Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 26
F asteignamarkaðurinn í Reykjanesbæ hefur á sér mjög sjálfstætt yfirbragð og er algerlega óháður markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar í bænum eru nú tæplega 11.000 og fækkaði lítillega á síðasta ári. En sala á íbúðarhúsnæði var góð. Eft- irspurn var mest eftir 3ja herb. íbúð- um, um 90 ferm. að stærð með sam- eign og á verðbilinu 8–10 millj. kr. Þetta sýnir, að fasteignaverð í Reykjanesbæ er yfirleitt nokkru lægra en á höfuðborgarsvæðinu, enda þótt það hafi farið hækkandi. Verð á einbýlishúsum er á bilinu 15–20 millj. kr. og jafnvel hærra á nýrri húsunum. „Það var lóðaskortur hér þegar uppsveiflan var hvað mest á höfuð- borgarsvæðinu og því lítið byggt,“ segir Guðlaugur H. Guðlaugsson hjá fasteignasölunni Stuðlabergi í Reykjanesbæ. „En þetta hefur breytzt. Tvö ný íbúðarsvæði hafa ver- ið skipulögð, annars vegar í Grænási og hins vegar í Lágseylu, en bæði þessi svæði eru í Njarðvík. Einnig er gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu á svokölluðu Nikkel- svæði. Síðast en ekki sízt hefur orðið mikil stefnubreyting hjá bæjaryfir- völdum varðandi þéttingu byggðar, en í Reykjanesbæ eru tekin að rísa glæsileg háhýsi á auðum lóðum á hentugum stöðum inni í bænum.“ Varðandi atvinnuhúsnæði sagði Guðlaugur, að eftirspurn væri lítil en bætti við: „Hentugt byggingarland er til staðar í Reykjanesbæ fyrir alla almenna atvinnustarfsemi og gott að- gengi að nægri raforku, ferskvatni og háhita. Tvö athafnasvæði hafa verið skipu- lögð í bænum fyrir atvinnustarfsemi. Annað þeirra er í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og er ætlað fyrirtækjum, sem þurfa að reiða sig á flugsamgöngur í miklum mæli. Hitt svæðið er í Helguvík og er ætlað iðn- fyrirtækjum, sem eiga sitt undir góð- um hafnarsamgöngum.“ „Reykjanesbær býður upp á mjög fjölskylduvænt umhverfi,“ sagði Guðlaugur ennfremur. „Félagsleg aðstaða er góð. Hér var byggt fyrsta fjölnota íþróttahúsið á landinu og það hefur reynzt íþróttalífi bæjarins mik- il lyftistöng. Hér er líka mjög góð sundlaug, sem margir sækja. Hér er ágætur fjölbrautaskóli og allir grunnskólar bæjarins eru nú einsetnir, eftir því sem ég veit bezt. Áformað er að byggja nýjan grunn- skóla í Innri-Njarðvík og taka hann í notkun á árinu 2004. Mikið útsýni Við Vatnsnesveg 29, á horni Sól- vallagötu og Vatnsnesvegar, er þegar risið sjö hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum. Þetta er lyftuhús, sem skipt- ist í sex íbúðarhæðir með fjórum íbúðum á hæð en efst er ein þakíbúð (penthouse). Við húsið er svo bíla- geymsla. Allar íbúðirnar nema tvær eru með svölum og á þakíbúðinni ná svalirnar allt í kringum húsið. Framkvæmdir hófust snemma á síðasta ári og hafa gengið mjög vel enda tíð verið góð. Innréttingavinna er nú að hefjast, en búið er að glerja húsið og gert ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í sept- ember–október á þessu ári. Þarna er að verki Byggingafyrir- tækið Hjalti Guðmundsson ehf., eitt helzta byggingafyrirtækið í Reykja- nesbæ, sem hefur að baki sér margra áratuga reynslu. Aðaleigandi þess, Hjalti Guðmundsson byggingameist- ari, hefur byggt margar þekktar byggingar í Reykjanesbæ og annars Reykjanesbær Sjö hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum rís í hjarta bæjarins Lítið hefur verið um há fjölbýlishús í Reykja- nesbæ, en nú er að verða þar mikil breyting á. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýtt háhýsi á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. Útlitsteikning af húsinu, sem stendur við Vatnsnesveg 29, á horni Sólvallagötu og Vatnsnesvegar. Hönnuður er Ingimundur Sveinsson arkitekt. Þetta er lyftuhús, sem skiptist í sex íbúðarhæðir með fjór- um íbúðum á hæð en efst er ein þakíbúð (penthouse). Samtals eru íbúðirnar því 25. Við húsið er svo bílageymsla. Allar íbúðirnar nema tvær eru með svölum og á þakíbúðinni ná svalirnar allt í kringum hús- ið. Íbúðirnar eru til sölu hjá þremur fasteignasölum, Stuðlabergi og Gunnari Ólafssyni í Reykjanesbæ og Ársölum í Reykjavík. Ljósmynd/Hilmar Bragi Frá vinstri: Hjalti Guðmundsson, Guðmundur Hjaltason, Andrés Hjaltason og Róbert Svavarsson. Í baksýn er nýbyggingin. Innréttingavinna er nú að hefjast, en búið er að glerja húsið og gert ráð fyrir, að íbúðirnar verði tilbúnar til afhend- ingar í september–október á þessu ári. Þessi mynd er tekin úr nýbyggingunni, sem stendur í hjarta Reykjanesbæjar. Sólvallagatan blasir við. 26 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.