Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þið hafið þörf til að skilja ykkur sjálf. Þið eruð við- kvæm en getið einnig verið hrókar alls fagnaðar. Árið framundan gæti falið í sér ákveðin tímamót. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forðastu deilur um pólitík, trúmál og heimspeki í dag. Haltu þig til hlés, þú munt ekki sjá eftir því síðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er hugsanlegt að vinir eða hópar beiti þig þrýstingi í dag eða að þú beitir þá þrýst- ingi. Slík valdatöfl skila litlu og því skalt þú gefa eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er erfitt að fást við for- eldra, kennara, lögreglu eða yfirmenn í dag. Einhver er að misnota vald sitt og þér líkar það ekki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu deilur í dag um ferðalög, útgáfu og lög- fræðilega hluti. Bilanir í vinnunni gætu kostað tafir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er sagt að maður þekki engan fyrr en maður þarf að deila með honum arfi. Í dag er ekki heppilegt að láta reyna á þetta spakmæli. Haltu peningunum í vasa þín- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Deilur við náinn vin og gagn- rýni gætu gert lífið erfitt í dag. Forðastu rifrildi. Þessar tilfinningar verða horfnar á morgun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hefðbundinn taktur daglega lífsins gæti breyst í dag. Þú kannt að vilja gera róttækar breytingar á hlutum sem þér finnst ekki ganga upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ástarsambönd gætu slitnað í dag. Foreldrar mega ekki gera miklar kröfur til barna sinna. Munið að þolinmæði þrautir vinnur allar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Í dag er ekki heppilegt að taka harða afstöðu til mála varðandi heimilið. Fólk er spennt og tilfinningaríkt í dag. Sýndu þolinmæði; ekkert er aðeins svart og hvítt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að hætta að reyna að sannfæra einhvern um eitt- hvað í dag, það skiptir ekki máli þótt þú hafir rétt fyrir þér. Það er hvort eð er þýð- ingarlaust að reyna að þröngva skoðunum upp á aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér gæti tekist að leysa úr erfiðu fjárhagslegu vandamáli í dag. Reyndu að sýna ekki of mikla stífni. Sýndu heldur þolinmæði og hlustaðu á aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir orðið undir mikilli pressu í dag. Valdabarátta mun reyna í þér þolrifin. Slepptu því sem ekki gengur upp. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val, hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnaskjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. Ríð ég háan Skjaldbreið skoða, skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðulroða reiðarslóðir, dal og hól. Beint er í norður fjallið fríða, – fákur eykur hófaskell, – sér á leiti Lambahlíða og litlu sunnar Hlöðufell. Vel á götu, ber mig Baldur. Breikkar stirðnað elda sund. Hvenær hefur heims um aldur hraun það brunað fram um grund? Engin þá um Ísafoldu unað hafa lífi dýr. Enginn leit þá maður moldu, móðu steins er undir býr. - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA STUNDUM gerist það í vörninni að spilamennska sagnhafa verkar eins og hressandi kaffibolli – mað- ur glaðvaknar og lyftist í sætinu. Þá er rétti tíminn til að hugsa. Settu þig í spor vesturs: Norður gefur; allir í hættu. Norður ♠ G96 ♥ K ♦ ÁKD964 ♣1053 Vestur ♠ K7 ♥ ÁD65 ♦ 1073 ♣G964 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Það er átakalaust að spila út litlu laufi í