Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ B laðamenn þurfa að hafa vit á mörgu. Þeir þurfa að geta skrifað um krabba- meinsleit, kjaradeilu flugumferðarstjóra, viðræður um gerð nýs búvörusamnings, íbúða- lánakerfið, endurskoðun EES- samningsins, atvinnuleysi, breyt- ingar á flugvallarskatti, fjármál Reykjavíkurborgar, samgöngu- áætlun, deilu sjóntækjafræðinga og augnlækna, kynbundinn launamun, óveður á Norðurlandi og fleira og fleira. Það er mis- jafnt hversu viðfangsefnin eru flókin og hversu langan tíma það tek- ur blaða- manninn að skilja það sem hann á að fjalla um. Það er t.d. mun auð- veldara að skrifa um óveður á Norðurlandi en um endurskoðun EES-samningsins, en fréttir um óveður og slys kalla samt á ná- kvæm og vönduð vinnubrögð eins og við aðra fréttaöflun. Stundum fær blaðamaður í hendur mál sem eru afar flókin. Þá reynir á hæfni hans að skilja málið og setja það þannig fram að lesendur skilji það líka. Þetta get- ur stundum verið þrautin þyngri. Eitt af þessum flóknu málum, sem mikið voru í fréttum á síð- asta ári, er tilraun fimm stofn- fjáreigenda í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis (SPRON) til að kaupa stofnfé sjóðsins með stuðningi Búnaðarbanka Íslands. Það var kannski ekki auðvelt fyr- ir lesendur, sem margir hverjir áttu erfitt með að skilja hvað orð- in „stofnfjáreigandi“ og „stofnfé“ þýddu, að skilja um hvað þetta mál snerist. Og ég hef á tilfinn- ingunni að eftir því sem meira var skrifað um málið hafi það orðið óskiljanlegra í huga margra. Það er enn verið að skrifa um anga þessa svokallaða SPRON- máls. Síðustu vikur hefur einkum verið deilt um kaup SPRON á Frjálsa fjárfestingarbankanum og hvort verðmat bankans hafi verið eðlilegt. 25. janúar birtist í Morg- unblaðinu frétt um það mál og það er endurskoðunarfyrirtækið Deloitte & Touche sem hefur orð- ið. „Forsendur D&T [Deloitte & Touche] byggja á áætlaðri með- alstöðu heildareigna FF [Frjálsa fjárfestingarbankans] á árinu 2002 þegar búið er að taka tillit til arðgreiðslna og lækkunar CAD- hlutfalls. D&T telur að sú aðferð að lækka CAD-hlutfallið gefi hag- stæðari niðurstöðu fyrir eigendur FF en að reikna með aukningu lánsfjármögnunar. Að teknu tilliti til þeirrar forsendu um fjár- magnsskipan FF er óeðlilegt að gera ráð fyrir því að vaxtamunur haldist svo hár sem fram kemur í athugasemdum KPMG [endur- skoðunarfyrirtækis sem vann skýrslu um málið].“ Til að skilja þessa tilvitnun þurfa lesendur að skilja nokkur orð sem eru kannski ekki algeng í munni venjulegs fólks. Þessi erf- iðu orð eru „meðalstaða heildar- eigna“, „lánsfjármögnun“, „fjár- magnsskipan“ og „vaxtamunur“, en lykilatriðið er þó að skilja við hvað er átt með „CAD-hlutfalli“. Ekkert kemur fram í fréttinni sem skýrir hvað er átt við með CAD-hlutfalli. Einhver kynni að ganga svo langt að segja að þessi tilvitun væri óskiljanleg. Þessu er ég ekki endilega sammála; sérstaklega ekki eftir að ég fékk í hendur skýrslu um „Meðalkostnað ís- lenskra grunnskóla: Nokkir áhrifaþættir á þróun meðalkostn- aðar“. Ég var beðinn að skrifa frétt upp úr henni. Ég fór beint í niðurstöðukaflann til að reyna að átta mig á meginefni skýrsl- unnar. Í niðurstöðukaflanum er birt nokkuð flókin jafna eða líkan og síðan segir, svona