Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK eva Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - BZR - Paul et Joe - IKKS - Nichole Farhi 70% Enn meiri verðlækkun Allt að ...erum að taka upp vorvörurnar afsláttur STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er frábær dagur til mennta, fjölmiðlunar, útgáfu, auglýsinga, ferðalaga eða sam- skipta við erlend ríki. Dag- urinn er einnig kjörinn til fjár- hagslegra vangaveltna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú býrð svo sannarlega yfir orku til að nýta þér bjargir annarra til að bæta heimili þitt. Notaðu sameiginlegt eignarhald til að styrkja fjöl- skylduböndin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn er kjörinn til samn- inga og viðskipta. Þér getur hreinlega ekki mistekist. Njóttu dagsins! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dagurinn er kjörinn til við- skipta. Þú getur þénað pen- inga. Þú ert með á hreinu hvað það er sem þú sækist eftir og þetta hjálpar þér varðandi ákvarðanatöku. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert í góðu formi í dag! Þig langar til að daðra, leika þér og vera í sambandi við fólk. Hvað eina sem þú snertir verður að gulli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn er kjörinn til að bæta heimilið. Þú býrð yfir nægilegri orku til að færa fjöll úr stað. Komdu skikki á hlut- ina. Þú kemur miklu í verk og færð líka aðstoð frá öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú býrð yfir miklum sannfær- ingarkrafti í dag. Þú gætir selt eskimóum snjó. Þú skalt bera þig eftir því sem þig langar í, því það stenst þig enginn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er frábær dagur til að vinna að frama og auknum tekjum. Bjartsýni þín skapar góða orku og því gengur þér betur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú nýtur þess að ferðast. Dag- urinn er kjörinn til að ráðgera spennandi ævintýri. Það sem viðkemur útgáfu, lögum og menntun í dag mun ganga vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Innsæi þitt segir þér hvernig þú skalt hegða þér í dag. Hlýddu á innri rödd þína. Ef þú lætur til skarar skríða núna mun það verða bæði þér og öðrum til góðs. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn er kjörinn til verka sem eru þér hagstæð. Þér finnst þú vera heppin(n) en í raun er það vegna þess að þér tekst að sjá hlutina í samhengi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að taka áhættu vegna þess að þú veist ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast. Góð orka er í kringum þig og jákvæðrar niðurstöðu er að vænta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú átt gott með að tjá þig og gerir gjarnan á léttu nót- unum. Einn mesti styrkur þinn er sá að þú berð mikla virðingu fyrir öðru fólki. ÁRNAÐ HEILLA Man ég grænar grundir, glitrar silungsá, blómabökkum undir, brunar fram að sjá. Bændabýlin þekku bjóða vina til, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, sæll úr sólskinsbrekku smalinn horfir á. Kveður lóu kliður, kyrrlát unir hjörð. Indæll er þinn friður, ó, mín fósturjörð. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT SVEITASÆLA 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 d5 6. Bg2 Bb4+ 7. Bd2 Bd6 8. Re5 c6 9. Bc3 0–9 10. 0–0 Rfd7 11. Rd2 Rxe5 12. dxe5 Be7 13. Dc2 Rd7 14. f4 b5 15. Kh1 bxc4 16. bxc4 Rb6 17. Ba5 Dc8 18. Bxb6 axb6 19. e4 Bb4 20. f5 Dc7 21. cxd5 Bxf1 22. Hxf1 Dxe5 23. Rc4 Dc3 24. Dxc3 Bxc3 25. dxc6 b5 26. Rb6 Ha6 Staðan kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Einn mikilvægasti eiginleiki skákmanns er að gefast aldrei upp þótt á móti blási. Þegar tafl er orðið erfitt er snjallt að þyrla upp moldviðri til að rugla andstæðinginn í ríminu. Björn Þorfinnsson (2315) er sá íslenski skákmaður sem hvað snjallastur er í þessu. Hann hafði hér hvítt gegn Magn- úsi Erni Úlfars- syni (2365) og greip til þess ráðs að fórna manni. 27. fxe6 Hxb6 28. e5! Hbb8? Ekki verður betur séð en að svartur vinni eftir 28… Hc8 þar sem hann nær þá að virkja hrókinn og kónginn í einum leik. Í framhald- inu nær hvítur hróknum til baka SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. með vöxtum. 29. Bd5 Bb4 30. exf7+ Kh8 31. Be6 Ba5 32. Bd7 g6 33. e6 Kg7 34. Hf4 Bc7 35. He4 Bd6 36. e7 Hxf7 37. e8=R+ Hxe8 38. Hxe8 Hf2 39. He6 Bc7 40. He7+ Hf7 41. He2 Hf1+ 42. Kg2 Hc1 43. Kf3 Kf6 44. Ke4 Bb6 45. Hb2 Hc5 46. a4 Hc4+ 47. Kd3 Hd4+ 48. Kc2 b4 49. Kb3 Ke7 50. He2+ Kd6 51. He6+ Kc7 52. He5 Kd6 53. Hb5 Bc7 54. Hxb4 Hd2 55. Hh4 h5 56. Kc4 Bd8 57. He4 Hxh2 58. He6+ Kc7 59. Hxg6 h4 60. Hg7 hxg3 61. Hxg3 Hh4+ 62. Kb5 Hh5+ 63. Ka6 Kb8 64. Hb3+ Kc7 65. a5 Hh2 66. Hb5 Kd6 67. Kb7 Bxa5 68. Hxa5 Hb2+ og hvítur vann. 16 manna úr- slit Íslandsmótsins í at- skák hefjast í dag kl. 17.00 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Allir áhorf- endur eru velkomnir að fylgjast með bestu skák- mönnum landsins etja kappi saman en átta manna úrslit hefjast kl. 20. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. febrúar, er sextugur Óli H. Þórðarson, Kvistalandi 7, Reykjavík. Óli og eiginkona hans, Þuríður Steingríms- dóttir, bregða sér af bæ í kvöld með börnum sínum og tengdabörnum. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 5. febrúar, er sextug Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskóla- fulltrúi, Engjavegi 51, Sel- fossi. Í tilefni afmælisins taka Heiðdís og eiginmaður hennar, Árni Óskarsson, á móti vinum og vandamönn- um í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka, laugardaginn 8. febrúar nk. kl. 14 ÝMISLEGT kemur til greina í sex laufum suð- urs og eins og svo oft í slíkum spilum er vandinn sá að samnýta mögu- leikana sem best: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁD862 ♥ 5 ♦ D52 ♣DG76 Suður ♠ K10 ♥ ÁKG1064 ♦ 7 ♣ÁK82 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Pass Pass Pass Vörnin er þægileg: Vestur spilar út tígulkóng og síðan tígulás í öðrum slag. Þú trompar smátt, en hver er svo áætlunin? Líklega er best að gera út á það að fríspila spað- ann. Laufásinn er tekinn og litlu laufi spilað á blindan. Ef báðir fylgja eru tveir slagir teknir á spaða og spaði stunginn með kóng heima. Síðan er hjartaás tekinn, hjarta stungið smátt í borði, síð- asta trompið tekið af vörninni og blindur stendur. Með þessu móti vinnst spilið ef trompið kemur 3–2 og spaðinn liggur ekki verr en 4–2. Ef trompið reynist hins vegar liggja 4–1 verður að skipta um áætlun: Taka laufkóng, spila svo spaða tvisvar og enda í borði til að taka síðasta trompið. Ef spaðinn liggur 3–3 er öllu lokið, en ef ekki má alltaf svína hjartagosa. Þessa áætlun má kannski bæta örlítið með því að taka á spaðakóng- inn áður en laufi er spilað að blindum. Henda svo spaðatíu niður í tígul- drottningu og trompa síð- an spaða. Ef spaðinn reynist vera 5–1 er enn hugsanlegt að vinna spilið ef drottningin er önnur í hjarta með tvílit í trompi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson           MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 31. jan- úar síðastliðinn var kynntur fram- boðslisti Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, til Stúdentaráðs og Háskólafundar við kosningarnar sem fram fara 26. og 27. febrúar næstkomandi Framboðslistar Vöku árið 2003 eru sem hér segir: Til Stúdentaráðs: Jarþrúður Ás- mundsdóttir, viðskiptafræði. Sigrún Helga Jóhannsdóttir, lögfræði. Ósk- ar Hafnfjörð Auðunsson, stærð- fræði. Ari Tómasson, verkfræði. Þórhildur Birgisdóttir, spænska. Soffía Erla Einarsdóttir, sálfræði. Sæmundur Oddsson, læknisfræði. Þóra Pétursdóttir, sagnfræði/forn- leifafræði. Guðlaugur Kristmunds- son, stjórnmálafræði. Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunar- fræði. Þóra Helgadóttir, hagfræði. Haukur Gunnarsson, líffræði. Jos- eph O. Ajayi, jarðfræði. Birkir Snær Fannarsson, lögfræði. Guð- mundur Rúnar Kristjánsson, tölv- unarfræði. Nanna Margrét Gunn- laugsdóttir, viðskiptafræði. Guð- finnur G. Sigurvinsson, stjórnmála- fræði. Brynjólfur Stefánsson, verk- fræði. Til Háskólafundar: Davíð Gunn- arsson, hagfræði. Ingunn Guð- brandsdóttir, sálfræði. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, verkfræði. Gísli Kristjánsson, stærðfræði. Árni Árnason, stjórnmálafræði. Elísa María Oddsdóttir, félagsfræði. Bolli Skúlason Thoroddsen, verkfræði. Teitur Björn Einarsson, lögfræði. Nanda María Maack, guðfræði. Ei- ríkur Atli Briem, viðskiptafræði. Ásdís Rósa Þórðardóttir, líffræði. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lög- fræði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins. Framboðslisti Vöku kynntur FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá Áhugahópi um bættar samgöngur milli lands og Eyja, þar sem segir m.a.: „Við fögnum þeim áhuga á sam- göngumálum sem komið hefur fram að undanförnu í Vestmannaeyjum enda almennt viðurkennt að góðar samgöngur eru grundvallaratriði í allri byggðaþróun. Við teljum brýnt að á fjárlögum hvers árs verði áætl- aðar fjárveitingar til samgöngurann- sókna. Markmiðið hlýtur að vera að ljúka sem allra fyrst rannsóknum vegna ferjulægis við Landeyjasand og einnig þeim framhaldsrannsókn- um á vegtengingu milli lands og Eyja sem kynntar voru fyrir tveimur árum. Við mótmælum þeirri lítilsvirð- ingu sem samgönguráðherra sýnir Eyjamönnum með því að halda úti aðeins átta ferðum á viku með Herj- ólfi í þrjá mánuði á ári.“ Samgöngur eru lykilatriði byggðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.