Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 24
FRÉTTIR 24 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Rafvirkjar! Ætlum að ráða rafvirkja til framtíðarstarfa. Rafstjórn ehf. Virkni loftræstikerfa er okkar fag! Sími 587 8890. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Sjálfstæðiskvennafélag Ísafjarðar Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Ísafjarðar verður haldinn þriðjudaginn 11.mars n.k. kl.20.30 í sal Sjálfstæðisfélaganna, í Hafnarstræti 12, Ísafirði, efri hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á Landsfund 3. Önnur mál. Stjórn Sjálfstæðiskvennafélags Ísafjarðar. Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 26. mars 2003 kl. 18:15. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast skrifstofu félagsins, Laugavegi 51, 2. hæð, fyrir 20. mars. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Valsmanna hf verður haldinn að Hlíðarenda þriðjudaginn 18. mars. nk. kl. 19:30 Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Framtíðarstefna félagsins. Hvetjum alla hluthafa að mæta á fundinn. Stjórnin. Sjóðfélagafundur Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, bíósal. Dagrskrá: 1. Venjuleg störf sjóðsfélagafundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins. 2. Fyrirliggjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyr- issjóðs bankamanna liggja frammi á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 0900. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. AcoTæknival hf. Tilkynning um aðalfund Aðalfundur Aco Tæknivals hf . verður haldinn í mötuneyti félagsins í Skeifunni 18, Reykjavík, mánudaginn 24. mars kl. 16. Dagskrá fundarins er sem hér segir. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 16. gr. samþykkta félagsins, töluliður 1 til 6. 2. Tillaga stjórnar félagsins um breytingu á 5. gr. samþykkta félagsins þess efnis að nú- verandi heimild stjórnar um útgáfu nýrra hluta með áskrift allt að 30 millj. kr. að nafn- verði gildi til aðalfundar félagsins 2004 3. Tillaga stjórnar félagsins um breytingu á 5. gr samþykkta félagsins þess efnis að stjórn félagins verði heimilt að kaupa hluti í félaginu á almennum markaði allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Heimild þessi gildi til aðalfundar félagsins 2004. 4. Tillaga stjórnar félagsins um breytingu 14.gr samþykkta félagsins, 2 málsgrein 14 gr verði svohljóðandi; Félagsstjórn skal boða til hlut- hafafunda með auglýsingu í víðlesnu dag- blaði, eða á annan jafn sannanlegan hátt. Fundarefnis skal getið í fundarboði. Ef taka skal til meðferðar breytingar á samþykktum skal greina meginefni tillögunnar í fundar- boði. 5. Tillaga stjórna félagsins um breytingar á 17. grein samþykkta félagsins, greinin verði svohljóðandi; Formaður félagsstjórnar eða maður í umboði hans skal setja hluthafa- fundi og stjórna þeim eða tilnefna fundar- stjóra. Fundargerðarbók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á hluthafafund- um. 6. Önnur mál, skv 7. tölulið 16. gr samþykkta félagsins. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, auk annarra gagna munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Aco Tæknivals hf KENNSLA Nám í læknisfræði í Ungverjalandi 2003 Almennt námi í læknisfræði á ensku, tann- lækningum og lyfjafræði við University Medical School of Debrecen í Ungverjalandi. Nú eru meira en 200 nemendur frá Skandina- víu og Íslandi við nám í háskólanum. Inntökupróf fara fram í Reykjavík þann 25. maí. Nánari upplýsingar fást hjá: Dr. Omer Hamad, M.D. H-4003 Debrecen, P.O. Box 4, Hungary. Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579. Netfang: omer@elender.hu Heimasíða: http://www.tinasmedical.com TIL SÖLU Lagerútsala Bjóðum 40% AFSLÁTT AF ÖLLUM LEIK- FÖNGUM. Einnig bjóðum við 25% kynningar- afslátt af öllum expresso kaffivélum. Buxna- pressur á kr. 19.500 takmarkað magn. Ódýrar brauðristar, 2ja og 4ra sneiða. Remington hleðslurakvél ásamt nefháraklippum og rak- spíra á tilboði, nú kr. 12.000, áður kr. 17.500. Einnig höfum við varahluti í Moulinex: Filter í djúpsteikingarpotta, ryksugupoka, gler í örbylgjuofna, gler könnur í Krups og Moulinex kaffivélar o.fl. Ýmislegt fleira er á boðstólnum á mjög hagstæðu verði. Opið er frá kl. 9.00 til 12.00 og kl. 13.00 til 17.00 alla daga, lokum föstudaga kl. 16.00. Lítið við og gerið góð kaup. Kredit- og debet- kortaþjónusta. Missið ekki þetta tækifæri. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Opið hús. Nemendur úr hópum verða með heilun og ýmislegt annað áhugavert í opnu húsi í kvöld, mánudaginn 10. mars, í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 20.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir. SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  1833108  Kk. I.O.O.F. 19  1833108  FL.  GIMLI 6003031019 III  MÍMIR 6003031019 II  HEKLA 6003100319 IV/V Heimsókn SMR ATVINNA mbl.is FÉLAGSSTARF UNGMENNAFÉLAG Bolungarvík- ur hefur eignast hús fyrir félagsstarf- semi sína. Félagið festi kaup á húsinu í haust og tók það formlega í notkun fyrir stuttu. Húsið sem er skammt frá íþróttasvæði Bolvíkinga og var byggt á níunda áratugnum hefur lengst af hýst veitinga- og verslunarstarfsemi. Félagsaðstaða Ungmennafélagsins hefur verið í Félagsheimili Bolvíkinga en félagsmenn Ungmennafélagsins lögðu fram vinnu við byggingu þess. Það var vígt 1952 og var eignarhald félagsins metið út frá vinnuframlagi. Í framhaldi af þessum húsakaupum félagsins nú ákvað stjórn félagsins að gefa Bæjarsjóði Bolungarvíkur hlut- deild sína í Félagsheimilinu. Þessi nýja félagsaðstaða Ung- mennafélagsins mun án efa verða mikil lyftistöng í starfi félagsins. Um 150 manns sóttu formlega opn- un hússins þar sem boðið var upp á kaffi og tertur. Formaður félagsins Helga Jónsdóttir rakti aðdraganda þess að félagið eignaðist þetta hús og gat þess að helstu styrktaraðilar þessa verkefnis væru Sparisjóður Bolungarvíkur og bæjarsjóður Bol- ungarvíkur en auk þess hefðu þjón- ustufyrirtæki í Bolungarvík stutt hús- næðiskaupin með fjárframlögum. Nemendur úr 7. bekk grunnskól- ans sungu fyrir gestina baráttusöng gegn reykingum við undirleik af geisladiski sem UMFÍ hefur gefið út til styrktar baráttunni gegn reyking- um. Af þessu tilefni voru félaginu færðar margar góðar kveðjur og gjaf- ir. Meistaraflokkur UMFB í knatt- spyrnu lagði húsinu til 32" sjónvarp ásamt myndlykli, sunddeild félagsins gaf DVD-spilara af fullkomnustu gerð og foreldrar barna í yngri flokk- um í knattspyrnu gáfu myndbands- tæki. Ungmenna- félagið eignast nýtt húsnæði Bolungarvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hið nýja hús Ungmennafélags Bolungarvíkur á örugglega eftir að verða félaginu lyftistöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.