Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 12.03.2003, Síða 24
LANDIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLPARSVEIT Skáta í Hvera- gerði er um þessar mundir að kaupa nýja björgunarbifreið. Í dag á sveitin tvær bifreiðar en önnur er orðin óhæf til björgunarstarfa og því aðkallandi að fá nýja í hennar stað. Nýr bíll Toyota Landcruiser 70, sem hentar mjög vel til þeirra starfa sem sveitin þarf að sinna, hefur þegar verið pantaður og verður hann afhentur 15. mars nk. Bifreiðin kostar fullbúin með björgunartækjum, sjúkrabúnaði og fjarskiptatækjum 4.500.000 kr. þegar tollar hafa verið felldir nið- ur. Að sögn Sævars Arasonar hefur Hjálparsveitin í Hveragerði starfað í 26 ár. Nú eru félagar um 30 tals- ins. Fyrir utan stærri leitir, sem ekki eru margar á ári, sinnir sveit- in m.a. aðstoð á Hellisheiði þegar veður er vont og fólk sem kemst hvorki lönd né strönd þarf aðstoð. Engin leið er að telja upp hin ýmsu verkefni sem sveitin fær á hverju ári en öll taka þau í budduna, líka þau litlu. Eftir því sem að tækin verða full- komnari og flóknari þarf að kosta meiru til við þjálfun björg- unarsveitarmanna ásamt því sækja endurmenntunarnámskeið sem nauðsynleg eru. Allt þetta kostar mikla peninga og fer mikill tími félaga í fjáröflun. Eins og í öðrum björgunarsveitum er hér um áhugamannahóp að ræða sem sinnir þessu samfélags- verkefni í frítíma sínum frá vinnu. Þrátt fyrir dugnað hjálparsveit- armanna við fjáröflun hrekkur það ekki til í þessu tilfelli. Eins og sjá má af framangreindu er ærið verk- efni að reka björgunarsveit og fara félagar hennar nú fram á að bæj- arbúar og landsmenn allir sem nota Hellisheiðina allan ársins hring sjái sér fært að styrkja sveitina og gera henni mögulegt að búast þeim bún- aði sem nauðsynlegur er. Áheitagangan verður þannig að farið verður laugardaginn 15. mars frá Hveragerði og gengið með sjúkling í sjúkrabörum sem leið liggur um Suðurlandsveg, Hellis- heiði og að hringtorgi við Rauða- vatn. Þaðan um Breiðholtsbraut og yfir á Nýbýlaveg að Toyota- umboðinu þar sem göngunni lýkur. Styrkja má sveitina með því að hafa samband við Ólaf Óskarsson, formann hjálparsveitarinnar. Hveragerði Hjálparsveitin gengur til Reykjavíkur HEILBRIGÐISSTOFNUN Þing- eyinga og Skútustaðahreppur buðu nýlega íbúum sveitarinnar til heilsudags í Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri ávarpaði viðstadda og bauð menn velkomna, hann gat þess að undirbúningur að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar sé haf- inn enda löngu tímabært að bæta úr þeirri ófullburða aðstöðu sem heilsugæslan býr við í Mývatns- sveit. Dagbjört Bjarnadóttir hjúkr- unarfræðingur skýrði frá söfnun meðal fyrirtækja og einstaklinga í sveitinni, á tækjum til sjúkraþjálf- unar. Þessum tækjum hefur nú ver- ið komið fyrir í aðstöðu til sjúkra- þjálfunar sem nýlega hefur verið útbúin í Íþróttamiðstöðinni. Dag- björt afhenti Sveinbirni Sigurðs- syni sjúkraþjálfara gjafabréf fyrir tækjunum, en hann hefur annast sjúkraþjálfun hér að undanförnu með góðum árangri. Þeir Ásgeir Böðvarsson yf- irlæknir og Friðfinnur Her- mannsson framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga kynntu