Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í BRÉFI sem Birgir Finnbogason ritaði Jóni G. Tómassyni, stjórnarformanni SPRON fyr- ir hönd Deloitte & Touche 28. febrúar er svar- að nokkrum spurningum sem Jón lagði fyrir endurskoðunarfyrirtækið. „Undirritaður hefur tekið saman svör við spurningum þínum sem fram koma í bréfi dagsettu 26. febrúar 2003 til Deloitte & Touche hf. (D&T hf.) Svarað er einstaka liðum í fyrirspurn þinni og áhrifum þess á verðmatið miðað við að breyta einstaka forsendum til samræmis við þær sem þú tiltekur í fyrirspurn þinni, að öðr- um forsendum óbreyttum. Jafnframt hef ég tekið saman heildaráhrif þess á verðmatið ef öllum forsendum er breytt samtímis til sam- ræmis við það sem tiltekið er í fyrirspurn þinni. Miðað við þær forsendur sem fram koma í verðmatsskýrslu D&T hf. frá desember 2002 er niðurstaða fyrirtækisins sú að virði Frjálsa fjárfestingarbankans hf. (FFB) sé á bilinu 2,4–2,9 milljarðar króna. Ef eingöngu er litið á verðmætið út frá aðferðinni um frjálst fjár- flæði til hluthafa, þá er niðurstaða D&T hf. um verðmæti bankans, að það sé 2.410,5 millj- ónir króna. Sú fjárhæð er notuð sem útgangs- punktur til viðmiðunar þegar frávik eru greind í samanburði við þær forsendur sem þú hefur óskað eftir að við notum til sam- anburðar. Á grundvelli þeirra forsendna sem fram koma í fyrirspurn þinni, sem byggja á endur- skoðuðum ársreikningi FFB fyrir árið 2002 og fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna ársins 2003, er virði bankans samkvæmt verðmats- líkani D&T hf. á bilinu 3.506 til 4.080 milljónir króna. Rétt er að taka það fram að þær for- sendur um vaxtamun, framlag í afskriftar- reikning útlána og kostnaðarhlutfall sem verðmat D&T hf. byggir á eru grundvallaðar á þekktum stærðum sambærilegra innlendra og erlendra fyrirtækja, upplýsinga úr endur- skoðuðum ársreikningum FFB árið 2001 og fyrir árin þar á undan úr ársreikningum Sam- vinnusjóðsins. Það er því skoðun D&T hf. að verðmat fyrirtækisins frá því í desember 2002 gefi eðlilega niðurstöðu miðað við þær upplýs- ingar sem þá lágu fyrir úr endurskoðuðum ársreikningum félagsins. Það er mat okkar að eðlilegt sé að líta bæði til þess sem á undan er gengið og þess sem vænta má við mat á ein- staka forsendum. Jafnframt viljum við taka undir það sjónarmið sem fram hefur komið í viðræðum okkar að nákvæmni verðmats á fyrirtækjum byggir ávallt á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem liggja fyrir á hverjum tíma og mati á forsendum um ytri aðstæður og innri gerð viðkomandi fyrirtækja. Hér á eftir eru svör við einstaka liðum fyr- irspurnar þinnar og áhrifum þeirra á verð- matið, að gefnum þeim forsendum sem þar koma fram. 1. Skv. endurskoðuðum ársreikningi Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrir árið 2002, sem nú liggur fyrir, kemur fram að raunveruleg útkoma er allt önnur en gert er ráð fyrir í verðmati D&T. Hver eru áhrif þess á verðmatið, ef gengið er út frá raunverulegri niðurstöðu í stað þeirrar áætluðu útkomu, sem miðað er við í verðmatinu? Ef gengið er út frá því að verðmatið sé mið- að við raunstöðu efnahagsreiknings í lok árs 2002, en allar aðrar forsendur séu óbreyttar, hefði niðurstaða verðmats D&T hf., sam- kvæmt frjálsu fjárflæði til hluthafa orðið 2.640,1 milljón króna, eða um 229,6 milljónum hærra heldur en verðmat okkar frá því í des- ember. 