Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 26

Morgunblaðið - 12.03.2003, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G hafði fengið tölvu- póst þar sem mér var tjáð að Færeyingar óskuðu eftir að tveir Íslendingar tækju þátt í gerð steinþrykkja til uppheng- ingar í klefa nýju Norrænu, jafn- framt að æskilegt að þau yrðu gerð hér á landi. Vegna þess að tími var knappur, og við núverandi aðstæður erfitt ef ekki útilokað að vinna þau á grafíska verkstæðinu í Hafnarhús- inu, var ég ekki með á nótunum. En nokkrum dögum seinna kom fyr- irspurn beint frá Bárði Jákupson í Þórshöfn, þess efnis, hvort ég væri tilleiðanlegur að gera eitt stein- þrykk í fimmtíu eintökum á graf- íkverkstæðinu í Listaskálanum þar. Ákvað þá að þekkjast boðið þó meira fyrir forvitni um sjálft graf- íkverk- stæðið en blossandi áhuga á verkefninu, tímamörkin óguðlega naum og allir hinir búnir að gera sín þrykk. Ekki nema fjórir heilir dagar ætlaðir í verkið, utan skyldi haldið á mánudegi og upplagið komið um borð í gömlu Norrænu fyrir klukkan 10 á föstudagskvöld (!), sem flytti heila klabbið til Hamborgar þar sem það skyldi rammað inn. Í ljósi þess að engar hugmyndir voru tiltækar er sköruðu jafn- sértækt verkefni, einnig ekki um neina samfellda vinnu á tæknisvið- inu um langt árabil að ræða, eygði ég engin önnur úrræði en að grípa til eldri hugmyndar sem aldrei hafði verið útfærð. Var svo rétt með herkjum að ég náði skammlausum verklokum og þakka það öðru frem- ur þrykkjaranum, hinum sænsk- fædda Jan Andersson, sem fyrir fjórum árum var ráðinn til Þórs- hafnar til að byggja upp verkstæðið. Einnig kom aðstoðarmaður hans og spúsa, hin færeyska Fríða Brekku mikið við sögu og loks má geta handlangarans, hins kornunga Fridtjofs Klein. Það var fimm daga samvera með þessu fólki og ánægjuleg dvöl í Fær- eyjum sem öðru fremur er bak- grunnur þessa pistils, og þótt ég kæmi lengstum varla út fyrir veggi listaskálans er frá mörgu að herma. Grafíkverkstæði iðulega einstakir staðir sem mannbætandi er að nálg- ast fyrir létt og upplífgandi andrúm og góðan vinnuanda. Minnist þess, að nokkru fyrir komu Jan And- erssons á vettvanginn var Tryggvi Ólafsson með stóra sýningu í Lista- skálanum, og tilefni nokkurra daga heimsóknar minnar þangað. Litum þá inn í grafíkverkstæðið, sem þá var í mjög frumstæðu ástandi og að- koman kuldaleg, auðséð að heima- menn voru hér ekki jarðtengdir, nokkrar fálmkenndar tilraunir þó sýnilegar á veggjunum. E n á nefndum fjórum ár- um hafa orðið mikil umskipti og er þá vægt til orða tekið, ekki einasta að verk- stæðið hafi auðgað Færeyjar af grafískum listaverkum heldur hefur hróður þess borist víða. Útlendir, þó einkum danskir listamenn farnir að gera sér ferð þangað og má hér nefna stirni eins og Per Kirkeby og Claus Carstensen prófessors við Akademíuna í Kaupmannahöfn, og í maí mun Björn Nørgård vænt- anlegur. Þá virðast flestir helstu málarar Færeyja hafa útfært graf- íkverk á verkstæðinu á tímabilinu og má af því ráða hvílík vítamín- sprauta tilkoma þess og ráðning Jan Andersons hefur verið færeyskri myndlist. Ekki nóg með það, heldur vill hann nú gjarnan vita af fleiri Ís- lendingum á verkstæðið í framtíð- inni. Grafík í upprunalegu tækni- brögðunum sækir nú mjög á meðal framsækinna listamanna víða í heiminum, þvert á allar spár á árum áður. Segi fyrir mig, að allan minn feril hef ég naumast unnið við jafn- óþvingað andrúm og á þessu verk- stæði og nú gat ég þrykkt í eins mörgum litatónum og mig lysti. Drjúgt ferli á bak við hvern tón og vinnan skiljanlega ekki gefin, einnig