Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 53  ÓHT Rás 2 Inni held ur e fni s em þú h efði r ald rei feng ið a ð sj á í sjón varp i. Sjúklegasta grínmynd ársins er komin í bíó. Kvikmyndir.is Radíó X ÁLFABAKKI Kvikmyndir.is / ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRIÁLFABAKKI AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 og 8. B. I. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. SV MBL / / Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. KRINGLAN ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 6 og 8. B. i. 14. Sýnd kl. 5. ísl. tal. / Sýnd kl. 8. enskt tal. ÁLFABAKKI KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10 KEFLAVÍK Fjölskyldudögunum lýkur 8 og 9 feb. Ekki missa af þeim! Sími 552 3030 FJÓRAR nýjar myndir eru á lista yfir 20 vinsælustu kvikmyndir landsins. Á toppinn fóru félagarnir Tom Hanks og Leonardo DiCaprio í Reyndu að ná mér (Catch Me If You Can). Steven Spielberg leik- stýrir myndinni, sem fjallar um ungan svikahrapp sem DiCaprio leikur, á flótta undan bandarísku Alríkislögreglunni, FBI. Njósnakrakkarnir 2 fóru beint í annað sætið og ýttu Hringadrótt- inssögu í þriðja sætið. Þrátt fyrir það er Tveggja turna tal ein vinsæl- asta mynd sem sýnd hefur verið í íslenskum kvikmyndahúsum. Hafa rúmlega 86.000 manns séð mynd- ina, eftir 38 daga í sýningu, að sögn Jóns Gunnars Geirdals, kynning- arstjóra Hringadróttinssögu á Ís- landi. Hin umdeilda mynd Ekki aftur snúið (Irreversible) virðist hafa vakið áhuga marga og fór hún í 12. sætið. Er það einu sæti ofar en Frida en í henni leikur Salma Hay- ek hina skapstóru listakonu, Fridu Kahlo. Hafið er dottið út af lista yfir þær 20 vinsælustu. Þessi mynd Baltasar Kormáks fór úr því 16. í það 21. Ekki slæmt miðað við að myndin er búin að vera 21 viku á lista.                               ! "  #  " # $ % % %   %  #     & '(%  %  #  % !)    !                  !"#$ %   &  ' &  () * #  +++  $ "  ,-  &   -    .  /  ' * &012-3"     * 4             *! +! ,! -! .! /! 0! +*! 1!   2! +.! +1! +3! 4 +,! ++!  + + / , * / / , , 0 * + + * ++ *, +3 4 . .                           !  "567 "8' 89:6"568:"56  :"568:"568#"56'  :"568 :"568#"568   ;< 8= 5 :"568 "56 589:6"568#"56'   "567 "88'   "567 "88' 8 589:6"56 9:6"568=  ;<   "567 "88 5  :"568#"56'   "567 "8' 8 584   "5689:6"56 9:6"56 > " > "8#"56'   "567 "889:6"5689 ;<   "567 "8 589:6"56  :"568> "  "568'  > "  "567 "8? ;<  Sætur svika- hrappur MICHAEL Jackson hefur viður- kennt að deila enn rúmi sínu með ungum drengjum. Sjálf- skipaður konungur poppsins, sem fyrir ára- tug var sakaður um að hafa áreitt hinn 13 ára gamla Jordan Chandler, lýsti þessu yfir í heimild- armynd sem 14 milljónir manna sáu á ITV-sjón- varpsstöðinni bresku á mánudagskvöld. Vinir Jacksons segja að mynd- in varpi ljósi á saklausan snilling sem elski börn, en bresk götublöð full- yrða að myndin veki við- bjóð og marki endalok ferils Jack- sons. Deilir rúmi með börnum Í myndinni, sem heitir Living With Michael Jackson, fylgir breski blaðamaðurinn Martin Bashir, sem kunnastur er fyrir að hafa tekið margfrægt og umdeilt viðtal við Díönu prinsessu, Jack- son eftir í 8 mánuði og fékk á þeim tíma nokkur æði opinská viðtöl við Jackson. M.a. þar sem Jackson ræðir um samband sitt við unga drengi, sem hann segir oft fá að gista hjá sér á Neverland-búgarð- inum, stundum uppi í rúmi hjá sér. „Ég hef deilt rúmi með mörgum börnum. Það ættu allir að gera það,“ segir Jackson í myndinni. Hann segist undanfarið hafa átt sérstaklega vingott við hinn 12 ára gamla Gavin, sem er með krabba- mein. Í myndinni segir Gavin í við- tali: „Ég bað einu sinni um að fá að sofa í svefnherbergi hans.