2. Hver eru áhrif þess á verðmatið á Frjálsa fjárfestingarbankanum hf., ef gengið er út frá raunverulegum vaxtamun eins og hann liggur fyrir í endurskoðuðum ársreikningi bankans og jafnframt er litið til fyrirliggjandi fjár- hagsáætlunar bankans fyrir árið 2003…? Ef gert er ráð fyrir því að vaxtamunur á árinu 2003 verði í samræmi við áætlun FFB og lækki síðan jafnt og þétt í 3,2% árið 2007, ásamt því að miða við raunstöðu efnahags- reiknings í árslok 2002, allar aðrar forsendur óbreyttar, hefði niðurstaða okkar samkvæmt frjálsu fjárflæði til hluthafa orðið 3.041,8 milljónir króna, eða um 485,7 milljónum króna hærra heldur en verðmat okkar frá því í desember 2002 gerði ráð fyrir. Sé gert ráð fyrir því að vaxtamunur lækki minna á næstu árum og hann verði í 3,5% árið 2007 og síðar hefði heildarverðmæti eigin fjár félagsins verið um 3.206,3, eða um 849,8 milljónum króna hærra en verðmat D&T frá í desember. 3. Hver eru áhrif þess á verðmatið, ef miðað er við sama hlutfall framlags í afskriftar- reikning og er skv. ársreikningi 2002 og fjár- hagsáætlun 2003? Ef framlag í afskriftarreikning félagsins á árinu 2002 og í áætlun FFB fyrir árið 2003 gefur rétta mynd af framlagi í afskriftar- reikning bankans á komandi árum hefði verð- mat okkar á FFB orðið þannig. Heildarverð- mæti eigin fjár FFB hefði verið um 3.059,6 milljónir króna, eða um 649,1 milljón króna hærra en verðmat okkar frá því í desember gerði ráð fyrir. Reiknað er út frá upphafleg- um verðmatsforsendum D&T hf. og eru þá allar aðrar forsendur en framlag í afskrift- arsjóð óbreyttar. 4. Hver eru áhrif þess á verðmatið, ef miðað er við raunverulegt kostnaðarhlutfall hjá bankanum í stað þeirrar áætlunar, sem geng- ið er út frá í forsendum verðmatsins? Ef reiknað er með að öllum forsendum sé haldið óbreyttum frá upphaflegu verðmati D&T hf. að undanskildu því að kostnaðarhlut- fall FFB haldist óbreytt frá hlutfalli félagsins á árinu 2002 um ókomna framtíð hefði verð- mat okkar á FFB orðið 2.850,4 milljónir króna, eða um 439,9 milljónum króna hærra en verðmat D&T hf. frá í desember. Eins og áður hefur komið fram er hér að of- an aðeins gert ráð fyrir að einni forsendu verðmatsins sé breytt í hvert sinn og áhrif þess skoðuð sérstaklega. Áhrif annarra þátta sem kunna að vera mismunandi á milli for- sendna í verðmati D&T og áætlana og út- komu FFB fyrir árið 2002 hafi ekki verið skoðuð. Með því að taka saman niðurstöðu af svör- um við spurningunum og laga forsendur verð- matsins að áætlun FFB um þjónustutekjur er verðmat okkar á FFB 3.506,7 milljónir króna miðað við að vaxtamunur lækki úr 4,4% árið 2003 í 3,2% árið 2007. Sé hins vegar gert ráð fyrir því að vaxtamunurinn fari ekki niður fyrir 3,5% árið 2007 væri verðmæti FFB 4.080,4 milljónir króna. Miðað við þær forsendur sem hér hafa ver- ið raktar er verðmæti FFB 3,5–4,1 milljarður króna. Við væntum þess að framanritað svari spurningum þínum með fullnægjandi hætti.