Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 9 REGINA Pokorna, stórmeistari í skák, vann í fyrrakvöld 14 karl- menn í fjöltefli Taflfélagsins Hróks- ins og Húsasmiðjunnar. Regina, sem er 21 árs, tefldi við 16 karl- menn í einu. Hún gerði eitt jafntefli og tapaði einni skák, gegn Gunnari Þorsteinssyni, iðnaðarmanni í Húsasmiðjunni. Fjölteflið tók um tvær klukkustundir og var fín stemning í salnum, að sögn Hauks Parelius, markaðsstjóra Húsa- smiðjunnar. Hann sagði mikla spennu hafa skapast í lokin þegar mennirnir höfðu alltaf skemmri og skemmri tíma gegn Reginu, en hún hefur 2.375 skákstig. Morgunblaðið/Jim Smart Regina Pokorna vann 14 skákir í fjöltefli HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu karlmanns um 17,5 milljóna króna bætur vegna ætlaðra mistaka við skurðaðgerð sem hann gekkst undir. Hæstiréttur taldi að ekki yrði séð að stoðum hefði verið rennt und- ir þá staðhæfingu mannsins að mis- tök hefðu orðið í aðgerðinni eða und- irbúningi hennar. Maðurinn gekkst undir aðgerð vegna samfallins vinstra lunga og í kjölfarið komu fram taugaskemmdir sem leiddu til þess að vinstri hönd og handleggur varð manninum til lítilla nota. Var örorka hans metin 50% en hann starfaði sem trésmið- ur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram, að í málinu hafi legið fyrir nokkur fjöldi læknisfræðilegra álita. Við meðferð málsins ríkti vafi um það hvort maðurinn kunni að hafa rumskað fyrir lok aðgerðar eða ekki og fengið svæfingarlyf til viðbótar hinum fyrri. Fullyrðing skurðlæknis um það njóti ekki stuðnings í skráð- um samtímagögnum og önnur vitni en hann sjálfur minnist þess ekki. Það verði því ekki lagt til grund- vallar dómi, að svo hafi verið. Engu að síður verði að leggja heildarmat á fram komin læknisfræðileg álit, þótt sumir álitsgjafar hafi tekið mið af því, að maðurinn gæti hafa losað svefn of snemma og hreyft hand- legginn. Þegar gögn málsins séu þannig virt verði ekki séð, að stoðum hafi verið rennt undir þá staðhæf- ingu mannsins að mistök hafi orðið í aðgerðinni eða undirbúningi hennar. Ríkið sýknað af skaðabótakröfu TVEIR menn voru handteknir þegar fíkniefni fundust við hús- leit á Ísafirði. Við leitina fann lögreglan á Ísafirði 75 grömm af kannabisefnum. Auk efn- anna fundust áhöld sem talin eru hafa verið notuð til neyslu og annarrar meðhöndlunar fíkniefna. Húsleitin kom til eft- ir að grunur vaknaði hjá lög- reglunni um að tvímenningarn- ir tengdust fíkniefnaneyslu og einnig dreifingu þessara efna. Mennirnir hafa viðurkennt að hafa átt efnið en hafa sagt það til eigin neyslu. Efninu allt var hins vegar vandlega skipt upp í grammaeiningar, rétt eins og um söluefni væri að ræða. Mönnunum hefur verið sleppt. Hald lagt á 75 grömm af hassi Ný gallapils Nýjar skyrtur Stærðir 36-42 & 44-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-16 Nýjar vörur Fermingar nálgast Glæsilegt úrval af kjólum, drögtum og dressum Einnig frábær ferðafatnaður Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum 15% afsláttur Langur laugardagur „Ljósahátíð í bænum“ Full búð af fallegum vörum Hálfermabolur (HEATWAY) ný sending Laugavegi 34, sími 551 4301 Hver einasti hlutur í búðinni á hálfvirði - tveir fyrir einn meðan birgðir endast. Húsgögn, púðaver, rúmteppi, ljós, fatnaður gjafavara, perutoppar og -jakkar Gerið ótrúleg kaup! Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15 og sunnudag kl. 13-16. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Okkar árlega rýmingarsala Kínversk leikfimi - Wushu art (Kung fu) Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is  Hugræn teygjuleikfimi  Gong Fa  Tai Chi  Sjálfsvörn  Wushu art fyrir börn  Wushu art fyrir unglinga og fullorðna  Einnig kínversk heilsumeðferð Orka  Lækningar  Heimspeki Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða,tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst fimmtudaginn 12. mars - Mán. og mið. kl. 20:00. Jóga gegn kvíða Langur laugardagur 15% afsláttur af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.