til skýr- ingar: „Tölurnar í svigum eru t-gildi. Á þeim má sjá að öll punktamöt eru marktæk nema helst fyrir ß³. Vísbendingar fyrir heildarskýr- ingarkraft líkansins eru líka góð- ar. F-gildin staðfesta marktækni á milli óháðra breyta og þeirra háðu. Leiðrétt R² gefur til kynna að tæp 75% af breytileika óháðu breytunnar megi rekja til þessara þriggja sem verður að teljast nokkuð gott. Breusch Pagan (B-P) próf gaf til kynna að ekki væri um misdreifni að ræða, þar sem nR² var innan viðunandi marka (tafla 6.) Samkvæmt líkani 1 þá hefur 1% aukning á nemendafjölda 0,27% lækkun á meðalkostnaði. Að sama skapi hefur 1% aukning á kennarahlutfalli 0,5% lækkun á meðalkostnaði. Réttindakenn- arahlutfall hefur ekki marktæk áhrif á meðalkostnað.“ Rétt er að ítreka að þessi kafli skýrslunnar, sem ég hef á tilfinn- ingunni að sé að mörgu leyti vel unnin, er tekinn upp úr nið- urstöðukaflanum. Ég er búinn að lesa talsvert í þessari skýrslu, en ég verð að við- urkenna að mér hefur ekki tekist að skilja hana það vel að ég treysti mér til að skrifa frétt um niðurstöður hennar. Það hlýtur að vera mikill kost- ur ef sérfræðingur getur sett flókin viðfangsefni fram á þann máta að allir skilji. Oft eru hins vegar sérfræðingar fyrst og fremst að skrifa fyrir aðra sér- fræðinga og því getur orðið erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja um hvað málið snýst. Blaðamenn geta hins vegar ekki skákað í því skjólinu að þeir séu að skrifa fyrir sérfræðinga. Þeir eru að skrifa fyrir lesendur og þorri þeirra er ekkert sérstaklega vel inni í mál- um. Reynslan hefur kennt mér að ef mér auðnast ekki að skilja við- fangsefnið fer best á því að sleppa því að skrifa frétt um það. Þess vegna hefur engin frétt verið skrifuð í Morgunblaðið um með- alkostnað íslenskra grunnskóla. Um CAD- hlutfall og marktækni Þessi erfiðu orð eru „meðalstaða heildareigna“, „lánsfjármögnun“, „fjár- magnsskipan“ og „vaxtamunur“, en lykilatriðið er þó að skilja við hvað er átt með „CAD-hlutfalli“. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Í FRÉTTABLAÐINU hinn 30. janúar 2003 eru birtar niðurstöður könnunar meðal landsmanna þar sem fram kemur að meirihluti svarenda er mótfallinn frjálsum innflutningi á lambakjöti. Ljóst er að íslenskur landbúnaður er mikið tilfinningamál fyrir marga Íslend- inga. En vita þeir hinir sömu hversu mikinn kostnað þeir bera af því að halda uppi íslenskum land- búnaði og hversu mikið þeir myndu hagnast ef landbúnaðar- kerfinu yrði breytt? Líklega ekki. Ef Fréttablaðið hefði spurt hvort neytendur vildu fá lamba- kjötið 300 milljónum króna ódýr- ara á ári og samtímis sjá hag þjóð- arbúsins bættan um 2 milljarða árlega hefðu svörin líklega orðið önnur. Frá upphafi árs 2002 hefur orðið viðvarandi verðlækkun á grænmeti á Íslandi. Sú lækkun er m.a. til komin vegna afnáms tolla á ákveðnar tegundir grænmetis. Til að jafna samkeppnisstöðu ís- lenskra grænmetisframleiðenda gagnvart erlendum voru teknar upp tímabundnar beingreiðslur til þeirra. Ef „grænmetisaðferðin“ er út- færð á framleiðslu íslensks lamba- kjöts, með t.d. átta ára aðlögunar- tíma, verður ávinningur þjóðarbúsins fyrrgreindir tveir milljarðar árlega frá og með árinu 2011. Er þetta framkvæmanlegt? Svarið er já. Á þessu átta ára