Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ RYAN Giggs missir væntanlega af úrslitaleik ensku deildabik- arkeppninnar í knattspyrnu á morgun þegar Manchester United mætir Liverpool á Millenium- leikvanginum í Cardiff. Giggs haltraði af velli þegar United vann Juventus, 3:0, í vikunni en þar átti hann stjörnuleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður í byrjun leiks. Giggs var ekki bjartsýnn í gær, sagðist vera í kapphlaupi við tím- ann sem væri vonlítið. „En ég vil endilega spila, Cardiff er mín heimaborg og öll fjölskylda mín verður á leiknum. Þetta er glæsi- legur völlur í glæsilegu um- hverfi,“ sagði Giggs. Diego Forlan verður ekki með United vegna meiðsla og tvísýnt er um Wes Brown, en Mikael Silvestre kemur aftur inn í liðið og góðar horfur eru á að Paul Scholes verði með. Hjá Liverpool er ástandið betra. Þar eru allir heilir nema Steph- ane Henchoz, sem haltraði af velli, meiddur á læri, þegar Liver- pool vann Auxerre, 2:0, í UEFA- bikarnum í fyrrakvöld. Liverpool hefur unnið deilda- bikarinn sex sinnum, síðast árið 2001, en Manchester United að- eins einu sinni, árið 1992. Giggs varla með í heimaborginni  KRISTINN Atlason, fyrrverandi knattspyrnumaður úr Fram, var í vikunni ráðinn þjálfari norska liðs- ins Stord/Moster sem leikur í 3. deild. Kristinn hefur verið búsett- ur í Noregi síðustu árin og þjálfað lið í neðri deildum, síðast 3. deild- arliðið Surnadal fyrir tveimur ár- um.  GUÐMUNDUR E. Stephensen freistar þess um helgina að verða Íslandsmeistari karla í borðtennis í tíunda skipti. Íslandsmótið fer fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog í dag og á morgun. Guðmundur hefur unnið titilinn samfleytt í níu ár, en hann sigraði í fyrsta skipti árið 1994 þegar hann var aðeins 11 ára gamall.  SILJA Þórðardóttir, knatt- spyrnukona úr FH, gekk í gær til liðs við Breiðablik. Silja, sem er tvítug, hefur verið í lykilhlutverki í FH-liðinu og hún á að baki 8 leiki með 21-árs landsliði Íslands.  ÁGÚST Guðmundsson, knatt- spyrnumaður úr Val, er farinn til Danmerkur og leikur þar með Ko- rup, sem er í 12. sæti af 16 liðum í 2. deild. Ágúst hefur leikið 7 leiki með Val í úrvalsdeildinni en hefur einnig spilað með ÍR og Dalvík.  LA GALAXY frá Bandaríkjun- um sigraði Viking frá Noregi, 3:0, í leik um þriðja sætið á La Manga knattspyrnumótinu á Spáni í gær. Hannes Þ. Sigurðsson lék ekki með Viking, sem átti enga mögu- leika gegn öflugu bandarísku liði.  MICHAEL Jordan lét stokkbólg- ið hné ekki koma í veg fyrir að hann tryggði Washington sigur á Houston, 100:98, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfuknatt- leik í fyrrinótt. Jordan, sem er ný- orðinn fertugur, skoraði 10 stig í framlengingunni og 35 stig alls, auk þess sem hann tók 11 fráköst í leiknum.  DOUG Collins, þjálfari Wash- ington, sagði að fáir hefðu treyst sér að spila svona á sig komnir. Það skýrðist ekki fyrr en í upp- hitun hvort Jordan gæti verið með en hann spilaði í 50 mínútur alls. Jordan hefur nú skorað 30,6 stig að meðaltali í leik eftir að hann komst á fimmtugsaldurinn.  TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, hyggst tefla fram óbreyttu liði gegn Burnley í ensku 1. deildinni í dag – sama liði og vann Walsall, 1:0, á miðvikudag. Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson verða því í byrjunarliðinu en Pétur Marteins- son verður þá væntanlega áfram utan leikmannahópsins.  STOKE getur komist úr fallsæti með sigri og á miðvikudag leikur liðið þriðja heimaleikinn í röð, gegn Ívari Ingimarssyni og félögum í Brighton sem eru stigi fyrir ofan þá fyrir leiki helgarinnar. FÓLK BIKARGLÍMA Íslands verður hald- in í dag í Hagaskóla og er þetta í 31. sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni eru keppendur frá sjö félögum og flestir bestu glímumenn landsins verða meðal keppenda. Keppt verður í sjö flokkum og eru flestir keppendurnir í yngstu flokk- unum en keppendur koma frá KR, HSK, HSÞ, UÍA, Ármanni, Fjölni og GFD. Búast má við spennandi keppni í mörgum flokkum og má sem dæmi nefna að í karlaflokki verða meðal keppenda Ólafur Odd- ur Sigurðsson, Ingibergur Sigurðs- son, Lárus Kjartansson og Pétur Eyþórsson. Hjá konum verða Inga Gerða Pétursdóttir, Svana H. Jó- hannsdóttir og Soffía Björnsdóttir meðal keppenda. Ólafur Haukur Ólafsson, KR, hefur oftast sigrað í Bikarglímunni en hann sigraði átta sinnum, fyrst árið 1981 þá aðeins 19 ára og yngsti sigurvegarinn í mótinu. Karólína Ólafsdóttir hefur oftast sigrað í kvennaflokki, fjórum sinn- um, og getur Inga Gerða Péturs- dóttir jafnað það met með sigri núna, Bikarglíma Íslands GUÐMUNDUR Steinarsson, knatt- spyrnumaður úr Keflavík, gekk í gær til