Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 11 HAGNAÐUR Austurbakka hf. fyr- ir árið 2002 nam 114 milljónum króna en rúmlega 93 milljóna króna tap varð á rekstrinum árið á undan. Að mati stjórnar félagsins er útlitið gott og telur hún rekstrarniður- stöðuna viðunandi. Hagnaður fyrir afskrftir og fjármagnsliði nam tæp- lega 73 milljónum króna og ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Tekjur fé- lagsins jukust um tæp 4% milli ára en gjöld jukust um rúm 2%. Í tilkynningu frá Austurbakka segir að batnandi afkomu félagsins megi einkum rekja til bættrar vöru- stjórnunar og kostnaðaraðhalds, en einnig hefur gengishagnaður veru- lega þýðingu í góðri afkomu. Skuld- ir félagsins lækkuðu á árinu um 247,3 milljónir króna og voru 1,1 milljarður í árslok. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 65 milljónir en neikvæðir árið á undan um 120 milljónir króna. Gjaldþrot Nanoq vegur þungt Afskrifaðar viðskiptakröfur eru gjaldfærðar að upphæð kr. 32,2 milljónir og vegur þar gjaldþrot Nanoq þyngst. Austurbakki hf. hef- ur stefnt framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Nanoq vegna þessa. Aðalfundur Austurbakka hf. verður haldinn 27. mars nk og mun stjórn félagsins gera tillögu um að greiða hluthöfum 50% arð vegna ársins 2002. Góð afkoma hjá Austurbakka                                            !  "          #  $  "  $  %   !  %    & '&(  #      )   )'     #   ) &  &(              ! "  #$       MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Korta- þjónustunni. „Öflug samkeppni hefur mynd- ast aftur á íslenskum greiðslu- kortamarkaði í kjölfar úrlausnar deilu Kortaþjónustunnar og PBS í Danmörku við Visa Ísland. Visa Ísland taldi að Kortaþjónustan hefði ekki farið að reglum og því ekki haft heimild til þess að taka við Visa-færslum. Vegna deilunnar stöðvuðust öll viðskipti Kortaþjón- ustunnar með færslur frá Visa þann 19. febrúar sl. Í kjölfar fund- ar PBS við VISA International í London í gær (fimmtudag) var staðfest að PBS hafi ekki brotið neinar reglur VISA International og hefur Kortaþjónustan þegar hafið að þjónusta Visa-færslur á ný. Kortaþjónustan hefur, í sam- starfi við PBS í Danmörku, inn- leitt aukna þjónustu við fyrirtæki á Íslandi og boðið þeim upp á hraðara uppgjör vegna greiðslu- kortaviðskipta en þau hafa áður getað fengið. Hjá Kortaþjónust- unni geta söluaðilar fengið við- skipti sín gerð upp tveimur við- skiptadögum eftir að þau eiga sér stað, í stað þess að þurfa að bíða í 15 til 45 daga eftir uppgjöri. Til- koma Kortaþjónustunnar hefur þegar leitt til hagsbóta fyrir ís- lenska neytendur, því þóknun sú sem EUROPAY/MasterCard hafa innheimt af söluaðilum hefur lækkað um 5 til 17 prósent með tilkomu fyrirtækisins. Þá eru korthafar Eurocard/MasterCard lausir undan gengisáhættu, hvort sem þeir versla innanlands eða erlendis og hefur Visa Ísland staðfest að fyrirtækið muni fara að dæmi MasterCard og afnema gengisáhættu sem korthafar VISA bera í dag. Öflug sam- keppni á greiðslukortamarkaðin- um er holl og skilar sér beint í buddu almennings. Kortaþjónust- an hlakkar til að takast á við fyr- irliggjandi verkefni og þakkar þeim rúmlega 50 fyrirtækjum sem þegar hafa gengið til liðs við sig.“ Yfirlýsing frá Kortaþjónustunni Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is Öryggi alla leið Njóttu liðsinnis fyrirtækjaþjónustu Póstsins við að dreifa vörusendingum fyrirtækisins. Við sækjum til þín allar póstsendingar og komum þeim í hendur viðtakenda. Yfir 900 fyrirtæki hafa kosið fyrirtækjaþjónustu Póstsins. og fyrirhöfn? Viltu sparatíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.