Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 60
ÍÞRÓTTIR
60 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RYAN Giggs missir væntanlega af
úrslitaleik ensku deildabik-
arkeppninnar í knattspyrnu á
morgun þegar Manchester United
mætir Liverpool á Millenium-
leikvanginum í Cardiff. Giggs
haltraði af velli þegar United
vann Juventus, 3:0, í vikunni en
þar átti hann stjörnuleik eftir að
hafa komið inn á sem varamaður í
byrjun leiks.
Giggs var ekki bjartsýnn í gær,
sagðist vera í kapphlaupi við tím-
ann sem væri vonlítið. „En ég vil
endilega spila, Cardiff er mín
heimaborg og öll fjölskylda mín
verður á leiknum. Þetta er glæsi-
legur völlur í glæsilegu um-
hverfi,“ sagði Giggs. Diego Forlan
verður ekki með United vegna
meiðsla og tvísýnt er um Wes
Brown, en Mikael Silvestre kemur
aftur inn í liðið og góðar horfur
eru á að Paul Scholes verði með.
Hjá Liverpool er ástandið betra.
Þar eru allir heilir nema Steph-
ane Henchoz, sem haltraði af
velli, meiddur á læri, þegar Liver-
pool vann Auxerre, 2:0, í UEFA-
bikarnum í fyrrakvöld.
Liverpool hefur unnið deilda-
bikarinn sex sinnum, síðast árið
2001, en Manchester United að-
eins einu sinni, árið 1992.
Giggs varla með
í heimaborginni
KRISTINN Atlason, fyrrverandi
knattspyrnumaður úr Fram, var í
vikunni ráðinn þjálfari norska liðs-
ins Stord/Moster sem leikur í 3.
deild. Kristinn hefur verið búsett-
ur í Noregi síðustu árin og þjálfað
lið í neðri deildum, síðast 3. deild-
arliðið Surnadal fyrir tveimur ár-
um.
GUÐMUNDUR E. Stephensen
freistar þess um helgina að verða
Íslandsmeistari karla í borðtennis í
tíunda skipti. Íslandsmótið fer
fram í TBR-húsinu við Gnoðarvog
í dag og á morgun. Guðmundur
hefur unnið titilinn samfleytt í níu
ár, en hann sigraði í fyrsta skipti
árið 1994 þegar hann var aðeins 11
ára gamall.
SILJA Þórðardóttir, knatt-
spyrnukona úr FH, gekk í gær til
liðs við Breiðablik. Silja, sem er
tvítug, hefur verið í lykilhlutverki í
FH-liðinu og hún á að baki 8 leiki
með 21-árs landsliði Íslands.
ÁGÚST Guðmundsson, knatt-
spyrnumaður úr Val, er farinn til
Danmerkur og leikur þar með Ko-
rup, sem er í 12. sæti af 16 liðum í
2. deild. Ágúst hefur leikið 7 leiki
með Val í úrvalsdeildinni en hefur
einnig spilað með ÍR og Dalvík.
LA GALAXY frá Bandaríkjun-
um sigraði Viking frá Noregi, 3:0,
í leik um þriðja sætið á La Manga
knattspyrnumótinu á Spáni í gær.
Hannes Þ. Sigurðsson lék ekki
með Viking, sem átti enga mögu-
leika gegn öflugu bandarísku liði.
MICHAEL Jordan lét stokkbólg-
ið hné ekki koma í veg fyrir að
hann tryggði Washington sigur á
Houston, 100:98, í framlengdum
leik í NBA-deildinni í körfuknatt-
leik í fyrrinótt. Jordan, sem er ný-
orðinn fertugur, skoraði 10 stig í
framlengingunni og 35 stig alls,
auk þess sem hann tók 11 fráköst í
leiknum.
DOUG Collins, þjálfari Wash-
ington, sagði að fáir hefðu treyst
sér að spila svona á sig komnir.
Það skýrðist ekki fyrr en í upp-
hitun hvort Jordan gæti verið með
en hann spilaði í 50 mínútur alls.
Jordan hefur nú skorað 30,6 stig
að meðaltali í leik eftir að hann
komst á fimmtugsaldurinn.
