Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 36
Ásdís Ólafsdóttir ákvað að fermast hjá Kvenna- kirkjunni og verður eina fermingarbarnið þar. Kvennakirkjan er tíu ára á Íslandi og prestur hennar er sr. Auður Eir. Mynd eftir fyrsta fermingarbarn Kvennakirkjunnar. „KVENNAGUÐFRÆÐI er guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar,“ skrifar sr. Auður Eir á heimasíðu Kvennakirkjunnar (www.kirkjan.is/kvennakirkjan). „Hún er um löngun okkar og möguleika til að nota kristna trú okkar í daglegu lífi, svo að við séum sáttar við sjálfar okkur eins og við erum, sjáum hvað við erum yndislegar manneskjur, og getum þess vegna ráðist í þær breytingar sem okkur langar til að gera í lífinu. Bæði í lífi sjálfra okkar og lífinu umhverfis okkur. Við viljum hafa áhrif með því að koma fram með hugmyndir kvennaguðfræðinnar og vinna að framgangi þeirra. Alls þessa vegna verðum við sífellt að ástunda og efla kvenna- guðfræði okkar, enda er hún grundvöllur gleði okkar og styrks.“ Á öðrum stað á heimasíðunni skrifar Auður: „Orðalagið í textum Bibl- íunnar er útilokunarorðalag. Það útilokar konur úr textanum. Það er svo rótgróið að tala í karlkyni í kirkjunni sem annars staðar að fólk rekur oft í rogastans þegar talað er um nauðsyn þess að málfræði og orðaval vísi líka til kvenna. Fólk spyr hvort við sem notum mál beggja kynja skiljum ekki að karlkynsmyndirnar eiga líka við konur. Það rökstyður spurningu sína til dæmis með því að orðið bræður þýði bæði bræður og systur. Við höfum hins vegar séð að þessi rök gilda sjaldnast þegar kvenkynsmyndir eru notaðar í stað karlkynsmynda. Þeim sem finnst orðið bræður eiga við konur, finnst þó ekki á sama hátt að orðið systur eigi við um karla. Þeim finnst móðgun að tala til karla í kvenkyni. Hvers vegna fannst þeim þá aldrei móðgun að tala um konur í karlkyni?“ Messan sköpuð Íslenska Kvennakirkjan er nú 10 ára og býr nú þriðja barnið undir fermingu. Blaðamaður ræddi við Auði Eir um Kvennakirkjuna og Ásdísi Ólafsdóttur sem ætlar að fermast hjá Kvennakirkjunni. „Kvennakirkjan er hluti af þjóðkirkjunni og við fáum inni í hinum ýmsu kirkjum,“ segir Auður Eir. „Við sköpum hverja messu í samræmi við guðfræðina og metum aðstæður í hvert sinn. Helgihaldið hefur samt það sama markmið og allt kristið helgihald, að hittast hjá Guði og tala við hana og hlusta á hana.“ Hún segir að Ásdís sé sú þriðja sem fermist hjá þeim, en í Kvenna- kirkjunni hafi einnig farið fram skírnir, eitt brúðkaup og aðild að jarðar- förum. „Uppruni Kvennakirkjunnar er löngunin til að fara okkar eigin leiðir. Helgihaldið er til dæmis allt í karlkyni,“ segir Auður, „hjá okkur er talað til kvenna og Guð er í kvenkyni." Yndislegar manneskjur Hún segir að viðbrögðin hafi verið ým- iss konar. „Fólk bregst bæði vel við eða ókvæða við, en við teljum þetta nauðsynlegt,“ segir hún og að boðskapur Kvennakirkjunnar sé hluti af hinum kristna boðskap og nefnir nokkur dæmi úr orðum Kvennakirkjunnar: „Í trúnni á Guð fáum við trúna á sjálfar okkur, aðrar manneksjur og lífið.“ „Trúin á Guð er undirstaða sjálfsvissu okkar og lífshamingju.“ „Guð gerir okkur að yndislegum manneskjum, þess vegna getum við verið eins og við erum eða breytt einhverju. Ekki af því að við erum ómögulegar, heldur af því að við erum yndislegar.“ Auður segir að Kvennakirkjan haldi sífellt námskeið í tengslum við daglegt líf. Núna stendur yfir námskeið um Biblíuna og annað sem nefnist „Mildar og máttugar“. Næsta námskeið heitir „Segjum, syngj- um og dönsum“. Hún segir að í starfi Kvennakirkjunnar sé ekki stefnt að afnrétti held- ur að því að konur finni eigin leiðir til að breyta kerfinu.“ Hún segist telja að margir menn séu sammála stefnu Kvennakirkjunnar, og K. muni efna til samstarfs kvenna og karla þegar tími gefst. Um það bil hundrað konur og nokkrir menn sækja messur Kvenna- kirkjunnar. Auður er presturinn, svo er stýrihópur að störfum, kór og stuðningshópur, því margt þarf að gera. Kvennakirkjan er nýlega flutt í Kvennagarðinn á Laugavegi 59. Kynnti sér Kvennakirkjuna Ásdís Ólafsdóttir er í 8. bekk í Ár- bæjarskóla, dóttir Guðrúnar Pétursdóttur og Ólafs Hannibalssonar. „Mamma er í Kvennakirkjunni og hún spurði mig hvort ég vildi fermast hjá henni,“ segir Ásdís, „ég ákvað að hringja í Auði Eir og hún bauð mér í tíu ára afmæli Kvennakirkjunnar og gaf mér bók um kvenna- guðfræði.“ Ásdís segir að henni hafi þótt messan skemmtilegri en venjulegar messur. „Það er meira sungið og það er eins og það sé ekki bil á milli þeirra og Guðs,“ segir hún og að Guð sé svo nálæg, hún gangi með þeim hvar sem vera skal. Ásdís segir að það hafi ekki tekið langan tíma að venja sig á að hugsa „hún Guð“. Verkefni um játningu Ásdís gengur einnig til prests með skóla- félögum sínum í Árbæjarsókn, sem hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Hún segir að presturinn sinn þar hafi sýnt því fullan skiln- ing að hana langar að fermast hjá Kvennakirkjunni og boðið sér að ljúka samt fermingarfræðslunni með félögunum. Eitt verkefnið þar var að búa til eigin trúarjátningu. Það gerði hún og skrifaði um Guð í kven- kyni. Ásdís segir að hún hafi einnig hitt þær sem fermst hafi áður hjá Kvennakirkjunni og spurt þær hvernig þetta hafi verið og hvernig farið fram. Sjálf mun hún fermast laugardaginn 26. apríl, annaðhvort í kirkju eða í sal. Eftir ferminguna verður veisla heima hjá henni. Hún ætlar að halda tvær veislur því föðurætt hennar er svo stór, þannig að það kæmust ekki allir fyrir í einu. „Ég býst við að halda áfram í Kvennakirkjunni, því hún er svo per- sónuleg,“ segir hún að lokum. Konur og vinátta Guðs Morgunblaðið/Kristinn Auður Eir og Ásdís, sem segir að það hafi ekki tekið langan tíma að venja sig á að hugsa „hún Guð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.