Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margrét Bjarn-fríður Þorsteins-
dóttir fæddist í
Kirkjuhvammi í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 11. mars 1932.
Hún andaðist 23.
febrúar á Landspít-
alanum við Hring-
braut 23. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ögn
Sigfúsdóttir frá Æg-
issíðu í Vesturhópi, f.
19. desember 1907,
d. 18. apríl 2001, og
Þorsteinn G. Jónas-
son, frá Hlíð á Vatnsnesi, f. 23.
ágúst 1903, d. 7. júlí 1986. Systkini
Margrétar eru: Jónas, f. 22. maí
1930, Viggó, f. 7. janúar 1934,
Sverrir, f. 13. nóvember 1936,
Árni, f. 9. október 1939, Sigurður,
f. 10. júlí 1945, Helgi, f. 28. janúar
1949, Rósa, f. 10. júlí 1950, og Sig-
ríður, f. 19. febrúar 1953.
Árið 1949 giftist Margrét Hirti
S. Jóhannssyni frá Núpum í Ölfusi,
f. 12. nóvember 1925, d. 21. júlí
1985. Þau eignuðust fjögur börn,
þau eru: 1) andvana fæddur sonur
ber 1992, og Gígju Marín, f. 27.
nóvember 2002, og 4) Jóhanna
Margrét íþróttakennari, f. 28.
september 1964, gift Ragnari M.
Sigurðssyni, íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúa, í Þorlákshöfn, þau eiga
þrjá syni: Hjört Sigurð, f. 1. ágúst
1988; Baldur Þór, f. 23. febrúar
1990, og Þorstein Má, f. 4. janúar
1993.
Margrét ólst upp í Kirkju-
hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu
til 10 ára aldurs. Þá flutti hún og
fjölskylda hennar að Miðey í Aust-
ur-Landeyjum. Árið 1944 fluttu
þau að Ljósalandi við Bláskóga í
Hveragerði. Margrét stundaði
m.a. nám við Kvennaskólann á
Hverabökkum í Hveragerði. Hún
lauk sníðameistaranámi frá Køb-
enhavns Tilskærer-Skole árið
1963 og stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Suðurlands árið 1985.
Hún stundaði um tíma nám í for-
spjallsvísindum og dönsku við Há-
skóla Íslands. Lengst af starfaði
Margrét við Sundlaugina í Lauga-
skarði, en Hjörtur eiginmaður
hennar var þar forstöðumaður um
langt árabil. Hún var virk í fé-
lagsmálum og starfaði m.a. ötul-
lega í Kvenfélagi Hveragerðis og
Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar.
Útför Margrétar verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
25. febrúar 1952, 2)
Ester kennari, f. 25.
febrúar 1952, gift
Halldóri Sigurðssyni,
skólastjóra í Þorláks-
höfn, þau eiga eina
dóttur, Aðalbjörgu, f.
7. október 1988. Synir
Halldórs frá fyrra
hjónabandi eru: a)
Haraldur, f. 28.1.
1968. Sambýliskona
hans er Helena Hall-
dórsdóttir. Börn Har-
aldar og Áslaugar
Stefánsdóttur eru
Halldór Stefán, f. 17.4.
1990, Hadda Margrét, f. 17.9. 1997
og Harpa Elín, f. 10.4. 2001. b)
Davíð f. 1972, kvæntur Elsu Gunn-
arsdóttur. Börn þeirra eru: Gunn-
ar Stefán, f. 3.8. 1992, d. 9.1. 1993,
Fannar Haraldur f. 17.5. 1994 og
Stefanía Ásta f. 11.11. 1997. 3) Þor-
steinn, skólastjóri Fellaskóla í
Reykjavík, f. 10. mars 1957,
kvæntur Ernu S. Ingvarsdóttur,
kennara í Hveragerði, þau eiga
fjögur börn: Álfhildi, f. 25. mars
1985; Fríðu Margréti, f. 28. desem-
ber 1987; Hjalta Val, f. 26. nóvem-
Á morgni konudags 23. febrúar sl.
lést tengdamóðir mín, Margrét í
Laugaskarði. Við Magga vorum góð-
ar vinkonur og það er erfitt að hugsa
sér lífið án hennar. Hún var sterkur
persónuleiki og viljasterk, hennar
skarð verður ekki fyllt. Hún hafði
stórt hlutverk í lífinu, var elsta stúlk-
an í stórum systkinahópi og til hennar
var oft leitað. Þegar hún var sextán
ára skólastúlka í Kvennaskólanum
kynntist hún stóru ástinni í lífinu,
Hirti Jóhannssyni. Þau rugluðu fljót-
lega saman reitum sínum og bjuggu
fyrst í gamla sundlaugarhúsinu í
Laugaskarði. Magga hafði gaman af
að rifja upp þessa tíma og voru þetta
henni kærar endurminningar. Það
varð Möggu mikil raun þegar Hjörtur
lést aðeins 59 ára gamall. En hún tók
mótlætinu með hugrekki, aldrei
heyrðum við hana kvarta. Þá kom sér
vel að hún hafði létta lund.
