Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 30
AKUREYRI 30 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES „ÉG er stolt af foreldrum í Reykja- nesbæ og mun halda þessu frum- kvöðlastarfi þeirra á lofti, eins og mér framast er unnt,“ sagði Krist- björg Hjaltadóttir, starfsmaður landssamtakanna Heimili og skóli, á blaðamannafundi í safnaðarheim- ilinu Kirkjulundi í Keflavík í gær þar sem kynntar voru nýútkomnar handbækur foreldrafélaganna í grunnskólum Reykjanesbæjar. Það voru foreldrafélög og for- eldraráð grunnskólanna fjögurra í Reykjanesbæ (FFGÍR) í samstarfi við forvarnaverkefnið Reykja- nesbæ á réttu róli (RÁRR) sem boð- aði til fundarins. Í handbókunum eru settir fram starfshættir, mark- mið og leiðir foreldrafélaganna og er útgáfa þeirra liður í gæðaverk- efninu „Betri foreldrafélög í Reykjanesbæ“ sem FFGÍR tekur þátt í að tilstuðlan Jóhanns B. Magnússonar, formanns Íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar. Hvert foreldrafélag hefur sett saman sína handbók þar sem sér- staða hvers skóla kemur fram auk sameiginlegra markmiða foreldra- félaganna sem sett eru fram undir kjörorðinu „Að róa á sömu mið“. Hvert félag leggur áherslu á að efla samstarf heimila og skóla með ýmsu móti, svo sem með því að setja sér markmið, taka þátt í sameig- inlegu starfi FFGÍR, efla upplýs- ingaflæði, kynna félagið, kjósa bekkjafulltrúa og koma á foreldra- samstarfi, svo eitthvað sé nefnt. Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á vegum RÁRR, sagði á fundinum að hér væri á ferðinni mjög athyglisvert frum- kvöðlastarf sem vert væri að gefa gaum. „Þetta mikla starf foreldra- félaganna í grunnskólum Reykja- nesbæjar, sem allt er unnið í sjálf- boðavinnu, er til fyrirmyndar fyrir landið.“ Í máli Helgu Margrétar kom einnig fram að félög grunn- skólanna fjögurra í Reykjanesbæ væru fyrst til þess að gefa út slíkar bækur og að hér væri á ferðinni mikilvæg upplýsingamiðlun sem hefði jákvæð áhrif á samstarf heim- ila og skóla. „Slíkt samstarf er öll- um til hagsbóta. Séu foreldrar með jákvætt viðhorf til skólanna og kennaranna á börnunum eftir að ganga betur í skólanum,“ sagði Helga Margrét undir lok fundarins. Formenn foreldrafélaganna af- hentu Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, fyrstu eintökin af handbókunum fjórum. Einnig fengu fulltrúar fræðslusviðs, fjöl- skyldu- og félagsmálasviðs og íþrótta-, menningar- og tóm- stundasviðs bæjarins handbæk- urnar að gjöf. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson, formaður foreldrafélags Njarðvíkurskóla, afhendir Árna Sigfússyni bæjarstjóra fyrsta eintakið af handbók félagsins. Jákvætt viðhorf foreldra skilar betri námsmönnum Reykjanesbær Foreldrafélögin gefa út handbækur UNNIÐ er að gerð þjónustusamn- ings embættis sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Við það verð- ur öll öryggisgæsla við flugfarþega á einni hendi. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hef- ur sagt upp samningi sínum við Ör- yggismiðstöð Íslands varðandi ör- yggisgæslu í flugstöðinni. Tíu starfsmönnum verður sagt upp frá og með næstu mánaðamótum. Jó- hann R. Benediktsson sýslumaður segir að hluta þeirra starfsmanna sem unnið hafa samkvæmt þessum samningi verði boðin vinna hjá embættinu, líklega sex mönnum. Jóhann segir að flugvallarstjór- inn á Keflavíkurflugvelli og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar hf. hafi ver- ið með sjálfstæðar öryggisdeildir og hafi starf þeirra skarast við starfsemi sýslumannsembættisins sem bæri ábyrgð á öryggisgæslu vegna flugfarþega. Öryggisdeild flugvallarstjórans hafi verið sam- einuð embættinu um síðustu ára- mót og með þjónustusamningi Flugstöðvar og sýslumannsemb- ættis verði framkvæmdin á einni hendi. Býst Jóhann við að gengið verði frá þessum samningi á næstu dögum. Samningur Öryggismiðstöðvar Íslands og Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar fellur úr gildi 1. júní. Jó- hann segir að sýslumaður taki ekki við öllum þeim störfum sem örygg- isverðirnir hafa unnið að, svo sem öryggisgæslu í verslunum og hús- gæslu. Þau verði væntanlega áfram boðin út. Öryggisgæsla vegna flugs á einni hendi Keflavíkurflugvöllur KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að framlag Akureyrarbæjar til Leikfélags Ak- ureyrar til reksturs atvinnuleikhúss muni verða 80 milljónir króna á þessu ári. Um frekari fjárveitingar verði ekki að ræða á árinu til þess- arar listastarfsemi. Öllu starfsfólki LA, 15 manns, var sagt upp störfum nú um mánaðamót- in, en uppsagnir taka gildi á næstu mánuðum. Félagið hefur átt við fjár- hagsvanda að stríða undanfarin misseri. Kristján Þór sagði að bærinn hefði gert forsvarsmönnum LA það ljóst um mánaðamótin október/nóvember á liðnu ári að félagið fengi þessa fjár- hæð, 80 milljónir, „og staðan er sú sama nú, hún hefur ekkert breyst,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að svo virtist sem starfsemi félagsins rúmaðist ekki lengur innan þess fjárhagsramma sem því hefði verið settur og því hefði verið gripið til þeirra ráðstaf- ana að segja starfsfólki upp. „Ég legg áherslu á það að stjórn LA ber alla ábyrgð á ráðstöfun þeirra fjármuna sem félagið hefur til umráða og Akureyrarbær mun ekki hlutast til um innri málefni þess,“ sagði bæjarstjóri. Hann sagði engin áform uppi um að draga úr þátttöku og framlögum Akureyrarbæjar á sviði menningarmála, „en um frekari fjárveitingar til rekstrarins á þessu ári er ekki að ræða,“ sagði hann. Það hvernig bærinn myndi styðja og styrkja við leiklistarstarfsemi innan vébanda sveitarfélagsins að liðnu þessu ári sagði bæjarstjóri að menningarmálanefnd hefði verið fal- ið að hafa forgöngu um að móta stefnunua og myndi vinna að því á næstu mánuðum. „Það er hins vegar alveg ljóst í mínum huga að ekki get- ur orðið af endurnýjun á samstarfs- samningi milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar í óbreyttu formi.“ Framlag Akureyrarbæjar til LA 80 milljónir í ár Engar frekari fjárveitingar á árinu STOFNFUNDUR undirbúnings- félags um byggingu jarðganga undir Vaðlaheiði var haldinn í Valsárskóla á Svalbarðsstönd í gær. Félagið hlaut nafnið Greið leið ehf. Tilgangur þess er að standa fyrir nauðsynleg- um undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði, m.a. kynningarstarf, áætlanagerð og samninga við ríkið og fjárfesta. Stofnendur félagsins eru 30 tals- ins, 20 sveitarfélög, þ.e. öll sveitar- félög á Norðurlandi eystra auk 10 fyrirtækja á svæðinu. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði ánægjulegt hversu góð samstaða væri um málið á svæð- inu og þá væri félaginu mikilvægt að fá fyrirtæki til liðs við sig, m.a. byggðafestufyrirtæki. Hlutafé Greiðrar leiðar ehf er samtals rúmar 4,4 milljónir króna. Hlutur Akureyrarbæjar er stærstur, tæplega 1,6 milljónir króna, þá greið- ir Þingeyjarsveit 500 þúsund krónur í hlutafé, en Jóhann Guðni Reynis- son sveitarstjóri sagði sveitarfélagið eiga mikilla hagsmuna að gæta varð- andi Vaðlaheiðagöng. Hvatti hann til þess að hratt væri unnið að málinu nú á næstu mánuðum. Fyrirtækin sem leggja fram hlutafé eru Alli Geira ehf., Brim hf., Flytjandi/Eimskip, Grímu ehf., Kaupfélag Eyfirðinga, Norðlenska, Norðurmjólk, SBA-Norðurleið, Skipaafgreiðsla Húsavíkur og Vél- smiðja Steindórs. KEA leggur fram eina milljón króna í hið nýstofnaða félag. Pétur Þór Jónasson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum, sagði viðtökur betri en menn hefðu fyrirfram átt von á og greinilegt að fyrirtæki á svæðinu sæju sér hag í því að vera með. Ásgeir Magnússon, Andri Teits- son og Pétur Þór Jónasson voru kjörnir í aðalstjórn á stofnfundinum í gær og þeir Jóhann Guðni Reynisson og Bjarni Jónasson í varastjórn. Í skýrslu sem kynnt var í janúar síðastliðnum kom fram að jarðgöng undir Vaðlaheiði væru arðbær fram- kvæmd, tæknilega einföld og fjár- hagslega vel framkvæmanleg. Fram kemur í skýrslunni að hægt verði að fjármagna stóran hluta fram- kvæmdakostnaðar með innheimtu veggjalds, en þó verði ekki ráðist í framkvæmdina án þátttöku ríkisins. Undirbúningsfélag um byggingu jarðganga undir Vaðla- heiði, Greið leið, var stofnað á Svalbarðsströnd í gær Góð samstaða um málið á svæðinu Morgunblaðið/Kristján Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður stjórnar Eyþings, t.h., ræðir við fundarmenn á stofnfundi undirbúningsfélagsins vegna Vaðlaheiðarganga. 20 sveitarfélög gerðust stofnfélagar á fundinum. 20 sveitarfélög og 10 fyrirtæki í hópi stofnenda Páll Rósinkranz söngvari og Óskar Einarsson píanóleikari halda tón- leika í Akureyrarkirkju á mánudags- kvöld, 3. mars, kl. 20.30. Flytja þeir lög af geislaplötum Páls auk vel þekktra gospellaga. Gestasöngvari verður Hera Björk Þórhallsdóttir. Ágóði af tónleikunum rennur til barna úr hópi þeirra flóttamanna sem væntanlegir eru til Akureyrar. Miðaverð er 1.000 krónur en 600 krónur fyrir börn yngri en 14 ára. Kór Menntaskólans á Akureyri, Páll og Óskar koma einnig fram í kvöld- messu í Akureyrarkirkju annað kvöld, 2. mars kl. 20.30 í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Fé- lagar úr Æskulýðsfélaginu flytja leikþáttinn Kærleikspóstinn. Á NÆSTUNNI ÞÓR Valtýsson bar sigur úr býtum á Skákþingi Akureyrar sem nýlega er lokið. Þór tók forystuna snemma og missteig sig aðeins einu sinni, á meðan helstu keppinautum hans tókst ekki að halda í við hann. Þór fékk 5,5 vinninga úr 7 skákum. Í öðru sæti varð sá sem fyrirfram var talinn sigurstranglegastur, stiga- hæsti maður mótsins, Guðmundur Gíslason, sem hlaut 5 vinninga. Í 3.-4. sæti lentu svo þeir Jón Björg- vinsson og Gylfi Þórhallson, en þeir fengu 4,5 vinninga. Í B-flokki gerði hinn síungi og skeinuhætti Sveinbjörn Sigurðsson sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum eftir hörkuspennandi einvígi við Eymund Eymundsson sem varð annar. Þriðji varð svo ungur og efnilegur strákur, Jón Birkir Jóns- son. Þór Akureyrarmeistari Morgunblaðið/Ómar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.