Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 63
Guðmundur E. Stephensen,
Íslandsmeistari í MFL karla 94, 95,
96, 97, 98, 99, 2000, 2001 og 2002.
Kl. 11.40
úrslit 2. flokkur karla
og kvenna.
Kl. 12.00
úrslit 1. flokkur kvenna
og karla.
Kl. 12.30
úrslit tvíliðaleikur karla
og kvenna.
Kl. 13.40
úrslitaleikir í
meistaraflokkum karla
og kvenna.
TBR-Íþróttahúsið
Mótið hefst laugardaginn 1. mars
kl. 10 með tvenndarkeppni.
Sunnudaginn 2. mars hefjast
undanúrslitaleikir kl. 11.
Íslandsmótið í borðtennis 2003
Verðlaunaafhending sunnud. 2. mars kl. 14.00.
Áhugamenn um borðtennis fjölmennið!
ENSKA knattspyrnu-
sambandið tilkynnti í
gær að Pétur Hafliði
Marteinsson, leik-
maður Stoke City,
þyrfti ekki að taka út
eins leiks bann þrátt
fyrir brottrekstur í
leik liðsins við Nott-
ingham Forest á dög-
unum. Pétur var þá
rekinn af velli fyrir að
handleika knöttinn en
dómari leiksins taldi
að hann hefði varið skot frá sókn-
armanni Forest af ásetningi. Stoke
sendi aganefnd knattspyrnu-
sambandsins myndbandsupptöku af
atvikinu og eftir skoð-
un á því var ákveðið
að fella bannið niður.
Pétur getur því spilað
með Stoke gegn Ips-
wich hinn 8. mars en
hann átti að taka
bannið út í þeim leik.
„Við erum hæst-
ánægðir með þessa
niðurstöðu. Við áfrýj-
uðum rauða spjaldinu
vegna þess að við töld-
um að Pétur hefði ekki
átt það skilið, og það kom í ljós að
við höfðum rétt fyrir okkur,“ sagði
Tony Pulis, knattspyrnustjóri
Stoke, á heimasíðu félagsins í gær.
Pétur Hafliði
sleppur við bann
Pétur Hafliði
KR-ingar voru ekki í miklumvandræðum með að leggja and-
laust lið Breiðabliks að velli þegar lið-
in áttust við í úrvals-
deilidinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi.
Við tapið minnkuðu
möguleikar Blika á
að eiga sæti í úrslitakeppninni til
muna, þeir þurfa að sigra í þeim leikj-
um sem eftir eru, gegn Keflavík og
Njarðvík og treysta á að Snæfellingar
tapi báðum sínum leikjum. KR er enn
sem fyrr í þriðja sæti, en þeir eiga erf-
iða leiki eftir, gegn Íslandsmeisturum
Njarðvíkur á sunnudagskvöldið og
gegn Haukum á útivelli, en þeir eru 2
stigum á eftir KR og því er spennandi
toppbarátta framundan.
Það var aðeins í fyrsta leikhluta
sem leikurinn var jafn, Kenneth Tate
byrjaði vel fyrir Blika og skoraði 15
stig í leikhlutanum. Eftir fyrsta leik-
hluta tóku gestirnir leikinn í sínar
hendur. Kenneth Tate skoraði 4
fyrstu stig Blika í leikhlutanum en
sást svo varla það sem eftir lifði leiks.
Það munar um minna og KR-ingar
gátu nýtt sér það. Þeir juku muninn
jafnt og þétt, voru komnir með 13
stiga forystu í hálfleik og munurinn
var orðinn 20 stig í lok þriðja leik-
hluta. Blikarnir voru í erfiðleikum
með að koma knettinum ofan í körf-
una, hittu lítið og varnarleikurinn var
slakur. Það var ekki margt sem
gladdi augað í seinni hálfleik eftir að
Blikar höfðu játað sig sigraða. Það
var helst að tvær glæsilegar troðslur
Baldurs Ólafssonar hafi haldið áhorf-
endum vakandi. Blikarnir hittu varla
á körfuna á meðan KR gekk á lagið og
jók forystuna enn frekar. Gestirnir
náðu mest 36 stiga forystu undir lok
leiksins. Þeir áttu ekki í nokkrum
vandræðum með að finna glufur á
slakri vörn Breiðabliks og gátu KR-
ingar leyft sér að hvíla alla lykilmenn
sína lungann úr síðari hálfleik.
Allir leikmenn KR komust á blað í
leiknum. Darrell Flake og Magni
Hafsteinsson voru þeirra atkvæða-
mestir í annars mjög jöfnu liði.
Leikmenn Breiðabliks áttu ekki
góðan dag. Hittni þeirra var herfileg,
til að mynda hittu þeir aðeins úr 3 af
15 þriggja stiga skotum. Kenneth
Tate byrjaði leikinn mjög vel en sást
varla eftir fyrsta leikhluta, ekki frek-
ar en aðrir leikmenn Breiðabliks.
Slakir Blikar
lítil fyrirstaða
fyrir KR-inga
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir
hafnaði í 25. sæti af 72 keppendum í
risasvigsmóti í Evrópubikarnum
sem fram fór í Innerkrems í Aust-
urríki í fyrradag. Þetta er besti ár-
angur Dagnýjar en hún fékk 5 Evr-
ópubikarstig sem eru hennar fyrstu
á tímabilinu.
