Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 18
KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X — Munið gjafakortin — — Sendum í póstkröfu — Fermingarnærföt Fermingarnáttföt Fermingargjafir Frábært úrval af nýjum vörum HLAÐBORÐ með heitum og köldum réttum og kaffihlaðborð njóta stöð- ugra vinsælda í fermingarveislum, segir Bjarni Óli Haraldsson, yfirmat- reiðslumaður í veitingaeldhúsinu Veislunni. Á slíku hlaðborði er að finna graflax, reyktan lax, roastbeef, alls kyns salöt og jafnvel kartöflustrá. Færri biðja reyndar um kartöflustrá nú en áður, segir Bjarni. Nú er snakk á boðstólum allt árið og kartöflustrá ekki lengur kölluð fermingar- kartöflur í heildverslunum. Þá eru kjúklingaleggirnir klassísku nú með mexíkókryddi og salsa, að hans sögn. „Réttirnir eru kryddaðri en áður, fólk er óhræddara við að prófa fram- andi og bragðmeiri krydd á borð við cummin og chilipipar,“ segir hann. Þótt hlaðborðið sé í eðli sínu sígilt hafa nýir réttir rutt sér til rúms í takt við tískusveiflur í matargerð, segir Bjarni Óli ennfremur, því þar er líka að finna pastasalöt og kalkúnasalat með fetaosti, svo dæmi séu nefnd. „Það hefði ekki gengið fyrir tíu árum,“ segir hann. Hlaðborðin hafa orðið auðmeltari og suðrænni í seinni tíð og mikið um léttmeti. Þó sé einstaka maður sem vilji hamborgarhrygg með sykurbrúnuðum kart- öflum og tilheyrandi og ekkert annað. Bjarni Óli segir í raun með ólíkindum hversu miklar breytingar hafi orðið á framboði hráefnis. Matreiðslumenn geti útvegað sér nánast hvaða vöru sem er til matargerðar nú orðið. Ekkert furðulegt eða sérstakt „Þá er sama hvort um er að ræða sænskar kjúklingabringur, franskar skógardúfur, nýsjálenskt nautakjöt, hollenskt kálfakjöt, ferska gæsalifur eða lifandi ostrur, svo dæmi séu nefnd. Einnig er mikill munur á því hversu auðvelt er að verða sér út um gott súkkulaði og vandað hráefni fyrir bakstur. Það þykir ekk- ert sérstakt í þessari grein lengur eða stórfurðulegt. Við erum orðin al- vön öllu,“ segir hann. Bjarni Óli segir raunar stærsta framfaraskrefið fyrir íslenska mat- reiðslumenn að hafa aðgang að sama markaði og kollegar þeirra í Evr- ópu. Morgunblaðið/Kristinn Bjarni Óli Haraldsson segir matreiðslumenn geta út- vegað sér nánast hvaða hráefni sem er til mat- argerðar. Ekkert komi leng- ur á óvart í þeim efnum. Graflax og alls kyns salöt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.