Þegar ég fór að venja komur mínar
í Laugaskarð sem væntanleg tengda-
dóttir tóku Magga og Hjörtur mér
opnum örmum. Andrúmsloftið á
heimilinu í Laugaskarði var skemmti-
legt, þar hefur verið vani að fólk segði
skoðanir sínar umbúðalaust. Í fyrstu
hélt ég að allir væru bálreiðir en sú
var ekki raunin, þetta var heimilis-
bragurinn. Þar gilti að hafa hátt og
gefa ekki eftir orðið fyrr en í fulla
hnefana. Svo var rekinn upp skelli-
hlátur. Þessar fjörugu umræður áttu
vel við tengdamóður mína. Hún fékk
glampa í augun og gaf börnunum sín-
um ekkert eftir. Stundum sló hún ein-
hverju fram til að hleypa fjöri í mann-
skapinn og þegar fólk fór að hækka
róminn blikkaði hún mig og kímdi.
Magga var mikil fjölskyldukona og
var stolt af hópnum sínum. Henni
fannst barnabörnin efnileg, hún
fylgdist vel með þeim og gladdist yfir
sigrum þeirra. Hjá henni áttu þau
dyggan stuðningsmann. Hún naut
þess að hafa þau í kringum sig, spjalla
við þau og spila eða fara með þau í
gönguferðir upp í Ölfusborgir. Magga
var vel gefin og hafði ákveðnar skoð-
anir á því sem var að gerast í kringum
hana.
Mörg húsráðin gaf hún mér úr
dönsku blöðunum en þar fylgdist hún
m.a. vel með konungsfjölskyldunni.
Magga tók veikindum sínum með
jafnaðargeði. Hún var staðráðin í að
sigrast á þeim og gerði lítið úr öllu
saman. Það gerði hún eflaust til að
hlífa okkur. Síðustu vikurnar voru
erfiðar og við hljótum að gleðjast yfir
því að nú er þjáningum hennar lokið
þrátt fyrir að við söknum hennar sárt.
Minningin um ógleymanlega
tengdamóður og vinkonu mun ávallt
lifa með mér.
Erna Ingvarsdóttir.
Hún Margrét í Laugaskarði,
tengdamóðir mín, hefur kvatt þennan
heim, er farin til æðri veraldar og án
efa hefur Hjörtur eiginmaður hennar,
sem dó langt um aldur fram, tekið á
móti henni. Milli okkar Möggu, eins
og hún var alltaf kölluð, var ætíð hlýtt
og gott samband. Ég kynntist henni
nokkrum árum áður en ég kynntist
eiginkonu minni, dóttur hennar, en ég
var þá kennari í Hveragerði og bund-
umst við þá miklum vináttuböndum
ég og þau hjón, Hjörtur og Margrét.
Eftir að ég kom í fjölskylduna hefur
Laugaskarð verið mitt annað heimili,
þangað var ætíð gott að koma. Oft
höfðum við svilarnir það að orði að
það væri ekki hægt að koma við í
Skarði öðruvísi en að drekka mikið
kaffi og borða vel með, því annars
fengjum við ekki að fara heim. Það
var mér mjög mikils virði hvað
Magga tók vel á móti sonum mínum á
sínum tíma. Þeirra fjölskyldur urðu
strax hennar fjölskylda, barnabörnin
mín hennar barnabarnabörn og þau
elskuðu hana sem langömmu sína. Á
milli Möggu og yngri sonar míns var
ætíð svolítið sérstakt samband eftir
að hann hafði innhlaup hjá henni er
hann var við nám í Garðyrkjuskólan-
um. Á undanförnum árum höfum við
ferðast mikið með Möggu, bæði er-
lendis og innanlands. Var þetta svo
fastur liður að í raun var ekki farin al-
mennileg ferð án hennar. Dóttir mín
sagði oftast ef verið var að ákveða
ferð, „kemur amma ekki örugglega
með, ég varð að hafa hana hér aftur af
því við erum alltaf í einhverjum leikj-
um og svo verð ég að hafa einhvern
með mér í herbergi“.
