Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 9 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fagnar því hvað vel hefur verið staðið að verki varðandi alla upp- byggingu í tengslum við Vest- urfarasetrið á Hofsósi og segir að stuðningur forsætisráðuneytisins til safnsins fari í mikilvægt mál- efni, en safnið fær 45 milljónir á fjárlögum til 2006, samkvæmt nýjum samningi. Valgeir Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Vesturfaraseturs- ins, og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra undirrituðu samstarfs- samning í Þjóðmenningarhúsinu í gær, en samkvæmt samningnum tekur Vesturfarasetrið formlega að sér hlutverk upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir afkom- endur vesturfara og aðra þá sem áhuga hafa á málefninu. Meðal annars verður lögð áhersla á að veita Kanadamönnum og Banda- ríkjamönnum af íslenskum ættum upplýsingar um rætur þeirra hér- lendis, menningarlega og fé- lagslega arfleifð, íslenska ætt- ingja, sögu og búferlaflutninga til Vesturheims. Auk þess verður leitast við að upplýsa Íslendinga um afdrif þeirra, sem fluttust vestur um haf, og afkomenda þeirra. Vesturfarasetrið byggir upp nauðsynlegan gagnagrunn og safnar þeim gögnum, ritum og bókum, sem til þarf, til að geta veitt almennar upplýsingar um málefnið. „Það er mikill fengur fyrir landið að húsin hafi verið gerð upp á Hofsósi með þeim mynd- arskap sem þar hefur verið við hafður,“ segir Davíð Oddsson og áréttar að umrætt framlag sé eyrnamerkt starfsemi Vesturfara- setursins en ekki uppbyggingu mannvirkjana. Hann segir að hann hafi fundið fyrir því hjá fólki sem hafi komið til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada að mikill áhugi Íslendinga á að rækta tengslin vestur, meðal ann- ars með því að gera söguna að- gengilega og safna upplýsingum um vesturfarana, snerti þetta fólk djúpt og Vesturfarasetrið gegni þar veigamiklu hlutverki. Samningurinn tekur við af samningi frá 1999 þar sem íslensk stjórnvöld studdu Vesturfara- setrið við að byggja upp gamla þorpskjarnann á Hofsósi og leggja grunn að öflugu starfi þjónustumiðstöðvar fyrir fólk í Norður-Ameríku af íslenskum ættum. Valgeir Þorvaldsson segir að stuðningur forsætisráðuneyt- isins hafi mjög mikið að segja, því nú sé unnt að sinna betur því starfi sem setrið hafi tekið að sér án þess í raun að hafa haft til þess fjárhagslegt afl. „Með þess- um samningi er formlega staðfest að við eigum að sinna þessu upp- lýsinga- og þjónustustarfi og að við ætlum að sinna því,“ segir hann og leggur áherslu á að nýtt afl komi inn í starfsemina með stuðningnum. „Nú getum við farið að takast á við nýja hluti,“ bætir hann við og nefnir í því sambandi að vilji sé fyrir hendi til að skoða eftirfylgni Landafundaverkefn- isins og sjá hvaða þýðingu það hafi haft. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 þúsund gestir heimsæki setrið á þessu ári. Á sumrin starfa þar um 6 til 8 starfsmenn, en tveir starfs- menn eru í fullu starfi allt árið. Undanfarin tvö sumur hefur kanadíski ættfræðingurinn Nelson Gerrard, sem er af íslenskum ætt- um og er kennari í Arborg í Manitoba, starfað við upplýs- ingagjöf og fleira í setrinu og segir Valgeir að framlag forsæt- isráðuneytisins nú efli meðal ann- ars það starf. „Þetta er ómetan- legur stuðningur.“ Vesturfarasetrið verður upplýsinga- og þjónustumiðstöð Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra heilsar Valgeiri Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Vesturfarasetursins. Með þeim eru frá vinstri Ólafur G. Einarsson, fv. menntamálaráðherra, Ólafur B. Thors, stjórnarformaður Vesturfaraset- ursins, og Björgólfur Guðmundsson, stjórnarmaður í Snorra Þorfinnssyni ehf. sem á Vesturfarasetrið. Nýr samningur tryggir safninu 45 milljónir Gert er ráð fyrir 12–15 þúsund gestum til Hofs- óss á þessu ári ALFREÐ Þor- steinsson, borg- arfulltrúi R-list- ans, hefur tekið við embætti for- manns borgar- ráðs af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrr- verandi borgar- stjóra. Alfreð stýrði sínum fyrsta borgarráðsfundi í gær. Skipan Alfreðs er hluti af því samkomulagi sem gert var milli R-lista flokkanna við fráhvarf Ingi- bjargar úr borgarstjórastólnum. Þá sat Þórólfur Árnason borgar- stjóri sinn fyrsta borgarráðsfund í gær. Alfreð formaður borgarráðs Alfreð Þorsteinsson Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is „Hent'í mig hamrinum!“ Kaffi- brúsa- karlarnir Þorrahlaðborð og skemmtunin: Kr. 1.800 á skemmtun. Kr. 3.900 þorramatur og skemmtun. Kr. 1.200 á dansleik. Hljómsveitin BSG leikur fyrir dansi eftir sýningu. Laugardaginn 8. febrúar Ennþá skemmtilegastir eftir 30 ár • Þau syngja, dansa og þjóna þér ! • Þau láta þig hlæja, dansa og syngja! • Ekki missa af þessari sýningu ! • Þau eru Le'Sing! Sýningar 8.feb. uppselt! 14.feb. -15.feb. nokkur sæti laus. - 21. og 22.feb. Verð kr. 2.500 + matur Litla sviðið opnar klukkan 19.30 . Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:00. Hátíðarkvöldverður og skemmti- dagskrá úr Borgarfirðinum Valentínusardagur Hljómsveitin Stuðbandalagið leikur svo á ekta sveitaballi. Föstudaginn 14. febrúar: TINA TURNER hljómsveit söngur, dans föstudagur 28. febrúar Matur skemmtun og dansleikur kr. 4.900. Skemmtun og dansleikur2.500. Dansleikur 1.200 kr Söngvarar: Jóhanna Harðardóttir, Jón Ike Sverrisson og Jóna Fanney Friðriksdóttir. Kvöldverður og skemmtun kr. 4.900 Geir Ólafsson Söngvarar: Ragnheiður Gröndal og Harald Burr Handrit eftir Þorstein Eggertsson Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving Tuttugu manna stórhljómsveit. Útsetningar eftir Þóri Baldursson ásamt stórhljómsveit Skemmtun kr. 2.500 Vegna fjölda áskoranna föstudaginn 7. febrúar: St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n/ 28 20 SKEMMTI- OG HAGYRÐINGAKVÖLD föstudagskvöldið 21. febrúar Matur - skemmtun - dansleikur 4.900. Skemmtun - dansleikur 2.500. dansleikur eftir kl. 23:30 kr. 1.200. Landsfrægir hagyrðingar. Lögreglukór Reykjavíkur í syngjandi sveiflu. Húsið opnar fyrir matargesti kl. 19:00 Dansleikur til 03:00. Hljómsveitin Lúdó og Stefán. Lögreglumenn og velunnarar lögreglunnar sérstaklega velkomnir. Erum með glæsilega sali fyrir fermingar og giftingar ! Matur - skemmtun - dansleikur 4.900. Skemmtun - dansleikur 2.500. Dansleikur kr. 1.200. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á hálfvirði Engjateigi 5, sími 581 2141. Ný sending frá PAS Gallabuxur, margar gerðir Gallapils, skyrtur og bolir St. 36-42 & 44-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.