Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ innanhússmálning frá JOTUN NIÐUR VERÐIÐ NEGLUM 20-4 0% AFSL ÁTTU R ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 48 1 0 3/ 20 03 Svo eru vínberin líka helmingi dýrari hjá honum en í London. Fyrirlestur um Evrópu og þjóðernishyggju Átök ólíkleg milli þjóða ESB BRESKI fræðimað-urinn BrendanO’Leary heldur á morgun, fimmtudag, fyrir- lestur í stofu 101 í Lög- bergi, einni af byggingum Háskóla Íslands, en O’Leary kemur til landsins á vegum stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og breska sendiráðsins. Fyr- irlestur O’Learys ber titil- inn Þjóðernishyggja, sam- bandsríkjastefnan og Evrópusambandið og í kjölfar hans verður efnt til opinnar umræðu um efnið. Munu þeir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, og Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins, ríða þar á vaðið og leggja orð í belg. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 og er öllum opinn. – Hvað veldur því að þú heim- sækir nú Ísland? „Ég fékk boð frá Háskóla Ís- lands um að flytja fyrirlestur. Einn af fyrrum nemendum mín- um [við London School of Econ- omics], Arnar Þór Másson, stóð fyrir þessu heimboði. Ég hef áður komið til Íslands og ferðast þar um og fannst landið afar fallegt. Ég á líka góðan vin á Íslandi, Gunnar Helga Kristinsson [stjórnmálafræðiprófessor], sem var í sama námi og ég á sínum tíma við London School of Econ- omics. Gunnar Helgi og ég eigum raunar ýmislegt sameiginlegt; við fæddumst sama dag, á sömu klukkustundu og á sama ári.“ – Þú munt í fyrirlestri þínum fjalla um Evrópusambandið, sam- bandsríkjastefnuna og þjóðernis- hyggju. „Ég ætla að velta upp þeirri al- mennu spurningu hvort með sam- bandsríkjastefnu [e. federalism] megi fyrirbyggja spennu og deilur milli ólíkra þjóðernishópa. Ég mun spyrja þeirrar spurningar hvort reynslan af sambandsríkj- um gefi til kynna að best væri ef Evrópusambandið yrði eiginlegt sambandsríki. Eftir að hafa velt þessari spurningu upp og leitast við að svara henni ætla ég að halda því fram að ólíklegt sé að sumar þeirra tilllagna, sem nú berast frá framtíðarráðstefnu Evrópu [eins konar stjórnlagaþing ESB] gangi upp ef takmarkið er að tryggja stöðugleika í Evrópusambandinu. Jafnframt ætla ég að skoða í hvaða ríkjum sé líklegast að við- brögðin við þróun Evrópusam- bandsins einkennist af þjóðernis- hyggju og loks mun ég skoða þróun Evrópusambandsins með hliðsjón af málefnum innflytj- enda.“ – Er líklegt að til verði evrópskt þjóðerni? „Ég tel ólíklegt og raunar úti- lokað að til verði einhver sérstök evrópsk þjóð vegna hinna ólíku sögulegu og menningarlegu að- stæðna, sem ríkja í löndum Evrópusam- bandsins. Það þýðir þó ekki að það geti ekki mótast evrópsk, póli- tísk sjálfsmynd sam- hliða þeirri sjálfsmynd sem hver þjóð hefur fyrir sig. Það er semsé hugsanlegt að fólk þrói með sér sérevrópska föðurlandsást, jafn- framt því sem það heldur tryggð við sitt þjóðerni í grunninn. Fjöldi þeirra sem fyrst skilgreinir sig sem evrópska, fremur en skil- greina sig fyrst sem af einhverri tiltekinni Evrópuþjóð, verður þó aldrei mjög hár.“ – Þú hefur skrifað fjölda bóka um þjóðernisátök. Hversu mikil- væg hefur Evrópuhugmyndin verið til að tryggja frið í álfunni? „Saga Evrópusambandsins er glæsileg hvað varðar þetta atriði; þ.e. að binda enda á átök. Það hef- ur tekist að binda enda á átök milli Frakklands og Þýskalands en því má halda fram að sú togstreita, sem var milli þessara þjóða, hafi verið í forgrunni þess óstöðug- leika sem var í álfunni á síðustu og þarsíðustu öld. Starfsemi Evrópu- sambandsins og sú áhersla sem er lögð á réttarríkið og lýðræði hafa stuðlað að jákvæðri þróun í öðrum ríkjum, sem vilja ganga í ESB. Ólíklegt er að þær þjóðir, sem hafa þessa hluti í forgrunni, efni til stríðs hver við aðra. Maður getur því verið jákvæður í garð Evrópu- sambandsins þegar þessir hlutir eru hafðir í huga. Á hinn bóginn er augljóst að Evrópusambandinu hefur ekki tekist að binda enda á ýmis önnur átök innan sambandsins. Þar má nefna að Evrópusambandið lék ekki stórt hlutverk við úrlausn deilna á Norður-Írlandi og hefur sömuleiðis ekki stuðlað að friði í Baskalandi. Þá hefur Evrópusam- bandinu ekki tekist að móta sam- eiginlega utanríkisstefnu, t.d. tókst því ekki að láta gott af sér leiða í átökunum á Balkanskaga, þó að reyndar hafi tekist betur til í Makedóníu í hitteðfyrra heldur en í Bosníu-Herzegóvínu á sínum tíma.“ – Muntu í Íslands- heimsókn þinni hafa einhvern tíma til að gera fleira en flytja þennan fyrirlestur? „Ég vonast til að geta ferðast ofurlítið um landið ásamt vini mín- um. Eins og aðrir erlendir ferða- menn er ég síðan veikur fyrir Bláa lóninu og fer því áreiðanlega í heimsókn þangað. Ég hef líka grunsemdir um að nýja og góða veitingastaði sé að finna í Reykja- vík og mun vafalaust reyna að heimsækja einhvern þeirra.“ Dr. Brendan O’Leary  Brendan O’Leary er fæddur á Norður-Írlandi árið 1958. Hann er forstöðumaður Solomon Asch Center for the Study of Ethno- political Conflict og prófessor í stjórnmálafræði við Pennsylv- aniu-háskóla í Bandaríkjunum. Áður var hann prófessor í stjórn- málafræði við London School of Economics. Í rannsóknum sínum hefur hann lagt áherslu á þjóð- ernishyggju og leiðir til að sætta þjóðernisátök. Hann hefur ritað fjölmargar greinar og bækur um átökin á N-Írlandi og hann var stjórnvöldum m.a. til ráðgjafar í friðarumleitunum á sínum tíma. Útilokað að til verði sérstök evrópsk þjóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.