Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ E KKI sér fyrir endann á þeim margþættu viðburðum á sviði myndlista sem stóru heimssöfnin hafa boð- ið upp á mörg undanfarin ár, auk mikils fjölda einstakra í minni borgum. Frekar um stigmagnandi aukningu að ræða, jafnframt stækka listakaupstefnur, fjölgar og vaxandi fjöldi stímir á þær sem og aðra mikilsverða listviðburði. Þá herma stóru uppboðshúsin frá met- sölum á jafnt eldri sem nýrri tíma list, og vekur mestu athyglina, að einstök verk þekktra listamanna hafa verið slegin á allt að ferföldu matsverði. Margoft langt yfir al- mennu matsverði sem er yfirleitt nærri lagi, hins vegar mun sjaldnar undir. Markaður- inn hefur verið traustari en oft áður þrátt fyrir 11. september og óstöðugt efna- hagsástand í heiminum, en menn halda þó frekar að sér höndum þá svo er komið vegna stríðsótta. Þetta teljast nokkrar fréttir þegar þess er gætt að um miklar fjár- magnstilfærslur er jafnaðarlega að ræða, alls óþekktar hér norður við heimskautsbaug, eða frá hundruð- um milljóna upp í nokkra milljarða. Má vera ljóst að stórum annað mat er lagt á verðmæti hugverka í út- landinu, en hér í ‘fiskslorinu’, eins og einn útgerðarmaðurinn nefndi gullkistu þjóðarinnar svo smekk- lega í blaðaviðtali um árið. Í fyrstu vikupistlum mínum tel ég rétt að víkja í hnotskurn að því markverðasta á sýningavettvangi í útlandinu sem og hér heima um þessar mundir, af svo miklu að taka í fyrra fallinu að við liggur að ég tapi áttum. Er fyrir löngu á þeim nótum, að farsælla muni að hinir ferðaglöðu Íslendingar líti betur í kringum sig í útlandinu, þar sem af ofgnótt er að taka en flytja ófullkomið brotabrot hingað með ærnum tilkostnaði. Getum seint orðið samkeppnisfærir á alþjóða- vísu á þessu sviði þegar um mikils- verðari listaverk er að ræða. Þau hanga hins vegar hundruðum og þúsundum saman í söfnum stór- borga og miðað við aðsókn á þau, allt að 4–6 milljónir borgandi gesta árlega á hin stærstu, hlýtur eftir einhverju að vera að slægjast. Bor- in von að upplýstum ferðalöngum hugnist að sjá nokkur og á stund- um fjölfölduð smáverk hér, frekar en banana í íslenzkum gróðurhús- um, hafa enda gnótt í næsta ná- grenni á sínum heimaslóðum. Á tímum heimsvæðingar hafa slíkir hins vegar aldrei verið jafn for- vitnir um staðbundin sérkenni á ferðum sínum hvað sem allri um- ræðu um list án landamæra snertir. Aftur skal vísað til þess, að bógar módernismans leituðu síður eftir sporgöngumönnum sínum í útland- inu, þannig má lengi minnast þess, að Picasso hreifst einkum af mál- aranum L.A. Ring í Danmörku, og enski myndhöggvarinn Henry Moore var hrifnastur af styttu eftir Gustav Vigeland við ráðhúsið í Ósló (!), innlendum núlistamönnum til furðu og sárrar gremju, og svo má lengi telja. Annars er kjörorðið list án landamæra meira en hálfrar aldar gömul tugga og í upphafi voru kenningasmiðirnir háværastir í París. En grannt skoðað var það óskhyggjan um Parísarskólann sem nafla heimsins, og aðrar þjóðir sem viðhengi hans. Sami draugur ríður húsum um stórveldi listarinnar í dag, þeim að sjálfsögðu óblandin ánægja að vita aðra á fullu við að þvo af sér þjóðernið í þessum efn- um, falla í þeirra föðurlega faðm. Skyldi ekki, svona eins og gerist í þeirra ranni, viturlegast að líta út um gluggann heima, rækta stað- bundin sérkenni og halda þeim ein- arðlega fram? Þau alstaðar jafn mikilvæg í dag og í gær í ljósi