Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI stjórnsýslunefndar Akur- eyrarbæjar í vikunni var lagt til að vald til fullnaðarafgreiðslu erinda og mála verði í auknum mæli fært til nefnda og embættismanna og bæj- arstjórn fjalli fyrst og fremst um stefnumörkun. Einnig var lagt til að framsetn- ingu fundargerða bæjarstjórnar verði breytt frá því sem tíðkast hefur þannig að auðveldara verði fyrir les- endur að átta sig á um hvaða mál er verið að fjalla hverju sinni. Jafn- framt komi fram í fundargerðum hvernig bæjarfulltrúar greiða at- kvæði ef ágreiningur er um af- greiðslu. Þá var lagt til á fundinum að upp- setningu dagskrár bæjarstjórnar- funda verði breytt þannig, að á henni verði einunigs mál sem bæjarfulltrú- ar hafa óskað eftir að ræða. Fund- argerðir fastanefnda verði einungis lagðar fram til kynningar. Mál úr fundargerð nefndar skoðast sam- þykkt af bæjarstjórn ef enginn bæj- arfulltrúi óskar eftir að ræða það á bæjarstjórnarfundi. Afgreiðslu þess- ara tillagna var frestað á fundi stjórnsýslunefndar. Vald til nefnda og embættis- manna verði aukið ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hlaut viðurkenningu jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar- bæjar fyrir árið 2002, en fyr- irtækið þykir reka metnaðarfulla starfsmannastefnu sem m.a. byggist á því að tryggja hverjum einstaklingi sem hjá því starfar jafnræði í samskiptum og tæki- færum óháð kynferði, uppruna, starfssviði eða skoðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrarbæjar, sagði tilgang með veitingu viðurkenning- arinnar tvíþættan, þ.e. að vekja athygli á því sem vel væri gert og eins að vera fyrirtækjum hvatn- ing til að sinna þessu málefni. Hann sagði ÚA einn af burðar- ásum atvinnulífs í bænum með um 400 starfsmenn af báðum kynjum á sjó og landi. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði rekstur félagins hvíla á fjórum jafn mikilvægum meginstoðum, þ.e. starfsfólki, hluthöfum, umhverf- inu og mörkuðum og gat hann þess að félagið hefði á að skipa afar góðu starfsfólki. „Það er langt síðan stjórnendur gerðu sér grein fyrir því að ef fyrirtækið ætti að skila árangri þyrfti gott starfsfólk,“ sagði Guðbrandur og nefndi að í samræmi við þá vissu hefðu menn skoðað hvernig best væri að auka þekkingu og metnað þess til að efla fyrirtækið enn frekar. Þannig styður ÚA starfs- fólk sitt til að taka ábyrgan þátt í fjölskylduhlutverki sínu og bregð- ast við áföllum og stórfelldri röskun á fjölskylduhögum auk þess sem það styður starfsfólk sem er að undirbúa starfslok. Launastefna þess hefur einnig verið til endurskoðunar, m.a hef- ur verið unnið að launajöfnun ákveðinna hópa og hækkun launa umfram launavísitölu meðfram styttingu vinnutíma sem hefur í för með sér að félagið er nú eft- irsóttari vinnustaður en áður og starfsmannaskipti lítil. Þá hefur ÚA skilgreinda stefnu í fræðslumálum sem miðar að því að styrkja einstaklinga og rekur í því skyni eigin skóla, ÚA-skólann. Hann hefur það að markmiði að bjóða öllu landvinnslufólki fyrir- tækisins úrval af námskeiðum og gefa því þannig tækifæri til að auka færni sína í leik og starfi. Einnig er til skoðunar að mæta þörfum sjómanna fyrir sí- og end- urmenntun. „Við höfum mikla trú á okkar starfsfólki, þeim krafti og því frumkvæði sem í hverjum og ein- um býr,“ sagði Guðbrandur. „Það er mjög ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu og verður okkur eflaust hvatning til að gera enn betur.