“ Bréf Deloitte & Touche til stjórnarformanns SPRON Verðmat Frjálsa fjárfestingar- bankans 3,5–4,1 milljarðar JÓN G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON, sendi Deloitte & Touche hf. bréf 26. febrúar sl. þar sem óskað var eftir svörum við tilteknum spurningum sem snerta verðmat á Frjálsa fjár- festingarbankanum. „Í verðmati Deloitte & Touche hf., 27. desem- ber 2002, á Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. kemur fram á bls. 10, að sá vaxtamunur sem gengið er útfrá byggi á niðurstöðum, sem fram koma í 9 mánaða uppgjöri bankans. Við nánari skoðun virðist útreikningur verðmats ekki vera ísamræmi við þessar forsendur sem leiðir til grundvallarskekkju í niðurstöðu verðmatsins. Í framhaldi af viðræðum okkar að undanförnu óska ég því eftir að fá svör við eftirfarandi: 1. Skv. endurskoðuðum ársreikningi Frjálsa fjárfestingarbankans hf. fyrir árið 2002, sem nú liggur fyrir, kemur fram að raunveruleg út- koma er allt önnur en gert er ráð fyrir í verð- mati D&T. Hver eru áhrif þess á verðmatið, ef gengið er út frá raunverulegri niðurstöðu í stað þeirrar áætluðu útkomu, sem miðað er við í verðmatinu? 2. Í forsendum verðmats D&T hf. er gert ráð fyrir því, að vaxtamunur lækki í einu vetfangi langt umfram það, sem raunveruleg niðurstaða bankans sýnir. Verður þetta að teljast óeðlilegt. Hver eru áhrif þess á verðmatið í Frjálsa fjár- festingarbankanum, hf. ef gengið er út frá raunverulegum vaxtamun eins og hann liggur fyrir í endurskoðuðum ársreikningi bankans og jafnframt er litið til fyrirliggjandi fjárhagsáætl- unar bankans fyrir árið 2003, sem meðfylgjandi er sem trúnaðarmál? 3. Í forsendum verðmats D&T hf. er gengið út frá hærra framlagi í afskiftarreikning útlána en ástæða er til, sbr. endurskoðaðan ársreikn- ing fyrir árið 2002. Hver eru áhrif þess á verð- matið, ef miðað er við sama hlutfall framlags í afskriftarreikning og er skv. ársreikningi 2002 og fjárhagsáætlun 2003? 4. Í verðmati D&T hf. er gert ráð fyrir um- talsvert hærra rekstrarkostnaðarhlutfalli en raunverulegt hlutfall er hjá bankanum skv. endurskoðuðum ársreikningi fyrir árið 2002 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Hver eru áhrif þess á verðmatið, ef miðað er við raunverulegt kostnaðarhlutfall hjá bankanum í stað þeirrar áætlunar, sem gengið er út frá í forsendum verðmatsins? Þess er sérstaklega óskað, að svör við fram- angreindu berist eins fljótt og tök eru á.“ Bréf stjórnarformanns SPRON Áhrif mismun- andi forsendna á verðmatið INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson lögðu áherslu á að Samfylking væri landsbyggðarflokkur, á opnum fundi á Ísafirði í fyrrakvöld. Sam- fylkingin vildi draga úr flutnings- kostnaði og lækka þungaskatt; jafna námskostnað fólks á lands- byggðinni; afnema núverandi kvóta- kerfi, taka upp fyrningarreglu og úthluta aflaheimildum upp á nýtt; ýta undir stofnun nýrra fyrirtækja og sækja stofnkostnaðarstyrki til Evrópusambandsins og auka fjar- vinnslu á landsbyggðinni. Fundurinn markar upphaf kosn- ingabaráttu Samfylkingarinnar. Rúmlega 70 manns komu til að hlýða á formann flokksins og Ingi- björgu Sólrúnu gera grein fyrir málefnum komandi alþingiskosn- inga. Ingibjörg Sólrún sagði fram- kvæmdir við Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði komnar of langt til þess að leggja málið í dóm landsmanna með atkvæðagreiðslu. Össur benti á að allar reglur um slíkar atkvæða- greiðslur vantaði og því þyrfti að breyta. Ný þjóðarsátt Ingibjörg vill nýja þjóðarsátt um hagstjórn sem stuðlar að lækkun vaxta og gengis