Barbara Kleon frá Ítalíu sigraði á
1:14,97 mínútu en tími Dagnýjar
var 1:16,75 mínúta.
Dagný Linda keppti tvívegis í
bruni í Innerkrems fyrr í vikunni.
Hún varð í 64. sæti af 69 keppend-
um á mánudag og í 53. sæti af 62
keppendum á miðvikudag.
Besti árangur Dagnýjar
Reyndar var fyrsta mínútan gest-anna en Njarðvíkingar fóru þá í
gang. Páll Kristinsson fór á kostum
með hverri körfunni
á fætur annarri auk
þess að taka fráköst
og Ólafur A. Ingva-
son átti líka góðan
sprett. Engu að síður tókst þeim ekki
að stinga Grindvíkinga af og 11 stig-
um munaði eftir fyrsta leikhluta. Páll
tók aftur við sér í öðrum leikhluta en
Darrel Keith Lewis sá til þess að
Grindavík hélt í við heimamenn.
Þrumuræðan í búningsherbergi
Grindavíkinga í leikhléi virtist skila
sér á fram í miðjan síðari hálfleik og
þá loks lét Gregory Harris, nýr leik-
maður Njarðvíkinga, loks til sín taka
með þrjár þriggja stiga körfur
snemma í þriðja leikhluta. Grindvík-
ingar voru hinsvegar komnir á
bragðið og söxuðu örlítið á forskot
heimamanna. Þeir sáu að möguleiki
var á sigri auk þess að mikil barátta
Njarðvíkinga hafði tekið sinn toll og
þegar rúmar fjórar mínútur voru eft-
ir var staðan 87:78. Heimamenn voru
varkárir og reyndu að halda boltan-
um en það getur skapað hættu á að
missa boltann eins og einmitt gerðist.
Átján sekúndum fyrir leikslok var
staðan 97:94 og Njarðvík tókst að
þrauka út leikinn og bæta reyndar
við körfu í blálokin.
„Sigurinn varð naumari en ég vildi
hafa hann en ég er samt gríðarlega
ánægður með baráttuna í liðinu,“
sagði Friðrik Stefánsson, fyrirliði
Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Okkur
hefur vantað hana í allan vetur en
núna var hún í lagi, nema í lokin. Við
erum um miðja deild og verðum nú
að gefa í og halda áfram því oft höfum
við átt góðan leik en síðan slakan,“
bætti Friðrik við. Þjálfari liðsins,
Friðrik Ragnarsson, var í leikbanni
og nýr leikmaður, Harris, tekinn við
af Gary Hunter. „Það þjappaði
mönnum betur saman. Mér fannst
Harris spila vel. Hann spilar vörn,
leggur sig fram fyrir liðið og er hluti
af því án þess að ég vilji gagnrýni út-
lendinginn, sem var að fara,“ bætti
Friðrik við. Páll tók 8 fráköst og átti
sjö stoðsendingar, eins og Teitur Ör-
lygsson sem skoraði úr báðum skot-
um sínum inni í teig, tveimur af
þremur vítaskotum og 5 af níu
þriggja stiga skotum. Harris átti 10
stoðsendingar en varð fljótt þreyttur
og fór því oft lítið fyrir honum.
Friðrik Rúnarsson þjálfari Grind-
víkingar var ómyrkur í máli eftir
leikinn. „Hörmulegur fyrri hálfleikur
varð okkar banabiti og það er ekki til
afsökun í bókinni fyrir hvernig við
vorum að leika í fyrri hálfleik. Þá er
ég ekki að tala um skotin, heldur að
við hlupum ekki í vörnina og spiluð-
um hana síðan varla auk þess að vera
seinir í öllum okkar aðgerðum. Hins-
vegar hættu menn ekki og sýndu
meiri styrk í síðari hálfleik. Við náð-
um að minnka muninn en því miður
tókum við of seint við okkur og það
vantaði herslumuninn. Við höfum
samt ennþá forskot í deildinni og það
eru tveir leikir og við munum treysta
á okkur sjálfa til að vinna deildina,“
sagði Friðrik. Guðmundur Bragason
tók 14 fráköst auk þess að hvetja sína
menn vel áfram og Darrel K. Lewis
tók 9 fráköst en átti 7 stoðsendingar.
Guðlaugur Eyjólfsson var drjúgur
við þriggja stiga skotin. Hann tók
ekkert skot inni í teig en hitti úr báð-
um vítaskotum sínum og átta af tíu
þriggja stiga skotum.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar
Friðrik Stefánsson reynir skot en Páll Axel Vilbergsson og Guðmundur Bragason fylgjast með.
Grindvíkingar voru
slegnir út af laginu
OFT hefur baráttuandann vantað í Njarðvíkinga í vetur en í gær-
kvöldi, þegar Grindavík kom í heimsókn, var hann í lagi og það skil-
aði sigri. Gestirnir voru að sama skapi mjög slakir framan af og það
kom þeim í koll því eftir gott viðbragð undir lokin tókst þeim að
koma spennu í leikinn með því að minnka muninn úr 23 stigum nið-
ur í þrjú. En þar við sat og Njarðvík vann 99:94. Engu að síður eru
Grindvíkingar ennþá með tveggja stiga forystu í deildinni þegar
tvær umferðir eru eftir en Njarðvíkingar eru með sigrinum öruggir
með sæti í úrslitakeppninni.
Stefán
Stefánsson
skrifar