liðs við danska 1. deildar félagið Brönshöj. Liðið er í 12. sæti af 16 liðum í 1. deildinni þeg- ar keppnin þar er hálfnuð en fyrsti leikur liðsins eftir vetr- arfríið er gegn B1913 hinn 15. mars. Brönshöj er frá Kaup- mannahöfn og hefur oft leikið í efstu deild en ekki átt sæti þar síðustu 14 árin. Guðmundur er 23 ára og hefur verið einn lykilmanna Keflvíkinga mörg undanfarin ár en hann hef- ur leikið með þeim allan sinn feril, nema hvað hann spilaði eitt tíma- bil með KA. Guðmundur á að baki 82 leiki í úrvalsdeildinni og hefur skorað 28 mörk, og hann hefur spilað með öllum landsliðum Ís- lands. Fyrsta og eina A-landsleik- inn til þessa lék hann gegn Bras- ilíu fyrir ári. Guðmundur hefur verið einn helsti markaskorari Keflvíkinga undanfarin ár en tímabilið 2000 urðu hann og Andri Sigþórsson úr KR jafnir og markahæstir í úrvalsdeildinni. Guðmundur til Brönshöj Vala hefur lítið keppt í vetur ogsegir hún það með vilja gert. Hún var þó á meðal þátttakenda á Opna danska meist- aramótinu í frjáls- íþróttum um síðustu helgi og náði öðru sæti á eftir Þóreyju Eddu Elísdóttur, FH, stökk 4,20 metra, 10 sentímetrum lægra en Þórey. Þetta er besti árangur Völu í vetur en allnokkuð frá hennar besta í stangarstökki innandyra, 4,45, sem hún náði þegar hún tryggði sér silfurverðlaunin á HM í Maebashi í Japan fyrir fjórum árum. „Æfingar mínar síðustu mánuði beinast fyrst og fremst að því að ég nái árangri utanhúss í sumar. Ég ákvað að leggja litla áherslu á keppni innanhúss í vetur, vil frekar leggja allt undir í sumar og koma virkilega sterk til leiks,“ segir Vala sem hyggst eigi að síður taka þátt í Opna sænska meistaramótinu í Sätrahallen í Stokkhólmi um helgina. „Það er möguleiki á að ég taki þátt í einu móti innanhúss í vet- ur til viðbótar sænska mótinu. Það er ekki alveg komið á hreint,“ segir Vala hress í bagði. „Ég var bæri- lega sátt við árangurinn á danska mótinu um síðustu helgi. Þar fann ég að það stefnir allt í rétta átt hjá mér,“ segir Vala sem vonast til að stökkva hærra á morgun þegar stangarstökk kvenna verður á dag- skrá Opna sænska mótsins. „Það verður væntanlega hörku- keppni í Stokkhólmi. Þar mætumst við fimm stökkvarar sem erum svipaðir að getu, stökkvum þetta á bilinu 4,30 til 4,50 metra, þannig að ég reikna með spennandi og skemmtilegri keppni og vonandi tekst mér vel upp,“ segir Vala sem æft hefur með Þóreyju Eddu í Gautaborg í vikunni en Þórey hefur dvalið ytra hjá Völu síðustu vikuna. Auk Völu og Þóreyjar eru Svíarnir Kirsten Belin og Hanna Mia Pers- son skráðar til leiks svo og danski methafinn, Marie Bagger Bohn. Þess má geta að Belin sló Norð- urlandamet Völu í stangarstökki ut- anhúss í haust og hefur saumað að Norðurlandameti Þóreyjar í stang- arstökki innanhúss í vetur, 4,51. Það mætast því stálin stinn í Sätra- hall á sunnudaginn. Ein breytingin sem átt hefur sér að stað hjá Völu er sú að hún er far- inn að æfa og keppa á annarri gerð stanga en áður. Þær nýju eru úr koltrefjaefni en þær sem hún notaði áður eru út trefjagleri. „Ég þarf að læra betur á þessar nýju stangir en ég geri mér góðar vonir um að þær hjálpi mér til þess að ná betri ár- angri en áður þegar ég hef að fullu lagað mig að þeim,“ segir Vala. Meðal eiginleika þessara kol- trefjastanga er að þær gefa meiri hraða, lyfta stökkvaranum hraðar upp en hin tegundin. „Ég vonast til að hitta á betri stökk með þeim en það er ljóst að það mun taka mig svolítinn tíma að venjast þeim,“ segir Vala. Þessi tegund stanga er að ryðja sér rúms á meðal stang- arstökkvara og sífellt fleiri nota þær að staðaldri en áður og verður fróðlegt að fylgjast með hvort Völu tekst að komast upp á lagið með þær. Vala keppir ekki á heimsmeist- aramótinu innanhúss sem fram fer í Birmingham eftir hálfan mánuð. Segist ætla í staðinn að koma sterk til leiks á HM utanhúss í París í ágúst. „Ég horfi bjartsýnum augum fram á sumarið, stefnan hefur verið sett á HM í París,“ segir Vala Flosadóttir stangarstökkvari. Morgunblaðið/Jim Smart Vala Flosadóttir verður á ferðinni um helgina á sænska meistaramótinu í Stokkhólmi. Vala Flosadóttir ætlar að koma sterk til leiks í sumarbyrjun Stefnir á HM í París „HLUTIRNIR eru smátt og smátt að koma hjá mér. Það hefur gengið vel við æfingar upp á síðkastið og ég er því bjartsýn,“ segir Vala Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, en hún hefur ekkert verið í sviðsljósinu síðustu mánuði og verið talsvert frá sínu besta frá því hún vann bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Sydney haustið 2000. Vala býr sem fyrr í Gautaborg í Svíþjóð og æfir þar undir stjórn þarlends þjálfara. Eftir Ívar Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.