Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nú hefur tjaldið fallið í hinsta sinn á góðan vin og starfs- bróður, Rúrik Har- aldsson er allur. Lista- mannsferill hans markar djúp og áhrifamikil spor í íslenskri leiklist- arsögu. Að ná árangri á hvaða sviði sem er, ekki síst í listum, felst í skaphöfn viðkomandi, sýn hans og skynjun á tilgang og markmið í stöðugri leit að hinu sanna og rétta. Rúrik var einn af þeim leik- urum sem gerði sér far um að þær persónur sem hann tókst á við og mótaði ættu hug hans allan og hann skóp þær af alúð, umhyggju og virðingu. Rúrik var leikari sem varði sínar persónur, enda upp- skeran eins og til var sáð, ríkuleg. Mér finnst að lokum að Rúrik hafi í upphafi ferils síns, meðvitað eða ómeðvitað, tileinkað sér heilræði Póloníusar til sonar síns Laertesar: … Gef aldrei alhug þínum tungu, né öfga-hugsun neinni framkvæmd sína. Vertu’ öllum vænn, án þess að leggjast lágt; og reynist vinir verðugir, þá læstu þá fast að hjarta þér með streng úr stáli (...) Forðastu deilur; sértu samt til neyddur, þá lát þinn óvin læra að forðast þig. Ljá öllum gaumgæft eyra, en fáum rödd; þigg hvers manns rök, en vernda vel þinn dóm. (...) Vertu samt umfram allt þér sjálfum trúr; því fylgir, einsog nóttu dagur nýr, að þú munt aldrei svíkja nokkra sál. (Hamlet eftir W. Shakespeare, 1.þ., 3.a., þýð. Helgi Hálfdanarson.) Þannig maður var Rúrik Har- aldsson. Megi hið eilífa ljós lýsa honum, hann hvíli í friði. Gunnar Eyjólfsson. Við óvænta fregn um andlát Rúriks Haraldssonar leitar hugur- inn uppi minningar um mikilfeng- legan feril þessa ástsæla leikara. Upp í hugann koma ótal hlutverk bæði í útvarpi, kvikmyndum og á sviði. En í þessari flóru, þar sem hver einstök minning hrærir við taugunum sem liggja til hjartans, staldra ég við eina alveg einstaka. Hún er frá árinu 1975, þegar ég starfaði með leiklistarnámi við förðunardeild Þjóðleikhússins. Þjóðníðingur Ibsens var á fjölunum og í hlutverkunum voru margir af bestu leikurum þjóðarinnar. Annað aðalkarlhlutverkið Pétur Stokk- mann bæjarfógeta lék Rúrik. Svo gerðist það einn dag að hann datt í hálku og meiddist illa á ökkla. Það átti að vera sýning á Þjóðníðingi um kvöldið og Rúrik hafði fengið þau fyrirmæli frá læknum að hann mætti ekki tylla í fótinn næstu daga. Þegar hann kom af sjúkra- húsinu niður í leikhús haltrandi á öðrum fæti bað hann um hækjur módel 1882 og bað okkur sem sáum um förðun hans að líma sérstaklega vel á hann skeggið, hann ætti trú- lega eftir að svitna eitthvað meira en vanalega. Tjaldið fór frá kl. 20:00 og andrúmsloftið var raf- magnað. Í atriðunum milli þeirra Stokkmann bræðranna nötraði hús- ið og skalf. Rúrik rigsaði um sviðið á hækjunum, reiddi þær ýmist á loft eða lamdi þeim í gólfið til að leggja áherslu á orð sín. Hann var bókstaflega eins og eldfjall og það hvarflaði trúlega ekki að nokkrum manni í salnum að Pétur Stokk- mann hefði aldrei verið leikinn á hækjum áður. Fyrir ungan leiklistarnema var RÚRIK HARALDSSON ✝ Rúrik TheodórHaraldsson fæddist í Vestmanna- eyjum 14. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 4. febr- úar. þessi „performans“ kraftaverk, sem aldrei hefur liðið úr minni. Alltaf síðan, þegar ég hef dáðst að kúnst þessa mikla leikara, hefur minningin um Pétur Stokkmann bært á sér. Í mínum huga er hún einn af gimsteinunum í gulla- stokki minninganna. Nú bið ég þess að allir gimsteinarnir sem Rúrik Haraldsson gaf af sér skíni skært í hugum og hjörtum þeirra sem fengu að njóta listar hans á farsælum ferli. Ég sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur á sorgarstundu. Mikill listamaður er fallinn frá. Kolbrún Halldórsdóttir. Svo hátt sem himinninn er yfir jörðunni, svo miklu hærri eru mínar hugsanir yðar hugsunum. Þessi orð Guðs úr Gamla testa- mentinu voru okkur Rúrik svo mik- ilvægt umræðuefni í síðustu sam- veru okkar hér á landi lifenda. Við vorum að vinna í kvikmyndinni Stella í framboði. Einn dag snemma morguns áttum við að mæta inni í Hlégarði og fara þaðan upp í Hvalfjörð þar sem tökur áttu að fara fram. Þennan morgun sat minn kæri vinur úti í horni að bíða eftir rútunni, og áður en hann gaf sér ráðrúm til að svara kveðju minni sagði hann: „Þetta gengur ekki upp.“ Ég spurði hvað gengi ekki upp. „Þetta með Guð,“ sagði Rúrik ákafur. „Hvernig á hann að geta sinnt öllu þessu relli í okkur?“ Síðan sagði hann mér frá því að hann hefði verið andvaka og veikur nóttina áður, og hefði farið að biðja til síns Guðs, þegar hann allt í einu hefði gert sér það ljóst að svo mik- ill erill hlyti að vera hjá Guði hverja nótt, svo margir sem væru að biðja út um allan bæ, hvernig gæti hann farið að sinna einum kalli í vesturbænum í öllu þessu annríki? Þegar ég var búin að reyna að koma honum í skilning um þá sannfæringu mína að Guð mundi örugglega bregðast við skjótt um leið og hann heyrði kallið frá einmitt þessum kalli í vest- urbænum og koma í skyndingu spurði Rúrik: „En hvað með alla hina, hann annar ekki öllu þessu kvabbi?“ Hann tók auðvitað ekkert mark á þeirri skoðun minni að það væri áreiðanlega eins með mig og Guð, okkur þætti þessi eini og sér- staki kall sem um var að ræða svo skemmtilegur og indæll að við mundum koma fljúgandi, glöð og uppveðruð, bara ef hann kallaði í okkur. Rúrik bað mig lengstra orða að hætta að láta eins og fífl og reyna að tala í alvöru. Það var þá sem þessi ritningargrein úr bibl- íunni kom til umræðu. Svo hátt sem himinninn er yfir jörðunni, svo miklu hærri eru mínar hugsanir yðar hugsunum. Og við komum okkur saman um að reyna ekki að skilja Guðdóminn heldur treysta þeim mætti sem gaf okkur fyrirheitið um að hann yrði hjá okkur alla daga, allt til enda veraldarinnar. Ég var svo lánsöm að kynnast Rúrik og vinna með honum skömmu eftir að ég kom frá námi í Englandi árið 1961. Ekki var verk- efnið stórvægilegt, við vorum ráðin sem skemmtikraftar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en í þá daga var sá háttur hafður á að pólitískar stjörnur flokkanna höfðu leikara og söngvara með á ferðum sínum um landið við að afla atkvæða fyrir sinn flokk. Á þessu ferðalagi eign- aðist ég einn af mínum dýrmætustu vinum. Var auðvitað miður mín af virðingu fyrir stórleikaranum, sem ég fékk þarna allt í einu að mót- leikara, en þar kynntist ég ekki að- eins miklum listamanni, heldur líka ljúfum félaga, sem taldi það ekki eftir sér að segja mér, byrjand- anum, til í kúnstinni. Og hann lét ekki þar við sitja, heldur kom oft á æfingar niður í Iðnó mér til hjálpar þegar mér gekk eitthvað illa í baráttunni við erfið hlutverk. Slíka vini er ómetanlegt fyrir leikara að eiga. Ég minnist þess að einu sinni sá hann mig í aðalhlutverki í klass- ísku leikriti og kom niður í kjallara á eftir og spurði mig umbúðalaust hvað væri svona dramatískt við það þegar það byrjaði að rigna. „Hvað áttu við?