Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Ólafsson, formaður Fé-
lags eldri borgara, segir að skatt-
byrði einstaklinga hafi hækkað síð-
an núverandi skattkerfi var tekið
upp árið 1988. Orsökin sé sú að
skattleysismörk hafi í gegnum tíð-
ina dregist verulega aftur úr
launaþróun. Því sé greiddur skatt-
ur af stærri hluta tekna en áður.
Hækkunin hafi orðið einna mest á
lægstu laun. Þessi þróun hafi orðið
þrátt fyrir að skatthlutfall stað-
greiðslu hafi lækkað frá árinu 1995.
Stjórn félagsins fékk Einar Árna-
son hagfræðing til að vinna úttekt á
skattkerfinu og voru niðurstöður
þeirrar vinnu kynntar á blaða-
mannafundi í gær.
Einar segir að þrátt fyrir að
tekjuskattshlutfallið hafi lækkað
frá árinu 1990 úr 39,75% í 38,55%
árið 2003 hafi skattar hækkað veru-
lega á lægstu tekjur vegna þróunar
skattleysismarka. Skattleysismörk
hækkuðu úr kr. 53.988 á mánuði ár-
ið 1990 í kr. 69.585 árið 2003 en það
er ekki nærri nóg að mati Einars.
Ef skattleysismörkin hefðu aðeins
hækkað eins og verðlag þessi ár
ættu þau að vera kr. 84.340 í ár. Ef
þau hefðu hins vegar hækkað jafnt
og launavísitalan þennan tíma ættu
þau að vera kr. 110.208.
Skoða þarf samspil skatthlut-
falls og skattleysismarka
Einar segir að skatthlutfall stað-
greiðslu eitt og sér segi lítið sem
ekkert um skattbyrði. Skoða þurfi
samspil skatthlutfalls og skattleys-
ismarka til að sjá hve hátt hlutfall
tekna fer í skatt.
Dæmi er tekið um eldri borgara
sem fær mánaðarlega 100 þúsund
krónur í laun. Til þess að hann
greiddi sama hlutfall tekna sinna í
skatt í dag og hann gerði árið 1990
þyrfti að lækka skattprósentuna úr
38,55% í 20,49%. Sömu áhrif myndu
verða ef skattprósenta yrði óbreytt
en skattleysismörk hækkuðu í kr.
83.837. Árið 1990 greiddi þessi ein-
staklingur 6,2% tekna sinna í skatt
en árið 2003 er þetta hlutfall 11,7%.
„Tilfellið í dag í umræðu um
skattalækkanir er að menn eru allt-
af að segja hálfsannleikann. Það
vantar eina vídd í umræðuna og það
er það sem fram kemur í þessum
tölum. Skattleysismörkin hafa ekki
verið hreyfð í takt við verðlags- eða
launaþróun sem bitnar harðast á
þeim sem lægstar hafa tekjurnar.
Þetta finnst okkur vera hálfsann-
leikur sem við lesum dag eftir dag í
blöðunum og vonandi verða menn
víðsýnni þegar nær dregur kosn-
ingum,“ sagði Ólafur Ólafsson, for-
maður Félags eldri borgara.
Félag eldri borgara gagnrýnir umræðu um skattalækkanir
Segja skatt-
byrðina
hafa aukist
Morgunblaðið/Jim Smart
Forystumenn eldri borgara segja að skattbyrði láglaunafólks hafi aukist vegna þessa að persónuafsláttur hafi
ekki fylgt verðlags- eða launaþróun. Fólk sem ekki greiddi tekjuskatta 1998 sé núna farið að greiða skatt.
!"
#
$
%$&'&
'&&(
$&
(
!
%)$
&$''
(
$'
%(
*!
+)(
*
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær tillögur Jóns Krist-
jánssonar heilbrigðisráðherra um
aukna þjónustu við börn og ung-
menni sem stríða við geðraskanir.
Samþykkti ríkisstjórnin einnig
að heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hæfi undirbúning að
stofnun lokaðrar deildar fyrir alvar-
lega geðsjúka, en sakhæfa einstak-
linga.
Kostnaður á þessu ári
áætlaður 25 milljónir kr.
Tillögurnar byggjast á hugmynd-
um sem forstjóri Landspítala há-
skólasjúkrahúss setti fram í liðinni
viku að frumkvæði ráðherra. Í frétta-
tilkynningu frá ráðuneytinu segir að
beinn kostnaður á árinu vegna til-
lagnanna sem strax verður hrundið í
framkvæmd verði um 25 milljónir
króna.
Að mati heilbrigðisráðherra hafi
verið brýnt að grípa strax til aðgerða
til að bæta þjónustu við börn og ung-
linga með geðraskanir og að hrinda
jafnframt í framkvæmd tillögum sem
stuðla að varanlegum umbótum í
þjónustunni.
Átakshópur mun einbeita
sér að bráðatilvikum
Tillögurnar sem samþykktar voru
til að auka þjónustuna við börn og
ungmenni eru þríþættar:
Komið verði á fót sérstöku tíma-
bundnu teymi sem einbeiti sér að
bráðatilvikum. Auk þess að sinna
bráðatilvikum verði meginviðfangs-
efni hópsins að vinna á bráðabiðlist-
um unglingageðdeildar, heimsækja
unglinga í vanda og veita sérhæfða
geðheilbrigðisþjónustu utan spítal-
ans. Þá mun átakshópurinn greiða
fyrir innlögn unglinga á unglingageð-
deild í samráði við inntökustjóra og
vakt barnageðlækna. Gert er ráð fyr-
ir að áætlaður kostnaður vegna þessa
þáttar verði um 20 milljónir króna á
árinu 2003.
