Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.03.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 35 ✝ Kristinn GísliSigurjón Magn- ússon fæddist í Reykjavík, 2. júní 1922. Hann lést á líknardeild Landspít- alans á Landakoti hinn 28. febrúar síð- astliðinn. Móðir hans var Kristín Elín Matt- hildur Friðriksdóttir, f. 23. október 1903, d. 14. júní 1922. Faðir hans var Magnús Guðbrandsson bók- ari, f. 4. janúar 1896, d. 23. október 1991. Fósturmóðir Kristins og kona Magnúsar var Júlíana Oddsdóttir, f. 26. júní 1904, d. 19. mars 1980. Systkini hans samfeðra eru Kjart- an Guðbrandur, f. 17. nóvember 1927, og Katrín Guðrún, f. 5. sept- ember 1934. Kristinn kvæntist 15. septem- ber 1945 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Vigdísi Stefáns- dóttur frá Flateyri við Önundar- fjörð, f. 23. febrúar 1926. Foreldr- ar hennar voru Stefán Brynjólfsson, f. 8. apríl 1893, d. 5. nóvember 1980, og Guðfinna Arn- finnsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 16. júlí 1983. Börn Kristins og Ingibjargar eru tvö: 1) Matthild- ur, f. 2.febrúar 1946, gift Bjarna Ágústssyni, f. 29. júní 1945. Börn þeirra eru a) Ingi- björg, f. 1970, gift Hilmari Viðarssyni, f.1970, og eiga þau þrjú börn: Hildi Sif, Daníel Kristin og Sóleyju Ósk. b) Kristín, f. 1972, gift Árna Björgvini Hall- dórssyni, f. 1972, og eru börn þeirra tvö: Bryndís Inga og Bjarni Björgvin. c) Ágúst f. 1978. 2) Magnús Júlíus, f. 2. apríl 1950, kvæntur Sigurlínu Sigurðar- dóttur, f. 10. maí 1950, og eru börn þeirra fjögur: María Björg, f. 1982, Kristinn Jóhannes, f. 1984, Sigurður Pétur, f. 1985, og Björn Jakob, f. 1987. Að skyldunámi loknu stundaði Kristinn nám við Reykholtsskóla í Borgarfirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1940. Sama ár hóf hann nám í prentverki og lauk prófi í prentiðn 1944. Hann vann í Félagsprentsmiðjunni, Borgar- prenti og Ísafoldarprentsmiðju. Eftir að hann hætti sem prentari var hann starfsmaður Reykjavík- urborgar þar til hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir. Allan sinn aldur bjó hann í Reykjavík. Útför Kristins fór fram 6. mars, í kyrrþey að ósk hins látna. Látinn er í Reykjavík, tengdafaðir minn, Kristinn Magnússon prentari. Ég vil minnast hans með nokkrum orðum og er mér það bæði ljúft og skylt. Hann fæddist og ólst upp í Reykja- vík og bjó þar allan sinn aldur. Eftir skyldunám stundaði hann nám við Reykholtsskóla í Borgarfirði og síðan við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi 1944. Framan af ævinni vann hann sem prentari, eða meðan heilsa hans leyfði það. Hann var eftirsóttur vélsetjari og þótti bæði afkastamikill, vandvirkur og vinnusamur. Margir þekktir rithöf- undar nutu handaverka hans. Síðar varð hann starfsmaður Reykjavíkur- borgar. Lífsförunaut sinn Ingibjörgu Stef- ánsdóttur frá Flateyri hitti hann á stríðsárunum og var það honum mikil gæfa. Samstiga gengu þau gegnum lífið í 57 ár. Þau settust að í vesturbæ Rekjavíkur og undu þar hag sínum vel alla tíð. Þar mörkuðu þau spor sem seint skefur yfir. Þau lögðu hart að sér við að koma þaki yfir höfuðið og bjuggu sér og börnunum sínum tveimur fallegt heimili á Melunum. Í þá daga var ráð að leggja fyrir, reikna út kostnaðinn og gæta þess að reisa sér ekki hurð- arás um öxl. Það