framtíðarstefnu og framtíð- arsýn þeirra á verkefnum og mögu- leikum heilsugæslunnar í héraðinu. Þar er um afar áhugaverðar hug- myndir að ræða sem snúast m.a. um fjölbreytta heilsutengda ferðaþjón- ustu, þar sem gengið er útfrá miklu samstarfi ferðaþjónustuaðila og heilbrigðisstofnunarinnar. Dag- skránni lauk með því að Sveinbjörn sjúkraþjálfari sýndi tæki og að- stöðu þá sem sjúkraþjálfuninni hef- ur verið búin og viðstaddir þáðu léttar veitingar í boði Skútustaða- hrepps. Heilsugæslustöðin í Mývatnssveit var sett á fót um 1970 hún hefur frá upphafi búið við afar ófullkomnar aðstæður og er nú í gömlu íbúðar- húsnæði sem á engan hátt uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til slíkr- ar aðstöðu. Tveir hjúkrunarfræð- ingar starfa við stöðina og er þó hluti starfs þeirra einnig við síma- þjónustu „ráðgjöf í reykbindindi“, sem þær hafa sinnt á landsvísu ásamt fleirum. Tilvera heilsugæslu- stöðvarinnar er íbúum afar mik- ilvæg, enda hafa þeir mikið traust á frábæru starfsfólki stöðvarinnar. Ekki síst yfir sumartímann, þegar mikill fólksfjöldi gistir sveitina er það óviðunandi að búa ekki betur að starfseminni en raun ber vitni. Nú örlar hins vegar á að úr verði bætt á allra næstu árum. Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Heilsugæslustöðin í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Heilsudagur í Mývatnssveit TÖLUVERÐ hálka hefur verið í Mýrdalnum eftir að það gerði snjógráða um síðustu helgi. Kalla varð út veghefil frá Vík til aðstoða dráttarbíl með stóra gröfu sem hafði lent útaf í Gatnabrún í Mýrdal og dró hann dráttarbílinn upp brúnina. Dráttarbíllinn var að fara austur á Stokks- nes við Höfn, til að brjóta niður mannvirki sem þar standa. Ekki urðu skemmdir á farartækinu né slys á fólki. Morgunblaðið/Jónas ErlendssonVeghefillinn dregur dráttarbílinn upp Gatnabrún. Veghefill aðstoðar dráttarbíl í Gatnabrún Fagridalur SUÐURNES FORELDRAR barna í grunnskól- um Reykjanesbæjar kjósa frekar að börnin fái löng helgarleyfi en vikuleyfi yfir vetrartímann. Þetta er ein helsta niðurstaða skoðana- könnunar sem foreldrarnir tóku þátt í. Skoðanakönnunin var gerð í febrúar af Skólaskrifstofu Reykja- nesbæjar að beiðni foreldraráða og foreldrafélaga grunnskólanna. Til- gangurinn var að kanna hug for- eldra til vetrarleyfa áður en skóla- dagatöl grunnskóla fyrir skólaárið 2003 - 4 verða samþykkt. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykja- nesbæjar. Skólarnir skoða niðurstöður Alls eru 65% foreldra hlynnt langri helgi í lok október og/eða febrúar en einungis 28% voru hlynnt vikulöngu vetrarfríi í lok október. Spurt var hvort foreldrar þyrftu sérstök úrræði í skólanum í vetrarleyfi og vekur það athygli að mikill meirihluti telur sig ekki þurfa slíkt. Þó er munur á svörum hjá foreldrum yngri og eldri barna. Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir að skólarnir hafi fengið nið- urstöður könnunarinnar til skoð- unar og muni koma með tillögur um hvernig best sé að hátta skóla- dagatali næsta árs með tilliti til þeirra. Að því loknu verður málið til umfjöllunar fræðsluráðs bæj- arins. Góð þátttaka í könnun Könnunin var send til foreldra elstu barna í leikskólum Reykja- nesbæjar, svo og foreldra barna í 1.