Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 7 í nýju umhverfi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 2 00 30 02 /2 00 3 Fundarfriður og allt er til reiðu á fundarstað! Þjónusta við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Hafðu strax samband við Hópadeild í síma 570 3038/3035 tölvupóstur: hopadeild@flugfelag.is f l júgðu frekar! símtal FLOGIÐ OG FUNDAÐ Flugfélag Íslands og samstarfshótel úti á landi bjóða í einum pakka alla aðstöðu til fundarhalda. Fljúgið að morgni og aftur heim sam- dægurs um kvöldið eða gistið eina nótt eða fleiri. Náið betri árangri á fundi Eflið starfsandann og treystið liðsheildina í samstilltum hóp með góðri dvöl á fyrsta flokks gististöðum úti á landi. VIÐ SJÁUM UM ALLAN UNDIRBÚNING Hópadeild Flugfélags Íslands pantar flugfar, akstur til og frá flugvelli á áfangastað, fundar - aðstöðu og veitingar og sér til þess í samvinnu við samstarfshótel að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu og skipuleggjum skoðunar ferðir eða aðrar útivistarferðir í nágrenni fundarstaðanna. • fundaraðstaða fyrir allt að 80 manns • fundaraðstaða fyrir allt að 110 manns • fundaraðstaða fyrir • fundaraðstaða fyrir allt að 230 manns allt að 60 manns LOKAHÁTÍÐIR Stóru upplestrar- keppni grunnskólanna standa yfir á 29 stöðum víða um landið. Á hátíð- unum lesa valdir nemendur í 7. bekk úr hverju byggðarlagi fyrir sig brot úr skáldverki og ljóð. Dómnefnd vel- ur svo þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Flytjendur á lokahátíðunum eru alls 400 talsins sem allir fá bókina Þjóðsögur við sjó frá Eddu-útgáfu, og á hverjum stað fá þrír efstu, sam- tals 87 flytjendur, bankabók frá Sparisjóðnum ásamt verðlauna- skjalinu. Skólar verðlaunalesaranna fá líka skjal sem rammað er inn og hengt upp í skólunum. Ekki verður ein lokahátíð þar sem þeir bestu í hverju byggðarlagi etja kappi heldur er litið svo á að í 7. bekk séu 87 verðlaunalesarar sem allir eru færir um að lesa af snilld. „Þetta hefur gengið betur og bet- ur með hverju árinu sem líður,“ seg- ir Baldur Sigurðsson, dósent í ís- lensku við Kennaraháskóla Íslands en skólinn og fleiri aðilar standa að keppninni. „Það hefur verið mjög gott andrúmsloft í kringum þessa keppni eftir að hún náði að skjóta rótum. Krakkarnir standa sig æ bet- ur.“ Baldur sagði nemendur af Suður- landi áberandi góða í lestrinum og því væri meðal annars að þakka að kennarar þeirra hafa sótt námskeið um framsögn. „Við höfum tekið framburð, framsögn og framkomu föstum tökum hér í Kennaraháskól- anum undanfarin 10 ár. Við sjáum því í krökkunum það sem við höfum verið að kenna kennaranemunum,“ segir Baldur. Baldur segir líka ánægjulegt að sjá að markmiðin að glæða áhuga á íslensku og bókmenntum hafi náðst. „Þar að auki er ýmislegt fleira sem fylgir með í kaupunum. Það að standa upp á endann og lesa, þar sem kröfur eru gerðar til flutnings- ins, að horfast í augu við áhorfand- ann og koma merkingunni til skila, reynir ofboðslega mikið á krakk- ana,“ segir Baldur. Hann segir þátttökuna enn frem- ur veita þeim heilmikið sjálfstraust. Baldur segir einnig að nemendur með lestrarörðugleika komi þægi- lega á óvart í keppninni. Þeir leggi mikið á sig til undirbúnings og upp- skeri því enn ríkulegar en aðrir. Fá aukið sjálfstraust við að koma fram Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Svala Hrönn Sveinsdóttir, 12 ára, varð í fyrsta sæti í keppninni. VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist við Þverbrekknamúla í Kjalhrauni á laugardagskvöld er hann féll af sleða sínum og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild voru meiðsl hins slas- aða ekki alvarleg og var hann út- skrifaður samdægurs. Minni þyrla Gæslunnar, TF- SIF, var send eftir manninum og fór í loftið kl. 17.30. Var hún komin á slysstað kl. 18.22 og hélt til Reykjavíkur stundarfjórðungi síð- ar og lenti við Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi kl. 19.11. Maðurinn var á ferðalagi með hópi vélsleðamanna er slysið varð og voru félagar hans vel búnir og hringdu í lögreglu úr gervihnatta- síma sem þeir höfðu meðferðis. Flug TF-SIF gekk ágætlega þrátt fyrir snjókomu og lélegt skyggni á slysstað. Slasaðist á vélsleða við Þver- brekknamúla ♦ ♦ ♦ „HVERNIG tryggjum við varnir Ís- lands á 21. öld?“ er yfirskrift mál- fundar um varnir Íslands sem hald- inn verður á vegum Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) á morgun, þriðjudag, kl. 17.15 í Skála á Hótel Sögu. Framsögumenn verða: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, og Þórunn Svein- bjarnardóttir alþingismaður. Fund- arstjóri verður Magnús Þór Gylfa- son, formaður Varðbergs. Eftir framsöguerindin verða pallborðsum- ræður. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um öryggis- og varnarmál Íslands. Fundur um varnir Íslands ♦ ♦ ♦ NÝSKÖPUNARSJÓÐUR náms- manna og Sveitarfélagið Skagafjörð- ur hafa gert með sér samkomulag um stuðning við nýsköpunarverkefni sem tengjast Skagafirði. Með samstarfinu er ætlunin að efla rannsóknir og nýsköpun í at- vinnulífi í Skagafirði með því að gefa fleiri námsmönnum möguleika á að vinna að slíkum verkefnum í hér- aðinu í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir. Þær umsóknir sem berast eru metnar af Nýsköpunarsjóði og út- hlutað í samvinnu við atvinnu- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins. Ráðgert er að 10 verkefnastyrkj- um verði úthlutað sérstaklega á þessu ári á grundvelli þessa sam- komulags. Stuðningur við nýsköpun í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.