tókst þeim hjónun- um með hagsýnina og nýtnina að leið- arljósi. Oft var gestkvæmt á heimilinu og glatt á hjalla. Húsbónd- inn var hrókur alls fagnaðar og naut hann sín vel í góðra vina hópi. Hann mundi tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja. Það var gaman að láta hann leiða sig um liðna tíma því hann hafði góða frásagnarhæfileika og kímnigáfu. Kristni var mjög umhugað um af- komendur sína og bar hag þeirra fyr- ir brjósti. Hann hafði áhuga á því sem barnabörnin höfðust að og lagði þeim gjarnan lífsreglurnar og varaði þau oft við hættunum sem alls staðar liggja í leyni. Fyrir tæpum 30 árum festu þau hjónin kaup á sumarbústaðalandi í Vatnsholti í Grímsnesi. Þar hafa þau síðan unað hag sínum vel og breytt kargaþýfi í sannkallaðan gróðurreit. Allt var unnið með haka og skóflu, handtökin voru mörg og draup svit- inn af enni en þau uppskáru grænar grasflatir, hávaxin tré og blómabreið- ur. Kristinn naut sín einnig við veiðar á Apavatni, meðan heilsa hans og kraftar leyfðu. Fyrstu árin veiddi hann frá landi og en seinna fékk hann sér lítinn plastbát sem hann gat siglt á til veiða. Hann var mjög fiskinn og oftar en ekki kom hann með góðan afla að landi. Nú er báturinn í nausti og bíður vorsins en Kristinn ýtir ekki oftar úr vör. En hann hafði búið í hag- inn. Það var honum mikið kappsmál að afkomendur hans fengju að njóta þess sem hann hafði lagt grunn að og byggt upp. Þau byrjuðu smátt og frumstætt. Kristinn gerði upp gamlan vinnuskúr og flutti austur og var það íverustað- ur þeirra hjóna fyrstu árin. Öllu var haganlega fyrirkomið og á 8 fermetr- um rúmaðist allt sem til þurfti. Þarna var borðað, sofið, setið og spjallað og allir voru velkomnir. Alltaf var heitt á könnunni og nóg af meðlæti. Árið 1980 létu þau byggja 38 fm bústað og var þá mikil breyting á. Seinna bættust við fleiri þægindi svo sem rafmagn, rennandi vatn og allt sem því fylgir. Kristinn gaf staðnum nafnið Sælulundur og er það sann- arlega réttnefni. Austur var haldið í sæluna um hverja helgi frá því snemma á vorin og fram á haust og dvalið þar í sumarleyfum. Heilnæma sveitaloftið, fuglasöngurinn og kyrrð- in áttu vel við hann. Kristinn var mikið snyrtimenni og ber sumarbústaðurinn þess glöggt vitni. Öllu var vel við haldið og hugsað fyrir öllu. Allt var miðað að því að það entist vel og að enginn gæti slasað sig á því. Í geymsluskúrnum var allt í röð og reglu, hver hlutur átti sinn stað, hvort heldur um var að ræða smæstu skrúfu eða nýtísku sláttuvél. Lengi hefur Kristinn þjáðst af astma og lungnaþembu. Fyrir tæp- um tveimur árum fór hann í stóra hjataaðgerð. Hún tókst vel og þegar hann var að ná sér upp úr henni kom í ljós að hann var með krabbamein sem varð honum að aldurtila. Eigin- kona hans hjúkraði honum í veikind- unum af mikilli umhyggjusemi og kærleika eins og henni einni er lagið. Hann var alla tíð mikill listunn- andi, kunni vel að meta falleg ljóð og ljúfa orgeltóna. Sjálfur var hann gott ljóðskáld, orti bæði rímuð og órímuð ljóð. Hann samdi lög við nokkur ljóða sinna og einnig fallegt lag við Faðir vorið. Trúin og ljósið voru honum hugleikin yrkisefni og eru mörg ljóða hans um þessi efni. Ljóðabók hans „Sagði mér þögnin“ kom út árið 1994. Í henni er eftirfarandi ljóð um ljós heimsins. Vor Guð hafði ljósið í hendi sinni og eyddi myrkrinu með orðum sínum: VERÐI LJÓS Og það varð til hinn fyrsta dag himins og jarðar án elds En sá er fæddist í fjárhúsi fann orðum sínum stað: Ég er ljós heimsins. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins.“ (Jóh.8:12) og „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25). Ég kveð Kristin með virðingu og þökk. Megi góður Guð veita Ingu og fjölskyldunni allri huggun og styrk. Sigurlína Sigurðardóttir. Elsku afi, Kristinn G. Magnússon, er nú látinn. Okkur systkinin langar að minnast afa Didda, eins og við köll- uðum hann alltaf, með nokkrum orð- um. Það var alltaf gaman að heimsækja ömmu og afa, hvort heldur sem var á Birkimelinn, Keilugrandann og síð- ast en ekki síst í Sælulund. Alltaf tóku þau fagnandi á móti okkur og sýndu áhuga á öllu því sem við vorum að gera. Afi hafði lag á því að segja skemmtilega frá. Hann sagði okkur iðulega skemmtilegar sögur úr fortíð- inni, frá því hann var að alast upp. Flestar fjölluðu þær um prakkara- strik eða íþróttaafrek sem við eigum aldrei eftir að gleyma. Margar bestu minningar okkar systkinanna eru úr Sælulundi. Þar höfðu afi og amma byggt sér sann- kallaðan sælureit. Í Sælulundi gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Afi var duglegur að veiða á Apavatni meðan heilsa hans leyfði. Stundum var hann í margar klukkustundir úti á bátnum sínum og notaði ýmsar að- ferðir við að ná sér í fisk. Þegar afi hætti að geta farið sjálfur út á vatn miðlaði hann af þekkingu sinni og reynslu og kenndi okkur sem yngri vorum hvernig fara ætti að. Hann brosti sínu breiðasta og gladdist mik- ið þegar við veiddum fisk. Garðinn í kringum sumarbústaðinn höfðu amma og afi byggt frá grunni. Í miðjum garðinum er grasi vaxin skeifa sem afi gerði sjálfur með hand- afli. Í skeifunni er alltaf steikjandi hiti og þegar sólin skín er gott að leggjast út af og láta sólina skína á sig og fá sér eitthvað gott í gogginn því hjá ömmu er alltaf nóg til að kræs- ingum. Afi var náttúruunnandi. Hann fann oft fuglahreiður úti í móum og trjám sem hann hlúði að og sýndi okkur ef við lofuðum að fara varlega svo ekki kæmi styggð að fuglunum. Oftar en ekki sat afi úti í garði með penna í hönd og orti ljóð. Að loknum löngum en skemmtilegum degi kveikti hann afi svo upp í grillinu og grillaði ofan í mannskapinn. Hann var sannkallaður grillmeistari Sælu- lundar. Nóg var til handa öllum og oft var glatt á hjalla og margt um mann- inn í litla bústaðnum. Afi sá einnig um að íslenski fáninn blakti við hún þeg- ar gott var veður og von var á gest- um. Það verður skrýtið og tómlegt að keyra upp að Sælulundi í sumar þeg- ar afi stendur ekki lengur á verönd- inni, í gúmmískónum og köflóttu skyrtunni, veifandi til okkar bros- andi. En afi mun alltaf verða með okkur í minningunni. Afi Diddi var mjög metnaðargjarn fyrir okkar hönd og hvatti okkur til dáða í námi og leik og gladdist yfir velgengni en stappaði í okkur stálinu ef með þurfti. Hann fylgdist vel með skólagöngu okkar frá því hún hófst og ekki minnkaði áhugi hans á námi okkar nú þegar við erum komin í framhaldsskóla og háskóla. Afa var einnig umhugað um að við færum varlega í leik og í starfi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér elsku afi Diddi. Það er gott að hugsa til þess að nú ertu á himnum með móður þinni sem þú fékkst aldrei að kynnast. Þú lifir í minningu okkar um ókomna tíð. Þín sonarbörn María Björg, Kristinn Jóhannes, Sigurður Pétur og Björn Jakob. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman í Ísafoldarprentsmiðjunni við Þingholtsstræti á sjöunda áratugn- um. Við unnum báðir við vélsetningu og umbrot á bókum og tímaritum; á þeim tíma var blýsetning og hæðar- prentun enn í hávegum höfð, en eins og flestir vita er sú verkmenntun löngu liðin. Unnum við oft að sömu verkefnum, hann var góður verkmað- ur, fljótur að skipuleggja útlit prent- gripa, t.d. við umbrot á tímaritum og bókum, þar sem setjarinn varð að nota hugmyndaflug sitt til hins ít- rasta til að skapa gott prentverk. Honum voru gefnir ríkulegir hæfi- leikar til tónsmíða og samdi nokkur tónverk, einnig var hann hagyrðing- ur góður, t.d. gaf hann út ljóðabók og einnig birtust eftir hann ljóð í Lesbók Morgunblaðsins til margra ára. Ekki ósjaldan sá ég Kristinn með blýant í hendi, djúpt hugsandi, hripa niður á prófarkarblað ljóðlínur og oft- ar en ekki gekk ég þá til hans, brosti hann þá stoltur til mín yfir að hafa komið einnhverju hugljúfu á blað. Hann hafði góða kímnigáfu, sem hann beitti oft í góðra vina hópi, en var líka mikill alvörumaður og var að mér fannst ekki allra, en innst inni sló alltaf gott hjarta. Eftir samveru okkar í Ísafoldar- prentsmiðju liðu fjöldamörg ár þar til leiðir okkar lágu saman á ný, er við hjónin fluttum í næsta nágrenni við Kristin og konu hans Ingibjörgu. Einn fagran sumardag fyrir tveimur árum buðu þau okkur hjónunum í sumarbústað sinn við Apavatn; er við ókum í hlað beið okkar kaffihlaðborð, sem Ingibjörg var búin að útbúa á sinn myndarlega hátt, þar nutum við gestrisni þeirra hjóna í dásamlegu veðri og umhverfi, þau voru auðsján- lega stolt af þessum unaðsreit sínum, sem þeim var mikils virði. Oft bar fundum okkar Kristins saman hér á Grandanum í Vestur- bænum og í kirkjunni okkar, þar leit- aði hann sér styrks í hljóðri bæn til skaparans, enda var hann trúaður maður. Ingibjörg reyndist Kristni góður lífsförunautur og vinur og var honum allt í öllu. Að leiðarlokum þakka ég honum vináttuna og óska honum Guðs blessunar á nýju tilveru- stigi með þessum hugljúfu versum úr Davíðssálmum: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur,1-4.) Ég og kona mín sendum Ingi- björgu og fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Torfi Þ. Ólafsson. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR JÚLÍUSDÓTTIR, Hringbraut 84, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 7. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins og Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Theodórsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Víðivöllum 6, Akureyri. Gestur Pálsson. HARVEY GUDMUNDSON, andaðist á heimili sínu í Chicago þriðjudaginn 25. febrúar. Jane Gudmundson, Lorie Gudmundson, Sverrir Bjartmarz, Ásta Marie Bjartmarz. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 2. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Pálsson, Kristín Ólafsdóttir, Jónas Gunnlaugsson, Páll Ólafsson, Sonja Guðrún Óskarsdóttir, Jón Þorvarður Ólafsson, Bertha Guðrún Kvaran og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.