 14,2 m. BRÆÐRABORGARSTÍGUR Mjög góð 5 herb. 107 fm íbúð á 1. h. í snyrtilegu fjölbýli. 3 - 4 svefnherb., parketlögð stofa og borðstofa, Eldhús með nýleg- um flísum á gólfi og nýjum tækjum, baðherbergi með baðkari og glugga. Mjög góð íbúð í alla staði í vel viðhöldnu fjölbýli á vinsælum stað. Áhv. 6,8 m. V. 14,7 m. BORGARÁS - GBÆ Efri sérhæð í gamla Ásahverfinu í Gbæ með útsýni. Þrjú svefn- herbergi, sjónvarpsherbergi og stór stofa. Gott eldhús. Stór sameiginleg lóð. V. 10,9 millj. ÁSBÚÐ - AUKAÍBÚÐ 243 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 70 fm 2ja herb. aukaíbúð á jarðhæð ásamt 51 fm innbyggðum bílskúr, eða samtals 294 fm. Aðalíbúðin (ca 170 fm) skiptist m.a. stofu og borðstofu, rúmgott eldhús, 4 svefnherb., rúmgott baðherbergi, sjónvarpshol og þvottaherbergi. Aukaíbúðin (ca 70 fm) er með sérinngangi og skiptist hún m.a. í stofu, svefnherb., eldhús og baðherbergi. Rúmgóð hellulögð suðurverönd. Sundlaug er í lóðinni. Bílskúrinn er tvöfaldur og er hellulagt plan fyrir framan hann. Hús nýviðgert og málað að utan og tölvuvert endurnýjað að innan, m.a. ný gólf- efni o.fl. Áhv. 7,4 m. húsbréf og veðdeild, 5,6 m. lífsj. Verð 26,9 m. www.fasteignamidlun.is - brynjar@fasteignamidlun.is SOGAVEGUR Falleg 4 - 5 herbergja íbúð í litlu ný- legu fjölbýli við Sogaveginn, um 100 fm. Íbúðin skiptist í þrjú herbergi, stóra stofu, eldús m. borð- krók og baðherbergi. Í kjallara fylgir íbúðinni rúm- gott íbúðarherbergi og stór sérgeymsla. V. 12,950 m. 4ra herbergja FELLSMÚLI - ÚTSÝNI Björt og vel skipulögð 4 - 5 herb. endaíbúð á 3. hæð með suður- og aust- ursvölum. Gott útsýni. Húsið er nýklætt utan með Steni. Stutt í alla þjónustu. Íbúð með stórri stofu. Íbúðin er laus. V. 13,9 m. EFSTIHJALLI 103 fm 4ra herb. endaíbúð á sléttri jarðhæð með sérinngangi í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpshol, þrjú svefnherb., rúmgott eldhús, flísalagt bað, o.fl. Parket og flísar á gólfum. Hús nýviðgert og málað að utan. Áhv. 6,7 m. húsbréf. Verð 12,1 m. MÁVAHLÍÐ - BÍLSKÚR Góð 114 fm hæð ásamt 22 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. Íbúðin skiptist í rúmgott hol, þrjú svefnherb., mjög rúmgott eldhús, tölvuherb., flísalagt baðherb., tvennar svalir og tvær geymslur. Búið er að draga nýtt rafmagn í íbúðina og rafmagnstafla er ný. Einnig er búið að steypa nýjan þakkant á húsið og þak er nýyfirfarið og málað. Áhv. 3,0 m. V. 15,8 m. HRAFNHÓLAR - BÍLSKÚR Mikið endurnýj- uð 5 herb. 113 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli ásamt 26 fm bílskúr eða samtals 139 fm. Íbúð- in er stofa og borðstofa með vestursvölum, rúmgott nýlegt eldhús, nýtt flísalagt baðherb. í hólf og gólf, 4 svefnherb. o.fl. Áhv. 6,5 m. húsbréf og byggsj. Verð 13,5 m. FROSTAFOLD - SÉRINNGANGUR 113 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli með sérinngangi ásamt bílskúr- splötu. Íbúðin er forstofa, forstofuherb. ( á teikn. geymsla), gangur þrjú svefnherbergi, eldhús, þvottaherb., stofa, borðstofa með útbyggðum glugga og útgangi út á suð-v.svalir. Yfir íbúðinni er geymsluris sem gefur möguleika. Skipti á 3ja herb. koma til greina. Verð 14,3 m. FROSTAFOLD - LYFTUHÚS - LAUS 4ra herb. 101 fm íbúð á 4. hæð í 6 hæða lyftuhúsi. Íbúðin er stofa, eldlhús, sjónvarpshol, þrjú svefnherb., bað- herb. Þvottaherb. í íbúð. Suðursvalir og mikið út- sýni. Stutt í alla þjónustu og skóla. Áhv. 5,6 m. byg- gsj. Verð 13,2 m. RJÚPUFELL 4ra herb. íbúð á þriðju hæð í við- haldsfrírri blokk. Íbúðin skiptist í hol, 3 svefnher- bergi, baðherbergi stofu og eldhús. Yfirbyggðar svalir m. viðhaldsfríu álgluggakerfi. Framkv. við blokkina eru nýafstaðnar; einangraðir og ál- klæddir veggir, þak og þakkantar lagf. og málaðir, dren og klóak endurnýjað og fl. V. 10,8 millj. Áhv. 5,1 millj. 