byrjun. Makker leggur til drottn- inguna og sagnhafi tekur strax með ás. Og spilar hjarta eftir stutta umhugs- un. Þetta er svolítið óvænt og nú er rétt að fara yfir málin. Hvernig viltu verj- ast? Sex tígulslagir blasa við í borði og suður hefur þegar fengið slag á laufás. Senni- lega á hann laufkónginn líka, því með Áxx hefði hann örugglega dúkkað. Ef þetta er rétt greining hyggst sagnhafi byggja upp níunda slaginn á hjarta. Engin vörn er til ef suður á spaðaásinn líka, svo það verður að eigna makker það spil. Norður ♠ G96 ♥ K ♦ ÁKD964 ♣1053 Vestur Austur ♠ K7 ♠ Á10852 ♥ ÁD65 ♥ 732 ♦ 1073 ♦ 85 ♣G964 ♣D72 Suður ♠ D43 ♥ G10984 ♦ G2 ♣ÁK8 Þú sérð fyrir þér fimmta slag varnarinnar á laufgosa – tekur strax á hjartaás og spilar litlum spaða undan kóngnum. Makker tekur með ás og spilar laufi. Bingó! E.s. Vissulega var til í dæminu að suður hefði byrjað með Áx í laufi. En varla ÁD í spaða, því þá hefði hann auðvitað spilað upp á spaðasvíningu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rxc6 bxc6 8. O-O g6 9. Bb3 Bg7 10. Be3 Dc7 11. h3 O-O 12. f4 Ba6 13. He1 c5 14. a3 e6 15. Bf2 Hab8 16. Hb1 Hfd8 17. Df3 Bb7 18. De2 Ba8 19. Bh4 He8 20. Ba4 Hec8 21. Bb3 c4 22. Ba2 Rh5 23. De3 d5 24. e5 Dc6 25. Dd4 Bf8 26. Bf2 Rg3 27. Dd2 d4 28. Bxd4 Hd8 29. Df2 Rf5 30. Bxa7 Hb7 31. Re4 Hxa7 32. Dxa7 Hd4 33. Kh2 Hxe4 34. Hxe4 Dxe4 35. Df2 Bh6 36. g3 Staðan kom upp í opna mótinu í Capp- elle La Grande sem lauk fyrir skömmu í Frakklandi. Evgeny Miroshnichenko (2538) hafði svart gegn Florian Grafl (2343). 36...Rxg3! 37. Kxg3 Bxf4+ 38. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Dxf4 Dg2+ 39. Kh4 h6! 40. Dxh6 Df2+ 41. Kg4 Bf3+ 42. Kf4 Bd1+ og hvítur gafst upp. Meistaramót Taflfélagsins Hellis hefst í félagsheimili Hellis, Álfa- bakka 14a, í dag 10. mars kl. 19.30. Tefldar verða sjö um- ferðir með kappskák- artímamörkum og lýkur mótinu 27. mars nk. Teflt verður á mánu-, þriðju- og fimmtudögum en mótið verður reiknað til al- þjóðlegra skákstiga. NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN Morgunverðarfundur 12. mars kl. 8.30-9.30 í Víkingasal Hótels Loftleiða Að snúa erfiðum aðgerðum í ný tækifæri Á fundinum verður fjallað um fjöldauppsagnir og áhrif þeirra Erindi: Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi IMG Deloitte. Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Icelandair. Valdís Arnórsdóttir, starfsmannastjóri Heklu. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni: www.stjornvisi.is og í síma 533 5666. Svipmyndir/Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. jan- úar sl. í Dómkirkj- unni af sr. Hjálmari Jónssyni þau Jenni- fer McNamara og Sigurður Ágúst Norðdahl. Heimili þeirra er að Furu- grund 76, Kópavogi. Svipmyndir/Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. jan- úar sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jó- hannssyni þau Ólöf Birna Ólafsdóttir og Ruben Mencos. Heimili þeirra er á Gnoðarvogi 50, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík HINN 14. janúar sl. tóku krakkarnir í 7.R.L. í Hvaleyrarskóla í Hafn- arfirði þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni verkefnaviku með dagblöð í kennslutímum komu þau í skoð- unarferð á Morgunblaðið ásamt kennara til fá nánari inn- sýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á Morg- unblaðinu. Morgunblaðið þakkar 7.R.L. kærlega fyrir komuna og vonar að heimsókn- in hafi orðið þessum hressu krökk- um bæði til gagns og gamans. Morgunblaðið/Golli FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.