Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar AUKIÐ ATVINNULEYSI Árstíðabundið atvinnuleysi, sem jafnan er mest í janúar og febrúar, er nú meira en áður og auk þess birtist það með nýjum hætti að því leyti að mikið er um að menntað fólk og fólk í verslunar- og þjónustustörfum hafi misst vinnuna. Kemur þetta fram í viðtali við Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunar. Geimfara minnst Áhafnar geimferjunnar Kólumbíu var minnst í gær við athöfn í Houston í Texas. Tóku þátt í henni um 10.000 manns, þar á meðal George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og kona hans. Rannsóknin á slysinu heldur áfram og beinist ekki síst að þeim skaða, sem ferjan varð fyrir í flugtaki. Verðstríð í bensíni Verðstríð virðist vera skollið á hjá olíufélögunum og hafa fyrri verð- hækkanir þeirra flestra verið dregn- ar til baka. Selja þau nú öll bensínið á 93,20 krónur í sjálfsafgreiðslu. Viðtal við Saddam Bresk sjónvarpsstöð birti í gær viðtal sem breski stjórnmálamað- urinn Tony Benn átti við Saddam Hussein Íraksforseta. Í því neitar hann tengslum við al-Qaeda og segir Íraka engin gereyðingarvopn eiga. Um 900 verk gefin Afkomendur Sverris Sigurðssonar listaverkasafnara færðu í gær Lista- safni Háskóla Íslands að gjöf 894 myndir eftir Þorvald Skúlason. Eru þær flestar smámyndir og skissur. Íbúðarverð hækkar Á síðustu sex árum hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 63%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tíma. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is  GOKART-ÖKUSKÓLI CITROËN BERLINGO AUDI MARGRÉTAR EKIÐ Í HLIÐARHALLA  OPEL VECTRA 2,2 CAYENNE Í LISTASAFNI  Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED VIPER á Íslandi HEFJA INNFLUTNING Á LINCOLN FULLBÚNIR LÚXUSJEPPAR Á 6—7 MILLJÓNIR KR. Yf ir l i t Kynningar – Blaðinu í dag fylgir tíma- ritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 32/37 Erlent 15/19 Staksteinar 38 Höfuðborgin 21 Hestar 39 Akureyri 21 Dagbók 42/43 Suðurnes 23 Íþróttir 44/47 Landið 22 Fólk 48/55 Listir 23/24 Bíó 50/53 Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Kringlunni í gær en þá var síðasti dagur götumarkaðar sem markaði lok útsölu þar eftir jól. Útsölu er sömuleiðis lokið í Smáralind en framkvæmdastjórinn þar segir birgðastöðu kaupmanna mun betri nú en á sama tíma í fyrra. Að sögn Arnar Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, hefur útsalan gengið ákaflega vel en götumarkaðurinn hófst á fimmtudag. „Við ákváðum að framlengja hann fram yfir mánu- dag og þriðjudag af því að fólk fékk margt hvert ekki útborgað fyrr en í gær og við fengum áskor- anir um framlengingu þess vegna. Þetta er skemmtilegt stemning þar sem farið er út með vörurnar og fólk geri gríðarlega góð kaup.“ Hann segir útsölu hafa farið snemma og vel af stað og ljúki núna fyrstu vikuna í febrúar. Þó geti verið að einhverjar verslanir verði með hluta af útsöluvörum inni í búð hjá sér í takmörkuðu magni. „Í kjölfarið á þessu fara nýjar vörur að detta inn og vorlín- an fer að koma í þessari og á næstu vikum.“ Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir útsölu í Smáralind hafi í öllum aðalatriðum lokið um helgina. Þó verði einstaka verslanir áfram með einhverjar vörur á útsölu. „Lang- flestar verslanir eru hreinlega búnar með allar vörur sem koma til greina á útsölu því þetta hefur gengið mjög vel. Birgðastaða verslananna, sem kaupmaðurinn vill gjarnan hafa sem lægsta á hverjum tíma, var að meðaltali mun lægri og hagstæðari nú eftir áramót en fyrir ári.