tekur nokkurn tíma að setja sig inn í aðstæður á hverju verkstæði fyrir sig. Hver fagþrykkjari tileinkar sér sérstaka aðferð, sem getur í ýmsu verið frábrugðin frá einu verkstæði til annars, einkum í steinþrykki sem býr yfir svo víðtækum möguleikum. Í þessu tilviki var notast við gamla fjölþrykkpressu sem þrykkir mynd- ina eins og listamaðurinn teiknar hana beint á steininn, ekki speg- ilmyndina sem oftast er raunin og skapar mörg vandamál, vissi ekki einu sinni að þetta væri mögulegt! Líkast til verður teikningin, sem digur valsi tekur upp ekki eins skörp og þegar harður kalksteinn- inn er eina undirlagið og þetta vandamál leysti ég ekki fyrr en á ell- eftu stundu og í hálfgerðu tauga- rusli. Hjálpsemi Jan Anderssons, sem hvergi dró af sér, gerði hér út- slagið, en ég hef aldrei náð eins mörgum fínum blæbrigðum á graf- ískt blað, þetta er dýrt ferli og ein- ungis verkstæðisvinnan hefði kostað drjúgan skilding í Kaupmannahöfn. Þ essu er öllu romsað upp hér til að leggja áherslu á að hingað þurfi að ráða metnaðarfullan fagmann á borð við Jan Andersson til að sjá um verkstæðið í Hafnarhúsinu og gætu þá mikil und- ur skeð. Fagmann sem ekki er lista- maður nema í sjálfu handverkinu og ei heldur listpólitískt sinnaður, slíka er mögulegt að finna, og viðkomandi þarf helst að vera ráðinn til dag- legrar viðveru og langs tíma. Þá kemur að máli málanna, að grafíkverkstæðið er eins og lifandi púls í Listaskálanum, þangað eiga dags daglega margir listamenn er- indi, bæði fyrir forvitni sakir og til að örva eigið orku- og blóðflæði. Án verkstæðisins væri Listaskálinn ein- ungis hús yfir myndlist og menn gerðu sér ekki erindi þangað nema til að skoða sýningar og/eða úrval færeyskrar listar sem jafnaðarlega er uppi í hluta þess, að því leyti er viðbótin frábær hugmynd. Laugardaginn 1. mars var Vor- sýningin, Várframsýningin 2003, opnuð að viðstöddu fjölmenni, ekki stór á okkar mælikvarða og minnst um fjöltækni. En Færeyingar hafa sinn ákveðna gegnumgangandi tón í myndlist sem við höfum ekki í sama mæli og fyrir það skulu þeir virtir og metnir, hefur þó minna með gæði í sjálfu sér að gera. Hinir eldri eins og Zakarías Heinesen og Bárður Jákupson bera vorsýninguna uppi að þessu sinni, hver með tvö mál- verk í stærra laginu og hafa naum- ast verið betri, hinn fyrrnefndi hafði enda selt bæði sín en Bárður annað sitt. Báðir mála þeir sértækar nátt- úrustemmningar í anda módernism- ans þar sem frásagnarleg mynd- skipan og litahryn haldast í hendur. Vert að víkja að því hér, að miðað við Íslendinga hafa færeyskir mál- arar margfalda möguleika á að koma verkum sínum á framfæri er- lendis, ekki einungis til helstu borga Danmerkur, heldur einnig Englands og Íslands! Mér sagt, að þá íslenzk hjón heimsóttu Zakarías fyrir ári eða svo í kauphugleiðingum, átti hann einungis tvö málverk til sölu á vinnustofunni, annað lítið en hitt stórt, hafði þá nýverið sýnt á Born- hólmi og gengið býsna vel, þótt um einangraða eyju sé að ræða kemur þangað fjöldi þýskra ferðamanna sem kaupir listaverk. Á vorsýning- unni rak ég augun í nafnið Aggi Ás- gerð Ásgeirsdóttir, kom í ljós að hér var um að ræða náfrænku mína (!), dóttur Ásgeirs heitins Júlíussonar auglýsingateiknara, sem hann átti með seinni konu sinni, færeyskri. Þá er að geta þess, að stórt málverk eftir þekktasta málara Færeyja, Ingálf av Reyni, var afhjúpað í nýrri málstofu lögþingsins miðvikudaginn 26. febrúar og eru menn réttlega mjög stoltir af. Ekki síst fyrir þá sök að þegar leitað var til Ingálfs, hafn- aði hinn 82 ára gamli málari verk- efninu og