TONY Pulis, knattspyrnustjóri
Stoke City, hyggst tefla fram
óbreyttu liði gegn Burnley í ensku
1. deildinni í dag – sama liði og
vann Walsall, 1:0, á miðvikudag.
Brynjar Björn Gunnarsson og
Bjarni Guðjónsson verða því í
byrjunarliðinu en Pétur Marteins-
son verður þá væntanlega áfram
utan leikmannahópsins.
STOKE getur komist úr fallsæti
með sigri og á miðvikudag leikur
liðið þriðja heimaleikinn í röð, gegn
Ívari Ingimarssyni og félögum í
Brighton sem eru stigi fyrir ofan
þá fyrir leiki helgarinnar.
FÓLK
BIKARGLÍMA Íslands verður hald-
in í dag í Hagaskóla og er þetta í
31. sinn sem hún er haldin. Að
þessu sinni eru keppendur frá sjö
félögum og flestir bestu glímumenn
landsins verða meðal keppenda.
Keppt verður í sjö flokkum og eru
flestir keppendurnir í yngstu flokk-
unum en keppendur koma frá KR,
HSK, HSÞ, UÍA, Ármanni, Fjölni
og GFD. Búast má við spennandi
keppni í mörgum flokkum og má
sem dæmi nefna að í karlaflokki
verða meðal keppenda Ólafur Odd-
ur Sigurðsson, Ingibergur Sigurðs-
son, Lárus Kjartansson og Pétur
Eyþórsson. Hjá konum verða Inga
Gerða Pétursdóttir, Svana H. Jó-
hannsdóttir og Soffía Björnsdóttir
meðal keppenda.
Ólafur Haukur Ólafsson, KR,
hefur oftast sigrað í Bikarglímunni
en hann sigraði átta sinnum, fyrst
árið 1981 þá aðeins 19 ára og yngsti
sigurvegarinn í mótinu.
Karólína Ólafsdóttir hefur oftast
sigrað í kvennaflokki, fjórum sinn-
um, og getur Inga Gerða Péturs-
dóttir jafnað það met með sigri
núna,
Bikarglíma Íslands
GUÐMUNDUR Steinarsson, knatt-
spyrnumaður úr Keflavík, gekk í
gær til liðs við danska 1. deildar
félagið Brönshöj. Liðið er í 12.
sæti af 16 liðum í 1. deildinni þeg-
ar keppnin þar er hálfnuð en
fyrsti leikur liðsins eftir vetr-
arfríið er gegn B1913 hinn 15.
mars. Brönshöj er frá Kaup-
mannahöfn og hefur oft leikið í
efstu deild en ekki átt sæti þar
síðustu 14 árin.
Guðmundur er 23 ára og hefur
verið einn lykilmanna Keflvíkinga
mörg undanfarin ár en hann hef-
ur leikið með þeim allan sinn feril,
nema hvað hann spilaði eitt tíma-
bil með KA. Guðmundur á að baki
82 leiki í úrvalsdeildinni og hefur
skorað 28 mörk, og hann hefur
spilað með öllum landsliðum Ís-
lands. Fyrsta og eina A-landsleik-
inn til þessa lék hann gegn Bras-
ilíu fyrir ári. Guðmundur hefur
verið einn helsti markaskorari
Keflvíkinga undanfarin ár en
tímabilið 2000 urðu hann og Andri
Sigþórsson úr KR jafnir og
markahæstir í úrvalsdeildinni.
Guðmundur
til Brönshöj
Vala hefur lítið keppt í vetur ogsegir hún það með vilja gert.
Hún var þó á meðal þátttakenda á
Opna danska meist-
aramótinu í frjáls-
íþróttum um síðustu
helgi og náði öðru
sæti á eftir Þóreyju
Eddu Elísdóttur, FH, stökk 4,20
metra, 10 sentímetrum lægra en
Þórey. Þetta er besti árangur Völu í
vetur en allnokkuð frá hennar besta
í stangarstökki innandyra, 4,45,
sem hún náði þegar hún tryggði sér
silfurverðlaunin á HM í Maebashi í
Japan fyrir fjórum árum.