tímabili fram til ársins 2010 yrði umframkostnaður ríkisins um 4 milljarðar. Þessi umframkostnaður fellur til tímabundið vegna aukinna beingreiðslna til bænda, uppkaupa á greiðslumarki og vegna framlags til aukinnar gæðastýringar í sauð- fjárrækt. Þannig er bændum gef- inn góður aðlögunartími til end- urskipulagningar og hagræðingar í búrekstri áður en beingreiðslur til þeirra falla alveg niður árið 2011. Þó hér sé tekið dæmi um átta ára aðlögun getur sá tími að sjálfsögðu verið lengri eða skemmri. Niðurstaða aðferðarinnar er ótvírætt bættur hagur neytenda sem felst í lægra vöruverði. Fram- leiðsluverð á lambakjöti innan- lands kemur til með að aðlagast verði á innfluttu lambakjöti fram til ársins 2010. Heildsöluverð á kílói af kindakjöti innanlands myndi t.d. verða nálægt 300 krón- um og heildsöluverð á kjúklingi einungis um 80 krónur. Önnur möguleg áhrif þessara að- gerða geta orðið eftirfarandi:  Vegna aukinnar samkeppni fækkar lögbýlum í sauðfjárrækt hraðar en ella.  Samkeppnin leiðir af sér stærri og hagkvæmari bú og bætta af- komu bænda. Af 1.506 hreinum sauðfjárbúum voru 1.184 undir 300 ærgildum árið 2001. Ætla má að bændur þurfi að lágmarki 300 ærgildi til framfærslu. Það skilar þó aðeins um 1 milljón í tekjur en hvorki fjárfestingu né uppbyggingu. Hagkvæmnis- stærð búa er talin vera um og yfir 800 ærgildi. Aðeins eitt bú af slíkri stærð er skráð í Hag- tölum landbúnaðarins árið 2002.  Með því fjármagni sem tryggt er til gæðamála er áhersla á gæði aukin. Bændur geta þannig frekar aðgreint framleiðslu sína frá erlendri á gæðum. Þannig gætu þeir forðast að falla í sömu gryfju og paprikubændur sem misstu sölu vegna lélegrar að- greiningar íslenskrar papriku frá þeirri erlendu.  Hraðari uppkaup á greiðslu- marki og afnám beingreiðslna flýta hagræðingu.  Hagræðing og hærri tekjur auka aðdráttarafl fyrir nýliðun í stétt- inni. Nýta mætti hluta þess fjár- magns sem sparast eftir að bein- greiðslur falla niður til að stuðla að áframhaldandi byggð í samræmi við öryggissjónarmið. Í lok janúar síðastliðnum bárust fréttir af tillögum sem Alþjóða- viðskiptastofnunin (WTO) er að móta og fela m.a. í sér verulega lækkun á niðurgreiðslum og tollum á landbúnaðarvörum. Það er því ekki spurning hvort heldur hvenær dregið verði úr innflutningsvernd og stuðningi við íslenskan land- búnað. Í stað þess að láta breytingarnar koma aftan að sér þurfa íslensk stjórnvöld að bregðast við og horfa áratugi fram í tímann. Sú leið sem hér hefur verið nefnd leiðir til end- urskipulagningar og hagræðingar í landbúnaði ásamt því að tryggja neytendum varanlega lækkun mat- vælaverðs á Íslandi. Notum „grænmetisað- ferðina“ til lækkunar Eftir Björgu Árnadóttur „Það er því ekki spurn- ing hvort heldur hve- nær dregið verði úr innflutnings- vernd og stuðningi við íslenskan landbúnað.