Magga var hjá börnum sínum til
skiptis á aðfangadagskvöld og var það
okkur ætíð gleðiefni þegar kom að því
að hún yrði hjá okkur. Mikið munum
við sakna hennar um næstu jól. Á
jóladag var alltaf jólaboð í Lauga-
skarði þar sem öll fjölskyldan kom
saman og ekki ósjaldan bað Magga
mig að kaupa jólahangikjötið sem ég
gerði með mikilli ánægju. „Þú ert að
norðan og veist hvernig gott hangi-
kjöt á að vera,“ sagði hún.
Margs er að minnast sem erfitt er
að geta um í stuttri grein. Þó langar
mig til að minnast á reitinn hennar
inn í dal en þar er svokallaður Lauga-
skarðsreitur, þar sem Magga hefur
verið að planta á undanförnum árum.
Hún sá fyrir sér skógivaxinn reit þar
sem afkomendur hennar kæmu og
settust í trjálundinn með nestiskörf-
una sína. Nú er það okkar að halda
merki hennar á lofti og gera þennan
draum hennar að veruleika.
Möggu verður sárt saknað, hún fór
alltof fljótt, hún átti eftir að gera svo
margt, við áttum eftir að fara í svo
margar ferðir, en ég veit að nú mun
hún fara í allar þær ferðir sem þau
Hjörtur áttu eftir að fara saman.
Ég mun geyma minningarnar um
Möggu tengdamóður mína, minning-
ar sem ég og fjölskylda mín munum
gleðjast yfir á ókomnum árum, megi
minning hennar lifa.
Elsku Ester, Þorsteinn og Jóhanna
og aðrir aðstandendur, megi Guð
styrkja okkur í sorginni.
Halldór.
Nú er hún amma Magga dáin, ekki
meira en sjötug. Þótt ég vissi nokk-
urn veginn að að þessu myndi koma
þá er þrátt fyrir það ekkert auðveld-
ara að horfast í augu við þetta. Það á
eftir að taka langan tíma að venjast
því að tala um ,,amma var“ í staðinn
fyrir ,,amma er“. Það er þó alltaf
hægt að eiga í huganum góðu minn-
ingarnar um þig, elsku amma. Það
sem fyrst kemur upp í huga minn frá
því ég var lítil stelpa eru heimsóknir
mínar til þín í Hveragerði, sundferð-
irnar og gönguferðirnar upp í Ölfus-
borgir og Reykjafjall. Þú tókst nesti
með og svo fengum við okkur að
drekka úr hreina læknum upp í fjalli,
hlupum alltaf fram hjá stóra steinin-
um sem virtist alltaf vera á leiðinni að
detta og ég veit ekki einu sinni hvort
hann er dottinn núna. Við lágum í
grasinu í góða veðrinu og tíndum fífur
sem við létum svo í vatn þegar við
komum heim í Laugaskarð. Svo eru
það náttúrulega öll ferðalögin sem við
höfum farið með þér í. Mér er minn-
isstæðast þegar ég fór með þér, Est-
er, Halldóri og Aðalbjörgu í vikuferð
til Akureyrar. Við fórum í sund nán-
ast á hverjum degi, komum við á
Hvammstanga og þú sýndir okkur
hvar þú hafðir leikið þér þegar þú
varst lítil uppi í Kirkjuhvammi. Við
vorum í íbúð saman og það voru ófáir
kanelsnúðarnir sem fóru ofan í okkur
þá. Ef ætti að lýsa þér, amma mín,
með einhverju einu orði þá er það
„varkár“. Þú varst varkárasta mann-
eskja sem ég hef nokkurn tímann
kynnst, ekki einu sinni pabbi hefur
tærnar þar sem þú hafðir hælana í
þeim efnum. Til dæmis þegar ég kom
heim úr ferðalaginu á Akureyri hló
mamma að því að ég væri orðin eins
og þú, sagði ,,ó ó ó ó“ í annarri hverri
setningu. Og svo þegar ég var ein-
hvern tímann að bryðja klaka sagðir
þú: ,,passaðu þig að festa þetta ekki í
hálsinum á þér.“ Amma! þú hafðir svo
gaman af að segja frá því þegar þú
varst lítil stelpa. Þú sagðir mér ýmsar
skemmtilegar sögur frá þeim tíma.