„Æfingar mínar síðustu mánuði
beinast fyrst og fremst að því að ég
nái árangri utanhúss í sumar. Ég
ákvað að leggja litla áherslu á
keppni innanhúss í vetur, vil frekar
leggja allt undir í sumar og koma
virkilega sterk til leiks,“ segir Vala
sem hyggst eigi að síður taka þátt í
Opna sænska meistaramótinu í
Sätrahallen í Stokkhólmi um
helgina. „Það er möguleiki á að ég
taki þátt í einu móti innanhúss í vet-
ur til viðbótar sænska mótinu. Það
er ekki alveg komið á hreint,“ segir
Vala hress í bagði. „Ég var bæri-
lega sátt við árangurinn á danska
mótinu um síðustu helgi. Þar fann
ég að það stefnir allt í rétta átt hjá
mér,“ segir Vala sem vonast til að
stökkva hærra á morgun þegar
stangarstökk kvenna verður á dag-
skrá Opna sænska mótsins.
„Það verður væntanlega hörku-
keppni í Stokkhólmi. Þar mætumst
við fimm stökkvarar sem erum
svipaðir að getu, stökkvum þetta á
bilinu 4,30 til 4,50 metra, þannig að
ég reikna með spennandi og
skemmtilegri keppni og vonandi
tekst mér vel upp,“ segir Vala sem
æft hefur með Þóreyju Eddu í
Gautaborg í vikunni en Þórey hefur
dvalið ytra hjá Völu síðustu vikuna.
Auk Völu og Þóreyjar eru Svíarnir
Kirsten Belin og Hanna Mia Pers-
son skráðar til leiks svo og danski
methafinn, Marie Bagger Bohn.
Þess má geta að Belin sló Norð-
urlandamet Völu í stangarstökki ut-
anhúss í haust og hefur saumað að
Norðurlandameti Þóreyjar í stang-
arstökki innanhúss í vetur, 4,51.
Það mætast því stálin stinn í Sätra-
hall á sunnudaginn.
Ein breytingin sem átt hefur sér
að stað hjá Völu er sú að hún er far-
inn að æfa og keppa á annarri gerð
stanga en áður. Þær nýju eru úr
koltrefjaefni en þær sem hún notaði
áður eru út trefjagleri. „Ég þarf að
læra betur á þessar nýju stangir en
ég geri mér góðar vonir um að þær
hjálpi mér til þess að ná betri ár-
angri en áður þegar ég hef að fullu
lagað mig að þeim,“ segir Vala.
Meðal eiginleika þessara kol-
trefjastanga er að þær gefa meiri
hraða, lyfta stökkvaranum hraðar
upp en hin tegundin. „Ég vonast til
að hitta á betri stökk með þeim en
það er ljóst að það mun taka mig
svolítinn tíma að venjast þeim,“
segir Vala. Þessi tegund stanga er
að ryðja sér rúms á meðal stang-
arstökkvara og sífellt fleiri nota
þær að staðaldri en áður og verður
fróðlegt að fylgjast með hvort Völu
tekst að komast upp á lagið með
þær.
Vala keppir ekki á heimsmeist-
aramótinu innanhúss sem fram fer í
Birmingham eftir hálfan mánuð.
Segist ætla í staðinn að koma sterk
til leiks á HM utanhúss í París í
ágúst. „Ég horfi bjartsýnum augum
fram á sumarið, stefnan hefur verið
sett á HM í París,“ segir Vala
Flosadóttir stangarstökkvari.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vala Flosadóttir verður á ferðinni um helgina á sænska meistaramótinu í Stokkhólmi.
Vala Flosadóttir ætlar að koma sterk til leiks í sumarbyrjun
Stefnir á HM í París
„HLUTIRNIR eru smátt og smátt að koma hjá mér. Það hefur gengið
vel við æfingar upp á síðkastið og ég er því bjartsýn,“ segir Vala
Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, en hún hefur ekkert verið í
sviðsljósinu síðustu mánuði og verið talsvert frá sínu besta frá því
hún vann bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Sydney haustið
2000. Vala býr sem fyrr í Gautaborg í Svíþjóð og æfir þar undir
stjórn þarlends þjálfara.
Eftir
Ívar
Benediktsson