“ Hann segir nokkrar verslanir hafa hreinlega tæmst af vörum meðan á útsölu stóð en verið sé að fylla þær af nýjum vörum í þessari viku og vikunum framundan. Morgunblaðið/Kristinn Það var líf í tuskunum á götumarkaðinum í Kringlunni í gær enda sjálfsagt hægt að gera góð kaup á síðasta degi. Útsöl- um að mestu lokið SVIPTINGAR voru í verðlagningu eldsneytis hjá olíufélögunum þremur í gær, ESSO, Skelj- ungi og Olís, en öll selja þau nú bensínlítrann á 93,20 kr. í sjálfsafgreiðslu. Tvö fyrstnefndu drógu til baka verðhækkanir sínar á bensíni og dísilolíu frá því á mánudag, fyrst ESSO og svo Skeljungur. Olís tilkynnti hins vegar enga hækkun á mánudag en hækkaði bensínlítrann síðdegis í gær um 1,90 kr. og dísilolíu um 2 kr. Þá þegar voru hin olíufélögin búin að afturkalla 1,70 kr. hækkun á bensínlítranum og 0,60 kr. hækkun á dísilolíu. Dró Olís þá strax til baka sína hækkun. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættustýringasviðs Olís, sagði að þessu ylli sú stefna félagsins að bjóða við- skiptavinum sínum samkeppnishæft verð á hverjum tíma. „Miðað við þróun á heimsmark- aðsverði er hins vegar þörf á hækkun eldsneyt- isverðs, fremur en lækkun,“ sagði hann. Hvorki hann né Hjörleifur Jakobsson, forstjóri ESSO, vildu tjá sig um það hvort þeir álitu að olíufé- lögin væru komin í harkalegt verðstríð. ESSO lækkaði eldsneytisverðið hjá sér kl. 15.58 þótt forsendur fyrir hækkuninni sem tilkynnt var á mánudaginn hefðu ekkert breyst að sögn Hjör- leifs. „Hins vegar höfum við verið að kynna nýja þjónustu á bensínstöðvum okkar að und- anförnu og lagt áherslu á hagkvæmt verð fyrir viðskiptavini okkar. Við töldum okkur ekki geta staðið við það loforð öðruvísi en að lækka verð- ið aftur í dag [í gær].“ Segir þörfina fyrir verðhækkun vera jafnmikla eða meiri en áður Að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, voru eingöngu samkeppnisástæður fyrir lækkun hjá félaginu í gær. „Þörfin fyrir verðhækkun er því miður jafnmikil og jafnvel meiri en hún var því olían hefur verið að hækka. Þrátt fyrir það tókum við ákvörðun um að láta verðhækkanirnar ganga til baka. Mark- aðsaðstæður gera það að verkum að við viljum taka þátt í þeirri samkeppni sem hafin er og við því er ekkert að segja.“ Olíufélögin draga fyrri hækkanir til baka Olís hækkaði og lækkaði verðið með stuttu millibili í gær BORGARRÁÐ frestaði í gær stað- festingu samnings um uppbyggingu hótels og sýningarskála við Aðal- stræti og Túngötu en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi borgar- stjóri, undirritaði hann í síðustu viku fyrir hönd borgarinnar. Staðfesting- unni var frestað vegna efasemda um að nægilega vel væri staðið að varð- veislu hússins í Aðalstræti 16 og ný- fundinna fornminja á svæðinu. Á fundi borgarráðs var óskað eftir umsögn Árbæjarsafns um málið og gagnrýndu fulltrúar sjálfstæðis- manna að samningurinn hefði ekki verið kynntur í borgarstjórn áður en hann var undirritaður. Stenst út frá varðveislusjónarmiði Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður og forstöðumað- ur Árbæjarsafns, telur ástæðulaust að efast um ágæti þeirra aðferða sem nota á við varðveislu Aðalstræt- is 16. Húsið, sem sé friðað, hafi verið tekið af grunni með leyfi húsafrið- unarnefndar og í samvinnu við borg- arminjavörð og stefnt sé að því að endurbyggja það á faglegan hátt. „Neðsta hæðin, sem var í rauninni tekin niður, var skoðuð mjög vel, mæld upp og teiknuð og viðir sem þar voru hafa verið skoðaðir,“ segir hún. „Það er stefnt að því að byggja neðstu hæðina aftur í samræmi við það hvernig hún leit út og síðan lyfta húsinu upp á hana. Það er að mínu mati alveg viðunandi lausn og aðferð sem stenst fullkomlega út frá varð- veislusjónarmiði og því sem tíðkast við endurbyggingar og endurnýjun gamalla húsa.“ Hvað varðar fornminjarnar segir Guðný að áætlanir um byggingu sýningarskála utan um rústina hafi verið unnar í samráði við Árbæjar- safn og hugmyndir um skálann séu góðar að hennar mati. Aðspurð seg- ist hún búast við að Árbæjarsafn muni skila umsögn sinni til borg- arráðs á næstu dögum eða fyrir borgarráðsfund næstkomandi þriðjudag. Staðfestingu samnings um hótel við Aðalstræti frestað í borgarráði Efasemdir um að vel sé staðið að varðveislu hússins Viðunandi lausn er fundin á málinu að mati borgarminjavarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.