Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hygg að flestir sem til þekkja dáist að hve Landsvirkjun hefur ver- ið til mikillar fyrirmyndar í umhverf- ismálum. Virkjanir ganga í eðli sínu á óspillta náttúru en það er nauðsyn- legur fórnarkostnaður til þess að hægt sé að veita fólki lífskjör sem eru samkeppnishæf við lífskjör í ná- grannalöndunum. Hvar sem Lands- virkjun hefur staðið fyrir fram- kvæmdum er frágangur til fyrirmyndar, hönnun mannvirkja fellur vel að umhverfinu og greini- lega tekið tillit til náttúrunnar eins og hægt er. Við Íslendingar erum einnig stoltir af því lýðræði sem við búum við. Þeir straumar og þær stefnur sem uppi eru í stjórnmálum eru kynntar á margvíslegan hátt og enginn er í vafa um að þegar til kosninga kemur njóta sjónarmið styrks í samræmi við vilja kjósenda. Langflestir Íslendingar telja sig vera umhverfissinna. Við viljum vernda umhverfið eftir því sem unnt er og við umgöngumst náttúruna með tilhlýðilegri virðingu – langflest. Ástæða þess að ég nefni þetta hér er að nú er – að því er virðist – fá- mennur hópur að skrumskæla þetta allt. Framkoma þeirra sem hæst hafa um umhverfismál hér á landi er á stundum farin að minna á fram- komu ótíndra hryðjuverkamanna. Þeir hafa tekið sér einkaleyfi á hug- takinu „umhverfisverndarsinni“ og eru með málflutningi sínum á góðri leið með að gera það að skamm- aryrði. Jafn fámennir og þeir eru, samkvæmt kjörfylgi, skoðanakönn- unum og fundarsókn, tala þeir í nafni fjöldans og lýðræðisins og hafa þannig einnig skrumskælt það ágæta orð og gert það merkingar- laust. Og mér sýnist að þeir séu á góðri leið með að koma því að hjá landsmönnum að fyrirtæki þeirra, Landsvirkjun, sé í beinum hernaði gegn landi eigenda sinna, þvert á all- ar staðreyndir. Vonandi heldur svona skrumskæl- andi áróður áfram að missa marks meðal þjóðarinnar. Skrumskæling umræðunnar Eftir Pétur Bjarnason „Vonandi heldur svona skrumskæl- andi áróður áfram að missa marks meðal þjóðarinnar.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og áhugamaður um umhverfismál. ÞÓTT lygilegt megi heita þá dreymdi mig nýlega að Davíð Odds- son og Halldór Ásgrímsson segðu við Texas-kempuna miklu, Bush forseta: „Megum við ekki taka rétt sem snöggvast í gikkinn þinn? Gerðu það fyrir okkur, elsku pabbi.“ Mikið geta sumir draumar verið skemmtilegir, þótt þessir vopnabræður verði yfir- leitt að smjöri og beygi sig í duftið fyr- ir sér meiri valdsmönnum úti í hinum stóra heimi eins og t.a.m. Bandaríkja- forseta eða einvaldinum söngelska austur í Kína, þá gerðust þeir engu að síður æði kokhraustir og vígreifir úti í Prag þar sem þeir tvínónuðu ekki við að lýsa því yfir að íslenska ríkisstjórn- in væri reiðubúin að veita liðsinni sitt í hugsanlegum hernaði gegn Írökum. Þetta gerðu þeir upp á sitt eindæmi og það án þess að sýna Alþingi Ís- lands þá sjálfsögðu kurteisi að bera þá örlagaríku ákvörðun undir það. Þeirra er mátturinn, dýrðin og völdin. Auðsætt er að í þeirra augum er Al- þingi aðeins skrautsýning fyrir ís- lenskt lýðræði eða lítilfjörlegur af- greiðslustaður og ekkert umfram það. Um daginn þegar mótvægisað- gerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar voru til umræðu utan dagskrár lét forsætisráðherra ekki aðeins ósvarað mikilvægum spurningum um málið heldur hreytti út úr sér hótfyndni, sem kitlaði hláturtaugar flokks- bræðra eða skoðanabræðra hans í salnum, þeim til lítils sóma. Þingsalur er ekki hringleikahús þar sem trúðar geta leikið lausum hala og látið allt flakka, þótt djarfmælti forsætisráð- herrann sé ef til vill þeirra skoðunar. Viðhlæjendur þessir virðast vera af sama sauðahúsi og Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, og Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi sem ýmist sjá stjörnur eða mega vart vatni halda í hvert skipti sem foringinn opnar munninn. Á meðan Ögmundur Jónasson var að flytja ræðu sína sat Halldór Ásgríms- son gleiðglottandi á milli þess sem þeir vopnabræður stungu saman nefj- um eins smekklegt eins og það nú var. Hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefst að, hinir flokkarnir meina að þeim leyfist það. Þar skjátlast þeim hrap- allega. Hráskinnaleikurinn í prófkjör- inu í Vesturlandskjördæmi er ekki á færi annarra en Sjálfstæðismanna. Þar kemst enginn annar flokkur með tærnar þar sem „flokkur allra lands- manna!“ hefur hælana. Forsætisráð- herra kveður upp þann dóm að allar siðaðra manna reglur hafi verið þver- brotnar, en þrátt fyrir það aðhefst hann ekkert í málinu og leggur þar með blessun sína yfir allt svindlið og svínaríið í þessu kostulega bræðra- vígi. Kjörkassafarsinn tekur í sann- leika sagt öllu fram sem leikskáldið, Davíð Oddsson hefur nokkurn tíma samið. Vilhjálmur Egilsson sem var með eitthvert ótímabært múður er nú að fara í útlegð. Í áramótaávarpi sínu varð háttvirt- um forsætisráðherra vorum tíðrætt um sannleikann og gildi hans og ásak- aði m.a. fjölmiðla um að fara með hálf- sannindi ef ekki helber ósannindi. Eftir orðum hans að dæma mætti ætla að hann hafi aldrei sjálfur villst út af beinni braut sannleikans og að sannleiksást hans sé alveg fölskva- laus, en er það rétt? Nei. Oft og iðu- lega hefur hann orðið uppvís af því að hafa endaskipti á hlutunum, fara með staðlausa stafi og snúa við staðreynd- um eins og t.a.m. í öryrkjamálinu og umræðunni um minnisblaðið víð- fræga og fór hann ekki á snið við sannleikann þegar hann var inntur svara um uppruna svörtu listana í Falon-Gong-málinu? Þetta gerðist á Hótel Borg þar sem hann ásamt Öss- uri Skarphéðinssyni tókst í ofanálagi að krydda „Kryddsíldina“ með orð- bragði götustráka. Með sólgleraugun á sínum stað neitar hann að viðurkenna að fátækt sé til í landinu, auk þess hikar hann ekki við að fullyrða að menn séu bara að verða sér úti um ókeypis mat hjá Mæðrastyrksnefnd. Talar hann ef til vill af eigin reynslu í þeim efnum? Það er kannski kjánalegt að leggja eftir- farandi spurningu fyrir ykkur, les- endur góðir, en berið þið virkilega fullt traust til manns sem talar svona? Eitt er víst að ég geri það ekki og er áreiðanlega ekki einn um það. Spakur maður sagði einhverju sinni að trúarbrögð hefðu sennilega fært mönnum meira böl en blessun og má það eflaust til sanns vegar færa. Til þeirra má rekja bæði beint og óbeint ótal styrjaldir, sem leitt hafa ómældar hörmungar yfir gjörvallt mannkyn í gegnum tíðina. Þótt sér- eða ofsatrúarsöfnuðir séu háskalega slæmir, þá eru pólitískir trúmenn eða ofsatrúarmenn sýnu verri. Á vorum dögum veður uppi heill herskari af mönnum sem vilja kenna sig við frjálshyggju eða nýfrjálshyggju og boða fagnaðarerindi sitt út um allar jarðir. Náungar þessir eru á móti jöfnuði í samfélaginu en fylgjandi auknum skattaálögum á launamenn, öryrkja og aldraða, auk þess vilja þeir velferðarkerfið feigt. Þeirra hæsta hugsjón er að skara eld að sinni köku og Guð forði manni frá því að blanda sér í baksturinn. Bláa höndin blífur og sleppir aldrei takinu. Það fer ekki á milli mála að for- ingjadýrkun keyrir úr hófi fram hér á landi. Málefnin virðast því miður skipta flesta minna máli. Skoðana- kannanir sem tröllríða öllu um þessar mundir sýna svart á hvítu að meiri- hluti þjóðarinnar vildi heldur sjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur sitja í æðsta valdastóli landsmanna en Dav- íð Oddsson. Mér er spurn hvort þess- ar skoðanakannanir séu ekki farnar að minna einum um of á Formúlu 