Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÁRIÐ 2002 var metár hjáÍbúðalánasjóði hvað varð-ar húsbréfaútgáfu, söluhúsnæðisbréfa, útlán við- bótarlána og leiguíbúðalána. Alls nam útgáfa Íbúðalánasjóðs á húsbréfum og húsnæðisbréfum 50,6 milljörðum króna á reiknuðu verði húsbréfa og söluverði húsnæð- isbréfa. Sjóðurinn greiddi hins vegar 35,5 milljarða í afborganir, vexti og verðbætur af skuldum sínum. Þrátt fyrir metútgáfu voru afföll húsbréfa á síðustu mánuðum ársins 2002 lægri en verið hafði frá því í byrjun árs 2000. Ástæður þess eru betra upplýsingaflæði Íbúðalána- sjóðs og stóraukin kaup erlendra fjárfesta á íslenskum húsbréfum og húsnæðisbréfum. Vanskil við sjóðinn voru í sögu- legu lágmarki á árinu 2002. Greiðsluerfiðleikamál hins vegar tvöfölduðust á milli ára þótt enn sé nokkuð í það að fjöldi slíkra mála nái því sem var á árunum 1995 og 1997. Hagræðing og aukin framleiðni sem stefnt var að við stofnun sjóðs- ins náðist á árinu sem meðal annars sést á styttri afgreiðslutíma láns- umsókna. Húsbréfaútgáfa – Fjöldi Afgreiddum umsóknum um hús- bréfalán fjölgaði um 3,7% á árinu 2002 miðað við árið 2001. Íbúðalánasjóður skipti alls 10.423 fasteignaveðbréfum fyrir húsbréf. Að baki þessum skiptum lágu 10.039 umsóknir. Flestar umsóknir eru vegna kaupa á notuðu húsnæði eða alls 7.964. Þeim fjölgaði um 8,3% frá árinu 2001 þegar afgreiddar um- sóknur voru 7.353. Afgreiddum umsóknum vegna ný- bygginga fækkaði um 11,1%. Þær urðu 2.188 á árinu 2002, en voru 2.433 á árinu 2001. Fjöldi afgreiddra umsókna vegna endurbóta var nánast sá sami árið 2002 og 2001. Afgreiddar voru 271 umsókn á nýliðnu ári, en 269 árið áð- ur. Fjárhæðir Heildarútgáfa húsbréfa á reikn- uðu verði varð alls um 34,9 millj- arðar króna, en var um 31 milljarður á árinu 2001. Heildarútgáfa á reikn- uðu verði hefur því aukist um 13% milli ára sem er nokkru meiri aukn- ing en fjölgun umsókna milli ára. Það stafar meðal annars af því að hámarkslán hækkuðu í marsmánuði 2001 og hækkun húsnæðisverðs. Útgáfa húsbréfa vegna kaupa á notuðu húsnæði var að fjárhæð um 23,1 milljarður króna á reiknuðu verði á árinu 2002, en var um 19,7 milljarðar árið áður. Þetta er aukn- ing um 17%. Vegna nýbygginga voru afgreidd húsbréf á reiknuðu verði að fjárhæð um 11,2 milljarðar króna á árinu 2002. Sambærileg fjárhæð árið 2001 var um 10,6 milljarðar. Fjárhæð af- greiddra húsbréfa á reiknuðu verði hækkar því um 5,7% milli ára, þrátt fyrir fækkun umsókna. Afgreidd voru húsbréf að fjárhæð tæplega 502 milljónir króna vegna endurbóta og endurnýjunar, sem er um 4,7% samdráttur frá árinu 2001 þegar afgreidd voru húsbréf að fjár- hæð tæplega 527 milljónir króna vegna þessa lánaflokks. Sala húsnæðisbréfa Á árinu 2002 seldi Íbúðalánasjóð- ur húsnæðisbréf að fjárhæð 15,7 milljarðar króna, en sjóðurinn fjár- magnar peningalán sín með sölu húsnæðisbréfa. Meðalávöxt- unarkrafa ársins 2002 var 5,64%, en meðaltal síðustu þriggja útboða hús- næðisbréfa var 5,26%. Viðbótarlán Á árinu 2002 voru afgreidd 2.592 viðbótarlán að fjárhæð 4.836 millj- ónir króna. Það er fjölgun um 48%, en árið 2001 voru afgreidd 1.747 lán. Fjárhæð viðbótarlána hefur hins vegar hækkað um 65% þar sem heildarfjárhæð viðbótarlána árið áð- ur var 2.929 milljónir króna. Lán til leiguíbúða Lán til leiguíbúða eru afgreidd þegar íbúðirnar eru tilbúnar til notkunar. Alls voru afgreidd 449 lán til leiguíbúða að fjárhæð 4.706 millj- ónir króna. Um er að ræða eftirfar- andi þrjá lánaflokka leiguíbúðalána. Almennar leiguíbúðir: Íbúðalánasjóður afgreiddi alls 181 lán til almennra leiguíbúða að fjár- hæð samtals 1.740 milljónir króna. Þessi lán báru 4,9% vexti á árinu 2002. Félagslegar leiguíbúðir sveitarfé- laga og félagasamtaka: Afgreidd leiguíbúðalán til sveitar- félaga og félagasamtaka urðu alls 235 á árinu 2002. Heildarfjárhæð lánanna varð 2.680 milljónir króna. Vextir þessara lána voru 3,5%. Sérstakt átak: Í sérstöku átaki til fjölgunar leiguíbúða voru afgreidd 33 lán að fjárhæð alls 289 milljónir króna. Þessi lán bera 4,5% fasta vexti og eru þetta fyrstu lánin sem afgreidd eru úr þessum lánaflokki. Alls er gert ráð fyrir að afgreidd verði um 600 slík lán í átakinu á árabilinu 2002 til 2006. Metár hjá Íbúðalánasjóði Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Morgunblaðið/Golli Efnisyfirlit Ás ............................................ 14–15 Ásbyrgi ......................................... 21 Berg ............................................... 31 Bifröst ........................................... 19 Borgir ........................................... 29 Brynjólfur Jónsson .................... 17 Eign.is .................................. 38–39 Eignaborg ....................................... 7 Eignalistinn ................................... 8 Eignamiðlun ........................ 24–25 Eignaval ....................................... 