bar fyrir sig aldur og las- leika, en menn gáfu hugmyndina ekki upp bátinn heldur biðu um stund. Er þeir fréttu svo að hann væri allur að braggast leituðu þeir aftur til hans og lét hann þá tilleið- ast. Árangurinn er eitt líflegasta málverk sem frá hendi málarans hefur komið og setur mikinn svip á málstofuna, sannar svo ekki verður um villst að málaralistin á sér engan aldur. Er okkur bar að var Arfinn Kallsberg lögmaður í djúpum rök- ræðum við tvo menn í forrýminu, en um hann leika nú stríðir vindar eftir burtkústun menntamálaráðherrans Annlis Bjarkhamar úr stjórninni. Þar hangir og uppi í digrum ramma eitt rislítið Kjarvalsmálverk, gjöf Alþingis Íslendinga til lögþingsins 1952, menn hafa verið úti að aka er þeir völdu það. Litið til þess, að Færeyingar eru samtals um og yfir 50.000, eða ígildi sjötta hluta íslenzku þjóðarinnar, má vera aðdáunarvert að þar lifa nær jafnmargir gildir málarar ein- vörðungu af list sinni og hér á landi. Einnig að þeir hafa komið þessu ágæta grafíkverkstæði í gagnið, meðan okkar er í lamasessi. Slíkum hefur fækkað um alla álfuna þannig að þettað er að gerast þvert á allar spár um endalok sígildu aðferðanna sem ber vott um framsýni og ár- ræði. Í þessu tilviki megum við líta upp til þeirra, einnegin athyglisvert að þrátt fyrir að mér vitandi finnist ekki tangur né tetur af listsögufræð- ingum á eyjunum, hafa þeir kunnað að markaðssetja list sína, auk þess að út hafa komið markverðar bækur um færeyska list og listamenn. Munar hér til úrslita um framlag Bárðar Jákupson, sem lét af störf- um sem forstöðumaður Listaskálans um síðustu áramót, var og er enn driffjöður, primus motor, góðra mála. Þ að sem hreif mig mest í Þórshöfn voru þó húsin, en nú fékk ég allgott tækifæri til að litast um, Hótel Færeyjar dálítið úrleiðis svo mér var ekið á milli og stundum tók Jan Anderssen á sig krók til að sýna mér eitt og annað. Við verklok á föstudegi fékk ég svo tækifæri til að taka mér langan göngutúr niður að höfn og þræddi ýmsa króka til baka. Mátti á öllu sjá að Færeyingar eru sér meira en vel meðvitandi um á hvaða breidd- argráðum þeir búa og fórna ekki eldri stíltegundum og vatnsþéttum þökum fyrir tískusveiflur að utan. Kunna einnig að aðlaga nýjar hug- myndir eldri stílbrögðum og gegn- umgangandi er hið trausta og vand- aða handverk, sem ber í sér tæran, upprunalegan og listrænan neista. Rífur í fína þræði taugakerfisins hvernig þeir hlaða veggi og garða, nýta nærtæk byggingarefnin. Vitaskuld er nútíminn kominn á staðinn með einni ófrumlegri versl- unarmiðstöð og nokkrum nátt- úrulausum kumböldum sem skera sig úr sem fleinn í holdi. Annars er svo mikill staðbundinn yndisþokki yfir mörgum húsum og stílbrögðin samfelld að það eitt gerir Þórshöfn, minnstu höfuðborg Evrópu, að perlu borga. Þetta eru hús með sál, jafn- vel nýbyggð hús klædd nátturulit- uðum borðum búa sum hver yfir þeim töfrum húsgerðarlistar sem gerir hús að húsi, síður byggingu að líflausu smíðisverki. Þar lítið af gerl- isneyddum sótthreinsuðum stíl- brögðum, viðhengjum stærri og framandi þjóðfélagsheilda. Skyldi ekki fyrir allt þetta og margt fleira borðleggjandi, öllum þeim sem eru meðvitaðir um holl- ustu andlegra sólarlandaferða, að marksetja Færeyjar ofarlega á óskalistann? SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragia@itn.is Hús er hús er hús Hið fallega hús rithöfundarins og skáldsins William Heinesens. Málverk Ingálfs av Reyni í málstofu lögþingsins. Þrykkjararnir á grafíkverkstæðinu, Fríða Brekku og Jan Andersson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.