Þótt þú hugsaðir mikið um fortíðina
þá varst þú aldrei smeyk við að til-
einka þér nýjustu tækni, áttir tölvu,
vídeo og nýtt sjónvarp. Þú ætlaðir þó
ekki að kaupa þér tölvu fyrr en eftir
aldamótin, varst nefnilega alveg
sannfærð um það að tvöþúsundvand-
inn myndi setja allt í rúst í tölvuheim-
inum. Sama hvað við reyndum að
segja þér frá því að búið væri að
hugsa fyrir öllu þá var þér ekki hagg-
að, en þú fékkst þér líka tölvu fljót-
lega eftir aldamótin. Þú kunnir nátt-
úrulega ekki á tölvu og við
barnabörnin og börnin þín kenndum
þér smám saman á hana. Þú varst
með stílabók og skrifaðir áhugasöm í
bókina allt sem þú lærðir. Þú varst
einnig mjög pottþétt í öllum peninga-
málum og kunnir allt á verðbréf og
vísitölur og þannig dót sem ég veit
varla hvað heitir, skoðaðir þetta í
blöðunum og pældir þetta allt saman
út. Þú ætlaðir svo að kaupa þér lítinn
jeppa þegar þú myndir hressast, en
hann mátti ekki vera sjálfskiptur. Þú
sagðir að maður þyrfti að hafa eitt-
hvað fyrir þessu. Svo voru það allar
búðarferðirnar sem við fórum saman í
eftir að þú veiktist, þér fannst að þær
væru svo voðalega mikið vesen fyrir
mig og vildir helst borga mér fyrir
hverja ferð, heimtaðir alla vega að ég
keypti mér eitthvað nammi og gos.
Þrátt fyrir að búðarferðirnar væru
minnsta mál í heimi fyrir mig, þá vild-
ir þú alls ekki láta stjana við þig. Þér
fannst vera þitt hlutverk að stjana við
aðra. Við getum þakkað fyrir hvað þú
þurftir að þjást stutt í þínum erfiðu
veikindum og að þú gast verið heima í
Laugarskarði nánast fram til hinstu
stundar. Nú ertu komin til afa Hjart-
ar, ástarinnar í lífi þínu, núna líður
ykkur örugglega báðum vel. Elsku
amma. Ég mun aldrei gleyma þér og
veit að þú munt alltaf vaka yfir mér.
Álfhildur Þorsteinsdóttir.
Elsku amma.
Nú ertu farin. Ég trúi ekki að ég
muni aldrei sjá þig aftur.
Ég mun aldrei gleyma ömmu-
knúsinu sem ég fékk alltaf hjá þér
þegar ég kom í heimsókn. Þetta hlýja
og mjúka faðmlag sem kom mér alltaf
í gott skap.
Ég mun sakna þess hvað þú varst
alltaf góð við alla. Eins og þegar við
barnabörnin komu til að gista hjá þér
um helgar. Þú tókst okkur alltaf opn-
um örmum.
Öll ferðalögin sem við fórum í sam-
an. Hvert sem við fórum vorum við
alltaf saman í herbergi. Það var svo
gaman.
Þessum stundum á ég aldrei eftir
að gleyma.
Elsku amma, ég ætla að kveðja þig
með stuttu erindi eftir Valdimar
Briem.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Ég mun alltaf sakna þín og aldrei
gleyma þér.
Þín ömmustelpa
Aðalbjörg.
Elsku amma. Það er svo skrítið að
hugsa sér lífið án þín, þú varst alltaf
svo hress og kát og vildir aldrei tala
neitt um að þú værir lasin. Það var
svo gott að kíkja til þín í heimsókn og
sérstaklega eftir sund þegar maður
var orðinn svangur. Þú vildir alltaf
vera að gefa okkur að borða. Þú hafð-
ir mikinn áhuga á dönsku og þú naust
þess svo mikið að fá að hjálpa okkur í
dönskunni. Það verður erfitt að venj-
ast því að horfa upp í Laugaskarð og
vita ekki af þér þar. En núna ertu
komin til afa og langömmu og þau
passa þig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Fríða Margrét, Hjalti
Valur og Gígja Marín.
Nú er amma okkar sofnuð svefn-
inum langa. Það er sárt að missa
ömmu en við geymum góðar minn-
ingar um hana. Þegar við bræður
settumst niður og fórum að rifja upp
allar stundirnar með ömmu kom fyrst
upp í hugann þegar amma var hjá
okkur síðasta sumar. Þá sá hún um
heimilið í hálfan mánuð. Við fengum
að keyra gamla bláa Subaruinn henn-
ar á fáförnum vegum, óðum í Varmá,
fórum í gönguferðir og sund. Í kring-
um heimili ömmu var gaman að leika
sér. Amma var náttúrubarn og fórum
við oft í lundinn hennar sem er í
Reykjadal. Þar plöntuðum við trjám.