“ ÚA hlaut viðurkenningu jafnréttis- og fjölskyldunefndar Morgunblaðið/Kristján Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, t.v., tekur við viðurkenningunni hjá Birni Snæbjörnssyni. Höfum mikla trú á okkar fólki MÖGULEGT er að tvöfalda farþega- fjölda með skemmtiferðaskipum til Íslands fram til ársins 2010 að því er fram kemur í skýrslu um stöðu Ís- lands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip. Þá er gert ráð fyr- ir að tekjur vegna komu skipa og far- þega verði um 2–3 milljarðar króna. Samstarfshópur um markaðssetn- ingu Íslands fyrir skemmtiferðaskip með þátttöku Reykjavíkurhafnar, Akureyrarhafnar, Ísafjarðarhafnar og Ferðamálaráðs Íslands í Banda- ríkjunum lét gera umrædda skýrslu og var hún kynnt á Akureyri í gær. Einar Gústafsson hjá Ferðamála- ráði Íslands í New York sagði að skemmtiferðaskip hefðu haft rúmlega 100 viðkomur í íslenskum höfnum á liðnu ár og væri það tvöföldun frá árinu 1992. Gert væri ráð fyrir að á næstu 7 árum myndu komurnar enn tvöfaldast og jafnvel ríflega það. Tímamót að renna upp Hann sagði að upp væri að renna tímamót í þessum efnum og að í skýrslunni kæmi fram að Ísland væri ekki svo smátt hvað þessi viðskipti varðar. Farþegafjöldi til þriggja áð- urtaldra hafna hefur aukist úr 22 þús- undum í 53 þúsund og skipakomum fjölgað úr 51 í rúmlega 100. Heildar- tekjur vegna farþega og skipa eru áætlaðar um eða yfir einn milljarður króna og gert ráð fyrir að þær muni aukast umtalsvert á næstu árum og verða á bilinu 2–3 milljarðar árið 2010. „Þetta er fundið fé fyrir íslenska þjóðarbúið sem litlu þarf til að kosta til að ná inn. Það þarf ekki að leggja út í stórkostlegar fjárfestingar, en efla þarf markaðssóknina,“ sagði Ein- ar og bætti við að landsbyggðin myndi mjög njóta ávaxtanna ef tækist að fjölga komum skemmtiferðaskipa til landsins. Nefndi Einar að til skoð- unar væri að taka á móti smærri skemmtiferðaskipum sem sérhæfðu sig í ævintýra- og náttúruferðum. Þar yrði um að ræða skip sem hefðu sum- ardvöl við Íslandsstrendur og sigldu hringinn kringum landið og skipt yrði um farþega vikulega. Lögð er sérstök áhersla á þennan þátt í skýrslunni og staða Íslands talin sterk á þeim vett- vangi. Sérstaða landsins byggist m.a. á stórbrotinni náttúrufegurð landsins frá sjó sem og að geta upplifað náttúr- una sem víðast á landi. Hafnirnar þrjár auk Ferðamála- ráðs Íslands í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að fara út í frekari aðgerðir í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar sem unnin var í Seattle. Áformað er að stofna samtökin „Cruise Iceland“ til að vinna að framgangi málsins og fá fleiri til þátttöku. Samtökunum er m.a. ætlað að vinna að bættri aðstöðu fyrir skip og farþega, fjölga viðkomu- stöðum hér á landi, auka afþreyingu fyrir farþega, lengja dvöl skipanna í höfn sem og að lengja tímabilið að vori og hausti. Áætlað er að taka upp samvinnu við samtökin „Cruise Cop- enhagen“, en Kaupmannahöfn er stærsti viðkomustaður skemmti- ferðaskipa í Norður-Evrópu með um 250 slíkar komur. Þar er áhugi fyrir að bjóða upp á ferðir til Íslands sem ýmist myndu hefjast eða enda í Kaup- mannahöfn. Skýrsla um stöðu Íslands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip Áætlað að fjöldi farþega tvöfaldist á næstu árum Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar hafnanna þriggja og Ferðamálaráðs, f.v.: Ágúst Ágústsson, Reykjavíkurhöfn, Guðmundur M. Kristjánsson, Ísafjarðarhöfn, Einar Gúst- afsson, Ferðamálaráði í New York, og Pétur Ólafsson, Akureyrarhöfn. Margt býr í fiskunum – sitjum við á lyklinum að nýmyndun vefja í lækn- ingaskyni? er yfirskrift málstofu sem auðlindadeild Háskólans á Ak- ureyri boðar til föstudaginn 7. febr- úar, en hún stendur frá kl. 14 til 16 og fer fram á 2. hæð í Glerárgötu 36. Fyrirlesari er Þórarinn Sigurðsson, prófessor og deildarforseti heil- brigðisdeildar. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um möguleika á því að nýta aukaafurðir sjávarfangs til framleiðslu á lífrænum efnum sem hægt er að nota í lækningaskyni. Á NÆSTUNNIBómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.