þess að nútíðin er fljótandi hugtak, verð- ur fortíð. Hvað sem öllum alþjóða- straumum og fræðikenningum líð- ur, hermir öll listasagan að hið staðbundna hefur jafnaðarlega síð- asta orðið, en hvorugt getur án hins verið … A f öllum stórborgum Evrópu er styst til London, rétt bæjarleið eins og menn orðuðu það fyrrum eða um og yfir þriggja tíma flug. Þar hafa menn byrjað árið með braki hvað listsýningar áhrærir, tóku annars forskot er líða tók á síðasta ár með því að opna stórmerkilega sýningu í Listakademíunni við Piccadilly- stræti, 16. nóvember. Um að ræða list Aztekaríkisins sem stofnað var á fjórtándu öld á Tenochtitlán- svæðinu þar sem nú er Mexíkó, og blómstraði þar til Spánverjar rústuðu það 200 árum seinna – stendur til 4. apríl. Nýopnuð sýn- ing á verkum Feneyjamálarans Tizians í Þjóðlistasafninu við Traf- algartorg mun án efa veita henni mikla samkeppni, – til 18. maí. Heimsviðburður sem heldur áfram í Prado, Madrid, þar sem sýningin verður opnuð 9. júní og stendur til 7. september. Þá má nefna fleira augnakonfekt svo sem sýningu á 300 þrykkjum Albrechts Dürer á British Museum, – til 23. mars. Giorgio de Chirico, goðsagan um Ariadne frá Naxos, dóttur Mínosar konungs á Krít, teikningar, mál- verk, skúlptúrar, Estoríska safnið á ítalskri nútímalist, Canonburytorgi 39, – til 13. apríl. Frá Constable til Delacroix, 100 málverk, Tate Brittain, Millbank, – til 11. maí. Max Beckmann, 75 málverk, einnig skúlptúrar, þrykkmyndir og riss, Tate Modern Bankside, – til 5. maí. Á sama stað verður opnuð sýningin Days Like These, annar þríæring- ur ungra enskra listamanna 27. febrúar og lýkur 26. maí. Núlista- fólki skal sérstaklega bent á sýn- ingu hinnar fjölhæfu en skammlífu amerísku listakonu Evu Hesse (1936–1970), á sama stað, – til 9. mars, og myndbandainnsetningu Tyrkjans Kutlug Ataman í Ser- pentín-listhúsinu, Kensingtongarði, – til 16. mars. Loks ber að nefna sýningu á ljósmyndum Davids Baileys á Portrett-safninu við norð- urenda Þjóðlistasafnsins og sam- antekt er bregður ljósi á ævi Byrons, málverk, ljósmyndir og ýmsar heimildir, – til 16. febrúar. Þetta er stór skammtur og er þó einungis tæpt á því helsta og eng- inn skyldi fara frá London án þess að hafa litið inn í Victoria og Al- bert-safnið ásamt Náttúrusögu- og Vísindasafninu í nágrenninu, hafi hann ekki gert það áður. – Þá er sömuleiðis ekki nema bæjarleið frá London til Parísar eftir tilkomu Ermarsundshraðlest- arinnar. Þar minnist Borgarlista- safnið við breiðgötu Wilsons for- seta 125 ára fæðingarafmælis Rússans Kasimirs Malewitsch (1878–1935), með sýningu á verkum í eigu Ríkislistasafnsins í Amst- erdam, – til 15. apríl. Á sama stað er sýning á 200 myndverkum Francis Picabia (1879–1953), – til 16. mars, sér ekki fyrir endann á uppgangi þessara tveggja gjörólíku myndlistarmanna. Einnig marg- miðlunarlistamanninum Steve McQuen (f. 1969), – til 31. mars. Þá ber að nefna sýningu er bregða skal ljósi á bakgrunn ritmeistarans Rolands Barthes á Pompidou-lista- miðstöðinni; myndverk eftir Louise Bourgeoise, Pieter Saenredam, Giuseppe Arcimboldo, Piet Mondr- ian, Cy Twombly, Wilhelm von Gloeden o.fl., – til 10. mars. Á sama stað er sýning á teikningum Otto Dix, til 31. mars. Þá er sýning á verkum súrrealistans René Magritte á Jeu de Paume við Con- cordetorg, – til 9. júní, og á Lúx- emborgarsafninu er yfirlitssýning á myndverkum Amedo Modiglianis, – til 2. mars. Væri ekki gráupplagt að huga að menningarferðum til þessara borga, hægt að fljúga heim um París eða jafnvel fara til Brüssel í bakaleiðinni til London og líta inn á Þjóðlista- og Nútímalistasöfnin sem eru hlið við hlið og fá háa einkunn mína? S vo stiklað sé á stóru er sýning á ríkidæmi rúss- nesku Stroganoff-fjöl- skyldunnar á Ríkislista- safninu í Amsterdam, til 21. apríl. Berlín býður að vanda upp á fjölmarga myndlistarviðburði svo sem Eftir flóðin, sýning á 140 meistaraverkum frá málverkasafn- inu í Dresden, í Gamla safninu, Alte Museum, Lustgarten, – til 28. febrúar. Ljósið kemur nú úr norðri, æskustíll í Finnlandi frá því um 1900. Yfir 250 málverk, húsgögn og textílar, Bröhan-safnið, Charlotten- borg, – til 2. mars. Kasimir Malewitsch: Suprematismus, 60 málverk, teikningar og hlutir, Deutsche Guggenheim, Unter den Linden 13–15, – til 27. apríl. Mann- eskjur, tímar, rými – fornleifaupp- gröftur í Þýskalandi sl. 25 ár (5.000 hlutir!), Martin Gropius Bau, Nied- erkirchenstrasse 7, – til 30. mars. Einnig sýning á 300 uppköstum kvikmyndaarkitektsins Ken Adams; James Bond – Hollywood- Berlin – sjónrænn kvikmyndaarki- tektúr, – til 24. febrúar. Japanir hafa sem aldrei áður streymt til Evrópu og dreift sér um evrópsk listasöfn, en þeim er það ekki nóg, einkum er safnið í Kyoto athafnasamt um að miðla heimslist- inni. Gleymi seint áhuganum er skein úr augum sýningargesta á mikilli van Gogh-sýningu þar fyrir nokkrum árum og hve gott var að skoða myndirnar í yfirþyrmandi mannfjöldanum, tillitssemin ein- stök. Og til að dýpka skilning sinn á Niðurlöndum, fengu þeir í hinni gömlu höfuðborg Japans til sín sýningu á 47 meistaraverkum Rem- brandts á síðasta ári. Hún vakti ekki síður gríðarlega athygli og nú er hún komin til Frankfurt ásamt fjórum myndum til viðbótar og er uppi á Städel. Borgarlistasafninu, Schaumainkai 63, – til 11. maí. O fanskráð er einungis brotabrot af myndlist- arviðburðum á megin- landinu, sem eru svo að segja í kallfæri við okkur við Dumbshaf, þakkað veri flugsamgöngum, og svo er mögu- legt að nálgast þá á tölvunni. Hins vegar borin von að skjárinn verði nokkurn tíma samkeppnisfær við staðbundna lifunina, kemst líkast til aldrei nær því en að vera um- búðirnar utan um konfektkassann. Rýmið er nú á þrotum og ég ekki kominn á innlendan vettvang, en hér tel ég Handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsi stærsta listvið- burðinn. Varpar ljósi á hve bókverk er mikil listgrein, jafnframt hin fjölþætta kalligrafía, formræn stærðarhlutföll og lýsingin sem fylgir. Rennir líka stoðum undir þá sannfæringu mína að íslenzk list sé jafngömul landnáminu. Annað mál að sígildi módernisminn, táknsæið, rómantíkin og fleiri hræringar meginlandsins náðu ekki fótfestu hér á landi fyrr en um aldamótin 1900. Handritasýningin er þungur áfellisdómur yfir íslenzkri þjóð fyr- ir að hafa ekki ræktað sjálfan sjón- menntaarfinn betur, einnig bóka- þjóðina fyrir að hafa ekki hugað meir að hinni fornu listgrein bók- verki … Víðsjá – vettvangskönnun listviðburða Tizian (1477?–1576): Isabella d’Este, eiginkona markgreifans af Mantua. Þjóðlistasafnið í London. Meistaraverk leirsmíðalistar: Aztekastríðsmaður í arnarlíki, með hendur, fætur, vængi og klær, 170 cm að hæð. Royal Academy. Lýstir upphafsstafir í Flateyjarbók. SJÓNSPEGILL Eftir Braga Ásgeirsson bragia@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.