Á veturna var gott að koma í Lauga-
skarð og renna sér í brekkunni og
koma svo inn í hlýjuna til ömmu,
drekka kakó og fá heimabakað brauð.
Þegar við vorum litlir var hún vön að
lesa fyrir okkur og fara með bænir.
Allar þessar góðu stundir geymum
við í huga okkar. Allar hugleiðingar
okkar geymum við í bæn sem ömmu
þótti vænt um.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Hjörtur Sigurður, Baldur
Þór og Þorsteinn Már.
Mín kæra systir, hún Magga í
Laugaskarði, lést að morgni konu-
dags þ. 23. þ.m. Við Magga vorum
einstaklega samrýnd og miklir vinir
og röbbuðum um allt milli himins og
jarðar, þegar fundum okkar bar sam-
an. Magga var ákaflega greind kona,
og hafði svör við öllum sköpuðum
hlutum. Ég er þess fullviss, að margir
leituðu á hennar fund, bara til að tjá
sig um sig og sína, og samtímis að
leita ráða ef eitthvað hafði farið úr-
skeiðis. Magga hafði þann eiginleika
til að bera að geta gert gott úr öllu og
finna bestu lausnina. Magga varð fyr-
ir miklum missi, þegar árið 1985, þeg-
ar hennar ástkæri eiginmaður, öð-
lingur og lífsförunautur hann Hjörtur
kennari lést, aðeins 59 ára gamall.
Það sem létti þó undir með Möggu
minni voru afkomendur þeirra hjóna,
sem ætíð hafa stutt hana og aðstoðað
með ráðum og dáð, ég vil segja, um-
vafið hana hinum ríkulegasta kær-
leika svo eftir hefur verið tekið. Eig-
inmaður Möggu, hann Hjörtur sálugi,
var alveg stórkostlegur málamiðlun-
armaður, fljótur að hugsa út bestu
lausnirnar, enda eftirsóttur í allar
nefndir og ráð á vegum bæjarfélags-
ins, mikill félagshyggjumaður, og
vann ötult og fórnfúst starf fyrir Hér-
aðssambandið Skarphéðin til margra
ára. Þau Magga og Hjörtur voru sam-
valin hjón, stórglæsileg og skarpgáf-
uð og hvers manns hugljúfi. Á heimili
þeirra var ætíð mjög gestkvæmt, allt-
af glatt á hjalla, mikið hlegið, skegg-
rætt, hljómlist og lífsgildin krufin til
mergjar.
Magga systir var mjög fróðleiks-
fús, mikill grúskari og hafði meiri
tíma til þeirrar iðju eftir að hún dró
saman seglin við sundlaugina, en þar
starfaði hún í 40 ár samfleytt. Hún
lauk stúdentsprófi frá FS, og lagði
stund á tungumálanám við H.Í.
Ég vil fyrir hönd okkar systkin-
anna frá Ljósalandi senda öllum ætt-
ingjum og vinum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Kæra Magga systir. Megi hinn
hæsti höfuðsmiður himins og jarðar
vísa þér veginn á nýrri vegferð, veg-
ferð ljóss og kærleika.Vegferð þín
verði lýtalaus sem og hin fyrri. Hafðu
þökk fyrir allt mín elskulega systir.
Guð blessi þig og þína.
Árni Þorsteinsson.
Í dag kveðjum við Möggu í Laug-
arskarði með söknuði og þökk. Um
áratuga skeið setti hún svip sinn á
starfsemi kvenfélagsins okkar. Þar
gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum
sem öll voru unnin af einstakri sam-
viskusemi. Magga var glaðlynd kona,
einstaklega ljúf og lagði ætíð gott til
málanna. Hennar orð vógu þungt
þegar þurfti að taka alvarlegar
ákvarðanir í félagsmálum. Hún naut
einlægs trausts okkar allra. Síðustu
árin var hún okkar „fjármálaráð-
herra“ og gegndi því starfi af mikilli
trúmennsku.
Á þessum vegamótum þökkum við
henni óeigingjarnt starf að kven-
félagsmálum sem jafnan voru unnin
bæjarfélaginu til heilla.
Við þökkum henni ótal ánægjuleg-
ar samverustundir og áralanga vin-
áttu og kveðjum hana með virðingu
og þökk.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Börnum hennar, tengdabörnum,
MARGRÉT B.
ÞORSTEINSDÓTTIR