1. Hvor sigrar Schumacher eða Mika Häkkinen, Ingibjörg Sólrún eða Dav- íð? Já, póli-tíkin á mörg afkvæmi sem eru misjafnlega vel heppnuð. Í upp- hafi voru kvennalistakonur hrein- skiptnar og algjörlega mótfallnar hvers konar persónudýrkun eins og Kristín Halldórsdóttir hefur nýlega bent á en nú er öldin önnur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin í hóp þeirra pólitíkusa sem víla það ekki fyrir sér að ganga á bak orða sinna og er því farin að pólitíkast af fullum krafti og verði henni að góðu. Eftir Halldór Þorsteinsson „Þótt sér- eða ofsa- trúarsöfn- uðir séu háskalega slæmir, þá eru pólitískir trúmenn eða ofsatrúar- menn sýnu verri.“ Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs og leiðsögumaður. Er íslenska þjóðin blinduð af foringjadýrkun? NÝLEGA var haldið málþing á vegum Félags heyrnarlausra undir yfirskriftinni: Réttindi – menntun – lífsgæði. Á þinginu flutti m.a. Ástráður Haraldsson hrl. erindi um íslenska táknmálið og réttar- stöðu heyrnarlausra. Kom það mjög skýrt fram í erindi hans hversu veik réttarstaða heyrnar- lausra er í íslenskum lögum, sér í lagi er varðar félagsleg réttindi. Almennt er það ekki viðurkennt í íslenskum lögum að á Íslandi búi hópur Íslendinga af íslensku bergi brotinn sem eigi táknmál að móð- urmáli. Réttarstaða þessara Ís- lendinga er því veik. Á sama málþingi flutti Hjálmar Árnason þingmaður ávarp um póli- tíska afstöðu til réttindabaráttu heyrnarlausra. Í máli hans kom m.a. fram að ástæða þess að ís- lenska táknmálið væri ekki viður- kennt í íslenskri löggjöf og réttur heyrnarlausra til túlkaþjónustu ekki tryggður væri m.a. vegna þess að málefni heyrnarlausra til- heyrðu ekki neinu sérstöku ráðu- neyti heldur félli málaflokkurinn undir mörg ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar 2 hinn 1. mars sl. ber félagsmálaráðherra við svipuðum svörum er hann er innt- ur eftir stefnu, sem hann á von á vegna þess að ráðuneyti hans neit- aði heyrnarlausri konu um túlka- þjónustu á námskeiði sem félags- málaráðuneytið stóð fyrir. Svör ráðherra voru á þá leið að túlka- þjónustumál heyrnarlausra til- heyrðu ekki hans ráðuneyti og því væri það ekki félagsmálaráðu- neytisins að greiða fyrir þjón- ustuna. Á ummælum þingmannsins og ráðherra má heyra að þeir mis- skilja út á hvað réttindabarátta heyrnarlausra gengur. Heyrnar- lausir eru ekki að biðja um að verða flokkaðir sem sérstakur hóp- ur undir sérstöku ráðuneyti, líkt og t.d. íslenska sauðkindin. Mál- efni sauðkindarinnar falla ótvírætt undir landbúnaðarráðuneytið. Heyrnarlausir eru ekki sérstök tegund. Heyrnarlausir eru fólk sem á að hafa aðgang að því sam- félagi sem við byggjum og því falla þeirra mál undir öll ráðuneyti. Heyrnarlausir fara fram á að þeir njóti sömu réttinda og aðrir Ís- lendingar. Sýnt hefur verið fram á að réttur heyrnarlausra á Íslandi verður aðeins tryggður með sér- löggjöf um íslenska táknmálið. Að- eins með slíkri löggjöf er réttur heyrnarlausra til þátttöku í ís- lensku samfélagi tryggður. Við Íslendingar sem eigum ís- lensku að móðurmáli erum ekki flokkuð undir eitt ráðuneyti. Á okkur er ekki brotinn réttur fyrir það eitt að við tilheyrum ekki ákveðnu ráðuneyti. Ef ég sem Ís- lendingur, sem á íslensku að móð- urmáli, þarf að sækja mér þjón- ustu hjá sýslumannsembættinu er það almennt viðurkennt að dóms- málaráðuneytið fari með mál mitt það skiptið. Ef ég þarf að nýta mér þjónustu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss er það augljóst að í slíkum tilvikum tilheyri ég heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Hvers vegna ætti þetta að vera öðruvísi ef ég væri heyrn- arlaus Íslendingur og ætti táknmál sem móðurmál. Hvað er það sem réttlætir