Morgunblaðið - 04.03.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 04.03.2003, Síða 14
Húsið er á tveimur hæðum ásamt kjallara og 27 ferm. innbyggðum bílskúr, samtals tæpl. 290 ferm. Ásett verð er 29,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Valhöll. Reykjavík – Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu fallegt tæplega 290 m2 einbýlishús við Langagerði 114. Húsið er á tveimur hæðum ásamt kjallara og 27 m2 innbyggðum bíl- skúr. „Húsið stendur á skemmtilegum stað með baklóð í suður,“ sagði Bárð- ur Tryggvason hjá Valhöll. „Garður- inn er sérlega fallegur og hannaður af Stanislas Bohic en samt viðhalds- léttur og ekki stór. Húsið hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi og því hef- ur alla tíð verið mjög vel við haldið. Á aðalhæð hússins er flísalögð for- stofa með marmara og skáp. Eldhúsið er með góðri innréttingu og borð- krók. Á aðalhæð er ennfremur flísa- lögð gestasnyrting, bókaherbergi og rúmgóðar, glæsilegar stofur með arni og ljósum teppum. Á efri hæðinni eru tvö teppalögð barnaherbergi með skápum, flísalagt baðherbergi með baðkari, innréttingu og glugga. Hjónaherbergið er sérlega stórt með miklum skápum og útgangi út á stór- ar suðursvalir, en sá hluti er nýlegur. Þar eru innbyggð ljós og upptekin loft. Í kjallaranum er mjög stórt fjöl- skylduherbergi með dúkflísum á gólfi, annað gott teppalagt svefnher- bergi og gott flísalagt þvottahús með sturtuklefa, ennfremur búr og geymsla. Innangengt er í bílskúrinn. Húsið er sérlega vandað að allri gerð og afhending gæti orðið í júní nk.,“ sagði Bárður Tryggvason að lokum. Ásett verð er 29,8 millj. kr., en húsið er skuldlaust. Langagerði 114 14 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.