Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.03.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 B 29HeimiliFasteignir Dalatangi - Mos. Hörkugott rað- hús vel staðsett á rólegum stað um 87 fm, 2 svefnh., suð-v.verönd, bíslkúrsréttur. Verð 13,2 millj. ( 4277 ) Dalhús Fallegt og vel staðsett 126 fm raðhús, tvær hæðir og ris, 3-4 svefnh., lokuð stór skjólverönd/sólpallur. Skemmti- legt hús sem býður uppá ýmsa möguleika Verð 15,5 millj. ( 4234 ) Laugavegur raðhús Glæsileg eign í hjarta bæjarins til sölu. 133 fm 4 herb. íbúð í raðhúsi við Laugaveg. 2 baðherb. Stór og rúmgóð stofa. Einstakt útsýni. Verð 20 millj. 4734 Hverfisgata - Bakhús Mjög gott hús á eignarlóð, kjallari 2 hæðir og ris, samtals 165 fm. Miklir útleigu mögu- leikar, m.a. tvö 3ja herb. auk tveggja stakra herb. Hugsanlegt er að nýta risið til íbúðar einnig. Hér er kjörið tækifæri fyrir hug- myndaríka. Verð 18,2 millj. Hátröð lækkað verð Fallegt einbýli á grónum stað í Kópavogi. Endur- nýjaðir ofnar, pípu- og raflagnir. Góð ver- önd, garðskáli og heitur pottur. Góður skúr og aukaíbúð (leigutekjur) Verð 24,9 millj. áhv. húsbr. 4,5 millj. ( 4391 ) Funafold Vorum að fá í sölu glæsilegt 191,5 fm ein- býlishús á einni hæð þar af er bílskúrinn 32,2 fm, 4 rúmgóð svefnherbergi, rúmgott eldhús með góðum innréttingum. Verð 25,9 millj. Túngata Álftanesi Skemmtilegt 143 fm hús á 1 hæð með ca 50 fm tvö- földum bílskúr. Rúmgóð og björt stofa með borðstofu. 4 svefnh. Stór lóð fyrir græna fingur. Nýtt parket . Innangengt í bílskúr. Skoðaðu þetta hús. Verð 18,8 millj. (856) Jónsgeisli - Grafarholt Vel hannað 175 fm einbýli í smíðum á 2 hæð- um, samtals 205 fm, auk 30 fm bílskúrs. Gert er ráð fyrir 4-5 svefnherb, mjög rúm- góðri stofu og borðstofu. Frábær stað- setning. Góð 1000 fm lóð. Húsið skilast fullbúið að utan undir málningu, grófjöfnuð lóð og fokhelt að innan. Verð 16,9 millj. (4496) Birkiás-Gbæ Frábært verð!!! Þrjú einstaklega skemmtileg samt. 156 fm raðhús með bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsin skilast fullb. að utan og fokh. að innan. 3-4 svefnh. og verul. stórar svalir til suðurs. Verð frá 14,5 millj. ( 4324 ) Landsbyggðin Furugrund - Selfoss Falleg og vel staðsett 122 fm steinsteypt parhús með bílskúr. Skilast fullbúið að utan og til- búið til innréttinga að innan, eða efitr nán- ara samk. Verð frá 10,5 millj. ( 45 ) Húsin munu standa sitt hvorum megin við Birkiholt neðst á teikningunni. Álfta- nesskóli sést fyrir ofan til hægri. Framkvæmdir hófust um áramót en fyrstu tvö húsin verða afhent í október–nóvember á þessu ári, önnur tvö eru á áætl- un í febrúar–marz á næsta ári og þau síðustu í maí–júní þar á eftir. svæðinu samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Til þess að leysa þetta verk fengu þau öfl- ugan jarðverktaka, Magna ehf., sem tók að sér alla gatnagerð, gröft fyrir húsunum og allan yfirborðsfrágang á lóðum, eins og hellu- og þökulagn- ir, malbik og frágang á bílastæðum. Bæði Húsbygg og Mark-Hús hafa langa reynslu af húsbyggingum. Húsbygg er sprottið upp úr ÁHH- byggingum, sem byggðu m.a. hús Samtaka atvinnulífsins og hús Ný- herja auk mikils fjölda af íbúðum, Mark-Hús hafa lengi látið til sín taka á nýbyggingamarkaðnum, bæði í atvinnu- og íbúðarhúsnæði og byggðu m.a. 18 raðhús á Álftanesi fyrir Búmenn. Íbúðir Húsbygg eru til sölu hjá fasteignasölunni Borgir en íbúðir Mark-Húsa hjá fasteignasölunni Hraunhamar. Þetta verða ódýrar íbúðir miðað við markaðinn fyrir nýj- ar íbúðir nú en 2ja herb. íbúðirnar kosta 10,9 millj. kr., 3ja herb. íbúð- irnar kosta 12,9 millj. kr. og 4ra herb. íbúðirnar kosta 13,9 millj. kr. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna samkvæmt framansögðu. Framkvæmdir hófust um áramót en fyrstu tvö húsin verða afhent í október-nóvember á þessu ári, önn- ur tvö eru á áætlun í febrúar-marz á næsta ári og þau síðustu í maí-júní þar á eftir. Íbúðirnar eru einkum miðaðar við þarfir ungs fjölskyldufólks en skort- ur hefur verið á slíkum íbúðum á Álftanesi. „Það er mikill áhugi úti á markaðnum á þessum íbúðum,“ seg- ir Magnús Geir Pálsson hjá Borgum, sem selur íbúðirnar fyrir Húsbygg. „Það sýnir sig bezt í því, að við hjá Borgum seldum níu íbúðir á fyrstu tveimur dögunum, eftir að við hófum sölu á þessum íbúðum.“ Magnús Geir kvað lítið um það nú, að íbúðir seldust samkvæmt teikn- ingum eins og kallað er, það er áður en framkvæmdir væru varla hafnar. Þessi mikla eftirspurn hefði komið sér á óvart, en skýringuna væri vafa- laust að finna í góðri staðsetningu íbúðanna en ekki síður í því, að þær væru í senn hentugar og ódýrar mið- að við verð á nýjum íbúðum nú. „Þessi mikla eftirspurn sýnir, að það hefur sárvantað íbúðir af þessu tagi á Álftanesi. Það er einmitt áber- andi, að það er mest ungt fólk og í langflestum tilvikum fólk af Álfta- nesi, sem sækist eftir þessum íbúð- um,“ sagði Magnús Geir að lokum. Að sögn Þorbjörns Helga Þórðar- sonar hjá Hraunhamri hafa viðbrögð við íbúðum Mark-Húsa líka verið einstök. „Það eru komin tilboð í allar 4ra herb. íbúðirnar og áhuginn á minni íbúðunum er ekki síður mik- ill,“ sagði Þorbjörn Helgi. Hann telur skýringuna á þessum mikla áhuga vera þá, að lítið hefur verið byggt af íbúðum af þessu tagi á Álftanesi á undanförnum árum. „Þetta er mikið fólk af Álftanesi, sem hefur flutzt burtu en vill flytjast aft- ur til Álftaness nú þegar það á kost á nýjum íbúðum þar,“ sagði Þorbjörn Helgi ennfremur. „Þessar íbúðir hafa líka marga kosti. Þær eru ódýrar og hentugar og frá þeim er útsýni út á sjóinn og til fjalla. Snæfellsjökull blasir við í góðu veðri. Það er einnig stutt í skóla, leikskóla og sundlaug, en þessi mannvirki eru öll rétt hjá.“ Víðsýnt er frá byggingarsvæðinu. Það sést vel út á sjóinn og einnig til fjalla. Esjan blasir við. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hafnarfjörður - Hjá Fasteignasölunni Re/Max, Suðurlands- braut 12, er nú til sölu efri hæð, ris og bílskúr að Sunnuvegi 12 í Hafnarfirði. Um er að ræða um 100 fm hæð með 40 fm ris- lofti. Bílskúrinn er um 23 fm. „Þetta er 138 fm íbúð á 2. hæð í góðu tvíbýli í grónu hverfi í Hafnarfirði. Íbúðin er hönnuð af arkitektinum Birni S. Halls- syni og hefur ekkert verið til sparað við að gera hana sem glæsilegasta,“ segir Viggó Sigursteinsson hjá Re/Max. Íbúðin skiptist þannig að á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefn- herbergi með skápum og gluggum í tvær áttir. Borðstofa er með miklum sérsmíðuðum skápum og eldhúsið er vel útbúið. Baðherbergið er rúmgott með stórum, flísalögðum sturtu- klefa, sem nýtist einnig sem baðker. Hvítar flísar eru á öllum gólfum á neðri hæð. Í alrými á hæðinni eru miklir og góðir skápar og þaðan er tréstigi upp á risloftið. Þar er einnig svefnherbergi sem er að hluta undir súð. Risloftið, sem líkist koníaksstofu, er með arni og stórum bogadregnum gluggum með útsýni til allra átta. Það er stærra en fermetrafjöldinn segir til um, því allt rýmið er nýtt með hillum. Allar innréttingar í íbúðinni eru í stíl og skemmti- lega hannaðar og lýsingin er vönduð. Þetta er glæsileg eign á rólegum og góðum stað við Lækinn. Ásett verð er 19,9 millj. kr. Sunnuvegur 12 Íbúðin er efri hæð og ris, um 140 fm, auk 23 fm bílskúrs. Húsið er í sölu hjá fasteigna- sölunni Re/Max, en ásett verð er 19,9 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.