“ Höfundur stundar MBA-nám við Háskóla Íslands. Í DAG hefst söfnunin „Börn hjálpa börnum“ þegar þúsundir ís- lenskra barna stíga út með söfnun- arbauka til að leggja umkomulaus- um börnum lið. Er þetta sjötta árið sem íslensk börn láta gott af sér leiða á þennan hátt með stuðningi þeirra sem af auðfúsu hjarta hafa gefið í baukana. Börnin hafa sýnt fá- dæma dugnað og þrautseigju á liðn- um árum og hefur tekist að byggja mörg hús fyrir það fé sem safnast hefur í baukana. Hús sem hafa breytt lífsmöguleikum fjölmargra barna til frambúðar. Sem dæmi um þessi umskipti er El Shaddai barna- heimilið á Indlandi þar sem börnin bjuggu við algjörlega óviðunandi að- stæður í allt of þröngu og hripleku húsnæði. Á regntímanum var þar enginn þurr blettur til að sofa á, engin vörn gegn hættulegum skrið- kvikindum og aðbúnaður var áhyggjuefni. Veiktust öll börnin meira og minna af vosbúðinni og voru þessar aðstæður ekki til að bæta líðan barnanna sem flest höfðu liðið miklar þjáningar áður en þau komu á heimilið. Þjáningar sem í mörgum tilfellum höfðu skilið eftir ör á barnssálinni, ólýsanlegar þján- ingar í formi hungurs og neyðar þar sem kornung börn hafa verið neydd út í alls kyns lífsmáta sem engri mannlegri veru er bjóðandi. Einung- is kærleikur og umhyggja geta læknað slík sár, en börnin okkar ís- lensku hafa einmitt sýnt þeim slíkan kærleika. Gátu þau ekki annað en tárast þegar þau heyrðu hvað börnin sem tóku þátt í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ höfðu gert fyrir þau. Um þessar mundir eru börnin á El Shaddai barnaheimilinu að flytja í nýtt 1.000 fermetra hús sem byggt hefur verið fyrir íslenskt fé; að lang- mestu leyti söfnunarfé barnanna okkar. Mikil gleði ríkir nú meðal indversku barnanna þar sem þau hafa beðið þess með óþreyju að þessi dagur rynni upp. Er það fyrst og fremst að þakka samhug og stóru hjarta íslenskra barna og kennara þeirra að þessi draumur er orðinn að veruleika. Í söfnuninni sem hefst í dag og stendur til 22. mars verður lögð áhersla á að safna fyrir 150 rúmum fyrir börnin á El Shaddai barna- heimilinu, en einnig verður safnað fyrir byggingu barnaskóla í Úganda með 5 kennslustofum og verknáms- skóla fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi. Mikil þörf er fyrir þessa skóla. Skólabyggingin í Úganda er við- bót við ABC-skólann í Kitetika sem byggður hefur verið fyrir íslenskt fé. Í skólanum eru nú um 800 börn og eru 80% þeirra skilgreind munaðar- laus. Er menntun eina von þeirra til að rjúfa vítahring fátæktar og er því þessi viðbót ómetanleg fyrir framtíð þeirra barna sem enn hafa ekki komist í skóla. Mjög brýnt er að fá verknámsskóla á Heimili litlu ljós- anna þar sem þess er ekki langt að bíða að elstu börnin yfirgefi heim- ilið. Mikilvægt er að þau séu vel í stakk búin til að standa á eigin fót- um og afla sér lífsviðurværis í hörð- um heimi stéttaklafa. Börnin sem taka þátt í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ leggja mikið á sig er þau stíga út hvernig sem viðrar til hjálpar munaðarlausum börnum í fjarlægum löndum. Þau treysta landsmönnum til að leggja þeim lið með því að gefa með hlýju og opnu hjarta í baukana. Með sam- eiginlegu átaki ABC-hjálparstarfs, barnanna í söfnuninni og fólksins í landinu er hægt að gefa þeim sem minnst mega sín bjartari framtíð. Íslensk börn með stórt hjarta Eftir Guðrúnu Margréti Pálsdóttur „Börnin sem taka þátt í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ leggja mikið á sig er þau stíga út hvernig sem viðrar til hjálpar munaðarlausum börnum í fjarlægum löndum.“ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri ABC- hjálparstarfs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.