Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. RADIO X SV MBL  SG DV  Kvikmyndir.com SV. MBL Kvikmyndir.comHK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 8, 10 og Kraftsýning kl. 12. B.i. 16 Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 3.30. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 2 og 6. Sýnd kl. 2, 5.50 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 1.40, 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT Njósnarinn Alex Scott er að fara sitt hættulegasta verkefni til þessa.. .með ennþá hættulegri félaga! kl. 2 og 5.30. Sýnd kl. 2. Bi. 12. Síðustu sýningar kl. 9. Frábær mynd sem frá leikstjóranum Martins Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4.30, 8 og 10.10. B.i. 16. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. SV MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV FÓLK erlendis er unn-vörpum að falla fyrir töfr-um OrgelkvartettsinsApparats, stærsta org- elkvartetts heims en hann hefur á að skipa fimm meðlimum. Vélrænir en hlýir straumar sveitarinnar laða og lokka en síðasta haust kom út fyrsta breiðskífa kvartettsins, Apparat Organ Quartet. Á færeysku popp- síðunni www.pop.fo má lesa að „Apparat er ein góður bólkur, eitt gott hugskot!“ og The Wire, biblía tilraunatónlistar, lýsir hljómsveit- inni sem samblandi af sveimguðföð- urnum Terry Reilly og tilrauna- poppsveitinni Stereolab. „Fílað“ í botn Apparat-limir eru nú að undirbúa tveggja mánaða tónleikaför, jafn- framt sem unnið er að útgáfu stóru plötunnar á alþjóðamarkaði en við- ræður við útgáfur standa nú yfir. Þá er útgáfa áðurnefndrar Stereo- lab, Duophonic, að fara að gefa út smáskífu með kvartettnum, en hann hitaði einmitt upp fyrir sveitina er hún heimsótti landið í október síð- astliðnum. Þeir tónleikar eru nú orðnir sögulegir, þar sem þetta voru þeir síðustu sem Mary heitin Han- sen lék á, áður en hún lést sviplega í slysi í Lundúnum. „Þetta ferðalag okkar er m.a. vegna nýju smáskífunnar sem Duo- phonic gefur út“ segir Jóhann Jó- hannsson, einn fjögurra orgelleikara sveitarinnar. Með honum er Úlfur Eldjárn, sömuleiðis orgelleikari en aðrir meðlimir eru þeir Arnar Geir Ómarsson (trommur), Hörður Bragason (orgel) og Sighvatur Ómar Kristinsson (orgel). „Þarna verður lagið „Romantika“ ásamt einu nýju lagi og einnig forhljóðblöndun af „Romantika“ ef svo mætti segja,“ bætir Jóhann við. Í lok apríl spilar sveitin svo í Lundúnum en þar á undan verður stuttur túr um Skandinavíu, eða það sem Úlfur kallar kerksnislega „miniature“. M.a. hefur þeim verið boðið að spila á Spot-hátíðinni í Dan- mörku. Í byrjun apríl mun sveitin enn fremur taka þátt í tónlistarhá- tíðinni Domino sem fram fer í Belg- íu. Þar verða nokkrir af athygl- isverðustu neðanjarðarlistamönnum samtímans t.a.m. Interpol, Stephen Malkmus, Mars Volta, Four Tet, Ed Harcourt, Erlend Øye, Songs: Ohia, Jackie-O Motherfucker og Friends of Dean Martinez. Þannig að það er nóg að gerast hjá Apparatinu á næstu vikum. „Útlendingar eru mjög hrifnir af þessari plötu,“ segir Úlfur. „Samt eru mjög fáir búnir að heyra hana, það hafa bara nokkur eintök lekið út.“ Jóhann tekur í sama streng. „Það kom mér á óvart hversu víða skír- skotun platan virðist hafa. Ég hélt að hlustendahópurinn yrði til muna þrengri. En ung dóttir mín er t.d. að „fíla“ þetta í botn.“ Þeir félagar segja að síðasta Airwaves hátíð hafi hjálpað talsvert upp á þessa eftirspurn en einnig var fjallað ítarlega um sveitina í þætt- inum Frontline: The World sem sýndur er á besta tíma á bandarísku sjónvarpsstöðinni PBS. Fréttin var unnin af hinum þekkta útvarps- manni Marco Werman sem fjallaði þar um íslenska tónlist og menn- ingu. Í kjölfarið hefur fyrirspurnum um sveitina frá Ameríku rignt inn í pósthólf meðlima. „Það er örugglega auðveldara fyr- ir íslenskan orgelkvartett að vekja athygli á sér ytra en íslenska Britn- ey eða eitthvað nýþungarokk,“ segir Jóhann. Auk alls þessa var umfjöllun um sveitina í listatímaritinu Art Forum á dögunum, grein sem fjallaði um tengsl myndlistar og tónlistar á Ís- landi. Fjallað var um starfsemi Til- raunaeldhússins, Rassa Prump (úr Kanada, Trabant, Funerals o.fl.) og Apparat út frá umslagi plötu þeirra og hönnun hennar, sem byggist á myndverki eftir Markús Þór Andr- ésson. Blátt áfram „Við erum að semja á fullu núna, aðallega eru þetta þó lagatitlar sem vð erum komnir með,“ útskýrir Úlf- ur. „Við erum vinnutitil á einu lagi, „Camouflage“. Sagan á bakvið það er æði sérstök. Þannig var að Hörð dreymdi lagið, og í draumnum var þetta besta lag sem við höfum gert. Þegar hann vaknaði hljóp hann í pí- anóið heima hjá sér til að gleyma þessu ekki en þá mundi hann ekkert – nema titillinn. Síðan þá höfum við verið að reyna að semja þetta lag. Við vitum að þetta er besta lag í heimi, við bara vitum ekki nákvæm- lega hvernig það er.“ Meðlimir sveitarinnar eru allir á kafi í öðrum verkefnum og spurning hvort að Apparatið sé byrjað að svína fyrir aðra vinnu? „Þetta tekur vissulega mjög mik- inn tíma,“ segir Jóhann. „En við skiptum með okkur verkum. Ég og Úlfur erum í tengslum við erlenda aðila og erum svona embættismenn út á við. Músíkvatur sér um net- málin og praktíska hluti eins og flutning á hljóðfærum og hvað er fyrir hendi í þeim málum erlendis. Arnar er aðallega bara í pönkinu.“ Úlfur telur að það hafi jákvæð áhrif á neytendur, hversu blátt áfram þeir allir séu í vinnu sinni við kvartettinn. „Það er okkur mjög eðlilegt að vera í kvartettnum, þetta er mjög áreynslulaust. Þegar við byrjuðum þá hugsuðum við „Já, auðvitað, þetta er hljómsveitin sem við eigum að vera í“. Þá eru litlar tekjur að hafa upp úr Apparatinu, það verður að viðurkennast, við lítum því á þetta sem fjárfestingu. Þetta á eftir að margborga sig í framtíðinni.“ Ljósmynd/Lena Viderö Orgelkvartettinn Apparat. Útlöndin kalla … og kalla. Leitað að besta lagi í heimi Orgelkvartettinn Apparat gaf út sína fyrstu breiðskífu síðasta haust og mun breiða út fagnaðarerindið á næstu mánuðum. Arnar Eggert Thoroddsen tók hús á orgel- snáðunum Úlfi og Jóhanni. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.pbs.org/frontlineworld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.