Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 37 BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur fræðslukvöld um tvö af bréfum Nýja testamentisins, Hebreabréfið og Júdasarbréf, fimmtudaginn 6. febrúar í húsi KFUM og KFUK, á horni Holtavegar og Sunnuvegar, kl. 20. Gerð verður grein fyrir bakgrunni og innihaldi rit- anna og hvaða gagn má hafa af lestri þeirra. Fræðslu- kvöldið er liður í þriggja ára áætlun skólans er kallast „Þekktu Biblíuna betur“. Á þriggja ára tímabili er ætl- unin að kynna fyrir almenningi öll rit Biblíunnar og hvetja þannig til lesturs hennar. Nú á vorönn verður kennt fyrsta fimmtudag mán- aðarins. Fyrirlesari á fræðslukvöldinu nú verður Skúli Svavarsson kristniboði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir hvort sem fólk hefur mætt á önnur fræðslu- kvöld skólans eða ekki og þátttaka felur ekki í sér neina skuldbindingu til frekari þátttöku. Fornbækur á samveru aldraðra SAMVERUR aldraðra eru haldnar í Laugarneskirkju hálfsmánaðarlega á fimmtudögum kl. 14:00. Fimmtu- daginn 6. febrúar mun sr. Ragnar Fjalar Lárusson fyrr- um prófastur heimsækja okkur og segja frá einstæðu fornbókasafni sínu og m.a. sýna viðstöddum uppruna- legar Guðbrandsbiblíur ásamt fleiri gersemum í sinni eigu. Er ástæða til að hvetja allt áhugasamt fólk til að nýta þetta sérstæða tækifæri til fróðleiks og ánægju. Umsjón samverunnar er í höndum þjónustuhóps kirkjunnar, sóknarprests og kirkjuvarðar og að venju eru kaffiveitingar í boði. Hús KFUM og KFUK við Holtaveg. Fræðslukvöld um tvö bréf Nýja testamentisins Morgunblaðið/Þorkell Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur Helgi Seljan. Bílaþjón- usta í símum 553 8500, 553 0448 og 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. www.domkirkjan.is Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Munið þorramatinn næsta miðviku- dag. Skráning í kirkjunni fram á mánudag í síma 553-2750. Alfa-námskeið kl. 19.30–22. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Vinafundirnir á vegum sr. Tómasar byrja aftur á morgun, fimmtudag, kl. 14. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Allir vel- komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn- aðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir guðfræðinemi og Hannes Guðrúnarson, tónlistarmaður og kennari, leiða starfið ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Andri Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, fram- kvæmdastjóra safnaðarins, og hópi ungra sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þrótt- heima kl. 20 (8. bekkur). Umsjón hafa Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir, tómstundaráð- gjafi hjá Þróttheimum. (Sjá síðu 650 í Textavarpinu.) Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fræðsla: Þegar barnið veikist. Umsjón hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Umsjón Elínborg Lárus- dóttir. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og fræðandi umræður kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrir- bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jóns- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fríkirkjan í Reykjavík. Alfa–námskeið í safnaðarheimilinu kl. 20. Kyrrðar- og bænastund í kapellu safnaðarins í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, 2. hæð, kl. 12. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13–15 opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM&K kl. 20–21.45. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is.) Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogs- kirkju kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30. TTT (10–12 ára) í Rimaskóla kl. 18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8.–9. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12- spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn- um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45– 18.45. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 19 Alfa-nám- skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Upp- sölum 3. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni í síma 567 0110. Æsku- lýðsfundur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Röð biblíulestra hefst kl. 19.30. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Bókakynning á bókum þýska guðfræðingsins Jörg Zink í umsjá Maríu Eiríksdóttur verður í safn- aðarheimili Víðistaðakirkju í kvöld kl. 20. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT – yngri hópur, 9–10 ára krakk- ar í kirkjunni. Boltaleikjadagur. Kl. 17.30 TTT – eldri hópur, 11–12 ára krakkar í kirkjunni. Spiladagur. Sr. Þorvaldur Víð- isson og leiðtogarnir. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hafa Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjalta- dóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafells- kirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón: Ólafur Oddur Jónsson. Æfing Kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Há- kon Leifsson. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safn- aðarheimilinu kl. 10.30 í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Trúir þú? Kjartan Jóns- son talar. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börnin. ÆFAK, yngri deild, kl. 20. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 hjálp- arflokkur. Fundur fyrir konur. Safnaðarstarf Í dag, 5. febrúar, hefði Ásgrímur fagn- að 50 ára afmæli sínu ef hann hefði ekki verið, langt fyrir ald- ur fram, kallaður til annarra starfa á æðra vettvangi þar sem hans góðu eiginleika hefur verið þörf. Það er erfitt að Ásgrímur skuli ekki vera í eigin persónu hér með fjölskyldu og vinum til að fagna á þessum tímamótum en víst er að hann er í huga og hjarta allra þeirra er hann þekktu. Það er al- veg klárt að Ásgrímur heldur upp á daginn með sínum ástvinum, hann verður á svæðinu hvort sem það er í skólanum, Boganum, ÁSGRÍMUR SIGURÐSSON ✝ Ásgrímur Sig-urðsson fæddist á Miðlandi í Öxna- dal 5. febrúar 1953. Hann lést 4. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrar- kirkju 12. desem- ber. vinnunni eða hvar þar sem fjölskylda og vin- ir eru, og vakir yfir þeim nú eins og hann gerði í lifanda lífi. Þegar andlát Ásgríms bar að voru allir sem steini lostnir. Að mað- ur sem geislaði af hreysti og heilbrigði skyldi hrifsaður á brott í blóma lífsins var nokkuð sem erfitt var að trúa. Ekki nóg með að hann væri sem unglingur í fasi og atgervi öllu, heldur einnig ákaflega heilbrigður maður í anda. Maður sem lét sér annt um sína og lagði metnað sinn í að hlúa að þeim. En þegar góðra manna er þörf hjá þeim sem öllu ræður verð- um við sem eftir sitjum að hlýja okkur við minningarnar um góðan dreng. Það er með þakklæti, hlýju og söknuði sem við minnumst þín í dag sem aðra daga. Snjóka, Árný, Jonna, Andri, Eva og Arna, hugur okkar er hjá ykkur. Jónas og Sveinbjörg. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Þjónusta Kynni mína af Magnúsi Árnasyni, matreiðslumeistara, hófust seint á sjötta áratugnum. Hann var þá kokkur á Lagar- fossi og sigldi á Ameríku eins og Lólý systir sem var þar þerna. Þau voru reyndar gamlir vinir á ung- lingsárum, en tóku upp þráðinn þegar Lóly kom heim frá Kanada eftir fimm ára dvöl á slóðum Vest- ur-Íslendinga. Eftir það voru Magnús og Lólý eitt. Magnús varð sjötugur í fyrrasumar, þá kominn á Landakot og þau bæði, þar sem þau deildu sjúkrastofu í veikindum beggja. En veikindin komu ekki í veg fyrir veislu, líka veislu Lólýar, því þau voru jafnaldra og sjötugs- afmælið var því tvöfalt á setustof- unni á Landakoti. Margir komu til að taka þátt og gleðjast með þeim hjónum. Veislukostur var á borð- um, enda ekki á hverjum degi sem matreiðslumeistari verður sjötug- ur og þá er ekki verið að víla fyrir sér að maður sé á spítala. Lífið er til að lifa því hafa sennilega verið einkunnarorð Magnúsar, enda var gleðskapur og góður húmor yfir- leitt með í för þar sem Magnús fór. Magnús lærði matagerðarlist hjá dönskum, sem í þátíð var frem- ur sjaldgæft. Þetta gerði Magnús eftirsóttan á betri veitingastöðum eins og Lídó og Valhöll meðan var og hét, þótt síðar hafi hann kosið að starfa sjálfstætt og úti á landi, bæði á Hellu og á Höfn. Ég held að hestamennskan hafi ráðið miklu um það val, að geta riðið um sveit- ir viljugum gæðingum í góðra vina hópi. Náttúran togaði í Magnús og það frelsi sem finna má á hestbaki. Í fyrrasumar reið ég gæðingi hans um Húsafellsland. Það gladdi hann sjálfsagt meira en mig, því sjálfur komst hann ekki á bak það sum- arið. Hann var útivistarmaður í anda. Ég held ég hafi verið innan við 12 ára þegar við Magnús veidd- um saman í Meðalfellsvatni. Þetta átti að vera silungadorg en endaði í ævintýri, glímunni við laxinn. ✝ Magnús Árna-son fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1932. Hann lést í Landspítalanum á Landakoti 27. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 4. febrúar. Ekki gleymist heldur sigling með Lagar- fossi upp á Skaga, helgarferð með Magnúsi á stórskipi íslenska flotans. Þannig var hann ólat- ur við að gefa af sér, gæða lífið skemmti- legum ævintýrum fyrir ungan mág sem hann gat alveg látið vera. Ég minnist líka skipafréttanna, hve- nær von væri á Lag- arfossi, því alltaf fylgdi eitthvað gott með skipskomunni. Þær voru held- ur ekki fáar veislurnar heima á Miklubrautinni sem matreiðslu- meistarinn kom að með einum eða öðrum hætti. Mér er minnisstætt boð um jól, þegar vantaði óvænt nógu stóran pott undir krásirnar. Magnús brá á það ráð að skreppa upp í Lídó eftir íláti, en þegar þangað koma, reyndist eldhúsið læst og lyklar víðs fjarri. Magnús bað mig þá um að skríða inn í ör- litla vörulyftu sem lá milli hæða frá veitingasalnum á efri hæð og opna eldhúsið niðri innanfrá. Það hvarflaði ekki að mér að troða mér í lyftuboruna og þrátt fyrir for- tölur, varð mér ekki bifað. Skipti þá engum togum að Magnús skreið sjálfur inn í gatið í einum hnút og skipaði mér að loka á eftir sér og senda lyftuna af stað niður þrönga rásina í eldhúsið eftir pottinum góða. Jólaboðið var í húfi. Þannig bjargaðist matargerðin en ég mátti þola eigin skömm fyrir heig- ulsháttinn, að hafa ekki þorað í lyftuna. Þessi saga er í raun lýs- andi fyrir Magnús. Hann gerði það sem gera þurfti og meira til, refja- laust. Eftir að Magnús og Lólý stofnuðu sitt heimili og eignuðust börn, var ég aufúsugestur á þeirra heimili þótt heimsóknir yrðu stop- ulli með árunum eins og gengur. Magnús var ævinlega jákvæður og húmorinn hans sterka hlið þótt móti blési. Það var ekki að sjá að helsjúkur maður væri á spjalli við mig fyrir jólin uppi á spítala. Magnús tók sjúkleika þeirra hjóna með miklu æðruleysi og studdi Lólý sem aldrei fyrr, þrátt fyrir eigin vanmátt. Ég þakka góðum dreng ánægjulegar stundir í lífinu um leið og við Jórunn, Unnur syst- ir og Sigmar, sendum Lólý, börn- um og barnabörnum samúðar- kveðjur. Skúli Thoroddsen. MAGNÚS ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.