“ Og Jackson bætir við: „Ég sagði við hann, sjáðu til, ef þér er annt um mig þá sefurðu uppí hjá mér.“ Gavin segist ekkert hafa verið mjög spenntur fyrir því en að nótt- in hafi verið mjög skemmtileg. Jackson ítrekar að ekkert kyn- ferðislegt hafi þó átt sér stað, frekar en önnur skipti sem hann á samskipti við börn. „Það endaði náttúrlega með því að ég svaf á gólfinu.“ Þessar yfirlýsingar hafa þegar valdið mikilli úlfúð og þykir nær öruggt að lögregluyfirvöld muni rannsaka málið nánar. Börnin alltaf með hulu fyrir vitum Í sömu heimildarmynd heldur Jackson því að auki fram að hann hafi einungis tvisvar sinnum farið í lýtaaðgerð. Hann tjáir sig einnig um hvers vegna í ósköpunum hann hélt barni sínu fram af svölunum ekki alls fyrir löngu: „Það er fáránlegt að halda fram að ég hafi stofnað lífi þess í hættu. Það myndi ég aldrei gera. Af hverju haldiði að ég hafi sett trefil fyr- ir vitin á því? Þetta var bara smágrín. Fólkið vildi sjá barnið og ég varð við ósk þess.“ Á meðan Jackson tjáir sig um þetta matar hann barnið, Prince Michael II í gegnum hulu sem það ber fyrir andlitinu. Jackson segir börnin sín þrjú bera slíkar hulur öllum stundum svo þau þekkist ekki. Jackson segist njóta þess framar öllu öðru að um- gangast börn: „Í hjarta mínu er ég Pétur Pan. Hann er tákn fyrir æskuna, ungdóminn, að vilja aldrei vaxa úr grasi, töfra, að fljúga. Ég nýt þess að klifra í trjám, það er uppáhaldsiðja mín – að fara í vatnsblöðruslag og klifra í trjám.“ Hann viðurkennir að hann vilji miklu frekar klifra í trjám en stunda kynlíf. Búast má við enn frekari um- ræðu um heimildarmyndina þegar hún verður sýnd í Bandaríkjunum á föstudag í sérstakri útgáfu í fréttaskýringaþáttunum 20/20 á ABC-sjónvarpsstöðinni. Michael Jackson opnar sig í umdeildri heimildarmynd Michael Jackson „Í hjarta mínu er ég Pétur Pan“ VERSLUNARSKÓLI Íslands frumsýnir í Loftkastalanum í kvöld Made in USA, nýjan söng- leik eftir Jón Gnarr, í leikstjórn Jóhanns G. Jóhanns- sonar. „Þetta er söng- leikur með amerísku bragði, ef svo má að orði komast. Sýn- ingin fjallar um ungan Íslending, Elton Jón, sem held- ur til Ameríku sem skiptinemi og raunir hans í landi tæki- færanna,“ segir á vef sýningarinnar, en einnig hefur ver- ið gefin út sérlega vegleg leikskrá. Fjölbreytt tónlist og dansar „Með gamansamri sýn handritshöfundarins á amer- íska menningu og sér-amerísk fyrirbæri í sambland við fjöl- breytta tónlist og frumsamda dansa er komin hin besta skemmtun fyrir fólk á öllum aldri,“ segir ennfremur á vefnum. Nemendur Verslunarskólans skipa að sjálfsögðu stærstan sess í sýningunni. Söngleikurinn er þó settur upp með hjálp fagfólks á borð við Jón Ólafsson tónlistar- stjóra og Ástrós Gunnarsdóttur dansahöfundar. Eins og áður sagði verður verkið frumsýnt í kvöld en á morgun verða tvær sýningar. Þessar fyrstu þrjár sýningar eru ein- göngu ætlaðar nemendum skólans, enda er um árshá- tíðar-, eða nem- endamótssýningu þeirra að ræða. Eftir það verða haldnar sýningar fyrir grunnskóla. Almennar sýningar á Made in USA hefjast síðan strax í næstu viku og er miðasala hafin í Loftkastalanum. Nemendamótssýningar Versl- unarskólans hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár. Má nefna Wake me up, vinsælustu áhuga- mannasýningu sem sett hefur verið upp á landinu. Versló frumsýnir söngleikinn Made in USA Leikarar úr Made in USA: Leifur Eiríksson, Hanna Borg Jónsdóttir, Þorvald- ur Davíð Kristjánsson, Gunnar Þór Pálsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir. TENGLAR ..................................................... www.madeinusa.is Gamansöm sýn á ameríska menningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.