Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 47
EF ÞAÐ er skírn, ferming, brúðkaup eða stórafmæli í stórfjölskyldunni þá gerir Ingibjörg Aðalsteinsdóttir tertuna, og nú gerir hún eina til fjórar á ári. Ingibjörg er fædd og alin á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal fyrir austan, og hefur búið í Fellabæ á Héraði frá 1983. Það var árið 1993 sem tertu- skreytingarnar hófust hjá henni og það varð ekki aftur snúið. „Ég er með skírn, gerir þú ekki tertuna?“ er spurt, og það gerir Ingibjörg með ánægju. „Ég hef mjög gaman af þessu, annars væri ég ekki að þessu,“ segir hún. Ábyrgð svilkonunnar Árið 1993 var systir hennar með skírn og svilkona Ingibjargar var í heimsókn hjá henni og ákvað að kenna henni að skreyta tertur. „Ég geri þetta fyrir fjölskylduna og vini og vandamenn, aðallega hér, en einnig gerði ég brúðkaupstertuna fyrir Ragnhildi systur mína í Reykjavík,“ segir hún. Ingibjörg bakar oft botnana sjálf, en tekur stundum aðeins að sér skreytinguna. Oftast hefur hún marsipan á henni og rjóma meðfram. Fyrst gerði hún aðeins flatar tertur, svo opnar bækur og loks tertur á þremur hæðum. „Þetta hefur þróast,“ segir hún. „Fyrst gerði ég mars- ipanblóm en núna nota ég alltaf lifandi blóm, mest rósir. En það kemur fyrir að rósir fást ekki og þá nota ég bara önnur blóm og það hefur kom- ið mjög vel út,“ segir hún. Ingibjörg er einnig farin að sneiða hjá hefðbundnum styttum á tert- urnar, og hefur t.d. notað líkan af vélhjóli á fermingartertu. „Aðalmálið er að velja styttuna, og það getur tekið lengsta tímann,“ segir hún. Ann- ars er hún um fimm tíma að gera tertuna. Hún bakar hana daginn áður og fyllir og skreytir svo samdægurs. Blóm og styttur Fermingarbörnin velja oft litinn, t.d. á blómunum, og styttan verður að vera í stíl við þau. „Þetta verða öðruvísi tertur. Mér finnst reyndar bakarístertur ágætar en þessar eru ekki í sama dúr,“ seg- ir hún. Stafirnir á tertunum eru gerðir úr súkkulaði og þarfnast sérstakrar gætni. „Ég hanna stafina í tölvu og prenta þá út, legg plastfilmu eða plastpoka yfir, bræði súkkulaði og set það í sprautupoka, og sprauta á plastið. Geri nokkrar tilraunir og vel síðan þá best heppnuðu og færi þá yfir á tertuna,“ segir hún og að hún geri einnig stundum súkkulaðiblóm. Ingibjörg er ekki alveg viss hvort hún skreyti tertu fyrir komandi ferm- ingar, þó hugsanlega fyrir eina vinakonu sína. Hún gerir þetta ævinlega ánægjunnar vegna og tekur ekkert fyrir greiðann. Fermingartertur með lifandi blómum Ingibjörg hefur sérhæft sig í heimagerðum ferming- artertum og leggur sig sér- staklega fram við skreyting- arnar. Hún hefur gert tertur fyrir fjölskyldu og vini í tíu ár. Ljósmynd/Ingibjörg Aðalsteins Þriggja hæða fermingarterta handa Steinunni. Bómullarsatín eða silkidamask rúmfatnaður Setjum stafi eða nöfn í rúmfatnað og handklæði Ítalskir dúkar saumaðir eftir máli Njálsgötu 86, s. 552 0978Tilvalin fermingargjöf TEENO Laugavegi 56, sími 552 2201 Falleg föt fyrir ferming- arnar Hverfisgötu 50 • sími 552 2690 • www.svipmyndir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.