íslensku krónunn- ar. Sú sátt nái til ársins 2007 þegar mestu stórframkvæmdum hér á landi ljúki. Blikur séu á lofti í efna- hagsmálum þó forsvarmenn Sjálf- stæðisflokksins tali um mjúka lend- ingu. Talaði hún um eftirköst efnahagsstjórnar síðustu tveggja ára og sagði útflutningsfyrirtækin þurfa að búa við miklar sveiflur. Fátt benti til að breytingar yrðu þar á. Ef fram héldi sem horfði gæti vöxtur útflutningsfyrirtækja stöðvast og þau jafnvel flust úr landi þar sem þau væru ekki sam- keppnishæf vegna hás gengis. „Öll þau störf sem spáð er að skapist í tengslum við álver á Austurlandi og Grundartanga gætu tapast og gott betur ef menn gá ekki að sér,“ sagði Ingibjörg. Nefndi hún fimm þúsund störf í því sambandi. Að mati Ingibjargar mun mennt- un skipa fólki í stéttir en ekki fjár- magn í framtíðinni. Allir eiga að hafa kost á menntun við sitt hæfi og öðlast hæfni á sínu sviði. Hún vill koma upp menntunarmiðstöðv- um í stærstu byggðakjörnunum úti á landsbyggðinni. Þar verði hægt að öðlast góða almenna menntun, sækja endurmenntun, gefa fólki sem ekki hafði áður tækifæri til að mennta sig aftur tækifæri og stunda fjarnám á háskólastigi. Mik- ilvægt sé að byggja upp framhalds- menntun á landsbyggðinni. Ingibjörg vill losa bótaþega úr fá- tækragildru bótakerfisins. „Í skatt- kerfisbreytingum eigum við tæki- færi sem fyrst og fremst taka mið af því að létta skattbyrði lágtekju- hópa og draga úr jaðarsköttum millitekjuhópa,“ sagði hún og bætti við að ótekjutengdar barnabætur ættu að ná til 18 ára barna en ekki bara 7 ára. Hún vill kanna tækifæri til að lána 90% af kaupverði íbúar til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. „Í landbúnaði liggja tækifærin í því að endurskoða greinina frá grunni og losa bændur úr þeirri fá- tækragildru sem þeir eru fastir í. Það er fátækragildra ofstjórnunar og miðstýringar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Vill þjóðarsátt um lækk- un vaxta og gengis Fimm þúsund störf gætu tapast Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir við Ólínu Þorvarðardóttur skólameist- ari á fundi Samfylkingarinnar á Ísafirði í fyrrakvöld. Samfylkingin fundar þessa helgi víðs vegar um Vestfirði undir kjörorðunum vorið framundan. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson lögðu spilin á borð kjósenda á fundi sem mark- ar upphaf kosningabaráttu Sam- fylkingarinnar. Samkvæmt því sem fram kom á fundinum vilja þau eft- irfarandi:  Afnema núverandi kvótakerfi og taka upp fyrningarreglu  Jafna flutningskostnað og lækka þungaskatt  Styðja skattalækkanir en gagn- rýna hækkun tryggingagjalds  Jafna námskostnað og stofna menntunarmiðstöðvar  Sækja styrki til ESB fyrir ný fyrirtæki úti á landi  Færa opinber verkefni og fjar- vinnslu út á land  Beita skattaívilnunum við stofn- un fyrirtækja úti á landi  Fjármagnseigendur greiði rétt- mætan skatt hér á landi  Nútímavæða landsstjórnina og breyta stjórnunarstíl  Þjóðarsátt um að lækka vexti og gengi  Skilgreina hlutverk höfuðborgar og landsbyggðar  Tryggja gegnsæja stjórnsýslu og fækka ráðuneytum  Hefja sjálfbærar hvalveiðar  Öfluga byggðakjarna á Ísafirði, Eyjafirði og Austfjörðum  Undirbúa reglur um þjóðar- atkvæðagreiðslur Nokkur áherslu- atriði Sam- fylkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.