40 Fasteign.is .................................. 33 Fasteignamarkaðurinn ............. 13 Fasteignamiðlunin .................... 30 Fasteignamiðstöðin ................... 19 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 15 Fasteignasala Íslands ................. 8 Fasteignastofan ........................ 48 Fasteignaþing ............................. 37 Fjárfesting .................................. 27 Fold ................................................ 12 Foss ................................................ 18 Garðatorg .................................... 43 Garður ............................................ 11 Gimli ................................................ 3 Heimili .......................................... 23 Hóll .................................................. 9 Hraunhamar ............................. 6–7 101 Reykjavík ............................. 28 Húsakaup ...................................... 16 Húsavík ........................................ 36 Höfði ................................................ 5 Höfði Hafnarfirði .......................... 4 Íslenskir aðalverktakar ........... 34 Kaupendaþjónustan ................... 21 Kjöreign ....................................... 47 Laufás .......................................... 20 Lundur ..................................... 10–11 Lyngvík ........................................ 35 Miðborg ......................................... 41 Skeifan ......................................... 45 Stakfell ........................................ 44 Valhöll .................................. 22–23 Mosfellsbær – Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er nú til sölu stórt og mikið 408 ferm einbýlishús á mikl- um útsýnisstað við óbyggt svæði í Hlíðarási í Mosfellsbæ. Ásett verð er 29,5 millj. kr. Komið er inn í flísalagða forstofu með forstofuskáp og síðan inn í stórt, opið alrými með ullarteppi á gólfi. Þetta alrými skiptist upp í stofu, borðstofu og setustofu. Til hægri úr rýminu er eldhús með góð- um eldhúskrók og dúk á gólfi. Í eldhúsi er U-laga eldhúsinnrétt- ing úr rauðri eik en inn af eldhúsi er stórt búrherbergi. Úr eldhúsi er komið í borðstofu og úr henni er mikið útsýni. Úr borðstofu er opið inn í stofu, sem afmarkast að hluta til með fallegum arni. Úr stofunni er gengið út á mjög stórar svalir í vest- ur og af þeim er gríðarmikið útsýni yfir Mosfellsbæ, Leirvog og að Esju. Úr alrýminu er gengið niður tvær tröppur inn á svefnherbergisgang með teppi á gólfi. Fyrst er baðher- bergi með baðkari og sturtuklefa, dúkur á gólfi en flísar á veggjum. Þar við hlið eru tvö barnaherbergi með dúk á gólfi. Innst á gangi er stórt barnaherbergi með góðum fataskáp og innst á gangi er einnig gengið út á góðar svalir í vestur. Af svefnherbergisgangi er gengið nið- ur stóran hringstiga niður á jarð- hæð. Þar er stórt flísalagt rými og úr því er gengið inn í tvö svefnher- bergi. Við hlið þeirra á hægri hönd er þvottahús með góðri innréttingu og við hlið þvottahúss er gengt út í garð í norður, en þar er einnig inngangur í 43,7 ferm geymslurými undir bíl- skúrnum. Á móti þvottahúsi er bað- herbergi með sturtuklefa, en inn af baðherbergi er geymslurými. Til vinstri úr stigaholi er komið inn í stóra flísalagða setustofu og úr henni er gengið út á hellulagða ver- önd í vestur með heitum potti. Úr setustofunni er gengið niður í um 53 ferm flísalagt rými, sem nú er notað sem leikherbergi. Húsið stendur innst í botnlanga við óbyggt svæði. Lóðin er 1.027 ferm og er vel gróin með háum trjám. Bílastæðið er stórt og hellu- lagt. Húsið er 408 ferm. og stendur á miklum útsýnisstað. Lóðin er 1.027 ferm. og vel gróin með háum trjám. Ásett verð er 29,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Hlíðarás 9 Í Rauða húsinu á Eyrarbakka er núrekinn samnefndur veitingastaður. „Hús þetta var byggt árið 1880 yfir gamla barnaskólann á Eyrarbakka, á þeim tíma bjuggu um 1000 manns hér á Eyrarbakka en þá bjuggu í Reykjavík um 5000 manns. Eyr- arbakki var miðstöð samskipta við umheiminn öldum saman eins og menn kannski vita, “ segir Ingi Þór Jónsson veitingamaður. „Rekinn var barnaskóli í þessu húsi til ársins 1913 en þá urðu þáttaskil. Gunnar Jónsson húsasmiður keypti húsið og að ósk kaupmanna á Eyr- arbakka rak hann gistihús og greiða- sölu í því um áratugaskeið. Meðal gesta var t.d. Halldór Lax- ness. Hann var í fæði í þessu húsi sumarið 1945 þegar hann gerði upp- kast að þriðja bindi Íslandsklukkunnar, Eldur í Kaupinhafn. Frá 1960 stóð húsið autt allt til ársins 1987 er Bergljót Kjart- ansdóttir myndlistarmaður keypti það og lagfærði. Veitingarekstur hófst að nýju 1992, Kaffi Lefoli hóf sinn rekst- ur 1995 en Rauða húsið hefur verið með veitingarekstur þarna sl. tvö ár. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Rauða húsið áEyrarbakka Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.