“ spurði ég helsærð (hafði reyndar búist við ofurlitlu hrósi). Þá tók vinurinn til við að kenna mér nauðsyn þess í dramatískum leik að leita með logandi ljósi að setningum sem léttu á þunganum og gæfu tilbreytnina. „Þarna komst þú siglandi inn á sviðið elsku krúttið mitt,“ sagði Rúrik, „horfðir út um gluggann og lýstir því yfir að það væri byrjað að rigna, mér fannst, þegar ég sá svipinn á þér, að það hlyti einhver að liggja dauð- ur þarna undir glugganum.“ Fyrir um það bil ári veiktist Rúrik og læknar tóku þá ákvörðun í skyndingu að leggja hann inn á sjúkrahús og skera hann upp. Hann átti að fara strax það kvöld á spítalann og hringdi í mig og bað mig að biðja fyrir sér. Ég tók auð- vitað vel í það og spurði hvort hann vildi að ég kæmi til hans. Nei, nei, það er alltof mikið tilstand sagði vinurinn. En ég mun alltaf vera forsjóninni þakklát fyrir að ég hlustaði ekki á þær mótbárur, og hvort sem honum líkaði betur eða verr var ég mætt inni á stofugólfi hjá honum. Synir hans Haraldur og Björn voru þar fyrir, var okkur öll- um óvenju þungt um hjartað, þótt enginn hefði orð á því. Ég tók að dást að því hvað hann var búinn að koma sér vel fyrir á sínu nýja heimili, en hann hafði flutt á heimili eldri borgara eftir að Anna konan hans dó. „Já,“ sagði Rúrik hressi- lega „það fer vel um okkur hér ellismellina á Seltjarnarnesinu.“ Þessu kvöldi gleymi ég aldrei. Ég fékk að biðja með mínum kæra góða vini. Og eins og Guð gerir svo oft þegar til hans er leitað, það fer að birta í kringum okkur, óttinn við dauðann hverfur, engin ónytjuorð eru sögð. Oft hafði ég dáðst að mannkostum Rúriks, hlýju og óbil- andi kímnigáfu. En þetta kvöld fékk ég að sjá hver hann var í raun og veru. Ég talaði um fyrir- gefninguna, að við ættum að fyr- irgefa þeim sem hefðu sært okkur. Nei, Rúrik fannst ekki að hann þyrfti að fyrirgefa neinum, aftur væru svo margir sem hann þurfti að biðja að fyrirgefa sér. Undarleg- ur léttleiki umvafði okkur vinina. Hann fór að segja mér frá Önnu konunni sinni: „Það var ekki nóg hvað hún var falleg,“ sagði hann, „hún hafði fæðingarblett á bring- unni sem var alveg eins og háls- men. Það þurfti ekki að kaupa skartgripi á slíka konu, hún var fædd með þá sérhannaða.“ Þegar við kvöddumst á bílastæð- inu fyrir utan húsið voru þyngslin fyrir hjartanu horfin, samt vissum við ekki hvað mundi gerast á skurðstofunni daginn eftir. „Ja, Gunnsa mín, við sjáumst þá alla vega á himnum,“ sagði Rússi hlæj- andi og hallaði sér í allri sinni lengd upp að bílnum og talaði við mig yfir toppinn á Toyotunni. „Og þetta gengur upp, þetta með Guð,“ og við rifjuðum upp saman þarna, hvort sínum megin við bílinn, bibl- íuversið sem hafði impónerað hann þessa kvöldstund: Drottinn þú rannsakar og þekkir mig. Þú skynjar hugrenningar mínar álengd- ar. Minn gang og mitt legurúm skoðar þú og alla mína vegi þekkir þú nákvæm- lega – að skilja þetta er mér ofvaxið; það er mér of hátt, ég get ekki náð því. „Þetta er einmitt það besta,“ sagði Rússi og gaf Toyotunni létt högg á toppinn til áherslu. „Ég næ þessu ekki, botna ekkert í því hvernig hann fer að þessu. En veit að hann sér bara um þetta allt saman.