Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 10
FERMINGARGREIÐSLUR eru mjög mismunandi í ár og í raun er allt í tísku, segir Jónína S. Snorradótt- ir. Fléttur í hári eru vinsælar fyrir stúlkur, sem og hár sett í net og léttar uppgreiðslur. „Þetta fer eftir vilja hverrar og einnar og mótast greiðslurnar svolítið hjá hverjum og einum fagmanni,“ segir hún. Jónína bendir á að margar hár- snyrtistofur hafi komið sér upp safni af myndum af ferming- arbörnum fyrri ára. Eins séu til myndir af fermingargreiðslu- námskeiðum sem haldin eru fyrir fagfólk. Yfirleitt er boðið upp á prufu- greiðslur á hársnyrtistofum og segir Jónína mögulegt fyrir ferm- ingarbarnið að skoða myndir og velja greiðslu í framhaldi af því, blanda saman mörgum hug- myndum eða koma með tillögur. „Fagfólk leiðbeinir eftir bestu getu og hefur meðal annars í huga hvers konar týpa viðkom- andi er og hvernig fötum er klæðst á fermingardaginn. Aðal- atriðið er að fermingarbarnið sé ánægt með greiðsluna, enda er það barnið sem á að bera hana á fermingardaginn, ekki við.“ Eva Dröfn er með sjálfliðað hár sem fær að njóta sín. Margrét Silja með létta uppgreiðslu.Sigrún með vafninga og steina á kollinum. Morgunblaðið/Kristinn Aldís með fléttu við eyrað og fiskafléttu aftan á. Fléttur vinsælar fyrir stúlkur Alexandra með snúninga og fléttur í bland. Smáblóm og steinar áberandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.