Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 40
BLÓMASKREYTINGAR augnabliksins bera keim af dvergvöxn- um görðum, segir Vigdís Hauksdóttir, blómaskreytingamaður í Blómagalleríi og Íslandsmeistari í blómaskreytingum. Um þessar mundir er mikið „unnið ofan í gler“ í blómaskreytingum þar sem „laukurinn og gróandinn fá að njóta sín“, segir Vigdís ennfremur. Í bláu skreytingunni er unnið með muscari lauk, en Vigdís, segir vorblóm algeng í fermingarskreytingum og vekur athygli á hversu sýnileg rótin og laukurinn eru í gegnum glerið. „Við höf- um sérhæft okkur í blómum, servíéttum og kertum sem allt er í stíl,“ segir hún ennfremur, en myndir af samskonar blómum og notuð eru í skreytingarnar eru prentaðar á servíétturnar. Blár litur er algengur í skreytingum á fermingarborð drengja, en Vig- dís segir fjólublátt, gult og lime-grænt ganga fyrir þá líka. Vorþema með fjólubláum laukum í glærum vasa sem minnir á trompet hentar bæði stelpum og strákum. Í þeirri skreytingu er túlípönum á lauk hlaðið hverjum ofan á aðra ofan í vatni og ekki þarf að óttast að þeir drukkni. „Túlípanar eru stífir og standa lengi og flott. Það þarf ekki að óttast að þeir drúpi kolli líkt og sum blóm gera í hita,“ segir hún. Hár vasi af þessu tagi getur staðið á miðju borði og náð að blómstra yfir bæði mat og kökur. Þriðji möguleikinn er gulir túlípanar og cornus greinar í stórum vasa, yfir einn metri á hæð, sem Vigdís segir flottan á gólfi. Á greinarnar og vasann eru hengdir minni glervasar með blómum. „Fermingar ber upp á páska þótt þeir séu seint að þessu sinni. Svona skreyting sómir sér vel annan páskadag.“ Hortensíurnar eru „ekta stelpuskreyting“ að Vigdísar sögn. Þar notar hún lisíanthus í botninn og miðjuna og stálgras með perl- um til þess að víkka rammann á skreytingunni út fyrir vasann og fá loft í heildarmyndina. Fimmta og síðasta skreytingin er úr fjólubláum írisblómum sem Vigdís segir helsta fermingarskrautið um þessar mundir. Blómin eru innflutt og eru frá gulu út í ljósfjólublátt, jafnvel dökk- fjólublátt eða svart. Í botni vasans eru óblómstrandi brúð- arliljulaukar sem fá írisinn til þess að virðast vera á lauk, segir Vigdís Hauksdóttir að síðustu. Morgunblaðið/Kristinn Vigdís Hauksdóttir útbýr páskaskreytingu í hreiðurlíki með ekta eggjum. Eggin eru fyllt með vatni og páskaliljum stungið ofan í göt á skurninni. Íris og brúðarliljulaukar. Morgunblaðið/Kristinn Muscari laukur á strákaborð. Hortensía og lisíanthus með stálgrasi.Túlípanar í vatnsbaði. Horft í gegnum glerið Túlípanar og cornus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.