Í árslok 2002 var veitt sérstök fyr-
irgreiðsla til að mæta þörfinni fyrir
barnageðlæknisþjónustu utan stofn-
ana. Tryggja á skv. tillögum ráðherra
að sú fjölgun greiðslueininga haldi
sér á árinu 2003. Áætlaður kostnaður
vegna þessa er um fimm milljónir
króna.
Heilbrigðisráðherra mun svo í
framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar-
innar hefja undirbúning að stækkun
barna- og unglingageðdeildar og
flutningi göngudeildar barna- og
unglingageðdeildar. „Með þessu
verður fjölgað rúmum fyrir ung-
menni í brýnni þörf og barna- og ung-
lingageðdeildin stækkuð.
Í ljósi þess vanda sem að barna- og
unglingageðdeildinni steðjar og til
þess að tryggja skilvirkni þjónust-
unnar til framtíðar hefur heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra ákveðið
að láta fara fram stjórnsýsluskoðun á
starfseminni,“ segir í tilkynningunni.
Þá var samþykkt sú tillaga heil-
brigðisráðherra að hefja undirbúning
að stofnun lokaðrar deildar fyrir al-
varlega geðsjúka en sakhæfa ein-
staklinga. Er þetta gert í framhaldi
af því starfi sem unnið hefur verið í
ráðuneytinu nú í vetur á því hvernig
auka mætti þjónustu við alvarlega
geðsjúka en sakhæfa einstaklinga.
Ríkisstjórnin samþykkir tillögur heilbrigðisráðherra um málefni BUGL
Þjónusta efld við börn og
ungmenni með geðraskanir
Stofnun deildar fyrir geðsjúka en
sakhæfa einstaklinga hafin
SAMÞYKKT var á ríkisstjórnar-
fundi í gær að byggja á byggða-
áætlun 2002–2005 við ráðstöfun 700
milljóna fjárveitingar til atvinnu-
þróunarverkefna á næstu 18 mán-
uðum. Sú fjárveiting var hluti af 6,3
milljarða fjárveitingu til þess að
stuðla að aukinni atvinnu og draga
úr slaka í efnahagslífinu uns áhrifa
af stóriðjuframkvæmdum tekur að
gæta.
Ríkisstjórnin hefur heimilað
Byggðastofnun að veita allt að 350
milljónir til þess að taka þátt í álit-
legum sprotafyrirtækjum og fyrir-
tækjum í skýrum vexti með hluta-
fjárþátttöku.
Þá er stofnuninni falið að hafa
frumkvæði um rekstur vel mótaðra
stuðningsverkefna til þess að efla
atvinnuþróun og nýsköpun á lands-
byggðinni. Er Byggðastofnun heim-
ilt að verja allt að 150 milljónum
króna á næstu 18 mánuðum til
slíkra verkefna.
Í þriðja lagi er Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins, í samstarfi við
Byggðastofnun, falið að meta nýja
iðnaðarkosti sem gætu haft afger-
andi áhrif á búsetu og atvinnuþró-
un. Er Nýsköpunarsjóði heimilað
að taka þátt í stofnun arðbærra
hlutafélaga og kaupa hlutafé fyrir
allt að 200 milljónir króna.
Allt að helmingur
til sprotafyrirtækja
700 milljónir til atvinnuþróunar
ALLT stefnir í að það takist að ljúka
störfum Alþingis á þessu kjörtímabili
á föstudag að sögn Friðriks Ólafsson-
ar, skrifstofustjóra Alþingis. Þá verða
um átta vikur til alþingiskosninga en
kjördagur er 10. maí.
Miklar annir hafa verið á þingi síð-
ustu daga. Til að mynda voru 46 mál á
dagskrá þingsins við upphaf þing-
fundar á mánudag og síðar þann dag
voru 29 frumvörp gerð að lögum á 14
mínútum eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær. Þá voru 26 mál
á dagskrá við upphaf þingfundar í
gær. Kvöldfundir voru í gær og í
fyrradag.
Í kvöld verða svokallaðar eldhús-
dagsumræður en það eru umræður
um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar.
Þær hefjast rétt fyrir átta í kvöld
og sér Ríkisútvarpið um að sjónvarpa
þeim og útvarpa.
Eldhúsdagsumræður í kvöld
ÞAÐ er ekki á hverjum degi
sem kálfar heimtast eftir vetr-
arútigöngu. Slíkt gerðist þó á
Stað í Reykhólasveit á sunnu-
dag. Í haust sluppu fjórir kálfar
úr rekstri þegar verið var að
reka þá frá bænum Hlíð í
Þorskafirði að Stað og Árbæ á
Reykjanesi. Nokkrum dögum
síðar fundust tveir þeirra og
voru fluttir heim að Árbæ.
Gerð var ítarleg leit að hin-
um tveimur en ekkert hafði
sést til þeirra frá því þeir voru
skildir eftir. Á sunnudag kom
annar kálfurinn í leitirnar rétt
hjá bænum Klukkufelli sem er
um 3-4 km frá þeim stað sem
þeir týndust frá. Gekk vel að
handsama hann. Hann er nokk-
uð vel á sig kominn þó grannur
sé. Ekkert hefur sést til hins
kálfsins ennþá, en eins og sjá
má er ekki öll von úti enn um að
hann finnist.
Kálfur
heimtist
eftir vetr-
arútigöngu