3ja herbergja EFSTIHJALLI Fallleg 79 fm íbúð á neðri hæð í sex íbúða stigahúsi. Gott útsýni í norður. Einkar vand- að og fallegt eldhús með nýrri Alno-innréttingu með öllum tækjum. Parket og flísar á gólfum. Sameign snyrtileg og að hluta nýmáluð. Miklar geymslur, hjólag., þvottahús og þurrkherbergi í sameign. V. 12,3 millj. Áhv. 6,9 m. KLAPPARSTÍGUR - LYFTUHÚS Vorum að fá í sölu mjög vandaða 3ja herb. íbúð á fjórðu hæð m. stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol, baðher- bergi, tvö svefnherbergi, eldhús og góða stofu með suð-austursvölum. Parket og flísar á gólfum. Húsvörður, eftirlitskerfi, Lítið áhv. Íbúðin er laus. V. 16,2 m. SIGTÚN 3ja herb. 65 fm íbúð í kjallara á þessum vinsæla stað. Íbúðin er stofa, tvö svefnherb., eldhús og bað. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 4,3 m. húsbréf. Verð 8,2 m. MARKLAND Góð 4ra herb. 86 fm íbúð á ann- arri hæð ( 1/2 hæð frá inngangi ). 3 svefn- herb., flísalagt baðherb. með tengingu fyrir þvottavél, rúmgóð stofa með suður-svölum út af og flísalagt eldhús með ágætri innréttingu. Hús sprunguviðgert og málað fyrir tveimur árum. Góð eign á vinsælum stað. Áhv. 7,9 m. V. 12,6 m. VÍÐIMELUR Nýkomin í sölu falleg 95 fm íbúð í kjallara í einu af reisulegri húsum bæjarins. Íbúð- in skiptist í mjög rúmgott svefnherb., tvær stórar parketlagðar stofur og eru mjög fallegir boga- dregnir gluggar þar. Baðherbergið er nýuppgert með flísum á gólfi og veggjum. Eldhúsið er með ágætri innréttingu og tækjum. Þetta er flott íbúð í góðu steinhúsi. Áhv. 7,6 m. V. 12,6 m. REYKJAVEGUR - MOS. - LÆKKAÐ VERÐ Góð 80 fm 3ja herb. efri sérhæð í tvíbýlishúsi með 27 fm bílskúr. Hluti íbúðar er undir súð. Sérinngang- ur, tvö rúmgóð svefnherb., nýuppgert flísalagt baðherb., stórt eldhús með nýrri eldavél og ofni, rúmgóð parketlögð stofa, sérgarður og bílskúr með vatni og rafmagni. Nýtt rafmagn. Áhv. 6,4 m. V. 10,7 m. 2ja herbergja LEIFSGATA 2ja herb. kjallaraíbúð í fjölbýlis- húsi. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, svefnherb., eldhús, bað o.fl. Verð 8,8 m. EYJABAKKI Falleg og mikið endurnýjuð tæplega 60 fm íbúð á 1. h. Öll gólfefni íbúðarinnar eru ný, rafmagn er endurnýjað og eldhúsinnrétting er ný. Íbúðin skiptist í flísalagt hol, eldhús með rúmgóðri innréttingu, þvottaherbergi, flísalagt baðherb., svefnherb. með skápum og rúmgóða stofu. Sérgeymsla í kjallara er ekki inni í fermetra tölu eignar. Áhv. 5,0 m. V. 9,1 m. Nýbyggingar MIÐSALIR - FOKHELT Einbýlishús á einni hæð með bílskúr samtals 165 fm. Húsið af- hendist fokhelt í mars - apríl, frágengið að ut- an með gluggum og útihurðum. Húsið verður múrað og málað að utan. Þak verður litað bárujárn. Útihurðir með skrám og sparkjárn- um. Bílskúrshurð verður með járnabúnaði og sjálfvirkum opnara. V. 18,9 millj. Hægt er að fá húsið lengra komið eða fullbúið. 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Brynjar Baldursson sölumaður, sími 698 6919. Erla Waage ritari sölumaður. Jón Ellert Lárusson viðskiptafræðingur sölumaður lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali sölumaður sími 896 4489. Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali sölumaður sími 866 2020. Brynjar Fransson sölumaður samn./skjalagerð sími 575 8503. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 13-15 SUÐURHÚS - ÚTSÝNI 180 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 30 fm inn- byggðum bílskúr eða samtals 210 fm. Húsið stendur á útsýnisstað. Íbúðin er stofa, borðstofa, rúmgott sjónvarpshol, fjögur svefnherb., rúmgott eldhús, baðherb., snyrting, þvottaherb., o.fl. Mikil lofthæð í stofu, borðstofu og sjónvarpsholi. Sólpallur með heitum potti. Áhv. 4,2 m. byggsj. og 2,3 m. lífsj. Verð 26,0 m. LANGHOLTSVEGUR Endaraðhús á tveimur hæðum í þriggja húsa lengju á þessum vinsæla stað í austurbænum. Húsið er byggt 1980. Í íbúðinni eru rúmgott anddyri, stofa og borðstofa, 3 rúmgóð svefnherb., rúmgott eldhús, baðherb., snyrting, o.fl. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 10,1 m. húsbréf og byggsj. Verð 19,5 m. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR ÁSBRAUT - KÓP. Góð 4ra herb. íbúð á annarri hæð með bílskúr. Íbúð- in skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, stofu, eld- hús m. borðkrók og nýuppgert baðherbergi. Sam- eign er mikið endurnýjuð. Bílskúr er óeinangraður með sjálfvirkum hurðaopnara. V. 12,9 millj. Áhv. 6,1 millj. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleði- legs árs ÞAÐ hefur ekki verið fjallað mikið um neyðarlýsingu á síðum íslenskra dagblaða eða tímarita, en reglur um neyðarlýsingu hafa verið í gildi frá því árið 1978 í reglugerð um bruna- varnir og brunamál og síðar í bygg- ingarreglugerð, í fyrsta skipti árið 1979. Neyðarlýsing hefur alltaf verið tengd brunamálum þótt hún eigi ekki endilega skylt við þann mála- flokk öðruvísi en að vera hluti af ör- yggismálum bygginga. Að sjálf- sögðu kemur neyðarlýsing sér vel þegar þarf að rýma byggingu sem eldur verður laus í og rafmagn fer af, en hún kemur sér líka vel ef þarf að rýma byggingu af öðrum ástæð- um, s.s. við jarðskjálfta, flóð, hermdarverkastarfsemi og fleira. Hönnun og uppsetning Í grein 160.1 í byggingarreglu- gerð nr. 441/1998 segir meðal ann- ars: „Hönnun neyðarlýsingar og ÚT-ljósa, þar sem slíks er krafist, skal vera í samræmi við leiðbein- ingar sem Brunamálastofnun ríkis- ins gefur út eða vísar til og eftirfar- andi reglur:“ …sem síðan eru tíundaðar í greininni. Á heimasíðu Brunamálastofnunar www.brs.is er í leiðbeiningum henn- ar vísað í nokkra staðla og þar á meðal eru ÍST EN 1838 sem fjallar um hönnun neyðarlýsingar og prEN 50172 sem fjallar um upp- setningu, virkni og viðhald neyðar- lýsingar. Ætla má að þessar tilvís- anir geri staðlana að ígildi reglugerða og mönnum beri að fara eftir þeim þar sem neyðarlýsingar er krafist. Samkvæmt byggingarreglugerð er gert ráð fyrir neyðarlýsingu í;  Skólum og dagvistarstofnunum (gr. 106.13)  Samkomuhúsum (gr. 107.20)  Verslunarhúsnæði (gr. 108.11)  Skrifstofuhúsnæði (gr. 109.9)  Hótelum, dvalar- og heimavistum (gr. 110.18)  Iðnaðar- og geymsluhúsnæði (gr. 111.19)  Bílageymslum stærri en 100m² (gr. 114.10)  Frístundarhúsum, veiðihúsum og öðrum áþekkum húsum (gr. 115.6). Það er einnig fjallað um neyð- arlýsingu í reglum um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995 og heyra undir Vinnueftirlitið www.vinnueft- irlit.is en þær eru mjög almennar og kveða á um að fullnægjandi neyð- arlýsing sé á stöðum þar sem starfs- mönnum er sérstök hætta búin (8. gr.) eða þar sem lýsingar er þörf í neyðarútgöngum og á undankomu- leiðum (37. gr.). Athygli vekur að það eru engar kröfur um neyðarlýsingu í íbúðar- húsnæði í byggingarreglugerð, en nýlega var gefinn út staðall ÍST 150:2002 um raf- og boðlagnir fyrir íbúðarhúsnæði sem tók gildi 1. októ- ber 2002 og þar kemur fram í grein 5.4 að það skuli vera neyðarlýsing á flóttaleiðum í fjölbýlishúsum sem eru 4 hæðir eða hærri og í fjölbýlis- húsum fyrir fatlaða og hreyfihaml- aða. Húsbyggjendur eru þó ekki skyldugir til að fara eftir þessum staðli fyrr en í hann verður vísað af Brunamálastofnun eins og bygging- arreglugerð kveður á um. Ég mæli þó hiklaust með notkun hans til að hægt sé að vísa til þess að eftir hon- um hafi verið farið og lágmarks- kröfur um raf- og boðlagnir hafi verið uppfylltar við byggingu íbúð- arhúsnæðisins. Áður fyrr töldu margir að með því að setja upp ÚT-ljós (græni lampinn með hlaupandi karlinum) við útgöngudyr væri búið að upp- fylla reglur um neyðarlýsingu. Svo er þó alls ekki og eru ÚT-ljósin að- eins hluti af neyðarlýsingarkerfi bygginga. Í raun má segja að ÚT- ljósin eigi aðeins að lýsa upp merkið Neyðarlýsing Ljósmynd/Rafn Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.