-9. bekk grunnskólanna, alls for- eldra 1.754 barna. Þátttaka í könn- uninni var ágæt eða 61% og gafst foreldrum tækifæri á að koma á framfæri athugasemdum. Í þeim kom fram að margir foreldrar, eða 137, vilja lengra sumarleyfi í stað vetrarleyfis, 30 sögðu vetrarleyfi stangast á við vinnumarkaðinn og 20 sögðu að allir skólar þyrftu að fara í frí á sama tíma, þ.m.t. tón- listarskólinn. Morgunblaðið/Þorkell Skólarnir í Reykjanesbæ hafa fengið niðurstöður könnunarinnar um vetr- arfrí til skoðunar. Hér má sjá krakkana í Heiðarskóla að leik. Foreldrar vilja löng helgarleyfi Reykjanesbær TVEIMUR af fimm starfsmönnum Sandgerðishafnar verður sagt upp. Taka uppsagnirnar gildi 1. apríl næstkomandi. Starfsmenn hafnar- innar munu taka að sér afgreiðslu fyrir Ísverksmiðjuna í kjölfar end- urskipulagningar hafnarinnar. Öll- um hafnarframkvæmdum sem fyr- irhugaðar voru á þessu ári hefur verið frestað. Þetta var samþykkt á fundi hafnarráðs á dögunum en fundargerð ráðsins liggur fyrir fundi bæjarstjórnar í dag. „Minnkandi tekjur og minnkandi afli eru ástæður uppsagnanna,“ sagði Reynir Sveinsson, formaður Hafnarráðs. „Tekjurnar hafa stór- minnkað undanfarin ár og ekki bætti úr skák að við fórum út í framkvæmdir á Norðurgarði hafn- arinnar sem kostuðu um 100 millj- ónir, við greiddum um 25% af því. En það var veðjað á, samkvæmt ráðleggingum Síldarvinnslumanna á sínum tíma, að þeir myndu senda skipin hingað en við fáum greinilega á þessari vertíð ekki eina loðnu. Þar sjáum við tekjuminnkun upp á um fimm milljónir.“ Reynir segir að öllum frekari hafnarframkvæmdum verði slegið á frest ef frá eru taldar nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir. „Á meðan ekki kemur meiri afli og meiri tekjur er komið nóg af framkvæmd- um í bili.“ Reynir segir að til að mæta sam- drætti í afla sé ætlunin að fara út í aukna markaðssetningu. „Það verð- ur að reyna að snúa þessari nei- kvæðu þróun við.“ Hann segir vonir bundnar við að byggðakvóti sem fékkst úthlutað komi til með að hafa margfeldisáhrif í bæjarfélaginu. „Staðan er alvarleg, en við horfum bjartsýnir fram á veginn.“ Tveimur hafnarstarfs- mönnum sagt upp Sandgerði SUÐURFRÉTTIR, nýtt blað sem dreift verður með pósti vikulega til allra íbúa á Suðurlandi og Suðurnesj- um, kemur út í fyrsta skipti í dag. Blaðinu er einnig dreift í öll stærri fyrirtæki og stofnanir í kjördæminu. Blaðið er gefið út af Íslenskri fjöl- miðlun sem áður gaf út Suðurnesja- fréttir á Suðurnesjum um árabil. Suðurnesjafréttir verða lagðar niður í kjölfar útkomu nýja blaðsins. Í fréttatilkynningu segir að blaðið verði stærsta héraðsfréttablað lands- ins og er ætlað að verða snar þáttur í lífi íbúa kjördæmisins. „Vandaður fréttaflutningur og fagleg mannlífs- umfjöllun mun einkenna nýja blaðið en í næstu viku opna Suðurfréttir nýjan vefmiðil í tengslum við nýtt blað. Nú er kominn sameiginlegur vett- vangur fyrir Suðurkjördæmið þar sem opin skoðanaskipti geta notið sín.“ Íslensk fjölmiðlun er staðsett í Reykjanesbæ og á Selfossi en rit- stjóri, eigandi og ábyrgðarmaður er Jóhann Friðrik Friðriksson. Suðurfréttir koma út Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.