Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 4
VIÐRÆÐUR liggja niðri á milli samningafulltrúa Íslands, Noregs og Liechtensteins annars vegar og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) hins vegar um að- lögun EES-samningsins samhliða stækkun ESB. Hefur fundi sem halda átti 6. febrúar verið aflýst að ósk framkvæmdastjórnar ESB. „Framkvæmdastjórnin sendi okkur boð um að þeir teldu ekki að neitt hefði breyst nægilega frá síð- asta fundi til að ástæða væri til að halda fund að svo stöddu,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu. „Við vorum reiðubúnir að taka þátt í fundinum og vorum í óða önn að undirbúa frekari málflutning okkar en þeir báðust undan því,“ segir Gunnar. Haldnir hafa verið tveir formleg- ir samningafundir í seinasta mán- uði frá því viðræður hófust í byrjun ársins. Er næsti formlegi samn- ingafundur ekki á dagskrá fyrr en 11. mars. „Við héldum því stíft fram á síð- asta fundi að eins og þeirra samn- ingsupplegg væri yrði erfitt að hafa vitrænar umræður um það,“ segir Gunnar Snorri. Hann bætir við að ef menn vilji líta á málin af bjartsýni megi gera ráð fyrir að framkvæmdastjórnin sé að taka sér umhugsunarfrest til að meta afstöðu EFTA-ríkjanna en að öðr- um kostimegi ætla að samninga- menn ESB ætli að standa stífir á sínu. Spurður hvort samstaða væri milli Íslendinga og Norðmanna í viðræðunum sagði Gunnar Snorri svo vera. „Þeir hafa staðið alveg með okkur að því, að ekki komi til greina að taka þessa uppbygging- arsjóði sem viðmiðun,“ segir hann. Viðræður EFTA-ríkja og ESB liggja niðri Næsti formlegi fundur á dag- skrá 11. mars FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Helgadóttir Litla leyndarmálið hans Péturs verður að ævintýri sem börnin vilja heyra aftur og aftur! Ljúf og falleg saga Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur ED D A 01 /2 00 3 ÚTFÖR Rúriks Haraldssonar leikara var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Pálmi Matthíasson jarðsöng og organisti var Hörður Áskelsson. Kammerkórinn Schola cantorum söng við athöfnina. Sigrún Eðvalds- dóttir lék á fiðlu við undirleik orgels og Egill Ólafsson söng einsöng. Leik- ararnir Arnar Jónsson og Kristbjörg Kjeld fluttu kvæðið Stefjahreim eftir Einar Benediktsson. Líkmenn sem báru kistu úr kirkju voru (f.v.) Þórhallur Sigurðsson, Sig- mundur Örn Arngrímsson, Björn Guðmundsson, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Ingvar E. Sigurðsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sig- urjónsson. Morgunblaðið/Golli Útför Rúriks Haraldssonar UTANRÍKISRÁÐHERRA telur eðlilegt að lækka flugvallarskatt í utanlandsflugi til sam- ræmis við innanlandsflugið. Muni það fela í sér umtalsverða breytingu fyrir millilandaflugið. Kom þetta fram í svari Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Kristjáns Pálssonar alþingismanns um flugvallarskatta á Keflavíkurflugvelli. Kristján spurði meðal annars um það hvað væri gert eða fyrirhugað að gera til að auka flugumferð um Keflavíkurflugvöll og hvaða aðgerðir komi helst til greina til að bæta samkeppnisstöðu flugvall- arins. Eins og áður hefur komið fram hefur Eftir- litsstofnun EFTA gert athugasemd við mis- munandi flugvallarskatta hér á landi. Innheimt- ar eru 1.250 krónur við flug til útlanda en 165 krónur innanlands. Halldór lýsti þeirri skoðun utanríkisráðuneytisins að eðlilegast væri að sömu gjöld verði innheimt í utanlands- og inn- anlandsflugi. Við núverandi kringumstæður væri nærtækast að lækka gjöld í millilandaflugi til samræmis við það sem tíðkast í innanlands- flugi enda væri ekki grundvöllur til hækkana þar. Ef ákveðið yrði að fara þessa leið mundi það fela í sér umtalsverða breytingu fyrir milli- landaflug án þess að um ríkisstyrk væri að ræða. Enginn skattur á Kastrup og í Frankfurt Í svarinu kom einnig fram, vegna spurningar frá Kristjáni, að enginn flugvallarskattur væri greiddur í Kaupmannahöfn og Frankfurt. Kristján lýsti ánægju sinni með það að ráðu- neytið vildi samræma gjöld á flugvöllum, óháð því hvort þau væru lögð á innanlands- eða ut- anlandsflug. Það þýddi lækkun flugvallargjalda á Keflavíkurflugvelli og ætti því að geta lækkað þann kostnað sem leggst á hvern farþega sem fer þar í gegn. Kristján sagði mikilvægt að auka markaðs- setningu á Íslandi sem ferðamannalandi en komur farþega verði ekki háðar millilendingum og fagnaði því starfi sem unnið væri á því sviði. Benti hann á að flugfélög sem beina millilend- ingum hingað, til dæmis kanadíska flugfélagið HMY Airways, gerðu það af tæknilegri nauð- syn. Ef flugvélartegundinni yrði breytt þannig að hún gæti tekið meira eldsneyti þyrfti hún ekki að millilenda hér á leið sinni milli Kanada og Englands. Ráðuneytið vill lækkun á flugvallarskattinum GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, segir að kjör atvinnulausra á Íslandi hafi rýrnað verulega eftir að hætt var að láta atvinnuleysisbætur fylgja lág- markstaxta fiskverkafólks. Síðan 1995 hafi atvinnuleysisbætur hækkað um 45% á meðan dagvinnulaun fisk- verkafólks hækkuðu um tæp 70%. Nú séu fullar atvinnuleysisbætur rúm- lega 77.000 krónur en ættu að vera 87.000 krónur. „Sá mismunur er ansi stór fjárhæð af þessum bótum.“ Gylfi segir að ASÍ hefði varað við þessu á sínum tíma. „Ástæðan fyrir því að málið kemur upp núna er að á árunum 2000 og 2001 var atvinnuleysi sem betur fer lítið en nú eru um sex þúsund manns án vinnu. Fjöldi ein- staklinga sem hafa verið atvinnulaus- ir í sex mánuði eða lengur hefur þre- faldast á einu ári, úr því að vera 400 í 1.200. Það er vaxandi hópur fólks sem þarf að reiða sig á atvinnuleysisbætur til framfærslu,“ segir Gylfi. Hann segir að ef sátt eigi að ríkja um þetta kerfi til lengri tíma eigi bæt- urnar að fylgja lágmarkslaunum. Einnig sé nú til umræðu innan ASÍ að atvinnuleysisbætur verði ákveðið hlutfall af launum, sem einstaklingur hafði áður. Oft sé tekjutap mikið þeg- ar fólk missir vinnuna og þiggur at- vinnuleysisbætur. Engin leið sé fyrir þann einstakling að mæta sínum skuldbindingum hvort sem er vegna íbúðarhúsnæðis eða framfærslu. Framkvæmdastjóri ASÍ um atvinnuleysisbætur Hafa ekki fylgt lág- marks- launum SAMSON eignarhaldsfélag ehf. fær að öllum líkindum afhent næstkomandi föstudag 33,3% hlutafjárins í Landsbanka Íslands hf. og mun þá reiða fram tæplega 50 milljónir bandaríkjadala eða sem svarar tæplega 3,9 milljörðum króna, sem fyrstu greiðslu af þremur fyrir eignarhlutinn í bank- anum. Kaupverðið að fullu greitt í bandaríkjadölum Skv. kaupsamningnum verður kaupverðið að fullu greitt í banda- ríkjadölum. Að sögn Björgólfs Thors Björgólfssonar, eins af eig- endum Samsonar, verður næsta greiðsla innt af hendi innan nokk- urra mánaða en í desember nk. verða þau 12,5% hlutarins sem eft- ir standa afhent og fer Samson þá með 45,8% hlutafjár í Landsbank- anum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Fjármálaeft- irlitið komist að þeirri niðurstöðu að félagið sé hæft til að fara með eignarhlutinn í Landsbankanum. Breska fjármálaeftirlitið á hins vegar eftir að veita samþykki sitt en að sögn Björgólfs er þess vænst í dag eða á morgun. Tillaga um fulltrúa í banka- ráð lögð fram á aðalfundi Birtar verða tölur um afkomu Landsbankans næstkomandi föstu- dag og boðað hefur verið til aðal- fundar bankans viku síðar eða 14. febrúar. Þá mun Samson koma með formlegum hætti að stjórn Landsbankans. ,,Þar munum við í fyrsta skipti ávarpa hluthafa og starfsfólk,“ segir Björgólfur. Kosið verður í bankaráð á aðal- fundinum en ekki verður ljóst fyrr en á fundinum hverjir verða tilnefndir sem fulltrúar í bankaráðið. „Við munum leggja fram okkar tillögu þar og ekkert fyrir þann tíma,“ segir Björgólf- ur. Eigendur Samsonar hafa greint frá því að félagið muni beita sér fyrir að fagaðilar, sem ekki eru eigendur að Samson, muni taka sæti í bankaráðinu og að í fyrstu muni einungis einn af eigendum Samsonar sækjast eftir kjöri í bankaráð. Samson ehf. kemur að stjórn Landsbankans á aðalfundi í næstu viku Tæpir 3,9 milljarðar kaupverðs greiddir á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.