Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 15                                                                                                                                   !                          !      "    #    $$       %  HVAÐ þarf til, svo að tónleikar heppnist – hljóðfæraleikarinn kom- ist skammlaust frá sínu og áheyrendur upplifi það sem til var ætlast? Möguleikhúsið frum- sýndi í fyrradag einleik Stefáns Arnar Arnar- sonar sellóleikara sem hann samdi í samvinnu við Pétur Eggerz, þar sem glímt er við þessar spurningar. Sellóleikar- inn er mættur til að halda tónleika. Á efnis- skránni er Svíta nr. 1 í G-dúr eftir Bach. Ým- islegt fer úrskeiðis, fyrst og fremst vegna þess að einbeiting selló- leikarans er vægast sagt brokkgeng, en einnig vegna utanaðkomandi áreita. Áhorfandinn er leiddur í gegnum heim þar sem mörk raunveru- leikans og ímyndunar- afls hljóðfæraleikarans eru óljós. Hugmynd Stefáns Arnar er skemmtileg. Ekki síst vegna þess að hún leiðir áhorfandann í sann- leikann um hvað það getur verið vandasamt að sitja einn á sviði og leika tónlist fyrir fullu húsi áheyr- enda. Það er ekkert grín. Lát- bragðsleikur Stefáns Arnar er lið- lega hálftíma langur, og því sniðinn að þörfum skólanna, sem gætu boðið nemendum sínum upp á „kennslustund“ í raunum hljóð- færaleikarans. Umgjörð verksins er að sama skapi einföld og „með- færileg“. Hún ætti þó ekkert síð- ur að höfða til fullorðinna – og kannski sérstaklega tónlistar- manna sem fá þarna gott tæki- færi til að skoða sjálfa sig í spé- spegli – og þeirra sem sækja tónleika. Það mæðir á Stefáni Erni að halda athygli áhorfenda fanginni án þess að nokkuð sé talað. Hér er það músíkin og látbragðið sem ræður úrslitum um að vel til tak- ist. Stefán Örn er ekki leikari, en sýnir þó prýðisgóða takta í þá veruna. Hlutverk tónlistarinnar er stórt, og við lesum líð- an sellóleikarans úr framvindu hennar. Þeg- ar einbeitingin bregst sellóleikaranum fer leikurinn af stað og þá fer allt úrskeiðis sem hugsast getur. Hann lætur glepjast af kunn- ingjum útí sal – lætur sig dreyma um að vera að spila eitthvað allt annað – kannski einleik með stórri hljómsveit – eða að vera sjálfur hljómsveitarstjóri. Til- hugsunin um að vera „ofurkúl“ rokkari frek- ar en settlegur Bach- spilari heillar hann líka. Og jakkinn hans er eins og hamur – skiptir lit- um eftir því sem draumarnir verða lit- sterkari og geggjaðri. Það væri gleðispillir fyrir þá sem eiga eftir að sjá verkið, að segja frekar frá þeim kostu- legu uppákomum sem sellóleikarinn lendir í. Stefán Örn heldur at- hygli áhorfenda full- komlega í látbragðinu, og lengd verksins alveg mátulega stutt til þess að halda. Leikurinn minnir um margt á trúðleik, og mætti Stef- án þess vegna ýkja lát- bragðið enn meira til að gera meira úr hlægi- legustu atriðunum. Hljóðmyndin sem er í raun mót- leikari Stefáns, er ákaflega skemmtileg og vel saman sett. Leikur Stefáns á sellóið fylgir hugarástandi sellóleikarans vel, og það gerir sýninguna sterkari að fá að kynnast fyrstu sellósvítu Bachs í þessu ljósi. Hún hlýtur að verða áheyrendum minnisstæðari fyrir vikið. Þetta var smellin sýn- ing sem sýndi heim tónlistar- mannsins í óvæntu og bráðfyndnu ljósi. Raunir sellóleikarans LEIKLIST/TÓNLIST Möguleikhúsið Stefán Örn Arnarson flutti látbragðsleik sinn og Pét- urs Eggertz byggðan á hug- mynd Stefáns Arnar, í leik- stjórn Péturs. Leikmynd og búningar: Katrín Þorvalds- dóttir; hljóðmynd: Stefán Örn Arnarson; lýsing: Bjarni Ingvarsson; píanóleikur: Þorsteinn Gauti Sigurðs- son. Laugardag kl. 17.00. TÓNLEIKUR Morgunblaðið/Jim Smart „Stefán Örn heldur athygli áhorfenda fullkomlega í lát- bragðinu,“ segir Bergþóra Jónsdóttir. Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.