Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 26
MARÍANNA Valdís Friðfinnsdóttir fermist í Seltjarnarneskirkju 13. apr- íl. Kirkjan var vígð á níunda áratugnum og einkennist af þakinu séð úr norðri, stundum minnir það jafnvel á Snæfellsjökul. Þak kirkju- skipsins er þrístrent og hvílir á steyptum skífum, en burðarviðir eru úr límtré. Einnig halda límtré uppi þökum útbygginga, sem hvíla á sömu undirstöðum auk minni undirstaða. Límtrén eru sýnileg inni, en á milli þeirra er klætt með furu. Þakið er klætt að utan með hvítum stálplötum. Löng kirkjusaga er á Nesinu því í kirknatali Páls biskups Jóns- sonar í Skálholti frá því um 1200 er fyrst getið um kirkju í Nesi við Seltjörn. Blaðamaður ræddi við Maríönnu og Áslaugu Hafberg, ömmu henn- ar, en Maríanna er gefin fyrir að hugsa fyrir hlutunum. Liturinn er dumbrósrauður Fötin ákvað hún fyrir um það bili ári en það er svört flauelsdragt og hvítur langermabolur. „Ég vildi velja eitthvað sem ég gæti notað áfram,“ segir hún. „Í hárinu verða tvær fléttur hvor sínum megin og hárið greitt upp í miðjunni, slétt að aftan,“ segir hún og hefur þegar farið í prufu- greiðslu. Veislan verður í sal úti í bæ og þar verður matur en einnig ferming- arterta eftir kokkabókum Maríönnu. „Litur veisluborðsins verður dumbrósrauður,“ segir hún, „efnið er gegnsætt og það verður hvítur dúkur undir og slaufur á borðendum.“ Kertin hafa þegar verið skreytt heima, en þau eru „off white“ á lit- inn. Fjölskyldan kaupir ekki skreytingar heldur gerir þær sjálf. Maríanna hefur valið servíettur með mynd af englum og með áletr- un og látið prenta á sálmabók. Gestabókin er einnig til reiðu. Hún er í raun myndaalbúm sem breytt verður í bók. Hanskar og klútur sem systir hennar notaði eru til. Í rauninni er allt ákveðið nema ferming- arstyttan sem á að standa á fermingartertunni. Maríanna leikur handbolta með 5. flokk Gróttu. „Ég var líka í frí- stæl en hætti af því ég hafði of mikið að gera,“ segir hún. Áhuga- málin eru vinir, tónlist og íþróttir. Hún býst við að vinna í unglinga- vinnunni í sumar. Framtíðarstarfið sem heillar hana mest er lögfræði. Sr. Bjarni fermdi Áslaugu Amma Maríönnu er Áslaug Hafberg, fædd árið 1921. „Ég fermdist 12. maí 1935 í Dómkirkjunni hjá sr. Bjarna Jónssyni,“ segir hún, „ég er fædd 12., fermd 12. og var sú 12. í kirkjunni, fékk 12 skeyti og í veislunni hafa sennilega verið 12 gestir,“ segir hún. Áslaug bjó á Bergþórugötu 11a og þar var veislan haldin. „Ég var í hvítum síðum kjól í veislunni og með fléttur,“ segir hún. Aðalfermingargjöf Áslaugar var úr, svo minnist hún þess að hafa fengið gult efni í blússu og 315 krónur, sem taldist aldeilis gott. „Sr. Bjarni undirbjó okkur vel fyrir fermingu og maður áleit að mað- ur væri kominn í fullorðinna tölu,“ segir Áslaug, „þetta var með ein- dæmum eftirminnilegur dagur.“ Áslaug var í fyrsta árganginum í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, byrjaði í honum níu ára gömul árið 1930. Faðir hennar var Helgi Haf- berg, sem vann í afgreiðslunni á Morgunblaðinu þegar blaðið kom út í fyrsta sinn 2. nóvember 1913. Föðurbróðir hennar, Engilbert Haf- berg, var einnig starfsmaður Morgunblaðsins frá upphafi og var lengi auglýsingastjóri blaðsins. Morgunblaðið/Kristinn Maríanna í herberginu sínu heima hjá sér, ætlar að verða lögfræðingur. Allt ákveðið nema fermingarstyttan Maríanna og amma hennar, Áslaug Hafberg. Maríanna Valdís hefur undirbúið ferming- arveisluna vel og heima hjá henni er handlagið fólk sem hefur gert skreytingarnar. Áslaug amma hennar fermdist árið 1935 og segir dag- inn ógleymanlegan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.