það að ef ég er heyrn- arlaus og á íslenskt táknmál að móðurmáli að ég tilheyri aðeins einu ráðuneyti? Eiga heyrnarlausir Íslendingar ekki að eiga sama rétt og aðrir Íslendingar sem almennt talið tilheyra öllum ráðuneytum? Réttindabarátta heyrnarlausra gengur út á það að heyrnarlausir njóti sömu lagaverndar og hafi sömu réttarstöðu og aðrir Íslend- ingar. Réttindabarátta heyrnar- lausra gengur út á það að heyrn- arlausir búi við jafnræði líkt og aðrir Íslendingar. Þeir vilja sama aðgengi að samfélaginu og aðrir Íslendingar hafa. Samkvæmt því lagaálit sem fyrir liggur í dag njóta heyrnarlausir Íslendingar ekki sömu réttinda og aðrir Íslend- ingar. Þessi lagamismunun veldur því að heyrnarlausum er meinaður aðgangur að íslensku samfélagi. Þessi mismunun verður aðeins leiðrétt með því að festa í lög ís- lenska táknmálið sem móðurmál heyrnarlausra og tryggja þar með heyrnarlausum þátttöku í íslensku samfélagi, m.a. með því að veita þeim túlkaþjónustu. Eftir Hafdísi Gísladóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „Heyrnar- lausir njóti sömu laga- verndar og hafi sömu réttarstöðu.“ Stjórnvöld skilja ekki sérstöðu heyrnarlausra INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir hóf sem kunnugt er kosninga- baráttu sína með dylgjum um, að opinber rannsókn á Baugsfeðgum og Jóni Ólafssyni væri flokkspóli- tísks eðlis. Með því hjó hún harka- lega til lögreglumanna landsins og starfsfólks skattrannsóknarstjóra. Hún hefur orðið að taka aftur þau orð sín. Hún hefur hins vegar áfram kosningabækistöð sína í húsi Baugsfeðga við Lækjargötu og notar sömu ráðgjafa um al- mannatengsl og þeir. Ingibjörg Sólrún heldur líka ótrauð áfram dylgjum sínum. Þegar hún var spurð í Kastljósi Sjónvarpsins föstudagskvöldið 7. mars um tengsl sín við Jón Ólafsson, svar- aði hún: „Þetta er fráleit umræða. Það er í rauninni þyngra en tárum taki að þurfa að sitja hérna og vera að sverja af sér einhver meint tengsl við Jón Ólafsson. Þetta er sko orðrómur og gróusaga sem komið var af stað af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyir sjö árum. Og það væri náttúrulega að æra óstöðugan að fara að rekja allt það sem Hannes Hólmsteinn hef- ur sagt um þetta mál. En Jón Ólafsson er mér algjörlega óvið- komandi.“ Ég kom ekki neinu af stað. Fyrir átta árum, hinn 10. ágúst 1995, var flennifyrirsögn yf- ir þvera forsíðu Helgarpóstsins, sem hljóðaði svo: „Jón Ólafsson tók yfir skuldir R-listans við Stöð 2.“ Með fréttinni var stór mynd af Ingibjörgu Sólrúnu. Inni í blaðinu var síðan frétt um málið. Aftur var vikið að málinu í sama blaði 17. ágúst. Ritstjóri Helgarpóstsins á þeirri tíð var Sigurður Már Jóns- son. Ég legg engan dóm á frétta- flutning blaðsins. En sú staðhæfing Ingibjargar Sólrúnar, að ég sé sérstakur upp- hafsmaður frétta af tengslum hennar og Jóns Ólafssonar fyrir sjö árum, er greinilega röng. Því miður hefur Ingibjörg Sólrún ekki gert neitt síðan til að hnekkja grunsemdum um tengsl hennar við Jón Ólafsson. Hún reyndi tvisvar árangurslaust að úthluta Jóni verðmætum lóðum í Reykja- vík, fyrst í Mjóddinni, síðan í Laugardal, en treysti sér ekki til þess vegna háværra mótmæla. Hún laumaðist til að kaupa af hon- um lóðir við Stjörnubíó á háu verði strax eftir síðustu borgarstjórnar- kosningar, án þess að nauðsyn bæri til. Og hún lét það ekki hindra sig í að sækja samkvæmi hjá honum (eins og blaðaljós- myndir sýna), að hann greiddi vinnukonuútsvar þrátt fyrir dýra lífshætti og mikinn íburð. Fer þessum leiðinlega kafla í stjórnmálasögu landsins ekki senn að ljúka? Getur Ingibjörg Sólrún ekki snúið sér að hefðbundinni kosningabaráttu? Dylgjur Ingibjargar Sólrúnar Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.