Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 15 STEPHANE Breitwieser, 32 ára gamall vín- þjónn sem játaði að hafa stolið 239 málverkum og öðrum listaverkum af söfnum þvers og kruss um Evrópu og falið í svefnherbergi sínu, sagði fyrir rétti í Sviss í gær, að hann hefði leiðzt út í þjófnaðarleiðangurinn, sem stóð yfir í sjö ár, af einlægri aðdáun á fegurð myndlist- arinnar. Breitwieser, sem er frá bænum Mulhouse (Mülhausen) í suðurhluta Elsass-héraðs aust- ast í Frakklandi, er ákærður fyrir að hafa stolið 69 listaverkum, flestum frá 16. og 17. öld, af svissneskum söfnum, en verðmæti þessara verka er áætlað 1,65 milljónir svissneskra franka, andvirði um 93 milljónir króna. Mál Breitwiesers vakti furðu listaheimsins, ekki sízt vegna þess að maðurinn hlóð stolnu dýr- gripunum upp í herbergi sínu í íbúð sem hann deildi með móður sinni og virtist ekki hafa gert neinar tilraunir til að selja þá. Breitwieser, fyrrverandi kærasta hans, og móðirin, sem er sökuð um að hafa eyðilagt mörg verkin með því að henda þeim út í skipa- skurð í því skyni að reyna að fela sönn- unargögn fyrir sekt sonarins, bíða líka rétt- arhalds í Frakklandi. Hann var handtekinn í nóvember 2001 í svissnesku borginni Luzern, skömmu eftir að hafa stolið veiðihorni úr safni á staðnum. Við yfirheyrslur yfir honum urðu rannsakendur málsins dolfallnir yfir nákvæmri þekkingu hans á listasögunni og stálminni, en hann játaði í framhaldinu á sig ótrúlegan fjölda listaverka- þjófnaða í sjö Evrópulöndum, þar á meðal á verkum eftir Antoine Watteau, Peter Breugel og Francois Boucher. Að mati sérfræðinga var verðmætasti fengur Breitwiesers 16. aldar málverk eftir Lucas Cranach eldri, „Sybille, prinsessa af Cleves“, en verðmæti þess var talið á bilinu 7,9 til 9 milljónir Bandaríkjadala, andvirði 620-700 milljónir króna. Verkinu var stolið af safni í Baden-Baden í SV-Þýzkalandi árið 1995. Heildarverðmætið talið um 80 milljarðar Saksóknarar í Frakklandi gizka á að heild- arverðmæti þeirra verka sem Breitwieser er talinn hafa stolið nálgist einn milljarð evra, yfir 80 milljarða króna. Flest verkanna voru í frönskum söfnum, en auk Frakklands og Sviss sakna söfn í Þýzkalandi, Austurríki, Hollandi, Belgíu og Danmörku verka sem Breitwieser er sakaður um að hafa tekið. Breitwieser greip ítrekað inní, er verið var að lýsa listaverkunum sem hann stal fyrir rétt- inum í gær, til að leiðrétta lýsingarnar. Hann sagðist líka alveg heillaður frá fyrsta lista- verkastuldi sínum, er hann tók lítið olíumálverk af konu eftir 17. aldar málarann Christian Wil- helm Dietrich úr safni í kastala í Gruyére- héraði í Frakklandi árið 1995. „Ég var heillaður af fegurð hennar, af eig- indum konunnar á myndinni og af augum henn- ar. Ég hélt að þetta væri eftirlíking af Rem- brandt-málverki,“ sagði hann ástríðufullri röddu. Breitwieser faldi listaverkin, sem auk mál- verka voru myndastyttur, silfurmunir, vegg- teppi og skreyttir diskar, í bakpoka sínum eða innan á sér; stöku sinnum henti hann verk- unum út um glugga. Hann athafnaði sig að- allega í litlum söfnum þar sem öryggisráðstaf- anir voru veigalitlar. Hann tjáði rannsakendum málsins að hann hefði smitazt af ástríðunni fyrir gömlum list- munum af föður sínum, sem erfði 19. aldar húsgögn og aðra antík-muni og flutti forn- byssusafn sitt með sér við skiln- að. Sonurinn Stephane var eftir hjá móðurinni án þess að geta notið lengur þessara fögru muna og segir hann þetta hafa breytt lífi sínu. Breitwieser hefur verið í gæzluvarðhaldi frá því hann var handtekinn og á yfir höfði sér margra ára fangelsisvist, fyrst í Sviss í allt að 5–10 ár, en þegar hann hefur afplánað hana kann hann að verða framseldur til Frakklands, þar sem „afreka- skrá“ hans er lengri en í Sviss. Franskir saksóknarar hafa greint frá því, að Mireille Breit- wieser, móðir sakborningsins, hafi er hún heyrði af handtöku sonarins hraðað sér inn í herbergið hans, sem var troðið af gömlum dýrgripum. Hún er sökuð um að hafa skorið málverkin í strimla, troðið sumum mun- unum í ruslið og hent öðrum í Rín-Rhone- skipaskurðinn, sem liggur nærri heimili þeirra í þorpinu Eschentzwiller við Mulhouse. Lögreglu tókst að fiska fáein verkanna upp úr skurðinum eftir að vegfarendur komu auga á þau, en flest eru þau talin að eilífu glötuð. Fyrrverandi unnusta Breitwiesers, Anne- Cahterine Kleinklauss, hefur játað að hafa fylgt honum í mörgum listaverkasafnaleið- öngrum hans og lagt honum lið við þjófnaðinn með því að standa vörð. Réttað yfir ástríðu- listaverkaþjófi Breitwieser leiddur inn í réttarsalinn í Bulle í Sviss í gær. Bulle í Sviss. AP, AFP. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.