Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Snjall maður, Guðni, lætur fitubollurnar losa sig við spikið með erfiðri fjallgöngu og þegar upp er komið éta þær fjallið fyrir hann. Ættfræðiþjóðin á Íslandi Landlægur ættfræðiáhugi EKKI hefur dregiðúr ættfræðiáhugalandsmanna við opnun Íslendingabókar. Hér á landi hefur lengi starfað Ættfræðifélag Ís- lands og formaður þess er Ólafur H. Ólafsson. Hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst frá Ættfræðifélaginu, eitt og annað um það, tilgang og áherslur. „Ættfræðifélagið var stofnað árið 1945 í þeim til- gangi að styrkja þá starf- semi sem lýtur að ætt- fræði, m.a. með því að stuðla að varðveislu gam- alla og mikilvægra skjala, sem geyma lýðfræðilegar upplýsingar sem nýtast mætti í ættfræði og skyldum greinum. Að gefa út manntöl svo þau yrðu aðgengileg þorra manna – félagið hefur þegar gefið út manntöl frá árunum 1801, 1816 og 1845, samtals átta bindi. Það vinn- ur nú að útgáfu á manntali frá 1910, út eru komin fjögur bindi, sem ná yfir Skaftafellssýslur til og með Gullbringu- og Kjósarsýslu; nú er í vinnslu manntal frá 1910 fyrir Reykjavík sem verður í tveimur bindum og er væntanlegt á þessu ári – vonandi fær félagið til þess dyggilegan stuðning frá Reykjavíkurborg. Félagið hefur gefið út tuttugu árganga af Fréttabréfi Ættfræðifélagsins, um 100 blaðsíður á ári. Félagið heldur úti heimasíðu, www.- vortex.is/aett sem gefur upplýs- ingar um starfsemina og er mik- ilvægur tengill við þá fjölmörgu hérlendis sem erlendis, sem leita ætta sinna eða uppruna hér. Félagið stendur og fyrir fé- lagsfundum nokkrum sinnum á ári þar sem valinkunnir fyrirles- arar flytja erindi, sem snerta ætt- fræði og skyldar greinar. Þessi er- indi birtast flest í Fréttabréfinu. Þá hefur félagið opið hús í Ármúla 19 á miðvikudögum klukkan 17 þar sem menn hittast og bera saman bækur sínar. Félagið stendur í sambandi við ættfræði- félög og ættrýna beggja megin Atlantsála, áhugi manna af ís- lenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada að leita róta sinna á Ís- landi fer ört vaxandi og margar fyrirspurnir frá þeim streyma inn til félagsins og margra ættrýna hér á landi, og reynt er að greiða götu þeirra eftir megni. Um 800 manns eru skráðir í Ættfræði- félaginu.“ – Hvers vegna hafa Íslendingar þennan mikla ættfræðiáhuga? „Áhugi Íslendinga á ættfræði á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni, sem ná aftur til landnáms og jafn- vel lengra, enda var þekking manna á ættum sínum til forna mjög brýn, því ættin var þá eins- konar tryggingarfélag þeirra tíma, arfsrétturinn náði jafnvel til manna í 5. lið, svo var og um hefndarskyldu. Ættin var því helsti bakhjarl manna og eins gott að vera vel að sér um sína ætt. Ýmislegt var gert til að tryggja þessa vitn- eskju, nægir að nefna Íslendingabók Ara fróða og fjöl- margar ættrakningar í Íslend- ingasögum. Ættvísi hefur fylgt Ís- lendingum allar götur síðan og birtist í sívaxandi útgáfu ætt- fræðirita. Margir hafa lagt sig eft- ir ættfræði í tímans rás og væri óðs manns æði að reyna að telja þá upp, enda brestur þekking til þess. Þar hafa margir lagt hönd á plóg með mismunandi árangri, en hafa unnið að ættvísi sinni hver eftir sinni getu og forsendum. Það gladdi mitt gamla skólastjóra- hjarta þegar ég fyrst frétti af ætl- an Íslenskrar erfðagreiningar að setja á stofn öfluga rannsóknar- stofnun í erfðafræði, þar sem ung- ir íslenskir háskólamenn gætu komið heim úr „útlegð“ og fengið starf við hæfi, en ég hafði séð á eftir mörgu íslensku ungmenninu til útlanda sem áttu vart kost á að starfa hér í sínu fagi. Nú sá ég leið fyrir mörg þeirra til að snúa heim. Það gladdi mig einnig sem gamlan ættrýni, að ættfræðin yrði loks látin í askana, þar sem hún væri sú undirstaða sem erfðafræðin byggðist á og nú yrði hún veiga- mikill þáttur í starfsemi Íslenskr- ar erfðagreiningar.“ – Er það tilfellið að ættfræði- áhuginn vaknar ekki fyrr en um miðjan aldur ... og ef svo er, þarf ekki að gæta þess að hann hverfi ekki með nýjustu kynslóðunum? „Minn áhugi vaknaði við 12 ára aldur! Svo var mál með vexti að móðuramma mín var eineggja tví- buri og átti þrettán börn og tví- burasystir hennar átti ellefu börn, að auki voru mörg börn systkina þeirra. Ég var alltaf að hitta fólk sem kallaði mig frænda, en ég vissi hvorki haus nér sporð á ætt- artengslum og varð mér, að mér fannst, til skammar fyrir van- kunnáttu. Reyndi að setja á blað, sem ég á enn, skrá yfir þessi ætt- menni mín og þá var áhugi minn vakinn og lifir enn! Ekki get ég svarað fyrir aðra, en mér segir svo hugur um að áhugi á ættfræði sé landlægur á öllum aldri. Engin þjóð önnur en sú íslenska spyr, fljótlega þegar mann ber á góma: „Hverra manna er hann eða hún?“ þá er fyrst hægt að ræða um manninn og málefnið. Ég tel litla eða enga hættu á að áhugi á ætt- fræði dvíni eða hverfi með nýjustu kynslóðum, enda er unga kynslóð- in tölvuvædd og ættfræðiforrit eru öllum aðgengileg.“ Ólafur H. Ólafsson  Ólafur H. Ólafsson er fæddur í Reykjavík 17. mars 1933. Stúd- ent frá MR 1954. BA í þýsku með landafræði sem aukagrein frá háskóla í Stuttgart og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1971 og MA-próf í landafræði með þýsku sem aukagrein frá Háskólanum í Minnesota 1974. Við tóku ýmis kennslustörf og skólastjóri Valhúsaskóla 1974– 98. Stundakennari við HÍ ’74–’90 og framkvæmdastjóri RKÍ ’62– ’63. Hefur og unnið að ýmsum fræði- og ritstörfum. Eiginkona hans er Ingibjörg Björnsdóttir fulltrúi sem á þrjú börn af fyrra hjónabandi. … á sér djúp- ar rætur í þjóðarsálinni Höggborvél DWT 500W vnr. 5245280 Verð áður 4.995 kr. 3.995 kr. Full búð af verkfærum á frábæru verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 06 2 0 1/ 20 03 660 kr. Hands ög spe cial vnr. 5001640 Verð áður 879 kr. Hvort sem þú ætlar að breyta, bæta, lagfæra eða byggja heimili þitt frá grunni þá finnurðu það sem þig vantar í Húsasmiðjunni. Þar færðu líka alltaf lipra þjónustu og góð ráð hjá fagmönnum okkar. Velkomin í Húsasmiðjuna. Verkfærataska 20" Eldir vnr. 5024705 Verð áður 2.899 kr. 1.695 kr. Bor og bitasett 112 stk. vnr. 5249146 Verð áður 6.337 kr. 3.995 kr. Nýko mið aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.