“ Þannig ætla ég að muna minn kæra vin, kvöldsólin baðaði bílastæðið og hann. Ég fór inn í bíl- inn, steig á bensínið og hélt inn í lífið með dýrmæta reynslu í far- teskinu. Guðrún Ásmundsdóttir. Besti leikari Íslands síðastliðna hálfa öld hefur yfirgefið sviðið. Það er komið að kveðjustund og ekki nema ljúft og skylt að þakka fyrir langa og góða samferð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað Rúrik var ævinlega heill og sterkur í sinni listsköpun. Á leiksviðinu hafði hann yfirburðastöðu vegna hinnar gagnþéttu nærveru sinnar og þess mikla styrks sem hann bjó yfir. Það má segja að Rúrik hafi haft manna best vald á stóra svið- inu; rödd hans var kraftmikil, hljómmikil og hljómfögur og barst eðlilega um allt án nokkurrar áreynslu. Oft hefur maður fundið til smæðarinnar við hlið hans á sviðinu þegar hann tók á og beitti röddinni. Og stundum svo það nötr- aði allt. Hvílíkur kraftur, hvílík stærð! Það var eins og Rúrik yxi við hverja raun og stækkaði því meir sem verkefnið gerði meiri kröfur til hans. List hans rís hæst í kröfuhörðum hlutverkum klass- ískra leikrita, því meiri dýpt og því meiri slagkraftur – því meir var Rúrik í essinu sínu. En jafnframt var hann kómiker af guðs náð. Hvað hefur maður ekki oft hlegið sig máttlausan af því að fylgjast með honum, jafnt innan sviðs sem framan úr sal. Kannski ekki gott til afspurnar þetta með innan sviðs, en það verður að viðurkennast að Rúrik er sá leikari sem oftar tókst að sprengja meðleikara sína á sviði en nokkur annar, bæði með ótrú- legum hæfileikum sínum og ekki síður prakkaraskap. Því það var strákur í kallinum. Og það rís einn- ig hátt í minningunni um þennan frábæra listamann. Sem leiðir hugann að því hvað Rúrik var traustur og skemmti- legur félagi. Það var alltaf góð til- finning að vita af Rúrik í áhöfninni. Hann hélt sínu jafnlyndi hvað sem á gekk og lét ekki tælast til upp- náms þegar væringar voru og hnútur flugu um loft. Frá honum stafaði heilindum og góðri orku. Vertu kært kvaddur félagi og takk fyrir allt. Takk fyrir fordæmið sem þú hefur gefið okkur – með því að setja markið hátt í sköpuninni og hvika ekki frá því, takk fyrir fé- lagsskapinn, takk fyrir að kenna mér svo margt um starfið og listina, allt á þinn hógværa hátt, þar sem aldrei var fum eða fát, engin tilgerð, engin læti. Gera sitt eins vel og unnt er – hégómalaust. Sigurður Skúlason. Einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar, Rúrik Haraldsson, er látinn 77 ára að aldri. Rúrik var mjög fjölhæfur leikari og hafði sterka nálægð hvort sem var á leik- sviði, í útvarpi, sjónvarpi eða kvik- myndum. Hann var svo skýrmælt- ur og röddin hans er ógleymanleg. Mín fyrstu kynni af Rúrik voru þegar hann lék prófessor Higgings í My Fair Lady á sjöunda áratugn- um í Þjóðleikhúsinu og gerði það stórkostlega vel. Þar var ég að stíga mín fyrstu skref í leiklistinni sem leiklistarnemi og var statisti í sýningunni. Hann gaf manni tíma til að tala við sig og fór ekki í manngreinarálit þó að ég væri bara statisti. Rúrik gat leikið hvað sem var og hafði sérstakt næmi sem gaman- leikari svo unun var á að horfa, hann hafði svo lítið fyrir því. Hann var hvers manns hugljúfi alla tíð. Ég var svo heppinn að fá að leika með Rúrik bæði á leiksviði, í sjón- varpi og kvikmyndum. Ég stóð fyr- ir því á tíunda áratugnum að koma á fjalirnar Deleríum Búbónis í Loftkastalanum, þar sem ég lék Ægi Ó. Ægis og Rúrik tók að sér að leika jafnvægismálaráðherrann. Það var svo gaman að leika á móti Rúrik í þeirri sýningu og ekki var verra að hafa Árna Tryggvason með okkur. Ég skemmti mér ekki síður en áhorfendur. Mér finnst það vera forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum stórkostlega listamanni og votta öllum aðstandendum hans samúð mína. Guð blessi ykkur öll. Magnús Ólafsson. Elsku Rúrik minn, þótt þú hafir vafalaust þráð það heitt að hitta aftur eiginkonu þína og aðra ástvini handan þessa heims, þá veit ég að þú ert ennþá með hugann hérna hjá okkur hinum og þess vegna skrifa ég þér þessar línur. Ég var mjög slegin þegar ég frétti það hingað út til München að þú værir látinn, þú ætlaðir jú að leika málarann og landshornaflakk- arann Sölva Helgason á móti Ingv- ari E. Sigurðssyni, þú Sölva á efri árum, Ingvar Sölva yngri, í kvik- mynd minni Sólon Íslandus. Ég hringdi í þig einn eftirmið- daginn í janúar 2002 þegar ég var stödd á Íslandi og bauð þér hlut- verkið. Þú varst svo áhugasamur að þú vildir fá handritið – strax. Ég skaut því til þín, var á hraðferð, en þú tókst ekki annað í mál en að ég kæmi inn og ætlaðir svo ekki að sleppa mér. Já Rúrik, þú heillaðir mig og eignaðist strax stað í hjarta mínu. Eins og þú gerðir hjá öllum öðrum. Þú sagðir að Anna konan þín hefði verið að kalla á þig að handan og þú hefðir því á tímabili verið verulega slæmur til heilsunnar, en værir núna búinn að ná þér full- komlega og nytir lífins. Og það var auðsjáanlegt, því að þú varst opinn, forvitinn og áhugasamur eins og já- kvæður unglingur. Strax á mánudeginum á eftir hringdir þú í mig og sagðist vera búinn að lesa handritið og allar þær ljósrituðu heimildir sem ég hafði látið þig hafa – það var ekki lítil lesning – og spurðir ákafur: „Og hvenær byrjum við að taka?“ Þér fannst það stórkostlegt að leika Sölva á móti Ingvari. „Já, ég þarf endilega að fara að hitta hann Ingvar minn og drekka einn bjór með honum,“ sagðir þú og bættir við; „ég hef nefnilega ekki drukkið með honum í tvo mánuði.“ Þegar ég sagði Ingvari frá þessu hló hann hjartanlega og sagði: „O, hann Rússi er svo yndislegur.“ Einmitt það fannst okkur öllum sem höfð- um kynni af þér og þess vegna kom mér það ekki á óvart að þér skyldi samstundis takast að verða þér úti um eintak af skáldsögu Davíðs Stefánssonar „Sólon Íslandus“, sem nú er ófáanleg. Allir vildu allt fyrir þig gera. Og ég hlakkaði svo gífurlega mikið til að vinna með þér. Ég sá þig fyrir mér sem elskulegan, sjarmerandi, krúttlegan, glæsileg- an og virðulegan Sölva sem m.a. skrifar sýslumanni bréf þar sem hann krefst þess sér verði reist hvít höll á fellinu norðan við Sléttu- hlíðina og leikur með látbragðsleik þjóna, innviði og salarkynni hall- arinnar – hleypur til og frá ofan á fellinu. Sena sem í þinni meðhöndl- un hefði farið beint inn í hjarta áhorfenda heima og heiman. Mig langar að þakka þér fyrir einstaklega yndislega viðkynningu og harma það að ekkert hafi orðið úr samstarfi okkar. Mér hefði þótt þetta hlutverk vera góður endir á þínum frábæra leikaraferli. En þú hafðir annað og mikilvægara að gera og ég veit að þér líður núna fjarskalega vel, kominn aftur í faðm ástarinnar þinnar. Ég bið að heilsa. Með kærri kveðju. Margrét Rún Guðmundsdóttir. Það var gaman að kynnast ykkur. Rúrik var alltaf svo kátur og hress. Gaman var að heimsækja ykkur á fallegt heimili ykkar. Þú sagðir alltaf: „Hvernig hefur þú það, Stebbi minn?“ Einnig var gaman að tala við börn- in ykkar. Vona að Guð gefi börnum, ættingj